Ólíklegt að kynferðisbrotamaður yrði skipaður réttargæslumaður

mbl.is

Það er ekkert sem beinlínis hindrar það með lögum að lögmaður, sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisafbrot en hefur endurheimt lögmannsréttindi sín, sé skipaður réttargæslumaður þolanda kynferðisofbeldis. Aftur á móti eru ákveðnir varnaglar í kerfinu sem ættu að koma í veg fyrir slíkt. Þetta segir dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

„Sömu reglur gildi um tilnefningu, skipun og hæfi réttargæslumanna og verjenda,“ segir Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari.

Það eru aðeins lögmenn sem geta orðið réttargæslumenn en lögregla tilnefnir réttargæslumenn og dómari skipar þá eftir að mál er höfðað. Áður en það gerist skal gefa brotaþola sjálfum kost á að benda á lögmann en við skipun eða tilnefningu réttargæslumanns skal að jafnaði fara að ósk brotaþola.

Yngri en 18 ára alltaf skipaður réttargæslumaður

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er lögreglu skylt að tilnefna réttargæslumann ef rannsókn máls beinist að kynferðisafbroti og brotaþoli óskar þess. Ávallt skal þó tilnefna réttargæslumann ef brotaþoli hefur ekki náð 18 ára aldri þegar rannsókn hefst skv. 41. grein laganna. Skyldan nær einnig til ákveðinna annarra brota ef brotaþoli óskar réttargæslumanns. Að auki er lögreglu heimilt að tilnefna brotaþola réttargæslumann þótt hann hafi ekki óskað þess ef hann er ekki fær um að gæta hagsmuna sinna sem skyldi við rannsókn slíkra mála.

Þegar skilyrði eru til þess að tilnefna réttargæslumann skal það gert jafnskjótt og tilefni gefst. Tilnefning fellur sjálfkrafa úr gildi við skipun réttargæslumanns en þegar mál hefur verið höfðað er það dómari sem skipar réttargæslumann.

Þá er brotaþola heimilt að ráða lögmann á sinn kostnað til að gæta hagsmuna sinna en lögmaður sem brotaþoli hefur ráðið án atbeina dómara eða lögreglu hefur sömu réttindi og skyldur og réttargæslumaður eftir því sem við á. Við skipun eða tilnefningu réttargæslumanns skal að jafnaði fara að ósk brotaþola en dómari og lögregla geta neitað að skipa eða tilnefna þann sem óskað er eftir.

Varnaglar til staðar

„Það er ekkert í lögunum sem beinlínis bannar það en lögregla þarf að gæta að því að það sé einhver tilnefndur sem er góður og vel hæfur,“ segir Kristín, spurð hvort lögmaður, sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisafbrot en hefur endurheimt lögmannsréttindi sín, geti verið tilnefndur eða skipaður réttargæslumaður fórnarlambs kynferðisofbeldis.

„Það að einhver sé tilnefndur eða skipaður, sem er dæmdur kynferðisbrotamaður, er afar ólíklegt að myndi gerast,“ segir Kristín. „Það eru náttúrulega ákveðnir varnaglar í tengslum við tilnefningu lögreglu og skipun dómara,“ bætir hún við.

Í grunninn geti brotaþoli þó alltaf valið lögmann. Erfiðara gæti verið að bregðast við því ef brotaþoli velur sér lögmann, án þess að vita að viðkomandi hafi verið fundinn sekur um kynferðisafbrot. „Auðvitað getur komið upp sú staða að þeir viti það ekki,“ segir Kristín. „En þá bæri lögreglu skylda til að upplýsa um það.“

mbl.is

Innlent »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Borun eftir heitu vatni við Laugaland hætt

16:19 Veitur hafa nú hætt borun í landi Götu við Laugaland. Markmið borunarinnar var að afla heits vatns og auka þannig nýtanlegan forða fyrir Rangárveitur er þjóna Rangárþingum og Ásahreppi að hluta. Meira »

Opna fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum

16:31 Fljótsdalshéraðsdeild Rauða krossins hefur opnað fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum þar sem tekið verður á móti farþegum rútu sem lentu í slysi í Víðidal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Meira »

„Þetta hefur gengið ágætlega“

16:11 „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is en viðræður hafa staðið yfir frá því í morgun varðandi fyrirhugaða stjórnarmyndun VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Meira »

Rútuslys í aftakaveðri fyrir austan

15:40 Níu björgunarsveitir á Norðausturlandi hafa verið kallaðar út eftir rútuslys í Víðidal á Austurlandi. Rúta ók þá aftan á snjóruðningstæki en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum er einn slasaður, þó ekki alvarlega. Fimm aðrir meiddust lítillega. Meira »

„Veit ekki hver staðan er“

15:39 „Ég hreinlega veit ekki hver staðan er og er mjög döpur vegna þess,“ segir víetnamski matreiðsluneminn Chuong Le Bui. Á mánudag fékk hún fimmtán daga frest til að yfirgefa landið. Síðan þá hefur dómsmálaráðherra sagt að lögin sem valda því verði leiðrétt en Choung segir óvissuna þó vera mikla. Meira »

Þinghaldi lokað í einni skýrslutöku

15:30 Dómari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, vegna stórfelldrar líkamsárásar í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, lokaði þinghaldi þegar réttarmeinafræðingur kom til að bera vitni í málinu. Meira »

„Brottkast og svindl er ólíðandi“

15:25 „Stjórnin fordæmir hverskonar sóun á verðmætum við meðhöndlun okkar helstu náttúruauðlindar,“ segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka fiskvinnslu og útflytjenda, SFÚ. Tilefnið er fréttaskýringaþáttur Kveiks, sem sýndur var á RÚV í gær, en í honum voru sýndar myndir af miklu brottkasti afla. Meira »

„Fæ líka pósta með ábendingum“

14:55 „Ég ákvað að hitta í fyrramálið sjómannaforystuna og útgerðarmenn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en í ráðuneytinu var í morgun haldinn fundur vegna þeirra upplýsinga sem fram komu í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. Meira »

Unnustan og nágranni með aðra sögu

14:36 Vitnisburður Heiðdísar Helgu Aðalsteinsdóttur, unnustu Arnars Jónssonar Aspar, og Árna Jónssonar, nágranna þeirra Arnars og Heiðdísar, var í nokkrum veigamiklum atriðum annar en hjá Sveini Gesti Tryggvasyni, sem ákærður er fyrir stófellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars í júní. Meira »

Safnaði 1,7 milljón fyrir Bleiku slaufuna

15:13 Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður hjá asa iceland afhenti í gær styrk upp á 1.750.000 kr. sem er afrakstur sölu á 200 silfurhálsmenum Bleiku slaufunnar í ár. Meira »

Í gæsluvarðhaldi til 6. desember

14:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað manninn og konuna sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi í gæsluvarðhald til sjötta desember. Meira »

„Fólk vill oft gleymast“

14:27 „Er ættingi þinn eða vinur á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili, fangelsi, sambýli eða býr einn? Skipulegðu heimsóknir til hans, þjöppum fjölskyldu og vinum saman og dreifum ábyrgðinni, Enginn vill vera einn og yfirgefinn. Veitum ást hlýju og umhyggju.“ Þannig hljómar kynning á nýrri vefsíðu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Lok á heita potta - 3
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...