„Svona á ekki að geta gerst“

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég tek undir með framkvæmdastjóra lækninga og spítalanum að svona á ekki að geta gerst,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, en eins og fjallað hefur verið um svipti ungur maður sig lífi á geðdeild Landspítalans aðfaranótt föstudags eftir að hafa verið fluttur þangað í sjálfsvígshættu.

Þarf að skoða málið sérstaklega

Í yfirlýsingu frá Landspítalanum í gær kom fram að ítarleg skoðun muni fara fram á málinu, sem sé litið alvarlegum augum. Þá sagði Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, í kvöldfréttum RÚV í gær að atvik sem þetta ættu ekki að geta gerst, og skoðað yrði hvað fór úrskeiðis. Óttarr segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki annað en tekið undir með Ólafi. Það þurfi að skoða þetta mál sérstaklega til að læra af því og koma í veg fyrir að atvik sem þetta endurtaki sig.

Lýst var eft­ir mann­in­um aðfaranótt fimmtu­dags og fór fram um­fangs­mik­il leit í kring­um Kárs­nes. Hann fannst heill á húfi og var færður á geðdeild. Aðstand­end­um manns­ins var létt, þar sem þeir töldu að hann væri ör­ugg­ur. Hann hafði verið á geðdeild í um hálf­an sól­ar­hring þegar komið var að hon­um látn­um.

Geðheilbrigðismál þurfi sérstaka athygli

Heilbrigðisráðherra kveðst ekki geta tjáð sig að öðru leyti um einstök mál, en segir geðheilbrigðismál almennt þó þurfa sérstaka athygli.  

„Eins og ég hef sagt tel ég að það þurfi að styrkja kerfið. Mér finnst mikið talað um að kerfið sé ónýtt eða ómögulegt, en það eru auðvitað mörg góð og mikilvæg úrræði í gangi og þjónusta sem við höfum verið og erum að styrkja,“ segir Óttarr. „En það þýðir ekki að það þurfi ekki að gera enn betur.“

Segir hann mikilvægt að kerfið verði styrkt enn betur; bæði inni á stofnunum og spítölum en ekki síður í heilsugæslunni. „Þar hefur okkur tekist að auka við fjölda sálfræðinga og þar af leiðandi aðgengi að sálfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Okkur hefur tekist að auka það umfram þá aukningu sem gert var ráð fyrir í geðheilbrigðisáætlun sem þingið samþykkti í fyrra,“ segir Óttarr.

„Þessi málaflokkur þarf sérstaka athygli hjá okkur og fær sérstaka athygli hjá okkur. Við höfum verið að bæta í málaflokkinn og þurfum að halda því áfram. Þó það sé margt gott þá þarf að bæta úr og gera betur,“ bætir hann við.

Vin­ir og ætt­ingj­ar unga manns­ins sem svipti sig lífi á ...
Vin­ir og ætt­ingj­ar unga manns­ins sem svipti sig lífi á geðdeild Land­spít­al­ans aðfaranótt föstu­dags komu sam­an á Rút­stúni í Kópa­vogi á sunnudagskvöld til að minn­ast hans. mbl.is/Hanna

Vandi við að manna í stöður hjúkrunarfræðinga áhyggjuefni

Óttarr segir vinnu að úrbótum í málaflokknum vera á mörgum vígstöðum. Bendir hann á að Landspítalinn skoði stöðugt sitt verklag og ráðuneytið styðji við slíka vinnu.

En nú hefur verið fjallað um manneklu í heilbrigðiskerfinu. Er það eitthvað sem er verið að bregðast við? „Það er nú á hendi stjórnenda spítalans að halda utan um þau mál og ekki mitt að segja til um það hvernig mönnun er á einstaka deildum. En það er engin launung að það hefur verið vandi í ákveðnum heilbrigðisstéttum að manna, sérstaklega undanfarið stöður hjúkrunarfræðinga og það er áhyggjuefni. Við höfum verið í verkefnum með spítalanum að vinna í því að bæta það,“ segir hann.

Mikilvægt að skoða alvarleg atvik

Þá segir Óttarr að mikilvægt sé í heilbrigðiskerfinu að halda vel utan um það þegar svokölluð alvarleg atvik koma upp. „Það er mikilvægt að við skoðum þau sérstaklega, lærum af þeim og gerum okkar besta til að koma í veg fyrir að þau geti gerst aftur,“ segir hann og bendir á vinnu starfshóps sem skilaði niðurstöðu um alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu árið 2015.

Var hópnum falið að gera tillögur að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn vegna óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð sjúklings. Þá var hópnum jafnframt ætlað að fara yfir gildandi löggjöf hér á landi og kanna hvort þörf væri á breytingum.

„Þar var mikil vinna unnin, sem var sameiginleg vinna spítalans, ráðuneytisins, embætti landlæknis og lögreglunnar og verklag hefur verið bætt upp úr vinnu þess hóps. Ég geri líka ráð fyrir því að leggja fram núna í haust lagabreytingar um tilkynningarskyldu og fleiri atriði sem þurfa að vera skýrari í kringum alvarleg atvik. Þetta er mjög mikilvægt gæðamál í heilbrigðiskerfinu öllu sem er verið að vinna í á öllum vígstöðum,“ segir Óttarr.

Geðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss.
Geðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss. mbl.is/ Kristinn Ingvarsson

Fagnar opinni umræðu um geðheilbrigðismál

Mikið hefur verið fjallað um þessi mál síðustu daga, og hafa nú einhverjir stigið fram og sagt frá sambærilegum tilvikum og því sem upp kom núna fyrir helgi. Þessari vinnu er væntanlega ætlað að gera það að verkum að þegar svona mál komi upp endurtaki það sig ekki eins og virðist hafa gerst núna? „Já, vinnunni er bæði ætlað að bæta ferla og læra af þeim,“ segir Óttarr.

Þá segist hann vilja taka það sérstaklega fram að jákvætt sé hversu mikið umræðan um geðheilbrigðismál hefur opnast. „Þetta er ekki lengur eins og vildi brenna við meðhöndlað sem eitthvað feimnismál eða leyndarmál og það skiptir mjög miklu máli svo við getum bæði sem heilbrigðiskerfið og samfélag tekið höndum saman í að berjast við þessi alvarlegu vandamál,“ segir Óttarr. „Ég fagna þeirri umræðu, hún styrkir alla í þessari baráttu.“

mbl.is

Innlent »

Sex fengu 100 þúsund krónur

19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...