Mótmæltu brottvísun fjölskyldu úr landi

Frá mótmælunum í dag - mótmælt var brottvísun alsírskrar fjölskyldu …
Frá mótmælunum í dag - mótmælt var brottvísun alsírskrar fjölskyldu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkrir mótmælendur komu saman við Alþingi í dag og mótmæltu því að vísa eigi Sid Ahmed Haddouche og fjölskyldu hans úr landi á grundvelli Dyflinnarreglunnar. 

Á síðu stuðningsmanna fjölskyldunnar kemur fram að Sid Ahmed Haddouche (45) er faðir í sex manna fjölskyldu. Eiginkona hans er Mimouna (41), synir þeirra eru Aymane (19) og Hichem (13) og dætur þeirra eru Imane (19) og Aya (6). Aymane og Imane eru tvíburar. Þau eru frá Alsír og komu til Íslands í ágúst 2016 og sóttu um alþjóðlega vernd. 

„Í skjóli samkomulags, best þekkt sem Dyflinnarreglan, velja íslensk stjórnvöld að misnota landfræðilega staðsetningu til að firra sig af ábyrgð á flóttamannavanda Evrópu. Það þarf ekki að útskýra það nánar að hingað kemst enginn nema með milligöngu í öðru Evrópulandi og enginn fær vegabréfsáritun frá stríðshrjáðum löndum þar sem fólk er talið „líklegt til að sækja um hæli“,“ segir í fréttatilkynningu sem stuðningsmenn fjölskyldunnar sendu frá sér í dag.

Hér er hægt að lesa nánar um mál fjölskyldunnar

Frá mótmælunum í dag - mótmælt var brottvísun alsírskrar fjölskyldu …
Frá mótmælunum í dag - mótmælt var brottvísun alsírskrar fjölskyldu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Frá mótmælunum í dag - mótmælt var brottvísun alsírskrar fjölskyldu …
Frá mótmælunum í dag - mótmælt var brottvísun alsírskrar fjölskyldu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert