Botnar ekki í seinagangi ráðherra

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur fulla ástæður til að festa …
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur fulla ástæður til að festa orlofs- og desemberuppbót í lög. Eggert Jóhannesson

Þá er full ástæða til að ráðherra klári sína vinnu þannig að fólk viti hvaða bætur það hefur á árinu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem hefur lýst yfir miklum áhyggjum af óvissunni sem er uppi um or­lof­s­upp­bót al­manna­trygg­inga til líf­eyr­isþega.

Sú venja hefur myndast að velferðarráðuneytið gefi út reglugerð um áramótin um orlofs- og desemberuppbót á komandi ári til að auðvelda fólki að gera tekjuáætlun fyrir árið en reglugerðin fyrir árið 2017 hefur enn ekki verið undirrituð.

„Í fyrsta lagi er ómögulegt að þessi partur réttinda almennings í almannatryggingum sé ekki á lagagrunni heldur reglugerðargrunni. Það er ekki sjálfgefið nema með ákvörðun ráðherra að fólk fái yfirhöfuð orlofs- og desemberuppbót á Íslandi,“ segir Gylfi. „Það er full ástæða að festa þetta í lögin sem réttindi.“

Honum finnst lítið koma til skýringa frá ráðuneytinu. 

„Skýringin er þessi að fráfarandi ráðherra taldi sig ekki hafa umboð til að klára þetta mál fyrir jól. Það er hægt að skilja að þetta sé ekki gert í desember eða janúar en nú eru komin lok apríl. Fólk er að horfa inn í sumarið og það er ekki víst hvort það fái uppbót.

Flækjustig í útreikningum

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að afgreiðsla reglugerðarinnar hefði dregist á langinn vegna breytinga á almannatryggingakerfinu um áramótin sem krafðist endurútreiknings á or­lof­s­upp­bót. 

„Venjulega er þessi reglugerð gefin út um áramót en það var ekki gert núna vegna þeirra miklu breytinga á almannatryggingakerfinu um áramótin með sameiningu bótaflokka í ellilífeyri. Í fyrsta lagi þýddi það að ekki væru lengur til staðar þeir bótaflokkar sem útreikningarnir voru miðaðir við á þessari uppbót og í öðru lagi var misræmi milli  örorkulífeyris og ellilífeyris í þessu samhengi,“ segir Þorsteinn. „Tryggingastofnun hefur verið að vinna í útreikningum á því hvernig hægt sé að endurstilla þessar orlofsuppbætur þannig að þær komi út með sambærilegum hætti milli þessara tveggja hópa og með sambærilegum hætti við það sem áður var.“ 

Hann segir að útreikningarnir hefðu tekið lengri tíma en búist var við en reiknar með að reglugerðin verði afgreidd í næstu viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert