Facebook hefði logað vegna Neskirkju

Sr. Skúli Sigurður Ólafsson sóknarprestur og Grétar Reynisson listamaður við ...
Sr. Skúli Sigurður Ólafsson sóknarprestur og Grétar Reynisson listamaður við verkið 500 fingraför í safnaðarheimili Neskirkju.

Allir sem mættu í messu í Neskirkju síðasta sunnudag settu hendur sínar í mold og fingraför sín á vegg. Þessi gjörningur listamannsins Grétars Reynissonar er hluti af afmælisdagskrá Neskirkju en á morgun, sunnudag, verða sextíu ár liðin frá því hún var vígð.

Haldið verður upp á afmælið með margvíslegri dagskrá mestallt árið, m.a. með myndlistarsýningum, tónleikum, almenningshlaupum og göngu og svo mætti lengi telja.

„Þetta er auðvitað stórmerkileg kirkja, fyrsta móderníska kirkjan sem byggð var hér á landi og fyrsta safnaðarheimilið sem er líka gallerí,“ segir sr. Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju. Um Neskirkju hefur ekki alltaf ríkt sátt en í dag er hún friðuð og einn af miðpunktum mannlífsins í Vesturbæ Reykjavíkur.

Tvær myndir með fjörutíu ára millibili

Í safnaðarheimilinu eru nú til sýnis verk Grétars. Verkin heita 20 40 60 og 500 fingraför. Skúli segir sýninguna ríma vel við starf kirkjunnar og afmælið. Grétar er fæddur árið 1957, sama ár og Neskirkja var vígð. Er hann var tvítugur tók hann mynd af hendinni á sér eftir að hafa þrýst henni í mold. Hann tók svo aðra eins mynd í vetur þegar hann var orðinn sextugur. Myndirnar tvær eru því teknar með fjörutíu ára millibili. „Verkið 20 40 60 vísar til þess hvernig tíminn fléttast saman í fortíð og nútíð listamannsins, hvernig lífið lætur smátt og smátt undan dauðanum, líkaminn undan náttúrulegum breytingum sem honum eru áskapaðar,“ segir í lýsingu á verkinu í fréttatilkynningu.

Sr. Skúli Sigurður Ólafsson setur molduga höndina á vegg í ...
Sr. Skúli Sigurður Ólafsson setur molduga höndina á vegg í Neskirkju. Gjörningurinn sem kirkjugestir tóku þátt í á sunnudag varð að listaverkinu 500 fingraför.

Allir sem mættu í messu í Neskirkju síðasta sunnudag settu svo hendur sínar í mold og fingraför sín svo á vegg. Á öðrum hluta veggjarins eru svo klútarnir sem kirkjugestir notuðu til að þurrka moldina af höndum sínum. Með þessum gjörningi Grétars varð til verkið 500 fingraför.

Skúli segir að í báðum þessum verkum Grétars sé unnið með tímann og moldina, hluti sem passi vel að kirkjunnar starfi. „Moldin er svona eins og tíminn, bæði líf og dauði,“ bendir Skúli á.

Á sjálfan afmælisdaginn verður vígslumessa í kirkjunni og kaffi að henni lokinni. En hvernig kirkja er Neskirkja?

„Lengi býr að fyrstu gerð,“ segir Skúli um andrúmsloftið í kirkjunni. „Hún var fyrsta kirkjan á Íslandi sem var hönnuð fyrir fólk, ef svo má segja.“

Árið 1940 þegar Reykjavík var orðin of fjölmenn fyrir eina sókn var henni skipt upp í fjórar sóknir. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, fékk það verkefni að teikna kirkjur fyrir Hallgrímssókn og Lauganessókn. Önnur leið var valin fyrir Neskirkju og efnt til samkeppni um hönnunina. Ágúst Pálsson var valinn til að teikna húsið og gerði hann það í anda módernismans sem þá var að ryðja sér til rúms. En hönnunin olli miklum og hörðum deilum. Að lokum var ákveðið að senda teikningarnar til sérfræðings í Ameríku, finnska arkitektsins Eliel Saarinen, til að votta að kirkjan væri í lagi. Eftir að hann lagði blessun sína yfir hönnunina var hafist handa við byggingu kirkjunnar.

Neskirkja árið 1990.
Neskirkja árið 1990. mbl.is/Árni Sæberg

Torgstemning í kirkjunni

„Við erum enn þá að vinna með þessa hugmyndafræði um kirkju fólksins,“ segir Skúli og bendir á að fjölmargt sé í gangi í kirkjunni, s.s. fyrirlestrar og jóga, og hún því vel nýtt af söfnuðinum. Hönnun hennar henti til slíks. „Það er því svolítil torgstemning ríkjandi í Neskirkju og þannig viljum við hafa það.“

- Svo að friður hefur skapast um Neskirkju?

„Það er alveg óhætt að segja það, því hún er friðuð,“ segir Skúli og hlær. „Það sem var nýstárlegt og frumlegt er nú orðið friðað. Svona verða byltingarnar allt í einu settar í formalín.“

- Lærðum við eitthvað sem þjóð á þessum miklu deilum um kirkjuna á sínum tíma?

„Það væri óskandi,“ svarar Skúli. „En mér sýnist nú hávaðinn sem einkenndi þessar umræður margsinnis hafa endurtekið sig, þar er svolítil dómharka og mikill ótti við það sem er nýstárlegt.“

- Facebook hefði logað ef hún hefði verið til á þessum tíma?

„Netheimar hefðu logað,“ tekur Skúli hlæjandi undir. „Og það er enn verkefni okkar að beina umræðunni á vitrænar og kærleiksríkar brautir. Það er ekki alltaf hægt að leggja málin í hendur gúrúa í útlöndum eins og gerðist í tilviki Neskirkju.“

mbl.is

Innlent »

„Fólk sefur bara hérna á gólfunum“

09:29 „Við erum bara hérna enn á flugvellinum og ekkert að frétta,“ segir Erna Karen Stefánsdóttir í samtali við mbl.is en hún er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife en 18 klukkustundir eru síðan þau ásamt fjölda annarra farþega áttu að fljúga heim með flugfélaginu Primera Air. Meira »

Frost í jörðu í innsveitum

09:06 Frost var í jörðu sums staðar í innsveitum í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þó var það aðeins lítillega og frostið mest -0,9% stig í Húsafelli í Borgarfirði. Á Þingvöllum fór hitinn niður í frostmark. Meira »

Reykur út frá eldamennsku

07:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan sjö í morgun um reyk í íbúð við Tryggvagötu í Reykjavík.  Meira »

Voru á annað hundrað þúsund

07:28 Menningarnótt 2017 lauk seint í gærkvöldi með glæsilegri flugeldasýningu sem tónlistarmaðurinn Helgi Björns taldi niður í en niðurtalningin fór fram á glerhjúpi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hátíðin þótti takast afar vel og tók mikið fjölmenni þátt í henni eða á annað hundrað þúsund manns. Meira »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

Í gær, 17:05 Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

Í gær, 13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

Í gær, 15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

Í gær, 13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum, bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...