Hjólaði hringinn á 67 klukkustundum

Peter Coljin er sigurvegar í einstaklingsflokki WOW Cyclothon í ár.
Peter Coljin er sigurvegar í einstaklingsflokki WOW Cyclothon í ár. Ljósmynd/Haraldur Jónasson.

Peter Coljin frá Kanada sigraði í einstaklingsflokki WOW Cyclothon keppninnar í ár. Hann hjólaði í mark klukkan 13:08 og hefur þar með hjólað rúma 1250 kílómetra einn síns liðs á minna en þremur sólarhringum.

Í tilkynningu frá keppnisstjórn tók það Peter um 67 klukkustundir að hjóla hringinn í kring um Ísland en hann var hálfnaður með hringinn á fyrstu 24 tímunum. Hélt hann forystu keppninnar frá byrjun og hélt áfram að bæta við vegalengd milli sín og andstæðinga sinna en á tímabili var hann 150 kílómetrum á undan eftirfara sínum. Hjólaði hann að meðaltali um 20 kílómetra á klukkustund. 

Tveir keppendur í einstaklingsflokki eiga eftir að ljúka keppni. Annar þeirra, Jakub Dvorák, er líklegur til þess að hneppa annað sætið en hann hjólar óðfluga í átt að Skógarfoss. Á eftir honum er Michael Glass sem er kominn fram hjá Kirkjubæjarklaustri.

Fjórði keppandinn í einstaklingsflokki, og eini Íslendingurinn, Jón Óli Ólafsson, þurfti að hætta keppni í gærkvöldi vegna veðurs. Keyrði hann að Krýsuvíkurvegi og hjólaði þaðan í mark um klukkan 11 í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert