Keflavíkurflugvöllur opinn á ný

Farþegar fara frá borði í dag.
Farþegar fara frá borði í dag. Ljósmynd/Margrét Eiríksdóttir

Keflavíkurflugvöllur er aftur opinn en honum var lokað seinni partinn í dag í kjölfar þess að flugvél frá flugfélaginu Primera Air með 143 um borð lenti utan við flugbraut í lendingu á flugvellinum. Hin flugbrautin, austur-vestur, hefur verið lokuð vegna framkvæmda á henni en hún var opnuð til þess að hægt yrði að þjónusta aðrar flugvélar á meðan unnið er að því að ná vél Primera Air af norður-suður flugbrautinni svo hægt verði að opna hana að nýju.

Þetta segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, í samtali við mbl.is. Farþegar í flugvél Primera Air hafa verið fluttir í flugstöðina þar sem flugfélagið hefur boðið þeim upp á áfallahjálp. Unnið er að því að flytja farangurinn úr vélinni og er stefnt að því að ná henni upp á flugbrautina fyrir myrkur. Flugvélin verður síðan dregin burt og flugbrautin opnuð að nýju í kjölfarið. Þar með verður austur-vestur flugbrautinni lokað á nýjan leik að sögn Guðna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert