Facebook hefði logað vegna Neskirkju

Sr. Skúli Sigurður Ólafsson sóknarprestur og Grétar Reynisson listamaður við ...
Sr. Skúli Sigurður Ólafsson sóknarprestur og Grétar Reynisson listamaður við verkið 500 fingraför í safnaðarheimili Neskirkju.

Allir sem mættu í messu í Neskirkju síðasta sunnudag settu hendur sínar í mold og fingraför sín á vegg. Þessi gjörningur listamannsins Grétars Reynissonar er hluti af afmælisdagskrá Neskirkju en á morgun, sunnudag, verða sextíu ár liðin frá því hún var vígð.

Haldið verður upp á afmælið með margvíslegri dagskrá mestallt árið, m.a. með myndlistarsýningum, tónleikum, almenningshlaupum og göngu og svo mætti lengi telja.

„Þetta er auðvitað stórmerkileg kirkja, fyrsta móderníska kirkjan sem byggð var hér á landi og fyrsta safnaðarheimilið sem er líka gallerí,“ segir sr. Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju. Um Neskirkju hefur ekki alltaf ríkt sátt en í dag er hún friðuð og einn af miðpunktum mannlífsins í Vesturbæ Reykjavíkur.

Tvær myndir með fjörutíu ára millibili

Í safnaðarheimilinu eru nú til sýnis verk Grétars. Verkin heita 20 40 60 og 500 fingraför. Skúli segir sýninguna ríma vel við starf kirkjunnar og afmælið. Grétar er fæddur árið 1957, sama ár og Neskirkja var vígð. Er hann var tvítugur tók hann mynd af hendinni á sér eftir að hafa þrýst henni í mold. Hann tók svo aðra eins mynd í vetur þegar hann var orðinn sextugur. Myndirnar tvær eru því teknar með fjörutíu ára millibili. „Verkið 20 40 60 vísar til þess hvernig tíminn fléttast saman í fortíð og nútíð listamannsins, hvernig lífið lætur smátt og smátt undan dauðanum, líkaminn undan náttúrulegum breytingum sem honum eru áskapaðar,“ segir í lýsingu á verkinu í fréttatilkynningu.

Sr. Skúli Sigurður Ólafsson setur molduga höndina á vegg í ...
Sr. Skúli Sigurður Ólafsson setur molduga höndina á vegg í Neskirkju. Gjörningurinn sem kirkjugestir tóku þátt í á sunnudag varð að listaverkinu 500 fingraför.

Allir sem mættu í messu í Neskirkju síðasta sunnudag settu svo hendur sínar í mold og fingraför sín svo á vegg. Á öðrum hluta veggjarins eru svo klútarnir sem kirkjugestir notuðu til að þurrka moldina af höndum sínum. Með þessum gjörningi Grétars varð til verkið 500 fingraför.

Skúli segir að í báðum þessum verkum Grétars sé unnið með tímann og moldina, hluti sem passi vel að kirkjunnar starfi. „Moldin er svona eins og tíminn, bæði líf og dauði,“ bendir Skúli á.

Á sjálfan afmælisdaginn verður vígslumessa í kirkjunni og kaffi að henni lokinni. En hvernig kirkja er Neskirkja?

„Lengi býr að fyrstu gerð,“ segir Skúli um andrúmsloftið í kirkjunni. „Hún var fyrsta kirkjan á Íslandi sem var hönnuð fyrir fólk, ef svo má segja.“

Árið 1940 þegar Reykjavík var orðin of fjölmenn fyrir eina sókn var henni skipt upp í fjórar sóknir. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, fékk það verkefni að teikna kirkjur fyrir Hallgrímssókn og Lauganessókn. Önnur leið var valin fyrir Neskirkju og efnt til samkeppni um hönnunina. Ágúst Pálsson var valinn til að teikna húsið og gerði hann það í anda módernismans sem þá var að ryðja sér til rúms. En hönnunin olli miklum og hörðum deilum. Að lokum var ákveðið að senda teikningarnar til sérfræðings í Ameríku, finnska arkitektsins Eliel Saarinen, til að votta að kirkjan væri í lagi. Eftir að hann lagði blessun sína yfir hönnunina var hafist handa við byggingu kirkjunnar.

Neskirkja árið 1990.
Neskirkja árið 1990. mbl.is/Árni Sæberg

Torgstemning í kirkjunni

„Við erum enn þá að vinna með þessa hugmyndafræði um kirkju fólksins,“ segir Skúli og bendir á að fjölmargt sé í gangi í kirkjunni, s.s. fyrirlestrar og jóga, og hún því vel nýtt af söfnuðinum. Hönnun hennar henti til slíks. „Það er því svolítil torgstemning ríkjandi í Neskirkju og þannig viljum við hafa það.“

- Svo að friður hefur skapast um Neskirkju?

„Það er alveg óhætt að segja það, því hún er friðuð,“ segir Skúli og hlær. „Það sem var nýstárlegt og frumlegt er nú orðið friðað. Svona verða byltingarnar allt í einu settar í formalín.“

- Lærðum við eitthvað sem þjóð á þessum miklu deilum um kirkjuna á sínum tíma?

„Það væri óskandi,“ svarar Skúli. „En mér sýnist nú hávaðinn sem einkenndi þessar umræður margsinnis hafa endurtekið sig, þar er svolítil dómharka og mikill ótti við það sem er nýstárlegt.“

- Facebook hefði logað ef hún hefði verið til á þessum tíma?

„Netheimar hefðu logað,“ tekur Skúli hlæjandi undir. „Og það er enn verkefni okkar að beina umræðunni á vitrænar og kærleiksríkar brautir. Það er ekki alltaf hægt að leggja málin í hendur gúrúa í útlöndum eins og gerðist í tilviki Neskirkju.“

mbl.is

Innlent »

„Þetta er alþekkt í fluginu“

17:19 „Icelandair tekur á sig kostnað við þjálfun nýliða gegn samkomulagi um starf þeirra í ákveðinn tíma. Þetta er alþekkt í fluginu með flugmenn og fleiri stéttir,“ segir upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir. Nýir flugmenn hjá Icelanda­ir skrifa upp á skulda­bréf að and­virði 60 þúsund evr­a. Meira »

Álagningarseðlarnir komnir á skattur.is

17:13 Álagningarseðlar einstaklinga árið 2017 eru nú aðgengilegir á þjónustvef Ríkisskattstjóra, skattur.is. Álagningarskrár verða lagðar fram á föstudaginn, 30. júní, og verða aðgengilegar í 14 daga. Meira »

Hafa sömu reynslu af Stígamótum

16:57 Níu konur sem komu að starfi Stígamóta á síðustu árum hafa lýst yfir að reynsla þeirra af starfi Stígamóta sé sambærileg og sú sem Helga Bald­vins­dótt­ir Bjarg­ar­dótt­ir lýsti í pistli sínum um daginn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag. Meira »

Framkvæmdir við Melatorg

16:47 Öllum akreinum að Melatorgi verður lokað í kvöld kl. 21:00. Malbika á hringtorgið og Vegagerðin biður vegfarendur að virða merkingar og hraðatakmarkanir við vinnusvæðið. Meira »

Söfnuðu meira en 20 milljónum

16:37 Söfnun WOW Cyclothon til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu lauk í gær en alls söfnuðust 20.425.710 krónur.   Meira »

„Algjörlega út úr kortinu“

16:13 Nýir flugmenn sem skrifa undir samning hjá Icelandair skrifa einnig upp á skuldabréf að andvirði 60 þúsund evrur, 7 milljónir íslenskra króna. Þar með skuldbinda þeir sig til þess að yfirgefa ekki Icelandair næstu þrjú árin, nema þeir greiði andvirði skuldabréfsins. Meira »

Ágreiningur við SA virðist djúpstæður

15:40 Í frétt í Morgunblaðinu 23. júní sl. var greint frá því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hefðu samþykkt á aðalfundi sínum í maí að láta gera úttekt á kostum og göllum þess að vera áfram innan vébanda Samtaka atvinnulífsins (SA). Meira »

Segir galið að taka flugið frá Gæslunni

15:52 Landhelgisgæslan er mótfallin hugmyndum fagráðs um sjúkraflutninga um að færa flugrekstur ríkisins undir sérstaka flugrekstrarstofnun. Í gær var skýrsla ráðsins kynnt um sjúkraflutninga þar sem lagt var til að fengin yrði ný sérstök sjúkraþyrla til þess að sinna útköllum á Suðurlandi og Vesturlandi. Meira »

„Mikilvægur áfangi fyrir höfuðsafn“

15:25 „Þetta er alveg feikilega mikilvægt skref. Þetta er fyrsta skipti sem safnið fær eigið rými til sýninga í þau tíu ár sem það hefur verið starfrækt. Það er býsna mikilvægur áfangi fyrir höfuðsafn,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Meira »

Fá milljónastyrk til að efla hjúkrunarfræði

15:00 Alþjóðlegur hópur vísindamanna á sviði hjúkrunarfræði undir forystu prófessora við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og UMC í Utrecht í Hollandi hefur fengið um 40 milljóna kr. styrk til verkefnis sem miðar að því að efla doktorsnema og nýdoktora á sviði hjúkrunarfræði sem leiðtoga og vísindamenn. Meira »

Náttúruminjasafn fær aðstöðu í Perlunni

14:36 Í dag skrifuðu Náttúruminjasafn Íslands og og Perla norðursins undir samning um að safnið fái aðstöðu til sýningarhalds í Perlunni. Fyrirhugað er að sýning Náttúruminjasafns Íslands opni á nýrri annarri hæð Perlunnar í tengslum við 100 ára afmæli fullveldis Íslands árið 2018. Meira »

Ekki standi til að sameina MR og Kvennó

13:47 Ekki stendur til að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann í Reykjavík, eins og fyrrverandi rektor MR segist óttast á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þetta staðfestir Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Margt í úrskurði sem heldur ekki vatni

13:42 „Það er mjög margt í úrskurðinum sem heldur ekki vatni. Atriði sem búið er að svara og fleira. Þeir hafa ekkert tekið tillit til þess. Þeir hafa sinnt mjög takmarkaðri rannsóknarvinnu. Þeir virðast hafa tekið upp athugasemdir sem ýmsir aðilar sendu inn, sem hafa hreinlega ekki kynnt sér málið.“ Meira »

Gráir dagar í höfuðborginni

13:25 Besta veðrið á landinu næstu dagana verður á suðausturhluta landsins fyrir sunnan Vatnajökul. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir allt að 17 gráðu hita á Kirkjubæjarklaustri á morgun en áfram er búist við gráum dögum á suðvesturhorninu. Meira »

Síldarstofninn minnkar

11:43 Norsk-íslenski síldarstofninn er um 4,2 milljónir tonna, sem er umtalsverð minnkun frá í fyrra er stofninn mældist 5,4 milljónir tonna. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs uppsjávarleiðangurs í Noregshafi sem fram fór í maí. Meira »

Fögnuður um borð í Rogalandi þegar skipsbjallan kom heim

13:30 Gamla Stavangerferjan m/s Rogaland hefur endurheimt skipsbjöllu sína. Hún reyndist hafa verið á Íslandi í meira en 40 ár og uppgötvaðist fyrir tilviljun á Byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Meira »

Ástandið orðið betra en fyrir hrun

12:03 Ísland kemur mjög vel út í nýrri skýrslu OECD. Gildir einu hvort miðað sé við önnur OECD-ríki eða Norðurlöndin. Hagvöxtur mælist hvergi meiri innan OECD-ríkjanna en á Íslandi, jöfnuður er hér mestur sé litið til tekna einstaklinga, jöfnuður milli kynjanna mestur og fátækt hvergi minni en á Íslandi. Meira »

Telur hækkunina vanhugsaða

11:42 „Þetta hjálpar okkur svo sannarlega ekki í komandi kjaraviðræðum og ég tel að þetta sé vanhugsað,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is inntur eftir viðbrögðum við nýjustu úrskurðum Kjararáðs. Meira »
Húsnæði í boði
Húsnæði í boði Til leigu góð 2ja herb. íbúð í efra Breiðholti ca 70 fm, með yfir...
M & B dekkjavélar. Ítals
M & B dekkjavélar. Ítalskar topp gæða dekkjavélar. Gott verð. Einnig notaðar Sic...
Viltu auka business þinn. Egat Nuddsteinar(Basalt) ásamt Steinapotti 39.000
Viltu auka business þinn.(Hot Stones) . Hlægilegt verð :Fallegir Nuddsteinar (Ba...
 
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...