Ástandið orðið betra en fyrir hrun

Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).
Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). mbl.is/Eggert Jóhannesson

Niðurstöður Efnahags- og framfarastofnunar eru þvert á það sem þingmenn minnihlutans hafa haldið fram í pontu Alþingis, segir Benedikt Jóhannesson. Ísland kemur mjög vel út í nýrri skýrslu stofnunarinnar og gildir einu hvort miðað sé við önnur OECD-ríki eða Norðurlöndin. Hagvöxtur mælist hvergi meiri innan OECD-ríkjanna en á Íslandi, jöfnuður er hér mestur sé litið til tekna einstaklinga, jöfnuður milli kynjanna mestur og fátækt hvergi minni en á Íslandi.

Frétt mbl.is: Þenslan skapar hættu á ofhitnun

Þá hafa Íslendingar það betra í dag en þeir gerðu fyrir fjármálahrun að sögn Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóra OECD, sem sagði það einstaklega skemmtilegt að vera stödd á Íslandi í ljósi þess viðsnúnings sem hafi átt sér stað í rekstri þjóðarbúsins frá hruni. Hún segir ferðaþjónustuna augljóslega spila þar stórt hlutverk, en stofnunin leggur til að Íslendingar taki upp aðgangsstýringu með gjaldtöku á fjölsóttum ferðamannastöðum og færi ferðaþjónustuna í almennt virðisaukaskattþrep.

Frá blaðamannafundinum í fjármálaráðuneytinu í morgun. Skýrslan sem OECD kynnti ...
Frá blaðamannafundinum í fjármálaráðuneytinu í morgun. Skýrslan sem OECD kynnti í morgun er aðeins gerð á tveggja ára fresti. Ísland kemur þar mjög vel út samanborið við öll OECD-ríkin eða bara Norðurlöndin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Benedikt Jóhannesson benti þó á það á kynningunni í dag að margt mætti betur gera hér á landi, og ætti ekki síst að horfa til þess sem þurfi að laga frekar en aðeins þau atriði sem séu í góðu lagi. Nefnir hann að árangur menntakerfisins og nýsköpun sem dæmi en ekki var farið nánar út í fyrrgreind atriði í kynningunni.

Staðan allt önnur í dag en fyrir hrun

Kiviniemi sagði stöðuna einnig allt aðra á Íslandi í dag en fyrir hrun. Skuldastaða heimilanna sé allt önnur og betri í dag en fyrir hrun, Ísland greiði hratt niður skuldir og vel hafi tekist til við afnám gjaldeyrishafta. Ekki stafi lengur hætta af aflandskrónueigendum.

Hún segir þó að taka þurfi á ýmsu til þess að koma í veg fyrir annað hrun. Lítil hagkerfi eins og Ísland séu viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum og hagsveiflur því miklar. Hvetur stofnunin því til aukins aðhalds í ríkisfjármálum en Kiviniemi bendir á að útgjöld ríkisins hafi aukist þrátt fyrir þenslu í hagkerfinu. Eins leggur OECD til að Seðlabanki Íslands verði tilbúinn að herða á peningastefnunni til að draga úr þenslu.

„Margar þjóðir myndu öfundar okkur af árangrinum“

Benedikt sagði góðan árangur hafa náðst á undanförnum árum. „Margar þjóðir myndu öfunda okkur af þeim árangri sem hefur náðst. Og ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að viðhalda stöðugleikanum,“ segir Benedikt. „Minnst spennandi verkefni í heimi, að viðhalda góðu ástandi, en kannski eitt það erfiðasta eins og við höfum séð í gegnum tíðina.“

Benedikt Jóhannesson, fjámála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjámála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hér á landi hafa laun hækkað meira en víðast hvar annars staðar. Húsnæðisverð hækkað, verðbólga er lág en með hærri vexti en víða,“ sagði Benedikt og bendir á að ekkert ríki heimsins sé með hærri frumjöfnuð en Ísland, það er afgangur í ríkisfjármálum fyrir vaxtagreiðslur.

Ríkissáttasemjari fái meiri völd

OECD bendir á að lífskjör séu góð á Íslandi, fátæktin lítil og lífeyriskerfið sjálfbært. Vel hafi tekist að vernda lægst launuðu hópana á krepputímum en verkföll ýmissa starfsstétta og miklar launahækkanir hafi aukið verðbólguþrýsting og ógnað alþjóðlegri samkeppnishæfni landsins. 

Því skipti máli að efla traust meðal aðila á vinnumarkaði. Til að tryggja slíkt traust þurfa allir aðilar að taka virkan þátt í Þjóðhagsráði og semja um svigrúm til launahækkana í upphafi hverrar samningalotu og halda sig innan þess.

Þá leggur stofnunin til þess að ríkissáttasemjara verði falin aukin völd, þ.e. að hann geti frestað aðgerðum á vinnumarkaði til að gefa viðsemjendum aukinn tíma til að ná samningum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

16:10 Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Íslendingar í eldlínunni í Barcelona

15:49 Reykjavík er heiðursgestur á listahátíðinni La Merce sem fram fer í Barcelona nú um helgina. Hópur íslenskra listamanna er samankominn í borginni ásamt starfsmönnum menningarsviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »

Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

15:50 Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. Meira »

Framsókn í Norðaustur stillir upp á lista

14:39 Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi höfnuðu rétt í þessu tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur á lista með tvöföldu kjördæmisþingi, líkt og gert verður í Norðvesturkjördæmi, að fram kemur á vef RÚV. Ákveðið var að stilla frekar upp á lista. Meira »
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...