Sigmundur Davíð boðar stofnun nýs félags

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í ræðustól Alþingis.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í ræðustól Alþingis. Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og áður forsætisráðherra, boðar stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem stuðla á að framförum á öllum sviðum samfélagsins. Að félaginu kemur fólk víða að úr samfélaginu; framsóknarmenn, fólk úr öðrum stjórnmálaflokkum og fólk sem hefur ekki haft formleg afskipti af stjórnmálum. 

„Það má líklega segja að þetta sé nokkurs konar sambland þjóðmálafélags og hugveitu og tilgangur þess er að skapa vettvang fyrir frjálsa umræðu fyrir hin ýmsu samfélagsmál, þar sem hægt verður að koma á framfæri hugmyndum og lausnum við þeim vandamálum sem samfélagið stendur frammi fyrir og hvernig við getum nýtt sem best þau tækifæri sem okkur bjóðast,“ segir Sigmundur Davíð sem verður formaður félagsins. 

Ertu með þessu að stofna nýjan stjórnmálaflokk? „Nei, alls ekki. Félagið mun sjálfsagt þróast með tímanum og láta til sín taka á ýmsan hátt, en þetta er ekki stofnað sem stjórnmálaflokkur. Vonandi geta hins vegar stjórnmálaflokkar nýtt sér það sem þarna verður til og ég vona sérstaklega að flokkurinn minn geri það.“

Segir Framsóknarflokkinn laskaðan

Sigmundur Davíð segir að með Framfarafélaginu haldi áfram þróun sem hann hefur viljað innleiða í Framsóknarflokknum. „Strax, þegar ég bauð mig fram þar til forystu árið 2009, lagði ég áherslu á að við ættum að vera opin fyrir því að leita hugmynda út fyrir flokkinn, hjá hverjum þeim sem þekkti best til á hverju sviði fyrir sig. Mörgum þótti þetta gefast vel og við viljum halda þessu áfram, halda þessari grósku lifandi. Ég taldi stofnun nýs félags vænlega leið til þess.“

Hann segir Framsóknarflokkinn vera laskaðan eftir þau átök sem verið hafa innan hans síðustu mánuðina. „Fá tækifæri eru fyrir hinn almenna flokksmann í grasrótinni til að láta til sín taka. Ósætti og skortur á samstöðu stendur í vegi fyrir því að flokkurinn geti þróast áfram og orðið að sterku hreyfiafli í íslensku samfélagi,“ segir Sigmundur og leggur áherslu á að félaginu sé ætlað að starfa um land allt, ekki eingöngu á höfuðborgarsvæðinu.

Hefur ekki vettvang innan flokksins

Núna ert þú þingmaður Framsóknarflokksins og leiddir lista flokksins í NA-kjördæmi í síðustu alþingiskosningum, þar sem flokkurinn er með einna mest fylgi. Hefðir þú ekki getað fundið þessum hugmyndum farveg innan flokksins? Var þörf á að stofna sérstakt félag utan flokksins? „Já, eins og staðan í flokknum er núna er þröngt um það. Ég hef ekki vettvang innan flokksins eins og sakir standa núna til að beita mér með þessum hætti. En ég vona að sem flestir framsóknarmenn taki þátt í þessu. Ég vonast til þess að þetta muni styðja við grasrótina í flokknum.“

Hverjir aðrir koma að stofnun félagsins? „Það er hópur framsóknarmanna og fólks annars staðar að. Mér finnst ekki rétt að nefna einhverja umfram aðra.“ Eru fyrrverandi eða núverandi þingmenn eða ráðherrar flokksins meðal þeirra? „Ætli við látum það ekki bara koma í ljós á stofnfundinum á laugardaginn, en framhaldsstofnfundur Framfarafélagsins verður kl. 11 á laugardaginn í Rúgbrauðsgerðinni og er öllum opinn. Félagið var reyndar stofnað þann 1. maí síðastliðinn og það er engin tilviljun þar sem það er fæðingardagur Jónasar frá Hriflu.“

Framtíðin; stjórnmál og tækni

Að sögn Sigmundar verður þema fundarins framtíðin og þar mun hann halda erindi um þróunina í stjórnmálum; hvernig þau hafa breyst og munu breytast næstu árin og áratugina. „Ég mun fara yfir reynslu mína af því hvernig landinu er stjórnað. Gestafyrirlesari verður Eyþór Arnalds sem talar um hvernig tækniþróunin hefur breytt innviðum samfélagsins og hvernig við þurfum að búa okkur undir þær breytingar.“

Ítarlegt viðtal verður í Morgunblaðinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson á morgun þar sem hann ræðir m.a. stofnun Framfarafélagsins, stöðu Framsóknarflokksins í dag, atburðina á síðasta flokksþingi flokksins þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu,  óánægjuna sem kom fram á fundi miðstjórnar flokksins á laugardaginn og pólitíska stöðu sína og framtíð.

mbl.is

Innlent »

Eldur kviknaði í bát

06:52 Eldur kom upp í vélarrúmi Bjargeyjar ÍS 41 er verið var að landa úr bátnum í Ísafjarðarhöfn skömmu fyrir sex í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð skipsverjum ekki meint af. Meira »

Um 40 metrar í hviðum

06:45 Veðurstofan varar við hvössu og hviðóttu veðri á Suðausturlandi en í Öræfum gæti meðalvindur náð 25 m/s og í hviðum nærri 40 m/s. Talsverð rigning er austantil á landinu og á köflum mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. Meira »

Stjórnlaus í stigaganginum

05:55 Óskað var eftir aðstoð lögreglu í fjölbýlishús í austurborginni skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en var var stúlka í mjög annarlegu ástandi í stigaganginum. Stúlkan var algjörlega stjórnlaus, argaði og lamdi á hurðir íbúa í stigaganginum. Meira »

Bátsverjar vistaðir í fangaklefa

05:52 Neyðarlínunni barst tilkynning um lítinn bát í einhverjum vandræðum, flautar í sífellu og siglir í hringi, er sagður á móts við Borgartún um klukkan 22 í gærkvöldi. Meira »

Eru ekki hætt við áformin

05:30 Silicor Materials er ekki hætt við áform um uppbyggingu kísilverksmiðju á Grundartanga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fallið frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Meira »

Sala á rafbílum eykst mikið

05:30 Um sjötti hver fólksbíll sem seldur var til almennra nota á fyrstu átta mánuðum ársins var að hluta eða öllu leyti knúinn rafmagni. Til samanburðar var hlutfall slíkra bíla samtals 2% sömu mánuði 2014. Meira »

Góður gangur í viðræðum

05:30 Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, telur ekki að ríkisstjórnarslitin þurfi að hafa áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins (SNR) um gerð kjarasamnings. Meira »

Misjöfn viðbrögð við tillögu

05:30 Forsætisráðherra kynnti í gær minnisblað með tillögum er miða að því að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fari fram í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Tvöfalt fleiri sækja um hæli

05:30 Það sem af er ári hafa 779 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ríflega tvöfalt fleiri hafa sótt um hæli á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar umsækjendur voru 385 talsins. Meira »

„Ríkisráðstaskan“ var óþörf

05:30 Þegar Bjarni Benediktsson kom til Bessastaða á mánudaginn með þingrofsbréfið var það í venjulegri möppu en ekki í „ríkisráðstöskunni“ sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði fræga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til Bessastaða í apríl 2016. Meira »

Málum fjölgar hjá ákæruvaldi

05:30 Fleiri brot voru afgreidd af ákæruvaldinu á síðasta ári en árin þar á undan. Fjöldi brota sem afgreidd voru árið 2016 voru alls 6.777 en til samanburðar voru aðeins afgreidd 5.111 brot árið 2015, samkvæmt samantekt embættis ríkissaksóknara um tölfræði ákæruvaldsins fyrir árið 2016. Meira »

Gæti dregið úr hagvexti

05:30 Óvissa um stjórn efnahagsmála gæti bitnað á erlendri fjárfestingu. Um þetta eru greinendur sem Morgunblaðið ræddi við sammála. Meira »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »

Guðmundur fundinn

Í gær, 21:33 Guðmundur Guðmundsson sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ti eftir nú í kvöld er fundinn.  Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Fengu símagögn þrátt fyrir kæru

Í gær, 21:54 Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um notkun á símanúmeri grunaðs manns í frelsissviptingarmáli tæpri klukkustund eftir þinghaldi um kröfuna lauk þrátt fyrir að því hafi verið lýst yfir í framhaldi af uppkvaðningu úrskurðarins að hann yrði kærður til Hæstaréttar. Meira »

Hafa tekið sér tak í upplýsingamiðlun

Í gær, 21:10 Rafræn könnunarpróf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk á næstu dögum. Í fyrra voru al­geng­ustu erfiðleik­arn­ir sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur fundu fyr­ir innslátt­ar­vill­ur við inn­rit­un í próf­in. Nú á að vera búið að fara yfir tölvukerfið og sníða af hina ýmsu agnúa. Meira »
Hnakkastólar á aðeins 25.000 svartur rústrauðir og beige www.Egat.is
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur, rústrauðir eða beige 100% visa raðgreiðslur....
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...