Mikil stemning við Hvaleyravatnsveg

Team Whale Safari.
Team Whale Safari. Kristinn Magnússon

Mikil stemning er við endamark WOW Cyclothon á Hvaleyravatnsvegi í Hafnarfirði þar sem fyrstu sjö lið í B-flokki eru komin í mark.

Fyrst voru lið CCP og ZWIFT sem nánast fylgdust að á lokasprettinum en þá hafði CCP betur og nældi sér í fyrsta sætið. Bæði liðin hafa sett nýtt hraðamet í keppninni. 

Braut­ar­met í B-flokki

Klukkutíma síðar komu lið Team TRI, Whale Safari og Team Orkan í mark og röðuðu sér í 3.-5. sæti keppninnar í B-flokki. Stuttu steinna komu komu í mark lið World Class Iceland og Into the Glacier. Team TRI sigraði keppni blandaðra liða þegar þau komu í mark á rúmum 37 klukkutímum. 

Mikil gleði ríkir í litla tjaldinu þar sem grillaðir eru hamborgarar fyrir svanga og þreytta keppendur. Þrátt fyrir kuldann og bleytuna sem einkenndi lokasprettinn eru allir gríðarlega ánægðir að vera komnir í mark. 

Búist er við fyrstu keppendum í A-flokki fjögurra manna liða í mark eftir hádegi í dag en þar eru fremst í flokki Team Cannondale GÁP, Team Cycleworks og Húnar. Þá er Team Arctica fremst í flokki kvennaliða í B-flokki en einnig er von á þeim eftir hádegi. 

Kristinn Magnússon
Liðin fögnuðu með kampavíni.
Liðin fögnuðu með kampavíni. Kristinn Magnússon
Lið Into the Glacier ánægt með árangurinn.
Lið Into the Glacier ánægt með árangurinn. Kristinn Magnússon
Liðin eru ánægð með að vera komin í mark eftir …
Liðin eru ánægð með að vera komin í mark eftir vætusaman lokasprett. Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert