„Það varð lítil uppreisn í vélinni“

Elva Björk Ágústsdóttir.
Elva Björk Ágústsdóttir. Ljósmynd/Facebook

„Það varð lítil uppreisn í vélinni. Fólk var orðið svolítið fúlt og maður fann dálítið til með flugþjónunum,“ segir Elva Björk Ágústsdóttir í samtali við mbl.is. Elva var farþegi í vél flugfélagsins Vueling sem var á leið til Keflavíkur frá Barcelona í gærkvöldi en var síðan snúið við til Skotlands þar sem henni var lent í Edinborg.

Frétt mbl.is: Þurftu að lenda á Egilsstöðum

Að sögn Elvu var vélin við það að lenda í Keflavík þegar henni er allt í einu kippt upp á við aftur og flogið í aðra átt. Héldu farþegar þá að lenda ætti á Akureyri eða á Egilsstöðum en í ljós kom að förinni væri heitið til Edinborgar. Þegar þangað var komið fengu farþegar þær upplýsingar það þeir gætu ekki farið frá borði í Edinborg þar sem flugfélagið hefði ekki heimild til að afferma vélina í Edinborg og ekkert starfsfólk væri á flugvellinum sem gæti tekið á móti þeim. Þess í stað átti að fylla vélina af eldsneyti og fljúga aftur til Barcelona sem lagðist afar illa í farþega.

„Þá bara „snappar“ hópur fólks í vélinni. Það stendur upp hágrátandi móðir með lítið ungbarn og harðneitar að fara með vélinni áfram, skíthrædd og þorir ekkert að fara með þessum flugmanni áfram,“ segir Elva. „Eftir sirka þriggja klukkutíma þras og spjall við lögreglu/gæsluverði fær unga konan með kornabarnið að fara frá borði. Þá er okkur tilkynnt að við taki nokkurra klukkustunda bið meðan leitað er að töskum.“

Að endingu var allur farangur tekinn úr vélinni en alls biðu farþegarnir því í um þrjá klukkutíma áður en loks var ákveðið að hleypa þeim út. Þá höfðu farþegar verið í vélinni í um 9 klukkutíma frá því að lagt var af stað frá Barcelona.

Elva Björk er ásamt hópi fólks, þar á meðal tveimur ungum börnum sínum, en þau hafa keypt sér miða heim með WOW air í hádeginu í dag og bíða því enn á flugvellinum. „Við erum 10 manns að ferðast saman þannig að þetta eru hundruð þúsunda sem það kostar að koma okkur heim. Og eins og staðan er núna, þrátt fyrir að fylgja öllum upplýsingum sem að við erum búin að fá í tölvupósti, vitum við ekkert ennþá hvar vélin okkar er,“ segir Elva.

Flugvél Vueling á leið til Íslands frá Barcelona var einnig snúið við í síðasta mánuði vegna slæmra veðurskilyrða.

Frétt mbl.is: „Spurning hvar við lendum“

Uppfært kl. 12:40

Samkvæmt upplýsingum öðrum farþega vélarinnar hefur nú veril tilkynnt að vél Vueling sé enn í Edinborg og muni leggja af stað aftur til Íslands klukkan 18:20 í kvöld. Flugfélagið hafi útvegað farþegum hótel þar sem þeir fengu einnig að borða.mbl.is

Innlent »

Ekki formannsins að segja sína skoðun

15:03 Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun. Meira »

Parísarhjólið fékk neikvæða umsögn

15:01 Hugmynd þess efnis að reist yrði Parísarhjól í Reykjavík, eða útsýnishjól eins og það er kallað í fundarferð Reykjavíkurborgar, fékk neikvæða umsögn á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Meira »

Dæmdar fyrir að geta ekki gefið brjóst

15:00 Dæmi eru um að íslenskar konur feli sig inni á salernum til að gefa pela af ótta við að vera dæmdar eða niðurlægðar fyrir að geta ekki gefið brjóst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í doktorsritgerð Sunnu Kristínar Símonardóttur við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Meira »

Líkja eftir bílslysi í Smáralind

14:36 Forseti Íslands vígði í daga sýndarveruleikahermi í Smáralind, sem ætlað er að líkja eftir áhrifum bílslyss.   Meira »

Útlendingar í stað Íslendinga á sjó

13:53 Mjög erfiðlega gengur að manna línubáta vegna lágs afurðaverðs og hefur Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómannafélags Grindavíkur, áhyggjur af því að það sé aðeins byrjunin og næst verði það ísfisktogararnir, frystiskipin og loks uppsjávarskipin. Meira »

Ekki ókeypis miðar hjá SAS

13:45 Ef þú sérð að einhver vina þinna á Facebook hefur deilt færslu frá SAS um ókeypis flugmiða skaltu EKKI smella. Um svindl er að ræða. Smelli fólk á tengilinn birtist færslan svo sjálfkrafa á þeirra Facebook-síðu. Meira »

Sitja sennilega uppi með skemmdirnar

13:22 „Við sitjum sennilega uppi með þessar skemmdir,“ segir sókn­ar­prest­ur í Ak­ur­eyr­ar­kirkju. Enn sér á kirkjunni eftir að alvarleg skemmdarverk voru unnin á henni, fyrir átta mánuðum síðan. Þá er ekki víst að söfnuðurinn eigi fyrir viðgerðunum. Meira »

Borgar Þór: „No komment“

13:26 Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, vildi ekkert gefa upp þegar hann var inntur eftir því hvort hann sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Símkerfi heilsugæslunnar komið í lag

13:05 Símkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem lá niðri í gær og í morgun er nú komið í lag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. Meira »

Fundu hesta á Breiðholtsbrúnni

13:01 Verkefni lögreglunnar eru margvísleg og ekki alltaf hefðbundin og teljast afskipti lögreglu af hestastóði á Breiðholtsbrúnni væntanlega til óhefðbundnari verkefna. Kom lokunarborði lögreglunnar þá í góðar þarfir við að útbúa tímabundið hestagerði Meira »

Færeyingar kynna uppboðsfyrirkomulag

12:33 Réttindi til veiða á 53 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld verða boðin upp í Færeyjum á þessu ári, tæp 11 þúsund tonn af makríl, rúm tvöþúsund tonn af botnfiski innan lögsögu Rússlands í Barentshafi og 614 tonn af botnfiski innan lögsögu Norðmanna í Barentshafinu. Meira »

Harður árekstur á Akureyri

12:32 Harður árekstur varð á gatnamótum Grundagerðis og Stóragerðis á Akureyri um klukkan ellefu í morgun. Einn var í hvorum bíl og voru þeir báðir fluttir á slysadeild sjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar. Meira »

Kjartan og Áslaug hafa áhuga á efsta sætinu

12:32 Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir hafa áhuga á því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum næsta vor. Eins og kom fram í gær hefur núverandi oddviti flokksins í Reykjavík, Halldór Halldórsson, ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Meira »

Endurskoða heimildir ríkissáttasemjara

11:15 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hyggst taka upp viðræður við aðila vinnumarkaðarins á næstunni til að útfæra hvernig best verði að því staðið að styrkja embætti ríkissáttasemjara og auka um leið stöðugleika á vinnumarkaði. Meira »

Hlaut tæplega 40 milljóna styrk

10:07 Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands hlaut nýverið styrk úr Jean Monnet-áætlun Evrópusambandsins, Jean Monnet Networks. Meira »

Stefna á langtímasamning við Hugarafl

12:16 Velferðarráðuneytið stefnir að gerð langtímasamnings um aukin framlög til Hugarafls, samtaka notenda geðheilbrigðisþjónustu, til að styrkja starf samtakanna í þágu fólks með geðraskanir. Þetta var niðurstaða fundar sem félags- og jafnréttismálaráðherra og forsvarsmenn Hugarafls áttu í morgun. Meira »

Sprengja og skotvopn fundust

10:51 Skotvopn og heimatilbúin sprengja fundust þegar maður á sextugsaldri var handtekinn í Cuxhavengötu í Hafnarfirði í gær eftir að hann hótaði þar að skjóta fólk. Meira »

Símkerfi heilsugæslunnar liggur niðri

09:55 Símkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins liggur niðri. Þetta kemur fram í tilkynningu. Unnið er að viðgerð.  Meira »
Hnakkastólar á aðeins 25.000 svartur rústrauðir og beige www.Egat.is
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur, rústrauðir eða beige 100% visa raðgreiðslur....
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Vandaðir gúmmíbátar, slöngubátar, CAMO
Gúmmíbátur, slöngubátur. Bátarnir eru 3,30 m á lengd og 1,52 m á breidd. Geym...
Útihurðir
Nr 1. lengd 195.5cm x breidd 69cm x Tvöfalt gler. Án karms, vinstri opnun, litur...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...