Búist við töfum á Holtavörðuheiði

Flutningabifreið valt og hafnaði utan vegar í gær á Holtavörðuheiði.
Flutningabifreið valt og hafnaði utan vegar í gær á Holtavörðuheiði. Ljósmynd/Lögreglan á Norðurlandi vestra

Búast má við umferðartöfum á Holtavörðuheiði næstu klukkutímana vegna björgunar á flutningabíl sem fór út af á heiðinni í gær. Þetta kemur fram á vef Vegagerðinnar.

Margir ökumenn lentu í vandræðum á heiðinni í gær og voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða þá. Þar fór jafnframt flutningabifreið út af veginum og valt með þeim afleiðinum að ökumaðurinn slasaðist. 

Færð og aðstæður

Hálkublettir eru á fjallvegum á Suðurlandi og sums staðar éljagangur.

Hálka og hálkublettir er á Vesturlandi og sums staðar snjóþekja, einhver skafrenningur er á fjallvegum. 

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Vestfjörðum og sums staðar éljagangur og einhver skafrenningur. Ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði og hætt við mokstur í dag vegna snjóflóðahættu.

Á Norðvesturlandi er hálka og hálkublettir. Á Norðausturlandi er hálka og snjóþekja og víða hálkublettir og sums staðar skafrenningur.

Það er að mestu greiðfært á Austurlandi en hálkublettir á fjallvegum.

Greiðfært er með suðausturströndinni.

Holtavörðuheiði lokaðist í gær sökum óveðurs.
Holtavörðuheiði lokaðist í gær sökum óveðurs. Kort/Map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert