Taka skýrslur af sjö skipverjum

Thom­as Møller Ol­sen leiddur inn í Héraðsdóm Reykjaness.
Thom­as Møller Ol­sen leiddur inn í Héraðsdóm Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Teknar verða skýrslur af sjö skipverjum grænlenska togarans Polar Nanoq í Héraðsdómi Reykjaness á morgun, við upphaf aðalmeðferðar dómsmáls sem höfðað var vegna andláts Birnu Brjánsdóttur í janúar síðastliðnum.

Þetta segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Thom­as Møller Ol­sen er ákærður fyr­ir að hafa myrt Birnu og hefur setið í gæslu­v­arðhaldi frá 17. janú­ar. Ákæruvaldið býst ekki við því að hann verði viðstaddur þinghald á morgun.

Líkast til verða skipverjarnir ekki lengi á landinu og því er fyrirhugað að skýrslurnar verði teknar þrátt fyrir að enn vanti skýrslu þýska réttarmeinafræðingsins Urs Oli­vers Wies­brock, en af þeim sökum gæti aðalmeðferðin þó tafist að öðru leyti.

Nokk­urn tíma tók að finna rétt­ar­meina­fræðing til að taka málið að sér, en að lok­um tók Wies­brock það að sér. Hlut­verk hans er að svara fimm spurn­ing­um sem liggja fyr­ir en hann er dómskvadd­ur matsmaður í málinu.

Þrem­ur úr áhöfn tog­ar­ans Pol­ar Nanoq var sagt upp störf­um í byrjun júní eft­ir að þeir féllu á lyfja­prófi sem lagt er reglu­lega fyr­ir starfs­menn út­gerðar­innar, Pol­ar Sea­food.

Grænlenski togarinn Polar Nanoq við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.
Grænlenski togarinn Polar Nanoq við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert