„Við erum í forréttindastöðu“

Helga Þórólfsdóttir félagsráðgjafi á Evrópuráðstefnu félagsráðgjafa í Hörpu.
Helga Þórólfsdóttir félagsráðgjafi á Evrópuráðstefnu félagsráðgjafa í Hörpu. mbl.is/Hanna

Landamæri eru manngerð. Fólk er innan þeirra og utan. Þau eru einnig notuð til að útiloka aðra frá okkur sjálfum. Það er algengt viðhorf bæði í hjálparstarfi og í fjölmörgum samfélögum að nota; við og hinir, til skilgreiningar á þeim sem þurfa á hjálp að halda og þar með er ákveðinni fjarlægð haldið. Ástæðan er meðal annars ólík sýn þeirra sem vilja hjálpa og þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Þetta kom fram í erindi Helgu Þórólfsdóttur félagsráðgjafa sem nefndist Crossing Borders: Social Work and Humanitarian Action.

Líkt og titill erindisins vísar til var fjallað um landamæri í víðum skilningi þess og beindi Helga sjónum sínum einkum að þeim sem komast milli landamæra óhindrað líkt og flestir Vesturlandabúar ólíkt þeim sem er verið að koma til aðstoðar. Henni var tíðrætt um hvernig við tölum um hina (e. other) og notum jafnvel „othering“ yfir það þegar við tölum um fólk, sem er hluti af okkur en eru samt hinir, þrátt fyrir að þeir hafi orðið fyrir skipulögðu ofbeldi án þess að vera sjálfir í neinum deilum. 

Hvað drífur Vesturlandabúa áfram í hjálparstarfi?

Helga hefur unnið að hjálparstarfi víða um heim frá árinu 1993 þegar hún fór í fyrsta skipti til Sómalíu í hjálparstarf. Þar átti hún samtal við sómalskar konur sem hefur verið uppspretta margvíslegra spurninga æ síðan.

„Ég var komin inn í eldhús á hjálparstöð í Sómalíu og spjallaði við sómalskar konur sem spurðu mig spurninga sem brunnu á þeim: „Hvers vegna yfirgefur hjálparstarfsfólk frá Vesturlöndum öryggi sitt í heimalandi sínu til að hjálpa öðrum úti í heimi. Hvers vegna líkar þeim ekki við fólkið sem það er að hjálpa. Það er alveg sama hvað við gerum, við virðumst aldrei geta gert það rétt. Hvers vegna eru þið ekki hamingjusöm ef þið getið farið?“ Ég gat ekki svarað þessum spurningum og ekki heldur núna,“ sagði Helga.

Evrópuráðstefna félagsráðgjafa var vel sótt.
Evrópuráðstefna félagsráðgjafa var vel sótt. mbl.is/Hanna

Mikilvægt að vinna með fólki 

Hún benti á að það vilji gjarnan gleymast að vinna með fólki innan frá í hjálparstarfi. Rík tilhneiging á þessum tíma og er jafnvel enn er að koma með boð og skipanir að ofan í stað þess að vinna með fólki. Ekki má gleyma að þeir sem eru utanaðkomandi hafa mikil völd.

„Þú þarft að þekkja stöðuna þína gagnvart þeim sem þú hjálpar. Þú þarft að þekkja sjálfan þig og hvaðan þú kemur því við erum í forréttindastöðu. Við getum flest ferðast á milli landamæra á meðan stór hópur fólks flýr stríðshörmungar eða eygir von um betra líf í öðrum löndum og býr í einskismannslandi á meðan,“ segir Helga. Í þessu samhengi benti hún á mikilvægi þess að sjá heildarmyndina í hjálparstarfi því það vill oft gleymast. Hún sjálf áttaði sig fljótlega á því eftir að hún byrjaði í hjálparstarfi að hana skorti heildarsýnina.

Á þessum tíma, fyrir tæplega tuttugu árum, var ekki mikil spurn eftir félagsráðgjöfum í hjálparstarfi heldur var frekar sóst eftir fólki með þekkingu á lögfræði, tæknimenntun og tungumálakunnáttu þrátt fyrir að félagsráðgjafar væru menntaðir til þess að vinna með fólki og kerfinu sjálfu sem ætti að gegna því hlutverki að halda utan um það. „Það hefur komið mér á óvart hversu fáum félagsráðgjöfum ég hef unnið með í þessum aðstæðum á þessum tíma,“ segir Helga. Þessa má geta að hún hefur starfað sem félagsráðgjafi frá árinu 1981 þegar hún útskrifaðist sem slíkur frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð.

Evrópuráðstefna félagsráðgjafa.
Evrópuráðstefna félagsráðgjafa. mbl.is/Hanna

Tungumálið og orðræðan

Orð eru til alls fyrst.  Tungumálið er mikilvægt í því hvernig við lítum á okkur sjálf, heiminn og annað fólk. Það þarf að vanda orðavalið og passa að festast ekki í því að flokka fólk og skilja okkur í sundur frá því með því að nota „við og hinir“. Þegar það er gert verður meiri hætta á að „hinir verða hættulegir. Að hjálpa öðrum og morð og stríð eru of nátengd fyrirbæri,“ segir Helga.

Hún bendir á að góður ásetningur um að hjálpa fólki sé ekki nóg þótt hann sé góðra gjalda verður. Það þarf að ná heildarmyndinni. Í því samhengi bendir hún á að það þurfi að minna yfirvöld á þá sem eiga um sárt að binda og starfa með sérfræðingum.

Að lokum tók hún undir orð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem fór með ljóðlínur úr ljóðinu Heim­sókn eft­ir Tóm­as­ Guðmunds­son við setninguna í morgun. Í því seg­ir: „Því meðan til er böl sem bætt þú gast, og bar­ist var á meðan hjá þú sast, er ólán heims­ins einnig þér að kenna.“ 

Frétt mbl.is: Starf fé­lags­ráðgjafa aldrei mik­il­væg­ara

Ráðstefnan í Hörpu stefndur yfir í tvo daga. Fjölmargar málstofur verða einnig í boði á ráðstefnunni undir stjórn bæði íslenskra og erlendra félagsráðgjafa.

Yfir 500 félagsráðgjafar og aðrir þátttakendur, þar af yfir 300 erlendis frá, taka þátt í ráðstefnunni sem stendur yfir fram á þriðjudag. Þar verða í brennidepli málefni flóttafólks og innflytjenda, barna, fjölskyldna og aldraðra, hjálparstarf og fleira en eitt helsta þema Evrópuráðstefnunnar að þessu sinni er sjálfbærni samfélaga og félagsráðgjöf, sem er jafnframt þema næstu tveggja ára í áætlunum Alþjóðasamtaka félagsráðgjafa (IFSW).

 Hér má sjá dagskrána. 

mbl.is

Innlent »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Drottningar saman í víking

Í gær, 20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »

Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

Í gær, 20:15 Fallist var á kröfu konu sem vann við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. til heimtu vangoldinna launa fyrir Hæstarétti í dag. Konan fékk dæmdar tæplega 1,7 milljónir króna en fyrir lá að skriflegur ráðningarsamningur hafði ekki verið gerður. Meira »

Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

Í gær, 19:59 Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York-borg í gær. Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

Í gær, 19:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

Í gær, 18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Flugmenn hjá Icelandair funda á morgun

Í gær, 19:45 Samningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair rennur út 30. september. Viðræður þeirra á milli hafa staðið yfir undanfarið, síðast í þessari viku, og er næsti fundur fyrirhugaður á morgun. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

Í gær, 19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

Í gær, 18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 2/10, 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
HONDA CR-V VARAHLUTIR 1998-2001+Hyunday Tuson hedd
Á til notaða varahluti í Honda CR-V 1997-2001 td. drif toppgrind,hedd afturljós ...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...