Lið Hjólakrafts komið í mark

Hluti af keppendum Hjólakrafts við komuna í mark í morgun.
Hluti af keppendum Hjólakrafts við komuna í mark í morgun. Ljósmynd á Facebook Birgitta Bára Hassenstein‎

Lið Hjólakrafts er komið í mark eftir að hafa hjólað hringinn í kringum landið í WOW Cylothon keppninni. Stutt er í að fyrstu liðin í B-flokki renni í mark.

Krakk­arn­ir sem taka þátt fyrir hjólaklúbbinn Hjólakraft eru á aldr­in­um 11-18 ára en þetta er í þriðja skiptið sem Hjólakraft­ur tek­ur þátt í keppn­inni en árið 2014 unnu þau áheita­keppn­ina og fengu í verðlaun ut­an­lands­ferð frá WOW air sem þau nýttu til þess að fara í hjó­leiðaferð til Frakk­lands.

Þor­vald­ur Daní­els­son, for­stöðumaður Hjólakrafts, var að vonum ánægður þegar mbl.is náði í hann við komuna í mark. Alls tóku 80 krakkar og 30 fullorðnir þátt undir merkjum Hjólakrafts og kom allur hópurinn saman í mark núna á sjöunda tímanum í morgun. Ferðalagið hringinn tók tæpar 59 klukkustundir og gekk áfallalaust. Eða eins og Þorvaldur segir: Þrjú sprungin dekk það er allt og sumt. 

Hér er hægt að fylgjast með á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert