Fólki ráðið frá fjöruferðum á morgun

Vegna viðgerðanna þarf að opna neyðarlúgur í dælustöðvum bæði við …
Vegna viðgerðanna þarf að opna neyðarlúgur í dælustöðvum bæði við Skeljanes og Faxaskjól og óhreinsuðu skólpi verður hleypt í sjóinn. Mynd/Veitur

Veitur munu halda áfram viðgerð á neyðarloku í skólpdælustöð við Faxaskjól á morgun, 18. júlí. Vegna viðgerðanna þarf að opna neyðarlúgur í dælustöðvum bæði við Skeljanes og Faxaskjól og verður óhreinsuðu skólpi hleypt í sjóinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Neyðarlúgur hafa verið lokaðar undanfarna daga en þegar mbl.is ræddi við upplýsingafulltrúa Veitna fyrr í dag hafði ekki verið tekin ákvörðun um hvenær viðgerðir héldu áfram.

Viðgerðin hefst klukkan 08:00 í fyrramálið og er gert að ráð fyrir að stillingar og prófanir standi yfir til miðnættis. Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur verið tilkynnt um framkvæmdina en Veitur ráðleggja fólki að fara ekki í fjöruna eða sjóinn nálægt dælustöðvunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert