Ólíklegt að kynferðisbrotamaður yrði skipaður réttargæslumaður

mbl.is

Það er ekkert sem beinlínis hindrar það með lögum að lögmaður, sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisafbrot en hefur endurheimt lögmannsréttindi sín, sé skipaður réttargæslumaður þolanda kynferðisofbeldis. Aftur á móti eru ákveðnir varnaglar í kerfinu sem ættu að koma í veg fyrir slíkt. Þetta segir dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Frétt mbl.is: Dæmdur kynferðisafbrotamaður fær réttindi

„Sömu reglur gildi um tilnefningu, skipun og hæfi réttargæslumanna og verjenda,“ segir Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari.

Það eru aðeins lögmenn sem geta orðið réttargæslumenn en lögregla tilnefnir réttargæslumenn og dómari skipar þá eftir að mál er höfðað. Áður en það gerist skal gefa brotaþola sjálfum kost á að benda á lögmann en við skipun eða tilnefningu réttargæslumanns skal að jafnaði fara að ósk brotaþola.

Yngri en 18 ára alltaf skipaður réttargæslumaður

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er lögreglu skylt að tilnefna réttargæslumann ef rannsókn máls beinist að kynferðisafbroti og brotaþoli óskar þess. Ávallt skal þó tilnefna réttargæslumann ef brotaþoli hefur ekki náð 18 ára aldri þegar rannsókn hefst skv. 41. grein laganna. Skyldan nær einnig til ákveðinna annarra brota ef brotaþoli óskar réttargæslumanns. Að auki er lögreglu heimilt að tilnefna brotaþola réttargæslumann þótt hann hafi ekki óskað þess ef hann er ekki fær um að gæta hagsmuna sinna sem skyldi við rannsókn slíkra mála.

Þegar skilyrði eru til þess að tilnefna réttargæslumann skal það gert jafnskjótt og tilefni gefst. Tilnefning fellur sjálfkrafa úr gildi við skipun réttargæslumanns en þegar mál hefur verið höfðað er það dómari sem skipar réttargæslumann.

Þá er brotaþola heimilt að ráða lögmann á sinn kostnað til að gæta hagsmuna sinna en lögmaður sem brotaþoli hefur ráðið án atbeina dómara eða lögreglu hefur sömu réttindi og skyldur og réttargæslumaður eftir því sem við á. Við skipun eða tilnefningu réttargæslumanns skal að jafnaði fara að ósk brotaþola en dómari og lögregla geta neitað að skipa eða tilnefna þann sem óskað er eftir.

Varnaglar til staðar

„Það er ekkert í lögunum sem beinlínis bannar það en lögregla þarf að gæta að því að það sé einhver tilnefndur sem er góður og vel hæfur,“ segir Kristín, spurð hvort lögmaður, sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisafbrot en hefur endurheimt lögmannsréttindi sín, geti verið tilnefndur eða skipaður réttargæslumaður fórnarlambs kynferðisofbeldis.

„Það að einhver sé tilnefndur eða skipaður, sem er dæmdur kynferðisbrotamaður, er afar ólíklegt að myndi gerast,“ segir Kristín. „Það eru náttúrulega ákveðnir varnaglar í tengslum við tilnefningu lögreglu og skipun dómara,“ bætir hún við.

Í grunninn geti brotaþoli þó alltaf valið lögmann. Erfiðara gæti verið að bregðast við því ef brotaþoli velur sér lögmann, án þess að vita að viðkomandi hafi verið fundinn sekur um kynferðisafbrot. „Auðvitað getur komið upp sú staða að þeir viti það ekki,“ segir Kristín. „En þá bæri lögreglu skylda til að upplýsa um það.“

mbl.is

Innlent »

Braust inn í bílskúr tvo daga í röð

17:51 Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 60 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir tvær tilraunir til þjófnaðar. Maðurinn játaði að hafa 10. maí og aftur 11. maí brotist inn í bílskúr í Reykjavík og reynt að stela þaðan búnaði til motorcross-iðkunnar. Meira »

Ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu

17:48 Lögreglan á Austurlandi brýnir fyrir fólki að vera ekki á ferðinni fyrir austan næsta sólarhringinn að nauðsynjalausu. Veðurspá gerir ráð fyrri óvenjumikilli úrkomu í landshlutanum. Meira »

Ekki mikilvægast að koma börnum í skjól

16:45 „Ég tek ekki undir með háttvirtum þingflokksformanni Vinstri grænna, að mikilvægasta málið sé að koma börnum í skjól. […] Það er jafn mikilvægt að bjarga fjölskyldum og búum sauðfjárbænda.“ Þetta sagði Framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson í umræðu um breytingar á lögum um uppreista æru. Meira »

Rimantas fannst látinn

16:35 Rimantas Rimkus, sem lýst var eftir í júní, fannst látinn á höfuðborgarsvæðinu í lok síðasta mánaðar. Rimantas, sem var 38 ára og frá Litháen, lætur eftir sig tvö börn. Meira »

Fannst erfitt að kalla sig Framsóknarmann

16:03 Karl Liljendal Hólmgeirsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hann hefur verið varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrennis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Karl hefur sent frá sér. Meira »

Brú milli íslenskra fyrirtækja og Costco

15:43 „Í Costco eru um 2% af vörunúmerum íslensk. Það hljóta að vera fleiri tækifæri að selja fleiri íslensk vörunúmer í Costco hér og líka fyrir íslensk fyrirtæki að koma vörum sínum í búðir Costco í útlöndum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Meira »

Ný ferja í höndum Vestmannaeyjabæjar

15:24 Samgönguráðuneytið fer þess á leit við Vegagerðina að stofnunin geri drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir að rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sé í höndum Vestmannaeyjabæjar. Óskað er eftir því að fyrstu drög að samningi liggi fyrir og verði kynnt ráðuneytinu 5. október. Meira »

Ný fisktegund veiðist við Ísland

15:39 Brislingur hefur veiðst í fyrsta skipti við Ísland. Gerðist það í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til rannsókna á flatfiski á grunnslóð við landið í lok ágústmánaðar. Einungis veiddist einn fiskur af tegundinni og var hann 15 sentimetra langur. Meira »

Ræður ekki förinni í þinginu

15:15 „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna.“ Meira »

Tólf mánaða dómar fyrir fjársvik

14:47 Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir til 12 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir fjársvik. Mennirnir, annar á fimmtugsaldri en hinn á sextugsaldri, voru ákærðir fyrir að hafa látið útbúa 22 tilhæfulausa reikninga frá Vert ehf. til Ölgerðarinnar. Meira »

Þrengt að smábátum í Reykjavíkurhöfn

14:40 Smábátaeigendur í Reykjavík hafa áhyggjur af framtíð smábátaútgerðar í höfuðborginni. Stöðugt er verið að þrengja að aðstöðu þeirra í höfninni og er þar ferðaþjónustan fyrirferðarmest. Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi formanns Smábátafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Meira »

Borgarísjaki út af Ströndum

14:35 Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Jakinn er um 18 kílómetra norð-norðaustur af Nestanga við Litlu-Ávík og um 8 kílómetra austur af Sæluskeri. Meira »

Vonbrigði að ná ekki að klára

14:25 Ekki tókst að afgreiða frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, svo nefnda NPA-þjónustu og frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga úr velferðarnefnd fyrir þinglok. Þetta staðfestir formaður velferðarnefndar. Nefndin hafi þó tryggt málinu áframhaldandi farveg. Meira »

Skapa svigrúm og nýtt þing tekur afstöðu

14:14 Frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga er annað þeirra frumvarpa sem stendur til að afgreiða á Alþingi í dag áður en þingstörfum lýkur. Frumvarpið þarf að fara í gegnum þrjár umræður og hljóta afgreiðslu í nefnd áður en það verður að lögum. Meira »

Eignir Magnúsar kyrrsettar

13:28 Beiðni stjórnar United Silicon um að kyrrsetja eignir Magnúsar Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið samþykkt hjá sýslumanni. Meira »

Rúv vanrækti almannaþjónustuhlutverk

14:21 Umboðsmanni Alþingis hafa af og til borist kvartanir og ábendingar frá einstaklingum sem búa við heyrnarskerðingu um skort á aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins og þar með að það fullnægi ekki þeim kröfum sem kveðið er á um í lögum. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns Alþingis til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem sent var fyrr í þessum mánuði. Meira »

Tekist á um stjórnarskrármálið

14:07 Þingfundur er hafinn á Alþingi en hann hófst klukkan 13:30. Stefnt er að því að ljúka nokkrum málum í dag, einkum er þar um að ræða breytingar á lögum um útlendinga varðandi stöðu barna í röðum hælisleitenda og afnám uppreistar æru í lögum. Meira »

Sækja um endurupptöku

13:17 Samkvæmt frumvarpi um breyt­ingar á út­lend­inga­lög­um sem verður lagt fyrir Alþingi í dag mun fjölskyldan frá Gana geta sótt um endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála verði frumvarpið að lögum, að sögn Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns fjölskyldunnar sem á að vísa úr landi. Meira »
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Atvinnuhúsnæði til leigu í 108 Reykjavík
Gott skrifstofuhúsnæði á jarðhæð um 190 m2. Í sama húsi er til leigu 200 m2 lage...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017092619 i
Félagsstarf
? EDDA 6017092619 I Mynd af auglýsin...