Leit við Dyrhólaey lokið í bili

Leitin að Rimu er bundin við ströndina og sjóinn við …
Leitin að Rimu er bundin við ströndina og sjóinn við Dyrhólaey. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Björgunarsveitin Víkverji sem leitaði að Rimu Grun­skyté Feliks­as­dótt­ur, sem talin er hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey, hefur lokið leit í bili. Leiðinlegt veður og lítið skyggni á svæðinu gerir leitaraðilum erfitt fyrir.

Leit­ar­svæðið nær frá Vík og út að Skóg­um og leitað hef­ur verið í fjör­um.

„Það var voðalega lítið leitað í dag. Björgunarsveitin Víkverji fór yfir svæðið í dag en við ætlum að taka stöðuna í kvöld með morgundaginn eða laugardaginn,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

„Það er búið að vera leiðinlegt veður á svæðinu og lítið skyggni þannig að þetta var lágstemmt í dag og væntanlega á morgun líka miðað við veðurspánna,“ bætti hann við.

Eins og áður hefur komið fram er talið að Rima hafi fallið í sjóinn við Dyrhólaey og beinist leitarstarf því að sjónum og ströndinni.

Rima flutti ný­lega á Hellu en hún var áður bú­sett í Vík í Mýr­dal. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á föstudagskvöld í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert