Jafnvægi verði á húsnæðismarkaði 2019

Aðgerðir í húsnæðismálum kynntu þau Björt Ólafsdóttir og Þorsteinn Víglundsson ...
Aðgerðir í húsnæðismálum kynntu þau Björt Ólafsdóttir og Þorsteinn Víglundsson í dag. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Húsnæðismarkaðurinn hefur núna tvívegis á síðastliðnum áratugum brugðist fólkinu í landinu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags-, jafnréttis- og húsnæðismálaráðherra sem í dag kynnti húsnæðissáttmála, aðgerðaáætlun í fjórtán skrefum varðandi húsnæðismarkaðinn, ásamt Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Til stendur að halda sérstakt húsnæðisþing í október og sérstakur verkefnastjóri mun fylgja í því eftir næstu árin til þess að tryggja framkvæmd þeirra.

„Markmiðið með verkefninu er að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur og að flýta þeim tímapunkti að við náum jafnvægi á húsnæðismarkaðinn á nýjan leik,“ segir Þorsteinn. „Við ætlum að með þessum aðgerðum getum við hraðað því að jafnvægi náist aftur á fasteignamarkaði þannig að við metum þetta svo að með þessum aðgerðum myndi jafnvægi nást í kringum árið 2019.“

 „Við erum að horfa til þeirra sem að þurfa nauðsynlega, eins og við þurfum öll, þak yfir höfuðið og markaðurinn hefur ekki verið að ná að mæta,“ sagði þá Björt við kynningu húsnæðissáttmálans. „Það er auðvitað ungt fólk, efnaminna fólk og þar erum við að beina sjónum okkar, en auðvitað er þetta mikilvægt fyrir allt samfélagið í heild.“

Aðgerðahópurinn hefur unnið talsverða greiningarvinnu með aðkomu ýmissa aðila við að kortleggja vandann á húsnæðismarkaði en sú vinna var að mestu unnin af Íbúðalánasjóði. „Í stuttu máli er niðurstaðan sú að hér vantar allt að 9000 íbúðir á næstu þremur árum,“ sagði Þorsteinn.

Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Þá var samræming húsnæðisáætlana sveitarfélaganna annar liður í aðgerðunum sem hópurinn segir afar mikilvægan þátt. „Það er ekki hægt að hvert sveitafélag fyrir sig sé að leggja sína eigin húsnæðisáætlun í einangrun við áætlanir nágrannasveitafélagsins,“ sagði Þorsteinn.

Hvatar til langtímaleigu og einföldun regluverks

Nokkrir þættir í þeim aðgerðum sem boðaðar eru felast í breytingu laga, reglna og ferla. Í því samhengi verður til að mynda skoðað hvernig hægt sé að breyta hvötum sem hafi áhrif á þann veg að langtímaleiga verði gerð húsnæðiseigendum fýsilegri kostur.

„Það eru skattalegar aðgerðir sem að við erum að skoða þar og það er verið að horfa á að athuga með skammtímaleigu, hvort það eigi að setja einhverjar takmarkanir þar, það er ekkert búið að ákveða í þeim efnum,“ sagði Björt um þá hvata sem hugsanlega komi til greina.

Aukinn sveigjanleiki í útleigu á hluta húsnæðis er annar þáttur í aðgerðunum sem kynntar voru í dag. „Það hefur verið áætlað að í það minnsta nokkur hundruð íbúðir eða herbergi sem hægt væri að losa upp á markaðnum með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn.

Björt Ólafsdóttir.
Björt Ólafsdóttir. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Einföldun á regluverki byggingamála, sem tíðrætt hefur verið um, er jafnframt meðal aðgerðanna fjórtán og er nú unnið að einföldun regluverks hvað þetta varðar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og verða drög að því kynnt í haust.

Sama á við um regluverk og framkvæmd skipulagsmála sem stendur til að einfalda með það að markmiði að lækka byggingakostnað. „Ferlar, kannski helst á milli ríkis og sveitafélaga, ganga dálítið hægt. Ég held að það séu allir sammála um það og við viljum finna leiðir hvernig við getum flýtt þeim,“ útskýrði Björt.

Keldnaholt, Veðurstofureitur og Landhelgisgæslureitur verði nýttir

Þá verður gjaldtaka innviða eða samfélagsgjald skoðuð og metinn með það að markmiði að hvati verði til þess að byggja smærri íbúðir. „Útgangspunkturinn alltaf sá sami í öllum þessum verkefnum og það er að tryggja nægt framboð og sér í lagi að tryggja nægt framboð af hagkvæmum smærri íbúðum til fyrstu kaupa,“ sagði Þorsteinn.

„Það eru fjöldi lóða hérna á höfuðborgarsvæðinu í eigu ríkisins sem að standa ýmist ónýttar eða lítið nýttar og þar er horft til lóða eins og til dæmis Keldna, Keldnaholts, það er Veðurstofureitur, Landhelgisgæslureitur, það eru svæði í kringum Borgarspítala og svona mætti áfram telja,“ sagði þá Þorsteinn um þær lóðir í ríkiseigu sem til stendur að koma í byggð. Fjármálaráðherra og borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis samhliða kynningunni í dag. „Við erum að gera ráð fyrir að þarna verði hægt að reisa allt að 2000 íbúðir á komandi árum,“ bætti Þorsteinn við.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrita viljayfirlýsingu.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrita viljayfirlýsingu. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Startlán“ og félagslegt kaupleigukerfi til skoðunar

Nefndar voru einnig aðgerðir til að mæta fjármögnun einstaklinga til húsnæðiskaupa þar sem sérstaklega verða skoðaðar tvær leiðir: Svonefnd startlán sem eiga sér norska fyrirmynd sem fela í sér að hægt verði að viðbótarlán sem nemur hluta eða jafnvel allri höfuðstólsgreiðslu við íbúðakaup og hins fari fram mat á félagslegu kaupleigukerfi. Þessir þættir eru þegar í undirbúningi.

Flýta skal einnig fyrir og fjölga sértækum húsnæðisúrræðum fyri fatlað fólk og leita leiða til að ná niður kostnaði við byggingu slíkra úrræða. „Hér held ég að við séum ekki að standa okkur nægilega vel í að tryggja fötluðum einstaklingum þau úrræði sem nauðsynleg eru til þess að þau geti stigið fyrstu skrefin inn á fasteignamarkaði,“ sagði Þorsteinn.

Allt að 3.200 íbúðir til viðbótar

Þá voru tvenns konar félagslegar aðgerðir nefndar meðal aðgerða, þ.e. fjármögnun til uppbyggingar námsmannaíbúða  og að aukið fjármagn verði lagt í almenna íbúðakerfið. Uppbygging almenna íbúðakerfisins verði haldið áfram með 1,5 milljarða króna aukningu fjármagns til ársins 2020.

„Hérna er um verulega uppbyggingu að ræða,“ sagði Þorsteinn en gert er ráð fyrir því að á tímabilinu 2016-2022, verði veitt stofnframlög til bygginga allt að 3.200 íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þá tók Björt það fram að aðgerðirnar hafi ekki verið fullkomlega útfærðar á öllum sviðum, en sú vinna muni halda áfram.

mbl.is

Innlent »

Fangar fari í starfsþjálfun og verknám

21:13 „Fangar hafa verið afgangsstærð í samfélaginu hingað til. Auðvitað er maður hræddur um að þannig verði það áfram en maður hefur fundið andrúmsloftið breystast mikið á undanförnum árum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og talsmaður fanga. Meira »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikill mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðárkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lagersala
LAGERHREINSUN - stakar stærðir - 40% afsláttur Kr 3.900,- Kr 3.900,- Kr 3.900,- ...
BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR
Sterku þýsku ANSSEMS & HULCO kerrurnar, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavö...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Nýjar GUESS gallabuxur í stærð 27/34
Nýjar Guess gallabuxur "Cigarette Mid" sem er "slim fit", "mid rise" og "cigaret...
 
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...