Ástandið orðið betra en fyrir hrun

Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).
Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). mbl.is/Eggert Jóhannesson

Niðurstöður Efnahags- og framfarastofnunar eru þvert á það sem þingmenn minnihlutans hafa haldið fram í pontu Alþingis, segir Benedikt Jóhannesson. Ísland kemur mjög vel út í nýrri skýrslu stofnunarinnar og gildir einu hvort miðað sé við önnur OECD-ríki eða Norðurlöndin. Hagvöxtur mælist hvergi meiri innan OECD-ríkjanna en á Íslandi, jöfnuður er hér mestur sé litið til tekna einstaklinga, jöfnuður milli kynjanna mestur og fátækt hvergi minni en á Íslandi.

Frétt mbl.is: Þenslan skapar hættu á ofhitnun

Þá hafa Íslendingar það betra í dag en þeir gerðu fyrir fjármálahrun að sögn Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóra OECD, sem sagði það einstaklega skemmtilegt að vera stödd á Íslandi í ljósi þess viðsnúnings sem hafi átt sér stað í rekstri þjóðarbúsins frá hruni. Hún segir ferðaþjónustuna augljóslega spila þar stórt hlutverk, en stofnunin leggur til að Íslendingar taki upp aðgangsstýringu með gjaldtöku á fjölsóttum ferðamannastöðum og færi ferðaþjónustuna í almennt virðisaukaskattþrep.

Frá blaðamannafundinum í fjármálaráðuneytinu í morgun. Skýrslan sem OECD kynnti ...
Frá blaðamannafundinum í fjármálaráðuneytinu í morgun. Skýrslan sem OECD kynnti í morgun er aðeins gerð á tveggja ára fresti. Ísland kemur þar mjög vel út samanborið við öll OECD-ríkin eða bara Norðurlöndin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Benedikt Jóhannesson benti þó á það á kynningunni í dag að margt mætti betur gera hér á landi, og ætti ekki síst að horfa til þess sem þurfi að laga frekar en aðeins þau atriði sem séu í góðu lagi. Nefnir hann að árangur menntakerfisins og nýsköpun sem dæmi en ekki var farið nánar út í fyrrgreind atriði í kynningunni.

Staðan allt önnur í dag en fyrir hrun

Kiviniemi sagði stöðuna einnig allt aðra á Íslandi í dag en fyrir hrun. Skuldastaða heimilanna sé allt önnur og betri í dag en fyrir hrun, Ísland greiði hratt niður skuldir og vel hafi tekist til við afnám gjaldeyrishafta. Ekki stafi lengur hætta af aflandskrónueigendum.

Hún segir þó að taka þurfi á ýmsu til þess að koma í veg fyrir annað hrun. Lítil hagkerfi eins og Ísland séu viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum og hagsveiflur því miklar. Hvetur stofnunin því til aukins aðhalds í ríkisfjármálum en Kiviniemi bendir á að útgjöld ríkisins hafi aukist þrátt fyrir þenslu í hagkerfinu. Eins leggur OECD til að Seðlabanki Íslands verði tilbúinn að herða á peningastefnunni til að draga úr þenslu.

„Margar þjóðir myndu öfundar okkur af árangrinum“

Benedikt sagði góðan árangur hafa náðst á undanförnum árum. „Margar þjóðir myndu öfunda okkur af þeim árangri sem hefur náðst. Og ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að viðhalda stöðugleikanum,“ segir Benedikt. „Minnst spennandi verkefni í heimi, að viðhalda góðu ástandi, en kannski eitt það erfiðasta eins og við höfum séð í gegnum tíðina.“

Benedikt Jóhannesson, fjámála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjámála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hér á landi hafa laun hækkað meira en víðast hvar annars staðar. Húsnæðisverð hækkað, verðbólga er lág en með hærri vexti en víða,“ sagði Benedikt og bendir á að ekkert ríki heimsins sé með hærri frumjöfnuð en Ísland, það er afgangur í ríkisfjármálum fyrir vaxtagreiðslur.

Ríkissáttasemjari fái meiri völd

OECD bendir á að lífskjör séu góð á Íslandi, fátæktin lítil og lífeyriskerfið sjálfbært. Vel hafi tekist að vernda lægst launuðu hópana á krepputímum en verkföll ýmissa starfsstétta og miklar launahækkanir hafi aukið verðbólguþrýsting og ógnað alþjóðlegri samkeppnishæfni landsins. 

Því skipti máli að efla traust meðal aðila á vinnumarkaði. Til að tryggja slíkt traust þurfa allir aðilar að taka virkan þátt í Þjóðhagsráði og semja um svigrúm til launahækkana í upphafi hverrar samningalotu og halda sig innan þess.

Þá leggur stofnunin til þess að ríkissáttasemjara verði falin aukin völd, þ.e. að hann geti frestað aðgerðum á vinnumarkaði til að gefa viðsemjendum aukinn tíma til að ná samningum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ennþá að skamma fyrir nektarmyndir

11:25 „Við erum ennþá að skamma fólk fyrir að taka af sér nektarmyndir,“ segir Stefán Gunnar Sigurðsson, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, og að þetta þurfi að breytast en eitt helsta baráttumál göngunnar í ár er að skila skömminni frá þolendum stafræns kynferðisofbeldis yfir til gerenda. Meira »

Rafleiðni minnkar hægt

11:00 Rafleiðni í Múlakvísl virðist hafa náð ákveðnum toppi í bili og mælist nú um 420 µS/cm. Hún getur þó vaxið aftur að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu. Áin er gríðarstór og mikil lykt er af henni. Óvenjulítið ber á sigkötlunum í Mýrdalsjökli. Meira »

John Snorri á leið í grunnbúðir

09:53 John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til þess að toppa fjallið K2, er á leiðinni aftur niður í grunnbúðir. Leiðin niður er ekki síður hættuleg en erfitt er að verjast snjóflóðum, grjóthruni og skriðum sem koma í bakið. Meira »

Upp á bráðamóttöku NÚNA!

09:34 „Hvaða vitleysa er þetta, ég er bara 43 ára gamall. Get varla verið að fá kransæðastíflu,“ hugsaði leikhúsmaðurinn Bjarni Haukur Þórsson með sér haustið 2014. Þetta var skömmu eftir frumsýningu bíómyndarinnar Afans og Bjarni farinn að finna fyrir vaxandi mæði en ýtti því frá sér. Meira »

Fyrsta ferðin til Akraness

08:18 Á morgun klukkan átta er áætlað að franska skemmtiferðaskipið Le Boreal leggist að aðalhafnargarðinum á Akranesi.   Meira »

Hlaupið nái hámarki eftir nokkra tíma

08:07 „Það hefur vaxið mjög mikið rafleiðnin núna, sérstaklega síðasta klukkutímann,“ segir Gunnar B. Guðmundsson, sérfræðingur á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands, um ástand mála í Múlakvísl. Jökulhlaup er hafið í ánni og mun líklega ná hámarki eftir fáeinar klukkustundir. Meira »

Óvíst hvenær ný meðferð verður í boði

07:37 Brýnt er að íslenskt samfélag marki sér stefnu varðandi krabbameinsmeðferðir og hvort bjóða eigi upp á nýjustu meðferðir á þessu sviði, en þær verða sífellt dýrari og sérhæfðari. Meira »

Skert sóknargjald gerir viðhald á kirkjum erfitt

07:57 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir að lækkun á tekjum kirknanna eftir hrun eigi þátt í því að ekki hefur verið hægt að sinna viðhaldi sem skyldi. Meira »

Hópslagsmál og sprautuhótun

07:34 Lögregla var kölluð út í miðbænum í nótt vegna hópslagsmála. Samkvæmt tilkynningu var mikill hiti í mönnum og þrír lögreglubílar sendir á vettvang. Mál leystust þó án teljandi vandræða og reyndist ekki nauðsynlegt að handtaka neinn viðkomandi. Meira »

Litakóða Kötlu breytt í gult

07:20 Litakóða Kötlu hefur verið breyt í gult vegna jökulhlaups í Múlakvísl og skjálftaóróa á nærliggjandi jarðskjálftamælum. Skjálftaóróinn gæti verið tengdur hlaupinu og verið að öllu óskildur gosvirkni, þó ekki sé hægt að útiloka það á þessari stundu. Meira »

Erfitt hjá bændum og sláturleyfishöfum

05:30 Útflutningur á kindakjöti hefur undanfarin ár skilað miklu minni tekjum en áður auk þess sem birgðir hafa safnast upp í landinu, mörg hundruð tonn. Meira »

Vilja hafa hlutina flókna

05:30 Regluverk í byggingariðnaði á Íslandi er orðið flóknara en annars staðar á Norðurlöndum, að sögn Björgvins Víglundssonar, verkfræðings og fyrrverandi starfsmanns hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík. Meira »

Flotinn eltist við makrílinn

05:30 „Ég er ekki með nýjustu tölur en veiðarnar hafa gengið vel hjá okkur,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks hjá HB Granda, spurður út í yfirstandandi makrílveiðar þeirra. Meira »

Þrjú stór skip í höfn á Ísafirði

05:30 Þrjú skemmtiferðaskip liggja nú á Ísafirði, en um næstu helgi er búist við fjórum skipum þangað með alls 4.300 farþega um borð. Meira »

Færri bókanir en 2016

05:30 Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir útlit fyrir færri bókanir í ár en í fyrra. Spár um vöxt milli ára muni að óbreyttu ekki rætast. Íslandshótel eru stærsta hótelkeðja landsins. Hótelin eru 17, þar af 11 á landsbyggðinni. Meira »

Nýtt gæðagras uppfyllir staðla FIFA

05:30 „Verið er að setja alveg nýtt gervigras á Akraneshöllina, en það gamla var úr sér gengið og ónýtt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Meira »

Félagslegt húsnæði í smáhýsi

05:30 Sandgerðisbær hefur gert samning um kaup á fjórum smáhýsum sem nýta á sem félagslegt húsnæði.  Meira »

Sala á léttöli aukist gríðarlega

05:30 „Það hefur verið jöfn og góð aukning. Frá árinu 2013 hefur salan aukist um 60% í lítrum hjá okkur fyrstu sex mánuði áranna,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, spurður hvort sala á léttöli hafi aukist á Íslandi. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...