Fjör á fjórum skjálftasvæðum

Hér er horft yfir Kötluöskjuna til suðvesturs úr 1.370 metra ...
Hér er horft yfir Kötluöskjuna til suðvesturs úr 1.370 metra hæð yfir sjávarmáli, rétt undir Austmannsbungu við norðausturbrún öskjunnar. mbl.is/Rax

Í sumar hafa mælst 450-700 jarðskjálftar á Íslandi í hverri viku. Það eru fleiri skjálftar en á sama tíma í fyrra þegar þeir voru um 350-400 vikulega. Almennt séð er virknin þó ekki óvenju mikil og enginn gosórói hefur mælst í sumar og því ekki meiri hætta á eldgosi nú en gengur og gerist á eldfjallaeyjunni Íslandi. Nokkuð kraftmikil hrina á Reykjanesi skýrir að mestu muninn milli ára.

Það sem er meðal annars að valda skjálftum sumarsins er sú staðreynd að spenna sem safnast hefur upp í bergi er að losna og „við viljum miklu heldur fá marga smáskjálfta heldur en einn stóran,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, um virknina á Reykjanesi. Heimildir eru um að þar hafi orðið skjálftar um og yfir 6 að stærð á sögulegum tíma.

Þá er þekkt að Katla er líflegri að sumri en vetri, þar sem eldstöðin er undir jökli og hreyfingar hans og farg hafa áhrif á skjálftavirknina. Bárðarbunga er svo enn að sleikja sárin eftir gosið í Holuhrauni og safna kviku í sarp sinn.

Mikil virkni en engin tengsl

Jörð hefur aðallega skolfið á fjórum svæðum í sumar; Á Reykjanesi, við Bárðarbungu í Vatnajökli, við Kötluöskjuna í Mýrdalsjökli og nú síðast á Torfajökulssvæðinu þar sem hrina smáskjálfta varð í gær, fimmtudag. Ekki er talið að tengsl séu á milli virkninnar á þessum stöðum sem allt eru þekkt jarðskjálftasvæði.

Á þessu korti, sem sýnir staðfesta skjálfta á landinu síðustu ...
Á þessu korti, sem sýnir staðfesta skjálfta á landinu síðustu tvo sólarhringana. Skjálftarnir hafa verið allt frá Reykjanesi, að Mýrdalsjökli og á Torfajökulssvæðinu sem og í Vatnajökli og norðan hans. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Jarðvirknina í Kötlu og Bárðarbungu þekkja allir en fátíðara er að skjálftahrinur, sem fólk finnur fyrir, verði á Reykjanesi. Torfajökulssvæðið á það svo til að skjálfa annað slagið en þar er eitt mesta jarðhitasvæði Íslands. Að auki er þar eldstöð þó hún hafi ekki gosið frá því á 15. öld. 

Stærstu skjálftar sumarsins voru 4,5 að stærð. Annar varð í Bárðarbungu í fyrradag og hinn í Kötluöskjunni þann 27. júlí. Í þeirri viku hófst skjálftahrinan á Reykjanesskaganum og voru stærstu skjálftarnir í kringum 4 að stærð. Þeir fundust allir vel á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Verulega dró úr virkninni á Reykjanesi nokkrum dögum síðar en í morgun urðu þar þó nokkrir smærri skjálftar, sá stærsti 2,9 að stærð. „Reykjanesið var að aðeins að vakna aftur í morgun,“ segir Sigurdís Björg hjá Veðurstofunni. Á um tveimur klukkustundum mældust tæplega 20 skjálftar.

Hlaup varð í Múlakvísl, sem rennur undan Mýrdalsjökli, þann 27. júlí en það fjaraði nokkuð fljótt út. Rafleiðni hefur aukist aftur í ánni síðustu sólarhringa og er vel fylgst með gangi mála á Veðurstofu Íslands.

En hvað veldur skjálftum á Reykjanesi? Hvað verður svo til þess að Katla og Bárðarbunga minna nú á sig? Og hvers vegna fór Torfajökulssvæðið að skjálfa?

Múlakvísl rennur um sanda og því getur farvegur hennar verið ...
Múlakvísl rennur um sanda og því getur farvegur hennar verið djúpur og breyst hratt. mbl.is/Jónas Erlendsson

Reykjanesskaginn

„Það sem skýrir virknina á Reykjanesinu eru brotahreyfingar,“ segir Sigurdís Björg og ítrekar að engar kvikuhreyfingar séu á svæðinu. Um svokallaðar sniðgengishreyfingar í jarðskorpunni er að ræða. „Það er eins og þú sért að nudda saman lófunum,“ útskýrir Sigurdís. „Við jarðvísindamennirnir köllum þetta „bookshelf“-hreyfingar.“ Virknin er eðlileg að sögn Sigurdísar, á Reykjanesi verði skjálftar reglulega. „Þarna er einfaldlega að losna spenna úr berginu. Það losnaði mikil spenna í hrinunni um daginn. En það eru oft eftirköst eftir svona kröftugar hrinur og það er það sem hefur verið að gerast í morgun.“

Torfajökulssvæðið

Í skjálfta­hrinu sem varð á Torfa­jök­uls­svæðinu í gær mæld­ist stærsti skjálft­inn 2,8 stig. Þónokkr­ir skjálft­ar urðu um svipað leyti en flest­ir voru þeir litl­ir eða í kring­um 1 stig. Skjálft­arn­ir áttu upp­tök sín í og við Hatt­vers­hveri í Jök­ulgili, um 7 kíló­metr­um suður af Land­manna­laug­um. Skjálfta­virkni á svæðinu vel þekkt. Skjálft­arn­ir í gær voru mjög grunn­ir og eru lík­lega m.a. tengd­ir jarðhita­virkn­inni á svæðinu.

Torfajökulseldstöðin þykir einstök bæði á landsvísu og heimsvísu. Þar er ...
Torfajökulseldstöðin þykir einstök bæði á landsvísu og heimsvísu. Þar er stærsta líparítsvæði landsins og innan öskjunnar er einnig eitt stærsta háhitasvæðið. Artist,Rax / Ragnar Axelsson

Sigurdís segir virknina á svæðinu nú nokkuð áhugaverða. Vissulega sé um mikið jarðhitasvæði að ræða og jarðskjálftar geti tengst því. „En mjög mikil skerhreyfing [sniðgengishreyfingar] var í þessum skjálftum [í gær] og því eru þeir svipaðir því sem hefur verið að gerast á Reykjanesinu.“  Spennulosun úr berginu hafi átt sér stað. Hrinan í gær stóð stutt og í dag hefur aðeins mælst einn skjálfti á Torfajökulssvæðinu. 

Mýrdalsjökull - Katla

Stærsti skjálftinn í Kötlu í sumar var 4,5 stig og varð í síðustu viku.

Katla er eldstöð undir jökli og því eru nokkuð margir kraftar að störfum sem geta verið sökudólgarnir þegar hún skelfur. „Í öskjunni og á brún hennar er nú mikil virkni og slíkt gerist oft á sumrin,“ segir Sigurdís. Hreyfingar jökulsins eru ein skýringin á því. „Við búumst alltaf við meira fjöri í Kötlu á sumrin.“

Hún segir farg jökulsins geta minnkað á sumrin, hann sé meira á hreyfingu og þrýstingsbreytingar verði því ofan á eldstöðinni. „En svo er þarna líka jarðhitasvæði undir jökli. Þannig að þetta hefur að gera með svo marga þætti. Sumir tala líka um breytingar á grunnvatnsþrýstingi.“ Fyrir utan allt þetta verða svo einnig skerhreyfingar, þ.e. hreyfingar á berginu, í öskjunni sjálfri. 

Undir Mýrdalsjökli er eldstöðin Katla sem sýnt hefur merki þess ...
Undir Mýrdalsjökli er eldstöðin Katla sem sýnt hefur merki þess undanfarið að hún sé ekki dauð úr öllum æðum. mbl.is/Rax

Katla er nokkuð flókið viðfangsefni jarðvísindanna af þessum sökum. Hún er þakin jökli og því þarf að gera margvíslegar mælingar til að fylgjast með breytingum á virkni hennar. Eitt af því sem vel er fylgst með er svokölluð rafleiðni í vatninu sem kemur undan Mýrdalsjökli og fellur m.a. í Múlakvísl sem hljóp einmitt í kjölfar stóra skjálftans í síðustu viku. Síðustu klukkustundirnar hefur rafleiðnin aukist aftur í ánni en slíkt var viðbúið að sögn Sigurdísar.

Rafleiðni er í raun mæling á magni jarðhitavatns í ánni. Þetta bendir til þess að nú sé jarðhitavatn í auknum mæli að blandast jökulvatninu í Múlakvísl á nýjan leik. „Það var viðbúið en við fylgjumst grannt með þessu. Því jökulhlaupið í síðustu viku breytti aðeins rennslisleiðum undir jöklinum. Hugsanlega gæti því annað jarðhitavatn sem er að safnast upp í sigkötlunum nú haft greiðari leið undan jöklinum heldur en var fyrir jökulhlaupið.“

Eitt sem erfiðar mælingar á þessu er sú staðreynd að Múlakvísl rennur um sanda og getur grafið sig djúpt niður í þá. Það er því snúið að fylgjast með vatnshæðinni og breytingum á henni. Til verksins notar Veðurstofan m.a. vefmyndavélar sem vökult auga er haft á.

Eldgosið í Holuhrauni stóð frá 2014-2015.
Eldgosið í Holuhrauni stóð frá 2014-2015. mbl.is/Rax

 Vatnajökull - Bárðarbunga

Bárðarbunga var á allra vörum árið 2014-2015 er hún fór að ókyrrast og að lokum varð eldgos í Holuhrauni. Hún minnti svo á sig með skjálfta upp á 4,5 í fyrradag, þann 2. ágúst. „Þar er svipað ástand og í Kötlu,“ segir Sigurdís um virknina í Bárðarbungu. „Þar er eldstöð sem er að hreyfa sig, hún er að jafna sig eftir Holuhraunsgosið.“

Í því gosi tæmdist gríðarlegt magn af kviku úr kvikuhólfi eldstöðvarinnar. „Það hafði meðal annars þau áhrif að öskjugólfið hrundi og núna er líklega kvika að safnast aftur í eldstöðina.“

Slíkt er að eiga sér stað á fleiri kílómetra dýpi. Líkt og Katla er Bárðarbunguaskjan hulin jökli og það torveldar allar mælingar og rannsóknir á henni. „En það er tilefni til að fylgjast áfram með Bárðarbungu þótt að við séum ekkert að æsa okkur þegar smáir skjálftar verða þar. Þessi skjálfti var hins vegar 4,5, sem er ágæt stærð, og áhugavert að sjá hvað er að gerast.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Lottóvinningurinn gekk ekki út

Í gær, 20:03 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó­inu í kvöld en rúmar sjö milljónir króna voru í pott­inum að þessu sinni. Einn var með fjór­ar töl­ur rétt­ar, auk bónustölu, og fær hver hann 308.600 krón­ur í sinn hlut. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í gær, 19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

Í gær, 18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Í gær, 19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

Í gær, 18:20 Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Meira »

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

Í gær, 18:12 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Meira »

Héldu „alvöru afmæli“ fyrir Haniye

Í gær, 17:32 Tólf ára afmæli Haniye Maleki var haldið fyrr í dag, í annað skipti, en í sumar var haldið afmæli fyrir hana á Klambratúni. En þá var útlit fyrir að hún gæti haldið upp á það hérlendis, þar sem senda átti hana og föður hennar af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Meira »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

Í gær, 17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

Í gær, 16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega af svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

Í gær, 16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

Í gær, 15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

Í gær, 16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

Í gær, 16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

Í gær, 15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
Lagerhreinsun
LAGERHREINSUN - stakar stærðir - 40% afsláttur Nú kr. 8.910,- Nú kr. 8.910,- Lau...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
 
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...