Fjör á fjórum skjálftasvæðum

Hér er horft yfir Kötluöskjuna til suðvesturs úr 1.370 metra ...
Hér er horft yfir Kötluöskjuna til suðvesturs úr 1.370 metra hæð yfir sjávarmáli, rétt undir Austmannsbungu við norðausturbrún öskjunnar. mbl.is/Rax

Í sumar hafa mælst 450-700 jarðskjálftar á Íslandi í hverri viku. Það eru fleiri skjálftar en á sama tíma í fyrra þegar þeir voru um 350-400 vikulega. Almennt séð er virknin þó ekki óvenju mikil og enginn gosórói hefur mælst í sumar og því ekki meiri hætta á eldgosi nú en gengur og gerist á eldfjallaeyjunni Íslandi. Nokkuð kraftmikil hrina á Reykjanesi skýrir að mestu muninn milli ára.

Það sem er meðal annars að valda skjálftum sumarsins er sú staðreynd að spenna sem safnast hefur upp í bergi er að losna og „við viljum miklu heldur fá marga smáskjálfta heldur en einn stóran,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, um virknina á Reykjanesi. Heimildir eru um að þar hafi orðið skjálftar um og yfir 6 að stærð á sögulegum tíma.

Þá er þekkt að Katla er líflegri að sumri en vetri, þar sem eldstöðin er undir jökli og hreyfingar hans og farg hafa áhrif á skjálftavirknina. Bárðarbunga er svo enn að sleikja sárin eftir gosið í Holuhrauni og safna kviku í sarp sinn.

Mikil virkni en engin tengsl

Jörð hefur aðallega skolfið á fjórum svæðum í sumar; Á Reykjanesi, við Bárðarbungu í Vatnajökli, við Kötluöskjuna í Mýrdalsjökli og nú síðast á Torfajökulssvæðinu þar sem hrina smáskjálfta varð í gær, fimmtudag. Ekki er talið að tengsl séu á milli virkninnar á þessum stöðum sem allt eru þekkt jarðskjálftasvæði.

Á þessu korti, sem sýnir staðfesta skjálfta á landinu síðustu ...
Á þessu korti, sem sýnir staðfesta skjálfta á landinu síðustu tvo sólarhringana. Skjálftarnir hafa verið allt frá Reykjanesi, að Mýrdalsjökli og á Torfajökulssvæðinu sem og í Vatnajökli og norðan hans. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Jarðvirknina í Kötlu og Bárðarbungu þekkja allir en fátíðara er að skjálftahrinur, sem fólk finnur fyrir, verði á Reykjanesi. Torfajökulssvæðið á það svo til að skjálfa annað slagið en þar er eitt mesta jarðhitasvæði Íslands. Að auki er þar eldstöð þó hún hafi ekki gosið frá því á 15. öld. 

Stærstu skjálftar sumarsins voru 4,5 að stærð. Annar varð í Bárðarbungu í fyrradag og hinn í Kötluöskjunni þann 27. júlí. Í þeirri viku hófst skjálftahrinan á Reykjanesskaganum og voru stærstu skjálftarnir í kringum 4 að stærð. Þeir fundust allir vel á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Verulega dró úr virkninni á Reykjanesi nokkrum dögum síðar en í morgun urðu þar þó nokkrir smærri skjálftar, sá stærsti 2,9 að stærð. „Reykjanesið var að aðeins að vakna aftur í morgun,“ segir Sigurdís Björg hjá Veðurstofunni. Á um tveimur klukkustundum mældust tæplega 20 skjálftar.

Hlaup varð í Múlakvísl, sem rennur undan Mýrdalsjökli, þann 27. júlí en það fjaraði nokkuð fljótt út. Rafleiðni hefur aukist aftur í ánni síðustu sólarhringa og er vel fylgst með gangi mála á Veðurstofu Íslands.

En hvað veldur skjálftum á Reykjanesi? Hvað verður svo til þess að Katla og Bárðarbunga minna nú á sig? Og hvers vegna fór Torfajökulssvæðið að skjálfa?

Múlakvísl rennur um sanda og því getur farvegur hennar verið ...
Múlakvísl rennur um sanda og því getur farvegur hennar verið djúpur og breyst hratt. mbl.is/Jónas Erlendsson

Reykjanesskaginn

„Það sem skýrir virknina á Reykjanesinu eru brotahreyfingar,“ segir Sigurdís Björg og ítrekar að engar kvikuhreyfingar séu á svæðinu. Um svokallaðar sniðgengishreyfingar í jarðskorpunni er að ræða. „Það er eins og þú sért að nudda saman lófunum,“ útskýrir Sigurdís. „Við jarðvísindamennirnir köllum þetta „bookshelf“-hreyfingar.“ Virknin er eðlileg að sögn Sigurdísar, á Reykjanesi verði skjálftar reglulega. „Þarna er einfaldlega að losna spenna úr berginu. Það losnaði mikil spenna í hrinunni um daginn. En það eru oft eftirköst eftir svona kröftugar hrinur og það er það sem hefur verið að gerast í morgun.“

Torfajökulssvæðið

Í skjálfta­hrinu sem varð á Torfa­jök­uls­svæðinu í gær mæld­ist stærsti skjálft­inn 2,8 stig. Þónokkr­ir skjálft­ar urðu um svipað leyti en flest­ir voru þeir litl­ir eða í kring­um 1 stig. Skjálft­arn­ir áttu upp­tök sín í og við Hatt­vers­hveri í Jök­ulgili, um 7 kíló­metr­um suður af Land­manna­laug­um. Skjálfta­virkni á svæðinu vel þekkt. Skjálft­arn­ir í gær voru mjög grunn­ir og eru lík­lega m.a. tengd­ir jarðhita­virkn­inni á svæðinu.

Torfajökulseldstöðin þykir einstök bæði á landsvísu og heimsvísu. Þar er ...
Torfajökulseldstöðin þykir einstök bæði á landsvísu og heimsvísu. Þar er stærsta líparítsvæði landsins og innan öskjunnar er einnig eitt stærsta háhitasvæðið. Artist,Rax / Ragnar Axelsson

Sigurdís segir virknina á svæðinu nú nokkuð áhugaverða. Vissulega sé um mikið jarðhitasvæði að ræða og jarðskjálftar geti tengst því. „En mjög mikil skerhreyfing [sniðgengishreyfingar] var í þessum skjálftum [í gær] og því eru þeir svipaðir því sem hefur verið að gerast á Reykjanesinu.“  Spennulosun úr berginu hafi átt sér stað. Hrinan í gær stóð stutt og í dag hefur aðeins mælst einn skjálfti á Torfajökulssvæðinu. 

Mýrdalsjökull - Katla

Stærsti skjálftinn í Kötlu í sumar var 4,5 stig og varð í síðustu viku.

Katla er eldstöð undir jökli og því eru nokkuð margir kraftar að störfum sem geta verið sökudólgarnir þegar hún skelfur. „Í öskjunni og á brún hennar er nú mikil virkni og slíkt gerist oft á sumrin,“ segir Sigurdís. Hreyfingar jökulsins eru ein skýringin á því. „Við búumst alltaf við meira fjöri í Kötlu á sumrin.“

Hún segir farg jökulsins geta minnkað á sumrin, hann sé meira á hreyfingu og þrýstingsbreytingar verði því ofan á eldstöðinni. „En svo er þarna líka jarðhitasvæði undir jökli. Þannig að þetta hefur að gera með svo marga þætti. Sumir tala líka um breytingar á grunnvatnsþrýstingi.“ Fyrir utan allt þetta verða svo einnig skerhreyfingar, þ.e. hreyfingar á berginu, í öskjunni sjálfri. 

Undir Mýrdalsjökli er eldstöðin Katla sem sýnt hefur merki þess ...
Undir Mýrdalsjökli er eldstöðin Katla sem sýnt hefur merki þess undanfarið að hún sé ekki dauð úr öllum æðum. mbl.is/Rax

Katla er nokkuð flókið viðfangsefni jarðvísindanna af þessum sökum. Hún er þakin jökli og því þarf að gera margvíslegar mælingar til að fylgjast með breytingum á virkni hennar. Eitt af því sem vel er fylgst með er svokölluð rafleiðni í vatninu sem kemur undan Mýrdalsjökli og fellur m.a. í Múlakvísl sem hljóp einmitt í kjölfar stóra skjálftans í síðustu viku. Síðustu klukkustundirnar hefur rafleiðnin aukist aftur í ánni en slíkt var viðbúið að sögn Sigurdísar.

Rafleiðni er í raun mæling á magni jarðhitavatns í ánni. Þetta bendir til þess að nú sé jarðhitavatn í auknum mæli að blandast jökulvatninu í Múlakvísl á nýjan leik. „Það var viðbúið en við fylgjumst grannt með þessu. Því jökulhlaupið í síðustu viku breytti aðeins rennslisleiðum undir jöklinum. Hugsanlega gæti því annað jarðhitavatn sem er að safnast upp í sigkötlunum nú haft greiðari leið undan jöklinum heldur en var fyrir jökulhlaupið.“

Eitt sem erfiðar mælingar á þessu er sú staðreynd að Múlakvísl rennur um sanda og getur grafið sig djúpt niður í þá. Það er því snúið að fylgjast með vatnshæðinni og breytingum á henni. Til verksins notar Veðurstofan m.a. vefmyndavélar sem vökult auga er haft á.

Eldgosið í Holuhrauni stóð frá 2014-2015.
Eldgosið í Holuhrauni stóð frá 2014-2015. mbl.is/Rax

 Vatnajökull - Bárðarbunga

Bárðarbunga var á allra vörum árið 2014-2015 er hún fór að ókyrrast og að lokum varð eldgos í Holuhrauni. Hún minnti svo á sig með skjálfta upp á 4,5 í fyrradag, þann 2. ágúst. „Þar er svipað ástand og í Kötlu,“ segir Sigurdís um virknina í Bárðarbungu. „Þar er eldstöð sem er að hreyfa sig, hún er að jafna sig eftir Holuhraunsgosið.“

Í því gosi tæmdist gríðarlegt magn af kviku úr kvikuhólfi eldstöðvarinnar. „Það hafði meðal annars þau áhrif að öskjugólfið hrundi og núna er líklega kvika að safnast aftur í eldstöðina.“

Slíkt er að eiga sér stað á fleiri kílómetra dýpi. Líkt og Katla er Bárðarbunguaskjan hulin jökli og það torveldar allar mælingar og rannsóknir á henni. „En það er tilefni til að fylgjast áfram með Bárðarbungu þótt að við séum ekkert að æsa okkur þegar smáir skjálftar verða þar. Þessi skjálfti var hins vegar 4,5, sem er ágæt stærð, og áhugavert að sjá hvað er að gerast.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hvers vegna var Birna myrt?

20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »

Kveikt í palli í Keflavík

20:15 Brunavarnir Suðurnesja voru kvaddar að húsi við Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í trépalli við hús sem kallað er 88-húsið. Meira »

Sagði konunni að „drulla sér“ út

19:58 Konan sem rifin var með valdi út úr bíl sínum við Leifsstöð fyrr í dag var á leið heim af Keflavíkurflugvelli þar sem hún starfar. Maðurinn hljóp í átt að bílnum, kýldi fast í bílrúðuna og sagði henni að „drulla sér úr bílnum“ áður en hann reif hana út. Meira »

Eykur stuðning við Reykjavíkurmaraþon

19:51 Íslandsbanki hefur ákveðið að auka stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita. Meira »

Ók utan í lögreglubíl

19:44 Um klukkan 2 í fyrrinótt stöðvaði lögreglan á Akureyri sautján ára ökumann undir áhrifum fíkniefna framan við Engimýri í Öxnadal. Þá hafði lögreglan veitt honum eftirför frá Þingvallastræti á Akureyri. Meira »

Ísland tvisvar á lista CNN

19:44 Seljalandsfoss og Skaftafell eru á lista CNN yfir helstu náttúruperlur heims þar sem landslagið getur hreinlega gert fólk orðlaust. Meira »

Margoft á sjúkrahús vegna ofneyslu

18:30 Hér á landi er fjöldi einstaklinga lagður inn á bráðadeildir á hverju ári vegna ofneyslu lyfja. Margir þeirra sem deyja vegna ofneyslu eiga margar innlagnir að baki áður en kemur að andláti. Það sem af er ári hafa 14 andlát verið til skoðunar hjá lyfjateymi embættis landlæknis. Meira »

Kýldi löggu, rændi bíl og ók á Leifsstöð

18:46 Maður ók bifreið á Leifsstöð rétt um klukkan sex í dag. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Bifreið lögreglunnar á Suðurnesjum hafði veitt bifreiðinni eftirför frá Reykjanesbraut og að Leifsstöð þar sem eftirförinni lauk. Meira »

Tveir bílar og hestakerra ultu

18:17 Rétt eftir klukkan 18 í dag lentu tveir bílar í árekstri á þjóðveginum við Laugaland á Þelamörk. Bílarnir voru báðir á suðurleið og sá fremri var með hestakerru í eftirdragi. Ökumaður aftari bílsins hugðist aka fram úr en rakst þá bíll hans utan í hestakerruna með þeim afleiðingum að hún losnaði. Meira »

Tilkynnt um eld á Laugavegi

17:37 Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um reyk á Laugavegi nú á sjötta tímanum í dag. Þegar slökkvibílar voru lagðir af stað kom í ljós að um minniháttar eld var að ræða. Meira »

Skóflustunga tekin að Skarðshlíðarskóla

17:22 Fyrsta skóflustungan að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði verður tekin á morgun, mánudag. Skólinn er níundi grunnskóli bæjarins en áætlanir gera ráð fyrir að skólinn verði eingöngu byggður fyrir eigið fé, einkum tekjur af lóðasölu. Meira »

„Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“

17:03 „Þetta er auðvitað hundfúlt,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn rekstraraðila verslunarinnar Eyrarinnar á Borgarfirði eystra, sem tekin hefur verið ákvörðun um að loka 1. september. Um er að ræða einu matvöruverslunina í bænum. Meira »

Ungmenni gerðu aðsúg að lögreglu

16:19 Piltur náði að bíta tvo lögreglumenn, m.a. í fingur, í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Við leit á honum fannst hnífur sem hald var lagt á. Á meðan á þessu stóð gerði hópur ungmenna aðsúg að lögreglumönnum á vettvangi en slíkt er ekki einsdæmi að sögn lögreglu. Meira »

Nafnið réðst af fyrsta marki á EM

14:47 Magnús Yngvi Einarsson og Kristín Dögg Eysteinsdóttir fóru heldur óhefðbundnar leiðir við að ákveða nafn dóttur sinnar sem fæddist 16. júlí síðastliðinn, en nafn hennar réðst af því hvaða íslenska landsliðskona í knattspyrnu skoraði fyrsta markið á Evrópumótinu í síðasta mánuði. Meira »

„Það versta er skorturinn á upplýsingum“

13:13 „Þetta var hræðileg nótt en það versta er skorturinn á upplýsingum,“ segir Heiða Sigríður Davíðsdóttir í samtali við mbl.is en hún er á meðal þeirra sem bíða eftir að komast heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með flugfélaginu Primera Air. Farþegar eru nú komnir á hótel og gert ráð fyrir brottför seint í kvöld. Meira »

Sóttu slasaðan mótorhjólamann

16:01 Verið er að flytja mótorhjólamann sem slasaðist á Eyjafjarðarleið rétt um klukkan 13 í dag á sjúkrahús en taldar eru líkur á að hann sé fótbrotinn. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Byssumaðurinn er ófundinn

14:30 Tveir karlmenn, sem sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í Reykjavík handtók í gær vegna gruns um að þeir hefðu komið að málum þegar maður ógnaði fólki í bifreið með skotvopni fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði á föstudagskvöldið, voru yfirheyrðir í dag en reyndust hins vegar ekki hafa komið við sögu í málinu. Meira »

„Þetta er bara óhappahelgi hjá okkur“

12:07 „Þarna er bara um tæknilega bilun að ræða, því miður, sem verið er að vinna að viðgerð á eins fljótt og auðið er. Því miður eru engar leiguvélar tiltækar um helgar í Evrópu í sumar. Þannig að þegar ein vél bilar þá kemur eiginlega ekkert í staðinn,“ segir Hrafn Þorgeirsson, forstjóri Primera Air. Meira »
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 279.300,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 321.300,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...