Trump að „skjóta sig í fótinn“

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Bandaríkin muni ekki ...
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Bandaríkin muni ekki standa við Parísarsamkomulagið. AFP

„Þetta er náttúrulega mikið áhyggjuefni að valdamesti maður heims skuli ákveða að draga Bandaríkin út úr þessu samkomulagi,“ segir Ingrid Kuhlman, fulltrúi „París 1,5“, baráttuhóps um að Ísland standi við gefin loforð um að stöðva hlýnun jarðar. Hún segir jákvætt hvernig önnur ríki hafa brugðist við og að Íslendingar geti gert enn betur.

Bandaríkjamenn eru í öðru sæti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda og því er ákvörðun Bandaríkjaforseta vissulega mikið áhyggjuefni að sögn Ingridar en á sama tíma telur hún að hægt sé að gleðjast yfir því að svo virðist sem bæði Kína og ESB séu nú að þétta raðirnar. Þá hafi líka komið sterk viðbrögð frá ríkjum innan Bandaríkjanna, til að mynda frá Kaliforníu sem sé eitt stærsta hagkerfi í heimi og einnig ríkjum á norðausturströnd Bandaríkjanna.

Kann að vera tækifæri fyrir Kína

„Þeir ætla að standa við Parísarsamkomulagið óháð ákvörðun Trumps þannig að það að vissu leyti eru góð tíðindi og ég held líka að hann sé í raun að afhenda Kína bara ýmis tækifæri,“ segir Ingrid og bendir á að einna stærstu tækifærin í dag liggi í grænni orku og að öll sú þróun sem sé að eiga sér stað núna kunni ef til vill að færast til Kína eða til Evrópuríkjanna. „Þannig að ég held í raun að það sé enginn ávinningur í þessu fyrir Bandaríkin, hann sé í raun og veru bara að skjóta sig í fótinn með þessari ákvörðun,“ segir Ingrid.

Ljósi punkturinn við þessa ákvörðun Bandaríkjaforseta er að mati Ingridar sá að viðbrögðin hafa verið hörð og svo virðist sem önnur ríki þétti raðirnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Það tala allir á öðrum nótum, bæði Kína og Evrópusambandið auk stórfyrirtækja sem sendu yfirlýsingu frá sér í gær um að Bandaríkin þyrftu að vera áfram. Ég held að þetta muni bara þýða að þessi störf muni bara fara annað og ég held að Bandaríkin bara dragist aftur úr,“ útskýrir Ingrid.

Þá bendir hún á að hér sé ákveðin endurtekning að eiga sér stað, Clinton hafi á sínum tíma skrifaði undir Kyoto-bókunina en þegar Bush komst til valda hafi hann ákveðið að draga Bandaríkin út úr ferlinu. „Og það sama er að gerast aftur núna,“ segir Ingrid.

„En þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi. Kína er í fyrsta sæti, Bandaríkin í öðru sæti og þetta gæti auðvitað veikt samkomulagið en miðað við viðbrögðin sem hafa komið bind ég vonir við að hinir muni bara þétta raðirnar og við munum bara gera enn betur.“

Ísland þurfi að spýta í lófana

„Við náttúrulega erum hér á Íslandi kannski heldur ekki að standa okkur mjög vel í þessum málum,“ segir Ingrid, spurð um framlag Íslands í þessum efnum. Nú þurfi Íslendingar að vera enn þá staðráðnari í að setja sér markmið, 195 ríki hafi staðfest Parísarsamkomulagið, að frátöldum Bandaríkjunum frá og með gærdeginum, og 145 ríki hafi þegar skilað sínum markmiðum en Ísland sé ekki þeirra á meðal.

„Það var náttúrulega þessi fundur þar sem þessir sex ráðherrar héldu blaðamannafund um daginn og voru í raun bara að tilkynna að þeir ætluðu að fara í gerð áætlunar og hún á að vera tilbúin í lok ársins þannig að við erum svolítið að draga lappirnar líka hér heima,“ segir Ingrid.

Aðspurð segir hún þetta gefa tilefni til þess að íslensk stjórnvöld bregðist hraðar við og Íslendingar þurfi að spýta í lófana. „Við þurfum að fara að sýna hvað við ætlum að gera,“ segir Ingrid. „Miðað við viðbrögðin sem maður sér, eins og frá til dæmis umhverfisráðherra, og þá í raun mun þetta kannski bara styrkja okkur. Þetta gæti líka þýtt að við tökum okkur á og gerum bara meira en ætlast er til af okkur. Þannig að við skulum bara vera bjartsýn,“ segir Ingrid að lokum

mbl.is

Innlent »

Vinafagnaður með gleðisöng

23:47 „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

22:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands í dag. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Áfram stormur á morgun

18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

„Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

14:42 Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
 
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...