Óttast hræðileg örlög í Írak

Sa­bre-fjöl­skyld­an og Sema Erla Ser­d­ar (t.h.).
Sa­bre-fjöl­skyld­an og Sema Erla Ser­d­ar (t.h.). mbl.is/Guðrún Vala Elísdóttir

Kúrdísku Sa­bre-fjöl­skyld­unni verður vísað úr landi eftir fjóra daga; þriðjudaginn 18. júlí næstkomandi. Tæpt ár er síðan fjölskyldan kom hingað til lands til að sækja um hæli, eftir að hafa verið á flótta í ár. Á mánudag var þeim tilkynnt að umsókn þeirra hefði verið hafnað. Fjölskyldan segist óttast að verða vísað til Íraks, þar sem þeirra bíði hræðileg örlög.

Frá þessu greinir Shay Chan Hodges á vef Huffington Post, en hún er systir listakonunnar Michelle Bird sem stóð fyrir undirskriftasöfnun fyrir fjölskylduna fyrr á árinu. Þar var skorað á formann kærunefndar útlendingamála að veita Sabre-fjölskyldunni hæli á Íslandi, en tæplega 1.300 skrifuðu undir.

Á mánudag var fjölskyldunni tjáð að þeim yrði vísað úr landi á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar, þar sem þau höfðu áður sótt um hæli í Noregi. Tveimur dögum síðar fengu þau upplýsingar um að búið væri að ákveða að þeim yrði vísað úr landi 18. júlí. Ekkert meira væri hægt að gera fyrir þau hér á landi.

„Búið er að kveða upp úrskurðinn á Íslandi, en enn er svo mikið í húfi. Við höfum þrjá virka daga til að hjálpa vinum okkar. Á meðan klukkan tifar höldum við áfram að skoða möguleika sem gætu hjálpað fjölskyldunni þegar þau koma til Noregs,“ skrifar Hodges.

Hvað mun gerast þegar þau koma til Noregs? Getur einhver hitt þau þar? Eru þau undir einhverjum takmörkum? Eða mega þau vera hjá vinum í Noregi? Hvernig geta þau áfrýjað dómum sínum í Noregi? Hversu mikinn tíma hafa þau í Noregi? Geta þau sótt um búsetu annars staðar? Geta þau tekið flugvél til annars lands þegar þau eru í Noregi?“ spyr hún í pistlinum.

Gætu verið send beint til Íraks

Fjöl­skyld­an hef­ur áður fengið tvær synj­an­ir. Útlend­inga­stofn­un hafnaði því að taka málið til efn­is­legr­ar skoðunar og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála tók und­ir þá niður­stöðu. Ástæðan er að þau koma frá Nor­egi og ræður Dyfl­inn­ar­reglu­gerðin því för. Þar fengu þau neit­un um alþjóðlega vernd en ákvörðunin byggðist á því að í Írak vær ör­uggt svæði. Í úr­sk­urði Útlend­inga­stofn­un­ar á Íslandi seg­ir að fjöl­skyld­an skuli fara til Nor­egs til að fá rétt­láta málsmeðferð. Sema Erla Ser­d­ar, formaður Solar­is, hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur, sagði í samtali við mbl.is í apríl að það væri ólík­leg niðurstaða. 

„Ef þau verða send til Nor­egs fá þau jafn­vel ekki að fara inn í landið, þau gætu verið send beint til Íraks. Norsk yf­ir­völd eru hrein­lega hætt að veita Írök­um vernd í land­inu,“ sagði Sema. 

Myndband af fjölskyldunni var birt í vikunni, en þar segja þau frá raunum sínum í Írak og hversu vel þeim hefur liðið á Íslandi. 

Fjölskyldan samanstendur af fjölskylduföðurnum Bej­an, eiginkonu hans Zöru Bejan og dætrunum Zhala Bej­an sem er sautján ára göm­ul og Zhakau Bej­an sem er tví­tug. Fjöl­skyld­an býr í Hafnarfirði þar sem stúlkurnar ganga í skóla.

Bejan starfaði sem lögreglumaður í Írak, en þurfti að flýja land með fjölskyldu sína vegna hættu sem kom upp í vinnu hans. Fyrir það hafði fjölskyldan lifað venjulegu fjölskyldulífi í Írak.

Zhala segir í myndbandinu að hún hafi verið á leið í skólann þegar pabbi hennar sagði henni að pakka ofan í tösku og yfirgefa allt því þau væru í hættu og þyrftu að flýja land. Í myndbandinu segist Bejan hafa lifað í ótta við að dætrum hans yrði rænt, þeim nauðgað og þær jafnvel drepnar. Ástandið í Írak sé ekki öruggt fyrir fjölskylduna, en hér á landi líði þeim vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert