Ekki með leyfi fyrir tónlistarhátíðinni

Skógarfoss er fallegur og því ekki að undra að tónlistarmenn …
Skógarfoss er fallegur og því ekki að undra að tónlistarmenn vilja halda tónleika þar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ekki hefur fengist leyfi fyrir tónlistarhátíð bresku hljómsveitarinnar The xx við Skógafoss helgina 14. til 16. júlí. Héraðsnefnd Rangárvallasýslu tók málið til umfjöllunar á fundi í vikunni og hafnaði umsókninni. 

Ekki er útlit fyrir að af hátíðinni verði, því samþykki þarf frá umræddri héraðsnefnd auk héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu, sem saman eiga landsvæðið við Skóga, til að halda tónleika.  

„Þeir eru byrjaðir að auglýsa áður en þeir eru komnir með leyfi í hönd,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unnar á Suður­landi. Hann bendir á að þetta er ekki í fyrsta skipti sem viðburðir eru auglýstir án þess að tilskilin leyfi liggi fyrir.  

Auglýst hefur verið að miðar á tónleikahátíðina sem nefnist Nig­ht + Day verði komnir í sölu á föstudaginn næsta. Íslenskir tónlistarmenn eru sagðir munu koma fram á tónleikunum og á meðal flytj­enda eru auglýstir Warpaint, Gangly, Högni og Mr. Silla.

Skógafoss er fallegur og heillar alla jafna ferðamenn.
Skógafoss er fallegur og heillar alla jafna ferðamenn. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert