„Í fyrramálið byrjar ballið fyrst“

Vísbendingar hafa borist um tiltölulega fáar sýktar vélar hérlendis en ...
Vísbendingar hafa borist um tiltölulega fáar sýktar vélar hérlendis en enn sem komið er hafa okkur ekki borist tilkynningar um árásir frá fórnarlömbum, segir Hrafnkell. AFP

Nokkrar tilkynningar hafa borist um mögulegar tölvuárásir á fyrirtæki Íslandi en engin þeirra er staðfest, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Allt starfsfólk stofnunarinnar er að störfum vegna gagnagíslatökuárása sem ganga nú yfir heiminn. 

„Við erum að skoða málið og höfum fengið tilkynningar en enginn hefur lýst því yfir að hafa orðið fyrir árás síðustu 36 klukkustundirnar,“ segir Hrafnkell í samtali við mbl.is.

Líkt og fram hefur komið eru fórnarlömb tölvuárásarinnar yfir 200 þúsund talsins í yfir 150 löndum og ólíklegt að Ísland sleppi.

Um er að ræða sérstaklega varasama árás þar sem hún ...
Um er að ræða sérstaklega varasama árás þar sem hún dreifir sér sjálfvirkt milli véla (s.k. ormur) á netlagi en flestar gíslatökuárásir hafa til þessa verið gerðar með tölvupósti og/eða spilltum vefsíðum. AFP

Á vef PFS er að finna upplýsingar frá netöryggissveit stofnunarinnar um árásirnar.

Um er að ræða „WannaCry“-spillikóða sem virðist nýta sér sama veikleika og var nýttur í ETERNALBLUE-tólinu sem var hluti af þeim spillihugbúnaði sem lekið var frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna fyrir skömmu. Ógnin m.a. er einnig þekkt sem Wcry or WanaCrypt0r.

Um er að ræða sérstaklega varasama árás þar sem hún dreifir sér sjálfvirkt milli véla (sk. ormur) á netlagi en flestar gíslatökuárásir hafa til þessa verið gerðar með tölvupósti og/eða spilltum vefsíðum. Útbreiðsluhraðinn hefur því verið verulega meiri en í fyrri árásum sem gerir þessa mun skæðari. Vísbendingar hafa borist um tiltölulega fáar sýktar vélar hérlendis en enn sem komið er hafa okkur ekki borist tilkynningar um árásir frá fórnarlömbum.

Hrafnkell segir að nánar verði upplýst um stöðuna síðar í dag en PST er að reyna að fá staðfestar fréttir að utan um hvernig vírusinn dreifir sér nákvæmlega. Vitað er nokkurn veginn hvernig það er en ekki nákvæmlega. 

„Við viljum fá nákvæmar upplýsingar um hvernig hann dreifir sér en þær upplýsingar liggja ekki á lausu því miður,“ segir Hrafnkell en PFS er í samskiptum út um allan heim vegna þessa.

„Í fyrramálið byrjar ballið fyrst,“ segir Hrafnkell en hann á von á því að hægt verði senda út leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við fljótlega. 

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.

Tæknilegar upplýsingar

Ógnin herjar á Microsoft Windows-stýrikerfi. Hún nýtir sér þekktan veikleika í SMB-kerfinu (MS17-010) sem hefur þegar verið lagfærður af Microsoft. Svo virðist sem veikleikinn sé bundinn við útgáfur fyrir Windows 10 en engu að síður er mælt með að uppfæra allar vélar sem keyra Microsoft Windows-stýrikerfi.

Ráðstafanir

CERT-IS mælir með að uppfæra stýrikerfi og allan annan hugbúnað sem fyrst þar sem árásin nýtir sér þekktan galla. Einnig er mikilvægt að uppfæra allan varnarbúnað, s.s. vírusvarnir, IDS og eldveggi, og tengd reglusett. Einnig er ráðlagt að slökkva á SMBv1-samskiptum eins og unnt er, bæði á einstökum vélum og á netlagi. Sérstaklega loka á SMB samskipti frá IP-tölum utan eigin nets. Mikilvægt er að fyrirtæki komi sér upp verklagi til að taka á gagnagíslatöku, s.s. að einangra sýktar vélar strax og sýkingar verður vart með að rjúfa netsamband. Huga strax að afritun mikilvægra ganga til að bregðast megi við gagnagíslatöku án greiðslu lausnargjalds.

Mikilvægt er að hægt sé að móta heildstæða stöðumynd af þessu atviki sem og öðrum. Því óskum við eftir tilkynningum um árásir á cert@cert.is, segir á vef PFS.

Almennt um undirbúning og viðbrögð gegn gagnagíslatöku

  • Uppfæra stýrikerfi og allan hugbúnað reglulega í nýjustu útgáfur. Einnig fjarlægja ónotaðan og ónauðsynlegan hugbúnað.
  • Huga að vörnum, bæði á endabúnaði og netlagi, halda búnaði uppfærðum og uppfæra reglusett ört.
  • Taka afrit af öllum nauðsynlegum gögnum og gera áætlanir um hvernig bregðast beri við gagnamissi, hvort sem er vegna gagnagíslatöku eða bilana.
  • Séu gögn dulrituð með gíslatökubúnaði er fyrsta skrefið að einangra viðkomandi tölvu strax til að koma í veg fyrir smit til annarra véla og dulritun á nettengdum drifum. Næsta skref er að leita uppi spillikóðann, t.d. með vírusvarnabúnaði, og óvirkja ef hægt er. Séu til afrit er best að hreinsa viðkomandi tölvu til fulls, setja aftur upp stýrikerfi og allan nauðsynlegan búnað með öryggisuppfærslum. Þegar tölvan er tryggð er hægt að keyra inn afrit og setja í rekstur.
  • CERT-IS mælir ekki með að lausnargjald sé greitt nema kannað hafi verið til fulls hvort óbætanleg gögn séu annars óendurkræf. Sé tekin ákvörðun um að greiða mælum við með að haft sé samráð við þjónustuaðila eða öryggissérfræðinga til að aðstoða í því ferli.
  • Vert er að fylgjast með NoMoreRansom-verkefninu (https://www.nomoreransom.org/) sem birtir oft gagnlegar upplýsingar um viðbrögð við gagnagíslatöku.
mbl.is

Innlent »

„Kíkti aumingi á okkur í Kjötbúðina“

16:13 Brotist var inn í Kjötbúðina við Grensásveg um klukkan 7.30 í morgun. Frá þessu greinir eigandi búðarinnar, Geir Rúnar Birgisson, og birtir um leið myndbandsupptöku af þjófnaðinum á Facebook-síðu sinni. Meira »

Costco hefur þegar lækkað verð

15:30 Þrátt fyrir að ekki sé liðin vika frá opnun vöruhúss Costco í Kauptúni í Garðabæ, hefur verð á nokkrum vörum þegar verið lækkað. Má sem dæmi nefna 55" Philips-sjónvarp sem kostaði 99.999 krónur þegar verslunin opnaði á þriðjudag, en kostar nú 93.999. Er því um að ræða sex þúsund króna verðlækkun. Meira »

„Þetta var mjög góð tilfinning“

14:20 „Ég vissi alveg að ég væri með góða einkunn en bjóst ekki alveg við því að vera hæst,“ segir Katarina Kekic, dúx Verzlunarskóla Íslands, í samtali við mbl.is, en hún útskrifaðist í gær með meðaleinkunnina 9,23. Meira »

Margir við kveðjumessu Hjálmars

13:19 Þétt var setið á bekkjum Dómkirkjunnar í Reykjavík í dag þegar kveðjumessa sr. Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests fór þar fram. Hjálmar hefur þjónað við Dómkirkjuna í rúmlega sextán ár eða frá árinu 2001. Meira »

Neisti frá slípirokki kveikti eldinn

13:10 „Viðbrögð starfsmanna voru hárrétt, að mínu mati, enda er aldrei of varlega farið þegar eldur er annars vegar,“ segir Sveinbjörn Sigmundsson, verksmiðjustjóri í fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði þar sem eldur kom upp í reykröri í morgun. Meira »

Hlakkar til að vinna fyrir félagið

13:03 „Mér líður eins og samstarfið verði mjög gott,“ segir Hrafn­kell Hring­ur Helga­son sem var í gær sjálfkjörinn formaður Hollvinafélags MR. Eins og fjallað hefur verið um skoraði hann Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á hólm, sem tilkynnti síðar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Meira »

Þungbúnir dagar fram undan

11:27 Fremur þungbúinna daga er að vænta á næstunni að mati veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Austlæg átt verður ríkjandi og rigning eða súld með köflum. Á morgun verður meiri vindur en að undanförnu og hvassast verður allra syðst. Meira »

Snúist um þörf Sigmundar fyrir völd

12:17 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að borgarastyrjöld ríki innan Framsóknarflokksins. Hann segir að stofnun Framfarafélagsins sé klók, ætli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sér aftur í forystu í stjórnmálum. Meira »

Ölvaður skipstjóri sigldi í höfn

11:12 Starfsmenn Landhelgisgæslunnar höfðu afskipti af rússneskum togara í nótt vegna gruns um ölvun skipstjóra skipsins.   Meira »

Eldur í fiskimjölsverksmiðju

10:17 Eldur kom upp í fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði í morgun. Slökkviliðsmenn eru enn á staðnum en hafa náð tökum á eldinum. Meira »

Mótmæla sameiningu á Austurvelli

09:44 Boðað er til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15, vegna fyrirhugaðrar sameiningar Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Meira »

Vilborg ætlar að sofa í viku

07:18 Þegar heim er komið fer maður fyrst að meðtaka árangurinn og upplifa þetta sem einhverskonar sigur. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir Everest-fari, sem kom heim til Íslands á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hún ætlar að slappa vel af næstu vikuna og hitta vini og fjölskyldu. Meira »

Vilborgu Örnu fagnað í Leifsstöð

Í gær, 23:19 Vilborg Arna Gissurardóttir Everest-fari kom til landsins nú í kvöld, en hún komst á toppinn aðfaranótt 21. maí. Tóm­asz Þór Veru­son, kær­asti Vil­borg­ar Örnu, fór út til Amsterdam og tók á móti henni þar í dag, en fjölskylda og vinir mættu á Keflavíkurflugvöll og fögnuðu heimkomu hennar nú í kvöld. Meira »

Einn með allar tölur réttar

Í gær, 20:16 Einn var með allar tölurnar réttar í laugardagslottóinu í kvöld og fær hann í sinn hlut rúmlega 6,5 milljónir króna. Miðinn var í áskrift. Meira »

Syrpuþon í myndum

Í gær, 19:13 Upp­lestr­ar­uppá­koma Andrés­ar And­ar og Ey­munds­son fór fram í dag í versl­un Ey­munds­son­ar í Kringl­unni. Mark­mið uppá­kom­unn­ar var að hvetja krakka til lest­urs og gefa þeim tæki­færi til að lesa upp­hátt með leiktilþrif­um. Meira »

Barn í sjálfheldu uppi á skólabyggingu

Í gær, 20:46 Barn á grunnskólaaldri klifraði upp á þak skólabyggingar í Breiðholti síðdegis í dag og var þá komið í sjálfheldu.   Meira »

Dúxinn hefur oft fórnað svefni

Í gær, 19:38 „Ég hefði orðið frekar leið ef mér hefði ekki gengið vel. Ég hugsaði að mér þætti ekkert leiðinlegt að verða dúx, enda er ég er með mjög mikið keppnisskap,“ segir Guðrún Sólveig Sigríðardóttir, dúx Menntaskólans í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Komin á hótel eftir langa bið

Í gær, 18:00 Indíana Ósk Róbertsdóttir er strandaglópur í Búlgaríu eftir að öllum flugferðum British Airways um Heathrow og Gatwick var aflýst í dag vegna tölvubilunar. Hún var komin út í vél sem var komin út á flugbraut er allt var sett í biðstöðu sem stóð í marga tíma. Meira »

Vilborg Arna klífur Everest 2017

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar saumavélar í úrvali með 3 ára ábyrgð. Notaðar saumavélar af ýmsum tegundum...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur SÁÁ Aðalfundur SÁÁ verður ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Verkstjóri
Sjávarútvegur
VERKSTJÓRI Síldarvinnslan hf. auglýsir...