Trump að „skjóta sig í fótinn“

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Bandaríkin muni ekki ...
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Bandaríkin muni ekki standa við Parísarsamkomulagið. AFP

„Þetta er náttúrulega mikið áhyggjuefni að valdamesti maður heims skuli ákveða að draga Bandaríkin út úr þessu samkomulagi,“ segir Ingrid Kuhlman, fulltrúi „París 1,5“, baráttuhóps um að Ísland standi við gefin loforð um að stöðva hlýnun jarðar. Hún segir jákvætt hvernig önnur ríki hafa brugðist við og að Íslendingar geti gert enn betur.

Bandaríkjamenn eru í öðru sæti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda og því er ákvörðun Bandaríkjaforseta vissulega mikið áhyggjuefni að sögn Ingridar en á sama tíma telur hún að hægt sé að gleðjast yfir því að svo virðist sem bæði Kína og ESB séu nú að þétta raðirnar. Þá hafi líka komið sterk viðbrögð frá ríkjum innan Bandaríkjanna, til að mynda frá Kaliforníu sem sé eitt stærsta hagkerfi í heimi og einnig ríkjum á norðausturströnd Bandaríkjanna.

Kann að vera tækifæri fyrir Kína

„Þeir ætla að standa við Parísarsamkomulagið óháð ákvörðun Trumps þannig að það að vissu leyti eru góð tíðindi og ég held líka að hann sé í raun að afhenda Kína bara ýmis tækifæri,“ segir Ingrid og bendir á að einna stærstu tækifærin í dag liggi í grænni orku og að öll sú þróun sem sé að eiga sér stað núna kunni ef til vill að færast til Kína eða til Evrópuríkjanna. „Þannig að ég held í raun að það sé enginn ávinningur í þessu fyrir Bandaríkin, hann sé í raun og veru bara að skjóta sig í fótinn með þessari ákvörðun,“ segir Ingrid.

Ljósi punkturinn við þessa ákvörðun Bandaríkjaforseta er að mati Ingridar sá að viðbrögðin hafa verið hörð og svo virðist sem önnur ríki þétti raðirnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Það tala allir á öðrum nótum, bæði Kína og Evrópusambandið auk stórfyrirtækja sem sendu yfirlýsingu frá sér í gær um að Bandaríkin þyrftu að vera áfram. Ég held að þetta muni bara þýða að þessi störf muni bara fara annað og ég held að Bandaríkin bara dragist aftur úr,“ útskýrir Ingrid.

Þá bendir hún á að hér sé ákveðin endurtekning að eiga sér stað, Clinton hafi á sínum tíma skrifaði undir Kyoto-bókunina en þegar Bush komst til valda hafi hann ákveðið að draga Bandaríkin út úr ferlinu. „Og það sama er að gerast aftur núna,“ segir Ingrid.

„En þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi. Kína er í fyrsta sæti, Bandaríkin í öðru sæti og þetta gæti auðvitað veikt samkomulagið en miðað við viðbrögðin sem hafa komið bind ég vonir við að hinir muni bara þétta raðirnar og við munum bara gera enn betur.“

Ísland þurfi að spýta í lófana

„Við náttúrulega erum hér á Íslandi kannski heldur ekki að standa okkur mjög vel í þessum málum,“ segir Ingrid, spurð um framlag Íslands í þessum efnum. Nú þurfi Íslendingar að vera enn þá staðráðnari í að setja sér markmið, 195 ríki hafi staðfest Parísarsamkomulagið, að frátöldum Bandaríkjunum frá og með gærdeginum, og 145 ríki hafi þegar skilað sínum markmiðum en Ísland sé ekki þeirra á meðal.

„Það var náttúrulega þessi fundur þar sem þessir sex ráðherrar héldu blaðamannafund um daginn og voru í raun bara að tilkynna að þeir ætluðu að fara í gerð áætlunar og hún á að vera tilbúin í lok ársins þannig að við erum svolítið að draga lappirnar líka hér heima,“ segir Ingrid.

Aðspurð segir hún þetta gefa tilefni til þess að íslensk stjórnvöld bregðist hraðar við og Íslendingar þurfi að spýta í lófana. „Við þurfum að fara að sýna hvað við ætlum að gera,“ segir Ingrid. „Miðað við viðbrögðin sem maður sér, eins og frá til dæmis umhverfisráðherra, og þá í raun mun þetta kannski bara styrkja okkur. Þetta gæti líka þýtt að við tökum okkur á og gerum bara meira en ætlast er til af okkur. Þannig að við skulum bara vera bjartsýn,“ segir Ingrid að lokum

mbl.is

Innlent »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Ráðist til atlögu við sífellt grárri tilveru

21:02 Norska litafræðingnum Dagny Thurmann-Moe finnst kominn tími á litabyltingu. Í nýútkominni bók sinni, Lífið í lit, gerir hún grein fyrir hvernig litanotkun getur stuðlað að heilnæmu umhverfi í góðu jafnvægi sem og þeim áhrifum sem litir og litleysi hafa á vort daglega líf. Meira »

Heppinn miðaeigandi fékk 70 milljónir

20:54 Úlfar Gauti Haraldsson, rekstarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá vinninghafann til að trúa fréttunum þegar hann hringdi í hann. „Þegar viðkomandi vissi upphæðina þá bað hann mig um að hinkra aðeins því hann vildi setjast niður.“ Meira »

Starfsfólki sagt upp á hverju ári

20:33 Starfsfólki í mötuneyti og á kaffistofum Háskóla Íslands er gjarnan sagt upp störfum á vorin og svo endurráðið að hausti. Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Meira »

Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

20:17 Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Meira »

Verðum 5 árum á undan Norðurlöndunum

20:17 Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum. Meira »

Sagði ráðherra með dómara í vinnu

19:01 Lögmaður Jóhannesar Rúnars Jónssonar í áfrýjunarmáli hans og Ástráðs Haraldssonar vegna skipunar Landsréttardómara sagði það með ólíkindum að ráðherra hafi svigrúm til að ráða því hverjir verði dómarar og hverjir ekki eftir því hvort verið sé að skipa til Landsréttar, Hæstaréttar eða héraðsdóms. Meira »

Fossadagatalið rýkur út

19:38 Fossadagatalið 2018 og Fossabæklingur með ljósmyndum af Gullfossum Stranda hefur rokið út í dag, á fyrsta söludegi. Dagatalið er nú uppselt hjá útgefanda en búið er að panta annað upplag, 1.000 eintök. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og Ólafur Már Björnsson augnlæknir tóku myndirnar. Meira »

Greindi frá áformum um kolefnishlutleysi

18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá áformum nýrrar ríkisstjórnar í umhverfis- og lofslagsmálum og nefndi sérstaklega markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, í ávarpi sínu á leiðtogafundi í París í dag. Meira »

Árásarmaðurinn samstarfsfús við lögreglu

17:47 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á hinum albanska Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Austurvelli, hefur verið samstarfsfús við lögreglu. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir venju að fara fram á geðrannsókn vegna mála sem þessa. Meira »

Vilji til að efla náin tengsl ríkjanna

17:40 Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, í Buenos Aires í Argentínu, þar sem nú stendur yfir ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Ræddu þeir meðal annars fríverslun á heimsvísu. Meira »

Réttindalaus rútubílstjóri stöðvaður

17:26 Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist ekki hafa almennt rekstrarleyfi til aksturs með farþega og að auki hafði hann ekki aukin ökuréttindi til slíks. Var hann að aka með farþega sína í Bláa lónið. Meira »

Sameining leik- og grunnskóla í kortunum

17:26 „Þetta er rökrétt næsta skref í skólamálum,“ segir Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um fyrirhugaða sameiningu leikskólans og grunnskólans á Flateyri. Í grunnskólanum eru um 20 börn og í leikskólanum Grænagarði eru um fimm börn. Meira »

Stolnir munir kirkjugesta fundnir

17:13 Ýmsir munir; peningar, greiðslukort og lyklar og fleira sem stolið var úr yfirhöfnum tónleikagesta í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, hafa nú nær allir fundist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Laun lögmanna rædd í Hæstarétti

15:55 Laun og arðgreiðslur þeirra Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jónssonar komu til tals í málflutningi á áfrýjunarmálum þeirra gegn íslenska ríkinu vegna skipunar Landsréttardómara í Hæstarétti í morgun. Meira »

Hlaut starfsmerki fyrir óeigingjarnt starf

17:14 Rán Kristinsdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) í gærkvöldi starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti Rán starfsmerkið. Meira »

Lykill ehf. í söluferli

16:47 Klakki ehf., eigandi Lykils fjármögnunar hf., hefur ákveðið að hefja opið söluferli á félaginu. Stefnt er að því að nýir eigendur taki við félaginu á vormánuðum 2018. Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu. Meira »

Seinkun vegna aðskotahlutar

15:52 Aðskotahlutur fór inn í hreyfil á flugvél WOW air er hún lenti í borginni Tel Aviv í Ísrael í morgun sem varð til þess að margra klukkustunda seinkun varð á næsta flugi þaðan til Íslands. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
VW TOUAREG
VW TOUAREG ÁRG. 2004, GYLLTUR, TVEIR EIGENDUR, LJÓST LEÐUR, V8 SJÁLFSK., EK. 142...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...