Facebook hefði logað vegna Neskirkju

Sr. Skúli Sigurður Ólafsson sóknarprestur og Grétar Reynisson listamaður við ...
Sr. Skúli Sigurður Ólafsson sóknarprestur og Grétar Reynisson listamaður við verkið 500 fingraför í safnaðarheimili Neskirkju.

Allir sem mættu í messu í Neskirkju síðasta sunnudag settu hendur sínar í mold og fingraför sín á vegg. Þessi gjörningur listamannsins Grétars Reynissonar er hluti af afmælisdagskrá Neskirkju en á morgun, sunnudag, verða sextíu ár liðin frá því hún var vígð.

Haldið verður upp á afmælið með margvíslegri dagskrá mestallt árið, m.a. með myndlistarsýningum, tónleikum, almenningshlaupum og göngu og svo mætti lengi telja.

„Þetta er auðvitað stórmerkileg kirkja, fyrsta móderníska kirkjan sem byggð var hér á landi og fyrsta safnaðarheimilið sem er líka gallerí,“ segir sr. Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju. Um Neskirkju hefur ekki alltaf ríkt sátt en í dag er hún friðuð og einn af miðpunktum mannlífsins í Vesturbæ Reykjavíkur.

Tvær myndir með fjörutíu ára millibili

Í safnaðarheimilinu eru nú til sýnis verk Grétars. Verkin heita 20 40 60 og 500 fingraför. Skúli segir sýninguna ríma vel við starf kirkjunnar og afmælið. Grétar er fæddur árið 1957, sama ár og Neskirkja var vígð. Er hann var tvítugur tók hann mynd af hendinni á sér eftir að hafa þrýst henni í mold. Hann tók svo aðra eins mynd í vetur þegar hann var orðinn sextugur. Myndirnar tvær eru því teknar með fjörutíu ára millibili. „Verkið 20 40 60 vísar til þess hvernig tíminn fléttast saman í fortíð og nútíð listamannsins, hvernig lífið lætur smátt og smátt undan dauðanum, líkaminn undan náttúrulegum breytingum sem honum eru áskapaðar,“ segir í lýsingu á verkinu í fréttatilkynningu.

Sr. Skúli Sigurður Ólafsson setur molduga höndina á vegg í ...
Sr. Skúli Sigurður Ólafsson setur molduga höndina á vegg í Neskirkju. Gjörningurinn sem kirkjugestir tóku þátt í á sunnudag varð að listaverkinu 500 fingraför.

Allir sem mættu í messu í Neskirkju síðasta sunnudag settu svo hendur sínar í mold og fingraför sín svo á vegg. Á öðrum hluta veggjarins eru svo klútarnir sem kirkjugestir notuðu til að þurrka moldina af höndum sínum. Með þessum gjörningi Grétars varð til verkið 500 fingraför.

Skúli segir að í báðum þessum verkum Grétars sé unnið með tímann og moldina, hluti sem passi vel að kirkjunnar starfi. „Moldin er svona eins og tíminn, bæði líf og dauði,“ bendir Skúli á.

Á sjálfan afmælisdaginn verður vígslumessa í kirkjunni og kaffi að henni lokinni. En hvernig kirkja er Neskirkja?

„Lengi býr að fyrstu gerð,“ segir Skúli um andrúmsloftið í kirkjunni. „Hún var fyrsta kirkjan á Íslandi sem var hönnuð fyrir fólk, ef svo má segja.“

Árið 1940 þegar Reykjavík var orðin of fjölmenn fyrir eina sókn var henni skipt upp í fjórar sóknir. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, fékk það verkefni að teikna kirkjur fyrir Hallgrímssókn og Lauganessókn. Önnur leið var valin fyrir Neskirkju og efnt til samkeppni um hönnunina. Ágúst Pálsson var valinn til að teikna húsið og gerði hann það í anda módernismans sem þá var að ryðja sér til rúms. En hönnunin olli miklum og hörðum deilum. Að lokum var ákveðið að senda teikningarnar til sérfræðings í Ameríku, finnska arkitektsins Eliel Saarinen, til að votta að kirkjan væri í lagi. Eftir að hann lagði blessun sína yfir hönnunina var hafist handa við byggingu kirkjunnar.

Neskirkja árið 1990.
Neskirkja árið 1990. mbl.is/Árni Sæberg

Torgstemning í kirkjunni

„Við erum enn þá að vinna með þessa hugmyndafræði um kirkju fólksins,“ segir Skúli og bendir á að fjölmargt sé í gangi í kirkjunni, s.s. fyrirlestrar og jóga, og hún því vel nýtt af söfnuðinum. Hönnun hennar henti til slíks. „Það er því svolítil torgstemning ríkjandi í Neskirkju og þannig viljum við hafa það.“

- Svo að friður hefur skapast um Neskirkju?

„Það er alveg óhætt að segja það, því hún er friðuð,“ segir Skúli og hlær. „Það sem var nýstárlegt og frumlegt er nú orðið friðað. Svona verða byltingarnar allt í einu settar í formalín.“

- Lærðum við eitthvað sem þjóð á þessum miklu deilum um kirkjuna á sínum tíma?

„Það væri óskandi,“ svarar Skúli. „En mér sýnist nú hávaðinn sem einkenndi þessar umræður margsinnis hafa endurtekið sig, þar er svolítil dómharka og mikill ótti við það sem er nýstárlegt.“

- Facebook hefði logað ef hún hefði verið til á þessum tíma?

„Netheimar hefðu logað,“ tekur Skúli hlæjandi undir. „Og það er enn verkefni okkar að beina umræðunni á vitrænar og kærleiksríkar brautir. Það er ekki alltaf hægt að leggja málin í hendur gúrúa í útlöndum eins og gerðist í tilviki Neskirkju.“

mbl.is

Innlent »

Síðuskóli sigraði Skólahreysti

Í gær, 23:21 Síðuskóli á Akureyri sigraði Skólahreysti en úrslitakeppnin fór fram í kvöld. Í öðru stæti varð Lindaskóli í Kópavogi og þriðja sæti varð Laugalækjarskóli í Reykjavík. Meira »

Ætla ekki að einkavæða Landsvirkjun

Í gær, 22:48 Ríkisstjórnin hefur engin áform um að einkavæða Landsvirkjun. Hvorki að hluta né að öllu leyti. Þetta kemur fram í svari Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra við skriflegri fyrirspurn frá Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Meira »

Færri ferðamenn með hærri skatti

Í gær, 22:23 Tilgangurinn með því að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna er ekki síst sá að draga úr fjölgun ferðamanna hér á landi. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra. Hvorki sé gott fyrir hagkerfið né greinina sjálfa að hún vaxi of hratt. Meira »

Þrengingar í rekstri Kvikmyndaskólans

Í gær, 21:58 „Það er nú eiginlega bara lausn á borðinu og búið að leysa þann vanda sem þarna var uppi við,“ segir stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands. Í dag var haldinn fundur með nemendum og starfsfólki skólans vegna þrenginga í rekstri skólans. Meira »

Snjóþekja á Dynjandisheiði

Í gær, 21:53 Vegir í öllum landshlutum eru langflestir auðir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.  Meira »

Sýnir list barna á flótta

Í gær, 21:30 Myndlistarkonan og kennarinn Ásdís Kalman heldur utan um eina af sýningum barnamenningarhátíðar í Reykjavík í ár sem nefnist Börn á flótta. Meira »

Mat á umhverfisáhrifum hugsanlega endurskoðað

Í gær, 21:01 Til skoðunar er hjá Skipulagsstofnun hvort erfiðleikar kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík kalli á aðgerðir af hálfu stofnaninnar. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að til greina komi að endurskoða mat á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar. Meira »

Skertur opnunartími dreginn til baka

Í gær, 21:11 Háskóli Íslands hefur vegna ábendinga frá Stúdentaráði ákveðið að draga til baka skerðingu á opnunartíma háskólans yfir núverandi prófatímabil. Sú breyting gildir frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stúdentaráði. Meira »

Tölva Póstsins segir nei

Í gær, 21:00 „Þetta fer að verða eins og í gamla daga. Maður sendi póstinn til útlanda með haustskipum og fékk svo svar með vorskipum,“ segir maður sem er ósáttur við að þurfa að fara á næsta pósthús til að tilkynna um breytt heimilisfang svo hann fái póstinn sinn sendan á nýjan verustað sinn. Meira »

Ekki nóg að svitna, andinn þarf líka sitt

Í gær, 20:24 Hann ætlar ekki að leggjast í kör eða byrja að reykja, eða safna spiki, þó hann hafi lokið við það verkefni að hlaupa og ganga 50 fjallvegi undanfarinn áratug. Stefán Gíslason leggur mikið upp úr því að kynnast sögu svæða sem hann fer um. Meira »

Hjólakraftur á harðaspretti

Í gær, 20:07 „Við settum upp sérstaka æfingu í boði Íslandsmeistarans í fjallahjólreiðum. Morgunblaðshringurinn er á morgun og Íslandsmeistarinn er að sýna okkur alls konar trix í brautinni,“ segir Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Hjólakrafts. Meira »

Tólf vilja verða ráðuneytisstjóri

Í gær, 19:10 Tólf umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis sem auglýst var laust til umsóknar 10. apríl í kjölfar þess að samþykkt var á Alþingi að skipta innanríkisráðuneytinu í annars vegar ráðuneyti dómsmála og hins vegar ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Meira »

Hitinn fór hæst í 17 gráður

Í gær, 18:46 Þó hlýtt hafi verið og milt í veðri víða í dag er sumarið þó ekki komið. „Við verðum nú að bíða eftir vorinu fyrst,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, spurður hvort sumarið sé að bresta á. Hæst fór hitinn í 17 gráður á Hvítskerjum og hlýtt var víða fyrir austan í dag. Meira »

Úrslit Skólahreystis í kvöld

Í gær, 18:14 Úrslitakvöld Skólahreystis er haldið í kvöld klukkan 20:15, en þar munu þeir tólf skólar sem komust úr riðlakeppninni keppa um hvaða skóli hefur yfir að búa hraustasta liðinu. Meira »

Sjúklingar hafa ekki efni á að bíða

Í gær, 16:23 „Krabbameinssjúklingar hafa ekki efni á að bíða. Þeir lifa í núinu og vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég vil ekki trúa því að loforð [heilbrigðis]ráðherra um að finna fjármagn til að kaupa ný lyf fyrir krabbameinssjúklinga verði ekki efnt,“ segir framkvæmdastjóri Krafts. Meira »

Vann 92 milljónir króna

Í gær, 18:18 Heppinn lottóspilari er rúmlega 92 milljónum króna ríkari eftir Víkingalottó kvöldsins. Tveir fengu annan vinninginn á Íslandi og fær hvor í sinn hlut rúmlega 1,2 milljónir króna. Meira »

Guðlaugur og Birna í stjórn RÚV

Í gær, 17:53 Guðlaugur Sverrisson, fyrrverandi stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, var í dag kjörinn í stjórn þess á Alþingi samkvæmt tilnefningu Framsóknarflokksins í stað Stefáns Vagns Stefánssonar sem ekki gat tekið sæti í stjórninni vegna stöðu sinnar sem kjörins sveitarstjórnarfulltrúa. Meira »

Stefnir í hert eftirlit með vigtun fisks

Í gær, 16:19 Ónákvæmni við vigtun fiskafla, þar sem uppgefið íshlutfall er fjarri sanni, verður vigtunarleyfishöfum dýrt verði frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi að lögum. Meira »
GÁMAR TIL SÖLU _ GÁMAR TIL SÖLU
2 stk góðir 20 feta gámar til sölu. Voru fluttir nýjir til landsins með snyrtile...
Listaverk eftir Sigurjón Ólafsson til sölu
til sölu listaverk eftir Sigurjón Ólafsson. Verkið kallast Sundaborg - frumdrög ...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Blaðberar hveragerði
Ófaglært starfsfólk
Blaðberar Morgunblaðið óskar eftir ...
Blaðberar keflavík
Ófaglært starfsfólk
Blaðbera vantar í Keflavík Áhugas...
M helgafell 6017032511 iv/v sf
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017032511 IV/V SF Mynd...
Blaðberar óskast í innri- njarðvík
Ófaglært starfsfólk
Blaðberar Morgunblaðið óskar eftir ...