Fáar vísbendingar um hvarf Rimantas

Rimantas Rimkus.
Rimantas Rimkus. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Rimantas Rimkus. Ekkert hefur spurst til hans frá því um síðustu mánaðamót, en málið var tilkynnt til lögreglu 19. júní.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

„Leit að Rimantas hefur ekki skilað árangri, en fáar vísbendingar eru fyrir hendi. Rætt hefur verið við fjölmarga aðila vegna málsins, en ekki hefur tekist að varpa ljósi á ferðir Rimantas, eða hvar hann kunni að vera að finna. Ekki er grunur um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Rimantas er 38 ára gamall, 187 sm á hæð, 74 kg og með dökkt, stutt hár.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Rimantas eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert