Þriðjungur þekkir til tálmunarmála

Tæplega 37% þekkja tilvik þar sem barni hefur verið synjað ...
Tæplega 37% þekkja tilvik þar sem barni hefur verið synjað að einhverju leyti eða öllu um að umgangst annað foreldri sitt. mbl.is/Ófeigur

Tæplega 37% landsmanna þekkja tilvik þar sem barni hefur verið synjað að einhverju eða öllu leyti að umgangast annað foreldri sitt. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup um tálmanir.

Alls sögðust 12,7% þekkja barn sem hefði að öllu leyti verið synjað að umgangast annað foreldri sitt, en 24% sögðust þekkja barn sem hefði að hluta verið synjað umgengni við annað foreldri.

„Niðurstöðurnar eru sláandi, en koma okkur í sjálfu sér ekki á óvart og eru í takt við það sem sérfræðingar erlendis segja,“ segir Heimir Hilmarsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti, í tilkynningu.

Frétt mbl.is: Tálmun er andlegt ofbeldi 

„Þetta eru í raun fyrstu marktæku tölur um hversu algengar tálmanir eru hér á landi. Eldri tölur voru frá árinu 2008 og gáfu til kynna að um 500 tálmunarmál væru í gangi hjá sýslumannsembættum á hverjum tíma. Miðað við þann fjölda sem leitar til okkar og hversu mikið við heyrum af þessum málum hefur alltaf verið ljóst að fjöldinn er mun meiri og það staðfestir þessi nýja könnun.“

Könnunin var gerð fyrir Félag um foreldrajafnrétti í tengslum við ráðstefnuna Leyfi til að elska – ráðstefna um foreldraútilokun sem fram fór í Háskólabíó í síðustu viku. Fjöldi sérfræðinga um foreldraútilokun hélt erindi á ráðstefnunni, bæði innlendir og erlendir.

Hér má sjá myndbönd frá ráðstefnunni.

Þættir eins og menntun, laun, lífsstíll og búseta hafa ekki áhrif á hvort fólki þekkir til tálmunarmála. Það bendir til að foreldraútilokun og tálmanir eigi sér stað þvert á samfélagið.

„Þetta er stórt samfélagsmein sem hefur víðtækar afleiðingar, sérstaklega fyrir börnin sem alin eru upp við þessar aðstæður sem flokkast undir ofbeldi. Afleiðingarnar eru kvíði, þunglyndi og sjálfsskaði, svo eitthvað sé nefnt. Þær geta leitt til fíkniefna- eða áfengisneyslu og þessi börn eiga gjarnan erfitt með að eignast maka á fullorðinsárum eða að halda í ástarsambönd. Afleiðingarnar eru alvarlegar,“ segir Heimir í tilkynningunni.

Í tilkynningunni kemur fram að Félag um foreldrajafnrétti fagni þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um foreldraútilokun og tálmanir. „Nauðsynlegt er að opna þessa umræðu til að hægt sé að vekja fólk til vitundar um og vinna bug á því ofbeldi sem börn í þessum aðstæðum verða fyrir,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjölgun mála með ólíkindum

07:57 „Það er með ólíkindum hvað koma mörg mál til okkar,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar en mjög mikil fjölgun hefur orðið á erindum og verkefnum sem koma inn á borð Persónuverndar. Meira »

Drengirnir ekki komnir inn í framhaldsskóla

07:49 Enn eru tveir fatlaðir 16 ára drengir ekki komnir með skólavist í framhaldsskóla nú í haust. Eins og komið hefur fram í fréttum var þeim báðum synjað um skólavist vegna plássleysis. Meira »

Verða yfirheyrðir áfram í dag

07:45 Tveir menn sem voru handteknir á vettvangi alvarlegrar líkamsárásar, sem leiddi til dauða konu, hafa verð yfirheyrðir í nótt og verða þeir yfirheyrðir áfram í dag. Væntanlega verður farið fram á gæsluvarðhald síðar í dag, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns. Meira »

Líkur á niðurrifi á húsi OR hafa aukist

07:37 Sú leið að gera við veggi vesturhúss höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verður líklega ekki farin. Líkur á niðurrifi virðast því hafa aukist. Meira »

Stormviðvörun fyrir morgundaginn

06:42 Búist er við stormi (meira en 20 m/s) sunnantil á landinu á morgun. Spáð er mikilli rigningu á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum á morgun, segir í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Sluppu ómeiddir frá bílveltu

06:03 Enginn slasaðist þegar bíll valt við Lónsá skammt fyrir utan Akureyri í gærkvöldi, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Ný höfn í Nuuk

05:30 Íslendingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við byggingu nýrrar stórskipahafnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, sem vígð verður við hátíðlega athöfn í dag. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er rösklega 11 milljarðar íslenskra króna. Meira »

Snúa þarf við blaðinu

05:30 Verði ekki snúið af braut núverandi stefnumörkunar stjórnvalda og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar mun samfélagið allt bíða af því tjón. Meira »

Langvía, teista, lundi og fýll á válista

05:30 Margar tegundir sjófugla eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fugla sem hætta steðjar að. Langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, hvítmávur, rita, og kría eru þarna á meðal. Meira »

Siglingar við Eyjar eru í óvissu

05:30 Ölduspá fyrir Landeyjahöfn gefur tilefni til þess að norska ferjan Röst, afleysingaskip sem leigt var í stað Herjólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum. Meira »

Á fullt erindi til Strassborgar

05:30 „Niðurstaðan í þessu er þannig að mér sýnist að þetta mál eigi fullt erindi til Mannréttindadómstólsins,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Fjórtán alvarleg atvik á spítalanum

05:30 Fjöldi skráðra alvarlegra atvika á Landspítalanum er orðinn fjórtán það sem af er þessu ári, samkvæmt nýútkomnum Starfsemisupplýsingum spítalans sem ná frá byrjun janúar til loka ágúst. Meira »

Hjólreiðaslysum fjölgað verulega

05:30 Hjólreiðafólki hefur fjölgað mikið á síðustu árum og hefur hjólreiðaslysum fjölgað hægt og bítandi á sama tíma. Í fyrra voru samtals skráð 137 hjólreiðaslys á Íslandi þar sem slys urðu á fólki. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Honda tanktaska
Góð original Honda tanktaska sem passar á flestar tegundir hjóla af Hondu. Seg...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 2/10, 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...