Stöðugleiki í framleiðslu lykilatriði

Kísilvers United Silicon í Helguvík
Kísilvers United Silicon í Helguvík mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við höfum einsett okkur að fara ekki í gang fyrr en við erum komnir með leiðir til að lágmarka lykt frá framleiðslunni. Stöðugleiki í framleiðslunni skiptir höfuðmáli í því.“

Þetta segir Kristleifur Andrésson, öryggis- og starfsmannastjóri kísilvers United Silicon í Helguvík í Morgunblaðinu í dag. Stjórnendur fyrirtækisins gera ekki athugasemdir við þá ákvörðun Umhverfisstofnunar að heimila ekki gangsetningu verksmiðjunnar að nýju nema að höfðu samráði við stofnunina.

Í svari United Silicon til Umhverfisstofnunar kemur fram að félagið vill starfa með stofnuninni að endurræsingu verksmiðjunnar og hvetur stofnunina til að hafa beina aðkomu að ræsingunni og þeim rannsóknum sem fylgja í kjölfarið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert