„Við erum í forréttindastöðu“

Helga Þórólfsdóttir félagsráðgjafi á Evrópuráðstefnu félagsráðgjafa í Hörpu.
Helga Þórólfsdóttir félagsráðgjafi á Evrópuráðstefnu félagsráðgjafa í Hörpu. mbl.is/Hanna

Landamæri eru manngerð. Fólk er innan þeirra og utan. Þau eru einnig notuð til að útiloka aðra frá okkur sjálfum. Það er algengt viðhorf bæði í hjálparstarfi og í fjölmörgum samfélögum að nota; við og hinir, til skilgreiningar á þeim sem þurfa á hjálp að halda og þar með er ákveðinni fjarlægð haldið. Ástæðan er meðal annars ólík sýn þeirra sem vilja hjálpa og þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Þetta kom fram í erindi Helgu Þórólfsdóttur félagsráðgjafa sem nefndist Crossing Borders: Social Work and Humanitarian Action.

Líkt og titill erindisins vísar til var fjallað um landamæri í víðum skilningi þess og beindi Helga sjónum sínum einkum að þeim sem komast milli landamæra óhindrað líkt og flestir Vesturlandabúar ólíkt þeim sem er verið að koma til aðstoðar. Henni var tíðrætt um hvernig við tölum um hina (e. other) og notum jafnvel „othering“ yfir það þegar við tölum um fólk, sem er hluti af okkur en eru samt hinir, þrátt fyrir að þeir hafi orðið fyrir skipulögðu ofbeldi án þess að vera sjálfir í neinum deilum. 

Hvað drífur Vesturlandabúa áfram í hjálparstarfi?

Helga hefur unnið að hjálparstarfi víða um heim frá árinu 1993 þegar hún fór í fyrsta skipti til Sómalíu í hjálparstarf. Þar átti hún samtal við sómalskar konur sem hefur verið uppspretta margvíslegra spurninga æ síðan.

„Ég var komin inn í eldhús á hjálparstöð í Sómalíu og spjallaði við sómalskar konur sem spurðu mig spurninga sem brunnu á þeim: „Hvers vegna yfirgefur hjálparstarfsfólk frá Vesturlöndum öryggi sitt í heimalandi sínu til að hjálpa öðrum úti í heimi. Hvers vegna líkar þeim ekki við fólkið sem það er að hjálpa. Það er alveg sama hvað við gerum, við virðumst aldrei geta gert það rétt. Hvers vegna eru þið ekki hamingjusöm ef þið getið farið?“ Ég gat ekki svarað þessum spurningum og ekki heldur núna,“ sagði Helga.

Evrópuráðstefna félagsráðgjafa var vel sótt.
Evrópuráðstefna félagsráðgjafa var vel sótt. mbl.is/Hanna

Mikilvægt að vinna með fólki 

Hún benti á að það vilji gjarnan gleymast að vinna með fólki innan frá í hjálparstarfi. Rík tilhneiging á þessum tíma og er jafnvel enn er að koma með boð og skipanir að ofan í stað þess að vinna með fólki. Ekki má gleyma að þeir sem eru utanaðkomandi hafa mikil völd.

„Þú þarft að þekkja stöðuna þína gagnvart þeim sem þú hjálpar. Þú þarft að þekkja sjálfan þig og hvaðan þú kemur því við erum í forréttindastöðu. Við getum flest ferðast á milli landamæra á meðan stór hópur fólks flýr stríðshörmungar eða eygir von um betra líf í öðrum löndum og býr í einskismannslandi á meðan,“ segir Helga. Í þessu samhengi benti hún á mikilvægi þess að sjá heildarmyndina í hjálparstarfi því það vill oft gleymast. Hún sjálf áttaði sig fljótlega á því eftir að hún byrjaði í hjálparstarfi að hana skorti heildarsýnina.

Á þessum tíma, fyrir tæplega tuttugu árum, var ekki mikil spurn eftir félagsráðgjöfum í hjálparstarfi heldur var frekar sóst eftir fólki með þekkingu á lögfræði, tæknimenntun og tungumálakunnáttu þrátt fyrir að félagsráðgjafar væru menntaðir til þess að vinna með fólki og kerfinu sjálfu sem ætti að gegna því hlutverki að halda utan um það. „Það hefur komið mér á óvart hversu fáum félagsráðgjöfum ég hef unnið með í þessum aðstæðum á þessum tíma,“ segir Helga. Þessa má geta að hún hefur starfað sem félagsráðgjafi frá árinu 1981 þegar hún útskrifaðist sem slíkur frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð.

Evrópuráðstefna félagsráðgjafa.
Evrópuráðstefna félagsráðgjafa. mbl.is/Hanna

Tungumálið og orðræðan

Orð eru til alls fyrst.  Tungumálið er mikilvægt í því hvernig við lítum á okkur sjálf, heiminn og annað fólk. Það þarf að vanda orðavalið og passa að festast ekki í því að flokka fólk og skilja okkur í sundur frá því með því að nota „við og hinir“. Þegar það er gert verður meiri hætta á að „hinir verða hættulegir. Að hjálpa öðrum og morð og stríð eru of nátengd fyrirbæri,“ segir Helga.

Hún bendir á að góður ásetningur um að hjálpa fólki sé ekki nóg þótt hann sé góðra gjalda verður. Það þarf að ná heildarmyndinni. Í því samhengi bendir hún á að það þurfi að minna yfirvöld á þá sem eiga um sárt að binda og starfa með sérfræðingum.

Að lokum tók hún undir orð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem fór með ljóðlínur úr ljóðinu Heim­sókn eft­ir Tóm­as­ Guðmunds­son við setninguna í morgun. Í því seg­ir: „Því meðan til er böl sem bætt þú gast, og bar­ist var á meðan hjá þú sast, er ólán heims­ins einnig þér að kenna.“ 

Ráðstefnan í Hörpu stefndur yfir í tvo daga. Fjölmargar málstofur verða einnig í boði á ráðstefnunni undir stjórn bæði íslenskra og erlendra félagsráðgjafa.

Yfir 500 félagsráðgjafar og aðrir þátttakendur, þar af yfir 300 erlendis frá, taka þátt í ráðstefnunni sem stendur yfir fram á þriðjudag. Þar verða í brennidepli málefni flóttafólks og innflytjenda, barna, fjölskyldna og aldraðra, hjálparstarf og fleira en eitt helsta þema Evrópuráðstefnunnar að þessu sinni er sjálfbærni samfélaga og félagsráðgjöf, sem er jafnframt þema næstu tveggja ára í áætlunum Alþjóðasamtaka félagsráðgjafa (IFSW).

 Hér má sjá dagskrána. 

mbl.is

Innlent »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Ákvörðun um tilfærslu var tímabundin

17:44 Ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að flytja Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, til í starfi tímabundið getur ekki fallist undir að vera stjórnvaldsákvörðun þar sem hún var tímabundin og fól ekki í sér skerðingu á launakjörum eða réttindum. Meira »

Vantar starfsfólk á þriðjung leikskóla

17:10 Í byrjun desember voru 40 af 62 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir, en í 22 leikskóla vantar samanlagt rúmlega 30 starfsmenn, í flestum tilfellum í hálfa stöðu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar, en upplýsingarnar eru fengnar frá stjórnendum í skóla og frístundastarfi borgarinnar. Meira »

Svandís styður átak kvenna í læknastétt

16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Í fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra hvetji konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta vandan. Meira »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

15:43 Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bóta vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

15:12 Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans og haldin er á Indlandi. Meira »

Lög á deiluna koma ekki til greina

14:45 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, segir það ekki koma til greina að setja lög á boðað verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Meira »

Anna María er varaformaður KÍ

14:47 Anna María Gunnarsdóttir er nýr varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún hlaut 1.653 atkvæði eða 52,86% greiddra atkvæða. Fjórir félagsmenn KÍ buðu sig fram í embættið. Meira »

Óvenjumörg stjörnuhröp sýnileg í kvöld

14:20 Loft­steina­dríf­an Gem­inít­ar verður í há­marki í kvöld og nótt en það þýðir að fólk gæti séð fleiri stjörnuhröp en alla jafna. Búast má við því að sjá nokkra tugi stjörnuhrapa á klukkustund. Meira »

Óhugnanleg árás í Garðabæ óupplýst

14:17 Ráðist var að 10 ára stúlku sem var á gangi í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlkan náði að sleppa en talið er að gerandinn sé piltur á aldrinum 17-19 ára. Lögregla rannsakar málið. Meira »

Síbrotamaður áfram í gæsluvarðhaldi

13:43 Karlmaður hefur verið dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. janúar vegna ítrekaðra innbrota, þjófnaða, fíkniefnabrota, umferðarlagabrota, fjársvika og eignaspjalla. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um varðhaldið, en hann hefur setið í varðhaldi frá 11. nóvember. Meira »

Launakröfur „fullkomlega óraunhæfar“

13:40 „Kröfur flugvirkja eru fullkomlega óraunhæfar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands vegna Icelandair. Meira »

Fleiri akreinar og akrein fyrir strætó

12:58 Til stendur að gera endurbætur á Hafnarfjarðarvegi þar sem hann liggur fram hjá Garðabæ frá Vífilsstaðavegi að Lyngási samkvæmt nýrri tillögu. Bæta á við beygjuakrein, fjölga almennum akreinum og setja sérstaka strætisvagnaakrein. Þá verða gerð ný undirgöng og hringtorgi bætt við á Vífilsstaðavegi. Meira »

Segja gamla veginn stórhættulegan

11:20 Fasteignaeigendur og íbúar Prýðahverfis hafa skorað á bæjarráð Garðabæjar að hvika hvergi frá samþykktum um lokun gamla Álftanesvegar. Meira »

Veginum sennilega sjaldan eins vel sinnt

10:40 „Það er guðsmildi að ungmennin hafi ekki slasast við þennan útafakstur. Það væri langsótt að ætla að rekja orsök slyssins til vetrarþjónustunnar því sennilega hefur henni sjaldan verið eins vel sinnt og verið hefur það sem af er vetri, þó alltaf megi gera betur.“ Meira »

Stefnuræðan stytt um tvær mínútur

12:11 Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana á Alþingi annað kvöld verða styttri en verið hefur vegna þess að þingflokkarnir eru orðnir átta talsins. Meira »

Vilja rafræna fylgiseðla lyfja

10:55 Lyfjastofnun Evrópu er með til skoðunar hvernig nota megi rafrænar leiðir til að miðla upplýsingum um lyf til sjúklinga á öruggan hátt. Á norrænum vettvangi er rætt um að Norðurlandaþjóðirnar sækist sameiginlega eftir því að fá reglum Evrópusambandsins breytt þannig að heimilt verði að selja lyf með rafrænum fylgiseðlum. Meira »

Giljagaur verslar á netinu

10:35 Jólasveinninn Giljagaur hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að hann hyggist ekki fara að tillögum jólagjafaráðs um hvað hann eigi að gefa í skóinn. Hann er þar með annar íslenski jólasveinninn sem tekur afstöðu gegn jólasveinaráði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Laus íbúð um jólin..."Eyjasol ehf.
Eigum lausa daga í íbúðum í Reykjavik fyrir erlenda og íslenska ferðamenn. Rúm ...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Óléttubekkur aðeins 70.000 beige eða cinnamon á litinn
Egat Era Óléttubekkur www.egat.is sími 8626194 Verð:70.000 vatns og olíuheldur...
 
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...