Sterk króna lemur á ferðaþjónustunni

Ferðamenn í heimsókn. Börn í siglingaklúbbnum Nökkva sigla að skemmtiferðaskipi …
Ferðamenn í heimsókn. Börn í siglingaklúbbnum Nökkva sigla að skemmtiferðaskipi í Akureyrarhöfn í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Almennt séð er krónan að lemja okkur í hausinn, það er alveg ljóst,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, aðspurður hvort bókanir í þyrluferðir hafi minnkað í sumar.

Birgir segir að fyrirtækið finni fyrir styrkingu krónunnar en lengri og dýrari þyrluferðirnar hafa þó haldið sér ágætlega. „Lengri ferðirnar hafa haldið sér furðulega vel miðað við svona sterka krónu en ferðamaðurinn er frekar mikið að loka buddunni sinni þessa daga,“ segir Birgir.

Í umfjöllun um áhrif styrkingar krónunnar í Morgunblaðinu í dag segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eldingu, sem býður meðal annars upp á hvalaskoðun og hestaferðir, að bókanir í ódýrari ferðir séu færri í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert