Ástandið orðið betra en fyrir hrun

Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).
Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). mbl.is/Eggert Jóhannesson

Niðurstöður Efnahags- og framfarastofnunar eru þvert á það sem þingmenn minnihlutans hafa haldið fram í pontu Alþingis, segir Benedikt Jóhannesson. Ísland kemur mjög vel út í nýrri skýrslu stofnunarinnar og gildir einu hvort miðað sé við önnur OECD-ríki eða Norðurlöndin. Hagvöxtur mælist hvergi meiri innan OECD-ríkjanna en á Íslandi, jöfnuður er hér mestur sé litið til tekna einstaklinga, jöfnuður milli kynjanna mestur og fátækt hvergi minni en á Íslandi.

Frétt mbl.is: Þenslan skapar hættu á ofhitnun

Þá hafa Íslendingar það betra í dag en þeir gerðu fyrir fjármálahrun að sögn Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóra OECD, sem sagði það einstaklega skemmtilegt að vera stödd á Íslandi í ljósi þess viðsnúnings sem hafi átt sér stað í rekstri þjóðarbúsins frá hruni. Hún segir ferðaþjónustuna augljóslega spila þar stórt hlutverk, en stofnunin leggur til að Íslendingar taki upp aðgangsstýringu með gjaldtöku á fjölsóttum ferðamannastöðum og færi ferðaþjónustuna í almennt virðisaukaskattþrep.

Frá blaðamannafundinum í fjármálaráðuneytinu í morgun. Skýrslan sem OECD kynnti ...
Frá blaðamannafundinum í fjármálaráðuneytinu í morgun. Skýrslan sem OECD kynnti í morgun er aðeins gerð á tveggja ára fresti. Ísland kemur þar mjög vel út samanborið við öll OECD-ríkin eða bara Norðurlöndin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Benedikt Jóhannesson benti þó á það á kynningunni í dag að margt mætti betur gera hér á landi, og ætti ekki síst að horfa til þess sem þurfi að laga frekar en aðeins þau atriði sem séu í góðu lagi. Nefnir hann að árangur menntakerfisins og nýsköpun sem dæmi en ekki var farið nánar út í fyrrgreind atriði í kynningunni.

Staðan allt önnur í dag en fyrir hrun

Kiviniemi sagði stöðuna einnig allt aðra á Íslandi í dag en fyrir hrun. Skuldastaða heimilanna sé allt önnur og betri í dag en fyrir hrun, Ísland greiði hratt niður skuldir og vel hafi tekist til við afnám gjaldeyrishafta. Ekki stafi lengur hætta af aflandskrónueigendum.

Hún segir þó að taka þurfi á ýmsu til þess að koma í veg fyrir annað hrun. Lítil hagkerfi eins og Ísland séu viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum og hagsveiflur því miklar. Hvetur stofnunin því til aukins aðhalds í ríkisfjármálum en Kiviniemi bendir á að útgjöld ríkisins hafi aukist þrátt fyrir þenslu í hagkerfinu. Eins leggur OECD til að Seðlabanki Íslands verði tilbúinn að herða á peningastefnunni til að draga úr þenslu.

„Margar þjóðir myndu öfundar okkur af árangrinum“

Benedikt sagði góðan árangur hafa náðst á undanförnum árum. „Margar þjóðir myndu öfunda okkur af þeim árangri sem hefur náðst. Og ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að viðhalda stöðugleikanum,“ segir Benedikt. „Minnst spennandi verkefni í heimi, að viðhalda góðu ástandi, en kannski eitt það erfiðasta eins og við höfum séð í gegnum tíðina.“

Benedikt Jóhannesson, fjámála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjámála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hér á landi hafa laun hækkað meira en víðast hvar annars staðar. Húsnæðisverð hækkað, verðbólga er lág en með hærri vexti en víða,“ sagði Benedikt og bendir á að ekkert ríki heimsins sé með hærri frumjöfnuð en Ísland, það er afgangur í ríkisfjármálum fyrir vaxtagreiðslur.

Ríkissáttasemjari fái meiri völd

OECD bendir á að lífskjör séu góð á Íslandi, fátæktin lítil og lífeyriskerfið sjálfbært. Vel hafi tekist að vernda lægst launuðu hópana á krepputímum en verkföll ýmissa starfsstétta og miklar launahækkanir hafi aukið verðbólguþrýsting og ógnað alþjóðlegri samkeppnishæfni landsins. 

Því skipti máli að efla traust meðal aðila á vinnumarkaði. Til að tryggja slíkt traust þurfa allir aðilar að taka virkan þátt í Þjóðhagsráði og semja um svigrúm til launahækkana í upphafi hverrar samningalotu og halda sig innan þess.

Þá leggur stofnunin til þess að ríkissáttasemjara verði falin aukin völd, þ.e. að hann geti frestað aðgerðum á vinnumarkaði til að gefa viðsemjendum aukinn tíma til að ná samningum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Glæsileg breyting á Sundhöllinni

21:30 Nú styttist í að Sundhöllin í Reykjavík opni að nýju með nýrri og glæsilegri útiaðstöðu, nýjum kvennaklefa og bættu aðgengi fyrir fatlaða. Sundhöllin er eitt glæsilegasta hús borgarinnar og landsmenn eru annálaðir sundáhugamenn. Breytingunni hefur því verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Meira »

Vilja veita Leo vernd á Íslandi

21:16 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa komið af stað undirskriftarsöfnun fyrir hinn eins og hálfs ára gamla Leo Nasr Mohammed og foreldra hans, Nasr Mohammed Rahimog Sobo Anw­ar Has­an. Með undirskriftunum vilja samtökin hvetja yfirvöld til að veita fjölskyldunni skjól og vernd á Íslandi. Meira »

Taka ábendingar um sinnuleysi alvarlega

20:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur ábendingar um sinnuleysi lögreglu gagnvart ósjálfbjarga stúlku alvarlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

HÍ tekur þátt í alþjóðlegu neti háskóla

20:30 Háskóli Íslands er orðinn hluti af edX, alþjóðlegu neti háskóla sem bjóða opin netnámskeið, en edX var stofnað af bandarísku háskólunum Harvard og MIT. Fyrsta námskeið Háskólans í edX-samstarfinu verður í norrænum miðaldafræðum Meira »

Þyrla flutti þrjá á sjúkrahús

20:09 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir rútuslys sem varð við Lýsu­hól á Snæ­fellsnesi á sjötta tímanum í dag. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Meira »

„Kallar á stóraukið eftirlit“

20:04 „Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn. Meira »

Sex slasaðir í rútuslysi

17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

Vill að bankaráð ræði símtalið

19:57 Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því að bankaráð ræði birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Ráðið kemur saman á fimmtudag. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Borðstofuborð og 6 stk stólar með pullum.
Borðstofuborð með snúningsplötu b 150 og 6 stk stólar með pullum 38%afsl k...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...