Hjóluðu brosandi í gegnum Akureyri

Keppendur voru glaðir í bragði í Eyjafirði.
Keppendur voru glaðir í bragði í Eyjafirði. ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Keppendur í WOW Cyclothon voru glaðir í bragði þegar þeir hjóluðu í gegnum Akureyri og inn Eyjafjörð fyrr í dag, en fréttaritari Morgunblaðsins á svæðinu smellti myndum af keppendum. 

Eins og mbl.is greindi frá í morgun eru tvö lið í B-flokki í for­ystu, það eru lið Zwift og lið CCP. Team Cannondale GÁP Elite leiða A-flokk en Team Cyc­leworks og Hóp­bíla Húna eru ekki langt und­an. Þá held­ur Peter Colijn mik­illi for­ystu í einstaklingskeppninni. 

Hjólakraftur hjólaði allt Norðausturland í gær og í nótt og komið var niður Öxi í nótt og inná Austfirði. „Það var tekið gríðarlega vel á móti okkur á Egilsstöðum í nótt; kjötsúpa og með því í boði ungmannafélagsins Þrists,“ er haft eftir Vigni Þór Sverrissyni, einum foreldra og sjálfboðaliða sem fylgja krökkunum hringinn, í fréttatilkynningu. 

Lið hjólakrafts eru nú komin fram hjá Höfn í Hornafirði. „Öxi gekk sömuleiðis vel og sælusvipur var á krökkunum sem fóru þar niður.“

Stór hópur fylgir krökkunum í Hjólakrafti en með þeim ferðast þrjár rútur, húsbíll og flutningabíll fyrir öll hjólin auk nokkurra minni bíla. Í liðum Hjólakrafts eru alls 110 kepp­end­ur í 11 liðum. Krakk­arn­ir sem taka þátt eru á aldr­in­um 11-18 ára.

ljósmynd/Þorgeir Baldursson
ljósmynd/Þorgeir Baldursson
ljósmynd/Þorgeir Baldursson
ljósmynd/Þorgeir Baldursson
ljósmynd/Þorgeir Baldursson
ljósmynd/Þorgeir Baldursson
ljósmynd/Þorgeir Baldursson
ljósmynd/Þorgeir Baldursson
ljósmynd/Þorgeir Baldursson
ljósmynd/Þorgeir Baldursson
ljósmynd/Þorgeir Baldursson
ljósmynd/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert