Hjólakraftur þeytist áfram

Liðin hjóla nú austur í land.
Liðin hjóla nú austur í land. Ljósmynd/Lukka Pálsdóttir

Hjólakraftur hjólaði í morgun í gegn um Akureyri á leið sinni um landið í WOW Cyclothon hjólreiðakeppnini. Eiga þau að baki sér erfiða nótt með miklum vindi. Þá tók Hjólreiðafélag Akureyrar vel á móti þeim og bauð þeim upp á hamborgaraveislu í morgunmat.  

Hjólreiðafélag Akureyrar bauð upp á hamborgaraveislu í morgun.
Hjólreiðafélag Akureyrar bauð upp á hamborgaraveislu í morgun. Ljósmynd/Lukka Pálsdóttir
Ljósmyndari/Lukka Pálsdóttir

Þegar krakkarnir héldu áfram í átt að Goðafossi var veðrið orðið mun betra og hjólurunum miðarvel áfram. Alls taka 110 krakkar þátt í keppninni í ár og með þeim ferðast þrjár rútur, húsbíll og flutningabíll fyrir öll hjólin auk nokkurra minni bíla.

Krakkarnir vilja þakka sýnda tillitsemi bílstjóra á vegum úti. Hægt er að fylgjast með gengi þeirra á Facebook.

Mikill búnaður fylgir liðunum.
Mikill búnaður fylgir liðunum. Ljósmynd/Lukka Pálsdóttir
110 hjólarar og 110 hjól.
110 hjólarar og 110 hjól. Ljósmynd/Lukka Pálsdóttir
Við Goðafoss.
Við Goðafoss. Ljósmynd/Lukka Pálsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert