Kristján stýrir nefnd um málefni flóttafólks

Kristján Sturluson var áður framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Kristján Sturluson var áður framkvæmdastjóri Rauða krossins. mbl.is/Golli

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað nefnd sem kortleggja á núverandi þjónustu við þá sem fengið hafa stöðu flóttafólks eftir hælismeðferð og gera tillögu að samræmdu móttökukerfi fyrir flóttafólk. Kristján Sturluson er formaður nefndarinnar.

Sérstaklega skal hugað að þætti sveitar­félaga og frjálsra félagasamtaka við móttöku flóttafólks, tengslum milli stjórn­sýslustofnana og fræðslu fyrir starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sem kemur að móttöku flótta­fólks.

Skipun nefndarinnar er í samræmi við þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árið 2016-2019 sem samþykkt var af Alþingi þann 20. september 2016.  

Nefndina skipa:

  • Kristján Sturluson, án tilnefningar, formaður  
  • Anna Guðrún Björnsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga 
  • Guðlaug Hrönn Pétursdóttir, tiln. af Vinnumálastofnun  
  • Hrafnhildur Kvaran, tiln. af Rauða krossinum á Íslandi  
  • Íris Björg Kristjánsdóttir, tiln. af innanríkisráðuneytinu  
  • Páll Ólafsson, tiln. af Barnaverndarstofu  
  • Rúnar H. Haraldsson, tiln. af Fjölmenningarsetri  
  • Sigurður Örn Eyjólfsson, tiln. af Útlendingastofnun 

Starfsamaður nefndarinnar er Linda Rós Alfreðsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert