Ásókn í tjaldsvæðin svipuð og í fyrra

Tjaldsvæðið í Laugardal er oft vinsælt meðal ferðalanga enda nokkuð …
Tjaldsvæðið í Laugardal er oft vinsælt meðal ferðalanga enda nokkuð miðsvæðis í höfuðborginni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Við höfum ekki tekið neinar tölur saman en júlímánuður lítur vel út hjá okkur,“ segir Tryggvi Marínósson, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins Hamra við Akureyri.

„Þrátt fyrir að umferðin í júlí hafi verið nokkuð góð skiptir það litlu, enda er verslunarmannahelgin í ágústmánuði og þá koma inn mestu tekjurnar.“

Víðast hvar á landinu er fjöldi þeirra sem heimsækja tjaldsvæðin svipaður og undanfarin ár. Á Borgarfirði eystra hafa menn þó orðið varir við talsverða fjölgun frá síðustu árum. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur, ég er ekki kominn með tölu fyrir mánuðinn en tilfinning mín er sú að það sé um 20-30% aukning frá því í fyrra,“ segir Jón Þórðarson, sveitarstjóri á Borgarfirði eystra í umfjöllun um aðsókn að tjaldsvæðum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert