Facebook hefði logað vegna Neskirkju

Sr. Skúli Sigurður Ólafsson sóknarprestur og Grétar Reynisson listamaður við ...
Sr. Skúli Sigurður Ólafsson sóknarprestur og Grétar Reynisson listamaður við verkið 500 fingraför í safnaðarheimili Neskirkju.

Allir sem mættu í messu í Neskirkju síðasta sunnudag settu hendur sínar í mold og fingraför sín á vegg. Þessi gjörningur listamannsins Grétars Reynissonar er hluti af afmælisdagskrá Neskirkju en á morgun, sunnudag, verða sextíu ár liðin frá því hún var vígð.

Haldið verður upp á afmælið með margvíslegri dagskrá mestallt árið, m.a. með myndlistarsýningum, tónleikum, almenningshlaupum og göngu og svo mætti lengi telja.

„Þetta er auðvitað stórmerkileg kirkja, fyrsta móderníska kirkjan sem byggð var hér á landi og fyrsta safnaðarheimilið sem er líka gallerí,“ segir sr. Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju. Um Neskirkju hefur ekki alltaf ríkt sátt en í dag er hún friðuð og einn af miðpunktum mannlífsins í Vesturbæ Reykjavíkur.

Tvær myndir með fjörutíu ára millibili

Í safnaðarheimilinu eru nú til sýnis verk Grétars. Verkin heita 20 40 60 og 500 fingraför. Skúli segir sýninguna ríma vel við starf kirkjunnar og afmælið. Grétar er fæddur árið 1957, sama ár og Neskirkja var vígð. Er hann var tvítugur tók hann mynd af hendinni á sér eftir að hafa þrýst henni í mold. Hann tók svo aðra eins mynd í vetur þegar hann var orðinn sextugur. Myndirnar tvær eru því teknar með fjörutíu ára millibili. „Verkið 20 40 60 vísar til þess hvernig tíminn fléttast saman í fortíð og nútíð listamannsins, hvernig lífið lætur smátt og smátt undan dauðanum, líkaminn undan náttúrulegum breytingum sem honum eru áskapaðar,“ segir í lýsingu á verkinu í fréttatilkynningu.

Sr. Skúli Sigurður Ólafsson setur molduga höndina á vegg í ...
Sr. Skúli Sigurður Ólafsson setur molduga höndina á vegg í Neskirkju. Gjörningurinn sem kirkjugestir tóku þátt í á sunnudag varð að listaverkinu 500 fingraför.

Allir sem mættu í messu í Neskirkju síðasta sunnudag settu svo hendur sínar í mold og fingraför sín svo á vegg. Á öðrum hluta veggjarins eru svo klútarnir sem kirkjugestir notuðu til að þurrka moldina af höndum sínum. Með þessum gjörningi Grétars varð til verkið 500 fingraför.

Skúli segir að í báðum þessum verkum Grétars sé unnið með tímann og moldina, hluti sem passi vel að kirkjunnar starfi. „Moldin er svona eins og tíminn, bæði líf og dauði,“ bendir Skúli á.

Á sjálfan afmælisdaginn verður vígslumessa í kirkjunni og kaffi að henni lokinni. En hvernig kirkja er Neskirkja?

„Lengi býr að fyrstu gerð,“ segir Skúli um andrúmsloftið í kirkjunni. „Hún var fyrsta kirkjan á Íslandi sem var hönnuð fyrir fólk, ef svo má segja.“

Árið 1940 þegar Reykjavík var orðin of fjölmenn fyrir eina sókn var henni skipt upp í fjórar sóknir. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, fékk það verkefni að teikna kirkjur fyrir Hallgrímssókn og Lauganessókn. Önnur leið var valin fyrir Neskirkju og efnt til samkeppni um hönnunina. Ágúst Pálsson var valinn til að teikna húsið og gerði hann það í anda módernismans sem þá var að ryðja sér til rúms. En hönnunin olli miklum og hörðum deilum. Að lokum var ákveðið að senda teikningarnar til sérfræðings í Ameríku, finnska arkitektsins Eliel Saarinen, til að votta að kirkjan væri í lagi. Eftir að hann lagði blessun sína yfir hönnunina var hafist handa við byggingu kirkjunnar.

Neskirkja árið 1990.
Neskirkja árið 1990. mbl.is/Árni Sæberg

Torgstemning í kirkjunni

„Við erum enn þá að vinna með þessa hugmyndafræði um kirkju fólksins,“ segir Skúli og bendir á að fjölmargt sé í gangi í kirkjunni, s.s. fyrirlestrar og jóga, og hún því vel nýtt af söfnuðinum. Hönnun hennar henti til slíks. „Það er því svolítil torgstemning ríkjandi í Neskirkju og þannig viljum við hafa það.“

- Svo að friður hefur skapast um Neskirkju?

„Það er alveg óhætt að segja það, því hún er friðuð,“ segir Skúli og hlær. „Það sem var nýstárlegt og frumlegt er nú orðið friðað. Svona verða byltingarnar allt í einu settar í formalín.“

- Lærðum við eitthvað sem þjóð á þessum miklu deilum um kirkjuna á sínum tíma?

„Það væri óskandi,“ svarar Skúli. „En mér sýnist nú hávaðinn sem einkenndi þessar umræður margsinnis hafa endurtekið sig, þar er svolítil dómharka og mikill ótti við það sem er nýstárlegt.“

- Facebook hefði logað ef hún hefði verið til á þessum tíma?

„Netheimar hefðu logað,“ tekur Skúli hlæjandi undir. „Og það er enn verkefni okkar að beina umræðunni á vitrænar og kærleiksríkar brautir. Það er ekki alltaf hægt að leggja málin í hendur gúrúa í útlöndum eins og gerðist í tilviki Neskirkju.“

mbl.is

Innlent »

Hrundi úr hillum og brotnaði

Í gær, 22:37 Jarðfræðingurinn Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem er yfir neyðarvörnum hjá Rauða krossinum á Suðurlandi, varð vel var við jarðskjálftana nú í kvöld. „Þá drundi í öllu og hristist allt og það hrundi hér úr hillum og brotnaði aðeins,“ segir Sigurjón sem á von á fleiri skjálftum. Meira »

Jörð skelfur við Selfoss

Í gær, 21:39 Klukkan 21:50 í kvöld varð jarðskjálfti af stærð 3,4 norðaustur af Selfossi og hafa tilkynningar borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist vel á Selfossi og í nágrenni. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu frá því um kl. 16:00 í dag. Meira »

Eldur í ruslageymslu

Í gær, 21:13 Eldur kom upp í ruslageymslu í Sólheimum á níunda tímanum í kvöld. Einn slökkvibíll var sendur á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Erlendir göngu-hrólfar nánast einir um hituna

Í gær, 21:00 Þátttaka útlendinga í gönguferðum um Laugaveginn, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, hefur aukist með hverju árinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að á nýliðnu sumri hafi hlutfall þeirra verið allt að 95% af um tólf þúsund sem fóru þessa vinsælu gönguleið. Meira »

Ætlaði sér aldrei að ná sátt um málið

Í gær, 20:46 Formaður nefndar um sátt í sjávarútvegi ætlaði aldrei að skapa neina sátt um sjávarútveg, heldur ætlaði hann að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Meira »

Ísland þarf á fjölbreytninni að halda

Í gær, 20:20 „Við lítum á þetta sem annan stærsta viðburðinn í sögu skólans síðan hann var stofnaður. Skólinn var stofnaður fyrir 30 árum og nú erum við komin með doktorsnámið. Þetta eru tveir stærstu viðburðirnir.“ Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Meira »

Ákærðir fyrir 125 milljóna skattsvik

Í gær, 19:50 Embætti héraðssaksaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur tveimur karlmönnum á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum upp á samtals 125 milljónir króna á árunum 2011 til 2013. Meira »

Vill 600 m. kr. fyrir hjúkrunarfræðinga

Í gær, 19:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir nauðsynlegt að Landspítalinn fái 600 m.kr. í fjárlögum 2018 til að bæta kjör og vinnutíma hjúkrunarfræðinga. Þá fagnar hann skýrslu Ríkisendurskoðunar og telur hana sýna fram á þann mikla skort á hjúkrunarfræðingum sem fram undan er. Meira »

Nota tölfræði beint í stefnumótun

Í gær, 19:45 Á hverju ári berast um 80 þúsund slysaskýrslur til Neytenda- og öryggisstofnunar Hollands. Markvisst hefur verið unnið úr þeim og tölfræði gerð aðgengileg sem leiðir til þess að auðveldara er að taka stefnumótandi ákvarðanir í slysavörnum, en slíkt getur reynst erfitt hér vegna skorts á tölfræði. Meira »

Vann 5,1 milljarð í Eurojackpot

Í gær, 19:38 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúmlega 5,1 millj­arði króna rík­ari eft­ir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinn­ing­inn óskipt­an. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Finnlandi. Meira »

Óæskilegt að setja lög í óðagoti

Í gær, 18:50 Setning bráðabirgðalaga til að flýta fyrir lögbannsmáli Stundarinnar og RME er slæm hugmynd út frá sjónarmiðum um þrígreiningu ríkisvaldsins að mati lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Fylgi VG og Sjálfstæðisflokks jafnt

Í gær, 18:40 Fylgi Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins mælist jafnt í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur er á vef RÚV. Mælast Vinstri-græn með rúmlega 23% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 23% fylgi. Munurinn telst innan skekkjumarka. Meira »

Er hurðin að klaustrinu fundin?

Í gær, 18:30 „Það hníga veigamikil rök að því að Valþjófsstaðarhurðin hafi í raun komið frá klaustri sem Jón Loftsson í Odda stofnaði að Keldum á Rangárvöllum árið 1193.“ Þannig kemst Steinunn Kristjánsdóttir að orði þegar hún réttir blaðamanni eintak af nýrri bók sem hún hefur ritað. Meira »

Viðgerð á Herjólfi tefst enn

Í gær, 17:29 Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember líkt og til stóð, en fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Vegagerðin hafi gengið frá leigu á norsku ferjunni BODÖ áður en í ljós kom að rekstaraðili Herjólfs, Eimskip, getur ekki staðið við þá áætlun að gera við Herjólf á þeim tíma sem ráðgert var. Meira »

Creditinfo brugðust strax við úrskurði

Í gær, 15:15 Creditinfo hefur nú þegar gert breytingar á mati á lánshæfi einstaklinga í samræmi við kröfu Persónuverndar í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Í úrskurðinum komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki mætti nota uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfismöt. Meira »

„Við getum gert allt betur“

Í gær, 17:58 Kostnaður við slys á Íslandi er árlega allt að 100 milljarðar. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands í 20 ár og eru skráningar þar að mestu handvirkar. Því reynist erfitt að sækja gögn í kerfið og greina hvar sækja megi fram í slysavörnum til að fækka slysum. Meira »

Blekkingaleiknum vonandi lokið

Í gær, 17:11 Náttúruverndarsamtök Íslands segja að legið hafi fyrir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. Vonandi sé því nú lokið þeim blekkingarleik stjórnvalda og stóriðju- og orkufyrirtækja að Íslendingar séu heimsmeistarar í hreinni orku. Meira »

Kosningaspegill mbl.is 2017

Í gær, 15:13 Vilt þú sjá verðtrygginguna fara veg allrar veraldar? Kasta krónunni? Kaupa áfengi í matvöruverslunum? Nú getur þú komist að því hvernig skoðanir þínar ríma við afstöðu stjórnmálaflokkanna í laufléttum kosningaleik mbl.is. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Erro
...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...