Sýnataka á 20 stöðum við strandlengjuna

Skólpstöðin við Faxaskjól.
Skólpstöðin við Faxaskjól. mbl.is/Golli

Sýnataka mun fara fram á 20 stöðum meðfram strandlengjunni í Reykjavík í dag. Á flestum stöðum er það samkvæmt hefðbundnu eftirlitsferli heilbrigðiseftirlitsins en að auki hefur nokkrum stöðum verið bætt við tímabundið vegna skólpmengunar frá skólpstöðinni í Faxaskjóli sem er biluð.

Neyðarlúga skólpstöðvarinnar er enn lokuð og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær viðgerðir munu hefjast. Þá liggja fyrir niðurstöður úr mælingum saurkólígerlamengunar úr sýnum sem tekin voru í Nauthólsvík í gær, sunnudaginn 16. júlí, og er gildið 90/100. Það er innan viðmiðunarmarka en ögn hærra en daginn áður þegar gildið var 79/100.

Frétt mbl.is: Mengun undir mörkum í Nauthólsvík

Mælingar í Nauthólsvík fóru úr 1100/100 13. júlí í 99/100 saurkólígerla í sýni 14. júlí sem er mun hærra en venjulegt þykir í Nauthólsvík. „Þessar tölur í Nauthólsvíkinni komu okkur ofboðslega mikið á óvart, við höfum aldrei séð svona tölur,“ segir Rósa Magnúsdóttir, umhverfisstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, í samtali við mbl.is.

Óvenjuhátt gildi í Nauthólsvík

„Þetta er bara hefðbundinn sýnatökustaður þar sem við höfum verið að taka sýni í gegnum tíðina og alltaf verið í mjög góðu lagi,“ bætir Rósa við. Hún segir gildin yfirleitt hafa verið á bilinu 0-5/100 en allt í einu hafi það rokið upp í 1.100/100. Gildið hefur þó lækkað talsvert síðan það mældist hæst er enn þá talsvert hærra en venjulega. Verið er að kanna uppsprettu mengunarinnar í Nauthólsvík.

Ástæða þótti til að taka sýni í lóni Ylstrandarinnar í Nauthólsvík vegna þessa en sýni í miðju lóninu sýndu 2/100 saurkólígerla í 100 millilítrum miðað við niðurstöður sem lágu fyrir í gær og er það vel undir mörkum fyrir baðstaði. 

Bráðabirgðaniðurstaðna, úr mælingunum sem gerðar verða í dag, má vænta á morgun en lengri tíma tekur að fá staðfestar tölur. Heilbrigðiseftirlitið mun fylgjast daglega með Nauthólsvík auk þess að fylgjast með strandlengjunni við Faxaskjól, Ægisíðu og Skeljanes. Niðurstöður eru birtar jafnóðum á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Hafa hreinsað fjöruna og lúgan áfram lokuð

Í síðustu viku var ráðist í hreinsun fjörunnar við dælustöðina við Faxaskjól en þegar neyðarloka var tekin upp til viðgerða í júní var skólpi sleppt í sjó og fylgdi því nokkurt magn af rusli sem skolaði upp í fjöru. „Við erum búin að fara nokkrum sinnum yfir þetta svæði og tína það sem er sjáanlegt eins og hægt er,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, í samtali við mbl.is.

Enn eru bilanir í skólpstöðinni sem þarf að gera við og sem stendur verður neyðarloka skólpstöðvarinnar áfram lokuð. „Það er engin ákvörðun komin enn, hvenær við ráðumst í þetta. Hún er bara enn þá lokuð,“ segir Ólöf.

mbl.is

Innlent »

Sluppu ómeiddir frá bílveltu

06:03 Enginn slasaðist þegar bíll valt við Lónsá skammt fyrir utan Akureyri í gærkvöldi, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Snúa þarf við blaðinu

05:30 Verði ekki snúið af braut núverandi stefnumörkunar stjórnvalda og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar mun samfélagið allt bíða af því tjón. Meira »

Ný höfn í Nuuk

05:30 Íslendingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við byggingu nýrrar stórskipahafnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, sem vígð verður við hátíðlega athöfn í dag. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er rösklega 11 milljarðar íslenskra króna. Meira »

Langvía, teista, lundi og fýll á válista

05:30 Margar tegundir sjófugla eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fugla sem hætta steðjar að. Langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, hvítmávur, rita, og kría eru þarna á meðal. Meira »

Siglingar við Eyjar eru í óvissu

05:30 Ölduspá fyrir Landeyjahöfn gefur tilefni til þess að norska ferjan Röst, afleysingaskip sem leigt var í stað Herjólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum. Meira »

Á fullt erindi til Strassborgar

05:30 „Niðurstaðan í þessu er þannig að mér sýnist að þetta mál eigi fullt erindi til Mannréttindadómstólsins,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Hjólreiðaslysum fjölgað verulega

05:30 Hjólreiðafólki hefur fjölgað mikið á síðustu árum og hefur hjólreiðaslysum fjölgað hægt og bítandi á sama tíma. Í fyrra voru samtals skráð 137 hjólreiðaslys á Íslandi þar sem slys urðu á fólki. Meira »

Fjórtán alvarleg atvik á spítalanum

05:30 Fjöldi skráðra alvarlegra atvika á Landspítalanum er orðinn fjórtán það sem af er þessu ári, samkvæmt nýútkomnum Starfsemisupplýsingum spítalans sem ná frá byrjun janúar til loka ágúst. Meira »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í sept/ okt. Allt til alls...
flott sófaborð rótarspónn og innlagt
er með fallegt sófaborð flott innlagt og vel samsettur rótarspónn.á 45,000 kr ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...