Ólíklegt að kynferðisbrotamaður yrði skipaður réttargæslumaður

mbl.is

Það er ekkert sem beinlínis hindrar það með lögum að lögmaður, sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisafbrot en hefur endurheimt lögmannsréttindi sín, sé skipaður réttargæslumaður þolanda kynferðisofbeldis. Aftur á móti eru ákveðnir varnaglar í kerfinu sem ættu að koma í veg fyrir slíkt. Þetta segir dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Frétt mbl.is: Dæmdur kynferðisafbrotamaður fær réttindi

„Sömu reglur gildi um tilnefningu, skipun og hæfi réttargæslumanna og verjenda,“ segir Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari.

Það eru aðeins lögmenn sem geta orðið réttargæslumenn en lögregla tilnefnir réttargæslumenn og dómari skipar þá eftir að mál er höfðað. Áður en það gerist skal gefa brotaþola sjálfum kost á að benda á lögmann en við skipun eða tilnefningu réttargæslumanns skal að jafnaði fara að ósk brotaþola.

Yngri en 18 ára alltaf skipaður réttargæslumaður

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er lögreglu skylt að tilnefna réttargæslumann ef rannsókn máls beinist að kynferðisafbroti og brotaþoli óskar þess. Ávallt skal þó tilnefna réttargæslumann ef brotaþoli hefur ekki náð 18 ára aldri þegar rannsókn hefst skv. 41. grein laganna. Skyldan nær einnig til ákveðinna annarra brota ef brotaþoli óskar réttargæslumanns. Að auki er lögreglu heimilt að tilnefna brotaþola réttargæslumann þótt hann hafi ekki óskað þess ef hann er ekki fær um að gæta hagsmuna sinna sem skyldi við rannsókn slíkra mála.

Þegar skilyrði eru til þess að tilnefna réttargæslumann skal það gert jafnskjótt og tilefni gefst. Tilnefning fellur sjálfkrafa úr gildi við skipun réttargæslumanns en þegar mál hefur verið höfðað er það dómari sem skipar réttargæslumann.

Þá er brotaþola heimilt að ráða lögmann á sinn kostnað til að gæta hagsmuna sinna en lögmaður sem brotaþoli hefur ráðið án atbeina dómara eða lögreglu hefur sömu réttindi og skyldur og réttargæslumaður eftir því sem við á. Við skipun eða tilnefningu réttargæslumanns skal að jafnaði fara að ósk brotaþola en dómari og lögregla geta neitað að skipa eða tilnefna þann sem óskað er eftir.

Varnaglar til staðar

„Það er ekkert í lögunum sem beinlínis bannar það en lögregla þarf að gæta að því að það sé einhver tilnefndur sem er góður og vel hæfur,“ segir Kristín, spurð hvort lögmaður, sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisafbrot en hefur endurheimt lögmannsréttindi sín, geti verið tilnefndur eða skipaður réttargæslumaður fórnarlambs kynferðisofbeldis.

„Það að einhver sé tilnefndur eða skipaður, sem er dæmdur kynferðisbrotamaður, er afar ólíklegt að myndi gerast,“ segir Kristín. „Það eru náttúrulega ákveðnir varnaglar í tengslum við tilnefningu lögreglu og skipun dómara,“ bætir hún við.

Í grunninn geti brotaþoli þó alltaf valið lögmann. Erfiðara gæti verið að bregðast við því ef brotaþoli velur sér lögmann, án þess að vita að viðkomandi hafi verið fundinn sekur um kynferðisafbrot. „Auðvitað getur komið upp sú staða að þeir viti það ekki,“ segir Kristín. „En þá bæri lögreglu skylda til að upplýsa um það.“

mbl.is

Innlent »

Íhuga einstefnu á hluta Þingvallavegar

20:20 Það er til skoðunar að gera hluta Þingvallavegar að einstefnuvegi. Rúta með 43 farþega valt á veginum í síðustu viku þar sem ástand vegarins er verst. Meiri háttar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á veginum og standa vonir til að þær geti hafist í nóvember. Meira »

Fólk sækir í nábrækurnar

20:10 „Það sem dregur fólk aðallega að safninu er sagan. Það vinsælasta hér eru nábrækurnar,“ segir Sigurður Atlason, eigandi Galdrasafnsins á Hólmavík, en safnið varð á dögunum 17 ára og er fyrir löngu orðinn fastur punktur í tilveru Hólmvíkinga sem helsti ferðamannastaður bæjarins. Meira »

Skálholt ekki í eigu ríkisins

19:15 Skálholtskirkja er ekki í eigu ríkisins, þetta segir vígslubiskup Skálholts, sem kveður kirkjuna ekki hafa verið í eigu ríkisins í 50 ár. Í ræðu sinni á Skálholtshátíðinni lét dóms­málaráðherra þau orð falla að sinni ríkið ekki viðhaldi á fá­gæt­um menn­ing­ar­eign­um í eigu þess, eigi ríkið að koma þeim annað. Meira »

Of þungar rútur aka um Þingvelli

18:55 Of þungar rútur aka Gjábakkaveg í þjóðgarðinum á Þingvöllum en Vegagerðin takmarkar öxulþyngd á veginum við 8 tonn. Rútur fá hins vegar að keyra þar á undanþágu. Gert verður við veginn á næstunni en ástand hans er mjög slæmt. Ljóst er að fjölmargar rútur sem eru um 20 tonn fara um veginn. Meira »

Grasnytjar í hallæri og harðindum

18:44 Hvað ef hér yrði ekki bara hrun heldur líka hallæri og harðindi, landið einangrað frá umheiminum og okkur væru allar utanaðkomandi bjargir bannaðar? Trúlega færu allir sem vettlingi gætu valdið að stunda sjálfsþurftarbúskap, sem m.a. fælist væntanlega í að leita sér ætis út um allar koppagrundir. Meira »

Kveikti ekki í bílnum með ákveðinn tilgang í huga

18:35 Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt í bifreið hjá Vogi við Stórhöfða á föstudaginn er enn í gæsluvarðhaldi og er málið enn í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Robert Downey ekki með virk réttindi

17:52 Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, hefur ekki óskað eftir því að lögmannsréttindi sín verði endurvirkjuð, og er því ekki á skrá Lögmannafélags Íslands yfir lögmenn hér á landi. Meira »

Staðið til síðan ríkið eignaðist jörðina

18:20 Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra mun á morgun undirrita reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns. Lónið mun því frá og með undirrituninni á morgun verða hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Meira »

Öll sveitarfélögin sýna vináttu í verki

17:24 Yfir 40 milljónir króna hafa safnast í Landssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar, Kalak og Hróksins, Vinátta í verki, vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi. Þá hafa öll sveitarfélögin 74 lagt söfnuninni lið. Meira »

Hundrað tonnum landað í brakandi blíðu

17:12 Ljósafellið hefur nú nýlokið við að landa um 100 tonnum af fiski á Fáskrúðsfirði. Uppistaðan í aflanum er þorskur sem fer til vinnslu í frystihús Loðnuvinnslunnar og ufsi sem fer á fiskmarkað. Meira »

Skólpmengun hefur ekki áhrif á Kópavog

16:55 Svo virðist sem skólpmengunin við Faxaskjól hafi ekki áhrif á svæði innan Kópavogs. Mælingar voru gerðar í síðustu viku og verða þær endurteknar á fyrrihluta ágústmánaðar. Meira »

Myndaði kvenkyns gesti laugarinnar

16:32 Starfsmaður sundlaugarinnar á Sauðárkróki er nú til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa tekið ljósmyndir af kvenkyns gestum laugarinnar. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, en lögregla hefur lagt hald á tölvur og annan tækjabúnað vegna rannsóknarinnar. Meira »

Sleit óvart ljósleiðarastrenginn

16:20 Ljósleiðari á Vestfjörðum fór í sundur klukkan hálftvö í dag með þeim afleiðingum að truflanir eru á útvarpssendingum, sjónvarpssendingum og netsambandi. Bilunin varð er veitufyrirtæki sleit óvart ljósleiðarastrenginn. Meira »

Starfsemin ekki komin í gang

15:20 Starfsemi kísilmálmsmiðju United Silicon í Helguvík er ekki enn farin í gang. Endurhönnun á töppunarpalli og sumarleyfi hafa tafið framkvæmdir. Að sögn Kristleifs Andréssonar, yfirmanns öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, er vonast til að ofninn fari í gang á fimmtudag. Meira »

Lítið um blóð í bankanum

14:45 Blóðbankinn leitar blóðgjafa í öllum blóðflokkum til þess að anna mikilli eftirspurn. „Við þurfum að minna blóðgjafa á okkur núna,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum. Mikil notkun blóðs veldur því að blóð vantar í alla flokka. Meira »

Jökulsárlón friðlýst á morgun

16:06 Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun á morgun undirrita reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

María Rut verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur

14:59 María Rut Reynisdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur úr hópi 35 umsækjenda. Hlutverk Maríu Rutar verður meðal annars að móta og ýta úr vör aðgerðum og skapa hagstæð skilyrði fyrir tónlistarstarfsemi í borginni. Meira »

Sæbjúgnaveiðar bannaðar í Faxaflóa

14:43 Sjávarútvegsráðuneytið hefur gert allar veiðar á sæbjúgum óheimilar frá og með deginum í dag, á tilteknu svæði á Faxaflóa. Þetta kemur fram í reglugerð ráðuneytisins, sem sögð er falla úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Meira »
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, 1 stk eftir í sendingu. Verð : 169.000...
Véla & tækjakerrur til afgreiðslu samdægurs
Einnig bílaflutningakerrur og fjölnotavagnar með innbyggðum sliskjum. Sími 615 ...
Bílastæðamálun - heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
BMW F650CS + nýr jakki, buxur og hjálmur
BMW F650 CS ferðahjól til sölu. Ekið aðeins 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir....
 
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...