Lögreglan: Við leitum að líki

Peter Madsen er 46 ára frumkvöðull. Kim Wall var þrítugur, ...
Peter Madsen er 46 ára frumkvöðull. Kim Wall var þrítugur, sænskur blaðamaður.

Lögreglan í Kaupmannahöfn segist sannfærð um að sænska blaðakonan Kim Isabel Wall sé látin og að lík hennar sé að finna í sjónum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan hefur sent dönskum fjölmiðlum.

Lögreglan segist ekki vilja upplýsa nákvæmlega um gang rannsóknarinnar. „En við teljum að við séum að leita að látinni manneskju á svæðinu í kringum Køge-flóa, bæði Svíþjóðar- og Danmerkurmegin,“ segir Jens Møller Jensen lögreglustjóri í yfirlýsingu sem sjá má í myndskeiði hér að neðan.

Fyrir viku síðan steig Kim Wall um borð í kafbát sem lá við bryggju í Kaupmannahöfn. Hún ætlaði að skrifa grein um smið hans og eiganda, Peter Madsen. Nokkrum klukkustundum síðar var hún horfin. Enn hefur ekkert til hennar spurst en mikil leit stendur yfir á hafsvæðinu undan ströndum Danmerkur.

Madsen er í haldi lögreglunnar, grunaður um manndráp af gáleysi.

Atburðarásin frá A-Ö

Kafbáturinn Nautilus er einn af stærstu heimasmíðuðu kafbátum heims. Madsen hannaði hann sjálfur og smíðaði í félagi við aðra áhugamenn um kafbátasmíðar.

Á fimmtudag sigldi Madsen Nautilus út úr höfninni við Refsale-eyju. Um borð var einnig Kim Isobel Wall, þrítug sænsk blaðakona, sem býr í Kaupmannahöfn en hafði í hyggju að flytja til Peking ásamt kærasta sínum í þessum mánuði. Til stóð að báturinn myndi snúa aftur til hafnar þetta sama kvöld.

Báturinn lagði frá bryggju um klukkan 19 að staðartíma. Sjófarendur á Eyrarsundi sáu hann þar á siglingu allt til klukkan 20.30. Meðal þeirra sem komu auga á hann var hópur danskra ungmenna sem var í veislu um borð í fiskiskipi á sundinu. Ungmennin segja aðWall ogMadsen hafi staðið í turnlúgu bátsins og vinkað þeim glaðlega. 

Mynd af Peter Madsen og Kim Wall um borð í ...
Mynd af Peter Madsen og Kim Wall um borð í Nautilus rétt eftir að þau lögðu úr höfn á fimmtudagskvöldið. AFP

Klukkan 2.30 aðfararnótt föstudags tilkynnti kærasti Wall um hvarf hennar. Um tveim­ur tím­um síðar lenti kaf­bát­ur­innNautilus næst­um því í árekstri við flutn­inga­skip á Eyr­ar­sundi, nærri eyj­unni Salt­holm. Hef­ur Aft­on­bla­det eft­ir vitni um borð í skip­inu að kaf­bát­ur­inn hafi verið ljós­laus. Vitnið seg­ir að slíkt sé óvenju­legt á Eyr­ar­sundi, þar sem um­ferð er jafn­an mik­il.

Snemma að morgni föstu­dags­ins hefst leit­in að Nau­tilus og herðist enn frek­ar eft­ir því sem líður á dag­inn.

Um klukkan 10.30 sést til kaf­báts­ins sést við Drog­d­en-vita í Køge-flóa, suðaustur af Kaupamannahöfn. Danski her­inn nær sam­bandi við Peter Madsen, sem í gegn­um slæmt fjar­skipta­sam­band seg­ir að ástæðu löngu sigl­ing­ar­inn­ar og sam­bands­leys­is megi rekja til „tækni­legra örðug­leika“.

Hann sagðist ætla að reyna að sigla bátn­um til hafn­ar. Fyrstu skila­boð hans gefa þá til kynna að þau bæði séu um borð í bátn­um.

Madsen sigldi hins vegar bátnum ekki til hafnar heldur kallar eftir aðstoð vélbáts á flóanum og fer um borð í hann. Aðeins stuttu síðar sekk­ur Nau­tilus til botns á um sjö metra dýpi. Sjálf­ur sigl­ir Madsen til Dragør-hafn­ar þar sem lögreglan tók á móti honum.

Fyrstu skýringar Madsen á hvarfi Wall voru á þann veg að hann hefði komið henni í land á svipuðum slóðum og hann sigldi með hana úr höfn um kl. 22.30 að kvöldi fimmtudagsins. Hann breytti síðar þeim framburði sínum eftir að lögreglan hafði farið rækilega yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. Lögreglan hefur enn ekki upplýst hvaða skýringar Madsen gefur nú, aðeins að þær séu „aðrar en áður“.

Bláa örin sýnir hvar Nautilus sökk á föstudagsmorguninn, suður af ...
Bláa örin sýnir hvar Nautilus sökk á föstudagsmorguninn, suður af Kaupmannahöfn. Skjáskot/Google Maps

Síðdegis á föstudag lýsti sænska lögreglan eftir Wall. Madsen var þá í yfirheyrslum hjá lögreglunni var þá þegar ákærður fyrir manndráp af gáleysi að því er fram hefur komið í dönskum fjölmiðlum. Hann neitaði staðfastlega sök. 

Síðdegis á laugardag var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. september, grunaður um manndráp.

Þann dag var kafbáturinnNautilus hífður af hafsbotni og færður til hafnar til rannsóknar. Ekkert lík fannst í bátnum en rannsókn á honum stendur enn yfir.

Nautilus hífður í land eftir að hafa verið lyft af ...
Nautilus hífður í land eftir að hafa verið lyft af hafsbotni. AFP

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir frá hvarfi Wall á því hafsvæði þar sem kafbáturinn sást síðast. Lögreglan hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá almenningi en eyða er enn í upplýsingum hennar um ferðir bátsins frá því á fimmtudagskvöld og þar til á föstudagsmorgun. Í dag hefur lögreglan beðið sjófarendur að hafa auga með fljótandi hlutum á Køge-flóa.

Madsen er enn í haldi en ákvað fyrr í vikunni að áfrýja ekki gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann neitar þó enn sök.

 Yfirlýsing lögreglustjórans í Kaupamannahöfn um hvarfið á Wall:

 

mbl.is

Innlent »

Gífurlegt tjón á húsnæði Kvikkfix

18:19 Starfsemi bílaverkstæðis Kvikkfix liggur niðri og gífurlegt tjón varð á húsnæði fyrirtækisins. „Það flæddi í öll 3 húsin okkar, um öll herbergi og allt saman,“ segir Hinrik Morthens, einn þriggja eigenda Kvikkfix í samtali við mbl.is. Meira »

Dragi til baka kaupaukagreiðslur

18:15 Stjórn Klakka hefur ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti á mánudag, verði dregnar til baka. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sögð vera hin hörðu viðbrögð sem kaupaukagreiðslurnar hafa vakið hjá almenningi. Meira »

Jesú hitað upp fyrir eigið afmæli

18:09 Jólatorgið í Hjartagarðinum í Reykjavík var opnað í dag, en það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem opnaði torgið formlega. Jesús kristur var meðal þeirra sem mætti á svæðið og virtisthann vera að hita upp fyrir sitt eigið afmæli sem nálgast óðfluga. Meira »

Framlög til háskóla hækka um 2,8 milljarða

17:58 Fjárveitingar til framhalds- og háskólanna í landinu hækka um 3,8 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Hækkun til háskólanna nemur 2,8 milljörðum og framlög til framhaldsskólanna hækka um 1.040 milljónir miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2017. Meira »

Páll fær allsherjarnefnd en Lilja atvinnumálin

17:32 Gengið var frá vali í nefndir 148. þings Alþingis í dag. Páll Magnússon verður formaður allsherjarnefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir fer fyrir atvinnuveganefnd, Óli Björn Kárason er formaður efnahagsnefndar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður utanríkisnefndar Meira »

Neitaði að yfirgefa vinnustað eftir uppsögn

17:27 Um klukkan þrjú í dag var óskað eftir aðstoð lögreglu á vinnusvæði í miðbænum vegna manns, sem hafði verið sagt upp störfum, en harðneitaði að yfirgefa svæðið og hafði jafnframt í hótunum við fólk. Þegar maðurinn neitaði að hlýða margítrekuðum fyrirmælum lögreglu var hann tekinn tökum og fluttur handtekinn á lögreglustöð þar sem hann bíður nú yfirheyrslu. Meira »

Sakfelldir fyrir hatursorðræðu

16:54 Hæstiréttur dæmdi í dag tvo karlmenn til að greiða 100.000 krónur í sekt vegna skrifa þeirra í kommentakerfum fjölmiðla vegna ályktunar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og sneri að samstarfssamningi við Samtökin ´78 um hinsegin fræðslu. Meira »

Lægra hlutfall kvenna skyggir á

17:22 „Það skyggir nokkuð á þessa þingsetningu að hlutur kvenna í hópunum hafi minnkað verulega,“ sagði nýkjörinn forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon. Hann sagðist vona að það yrði stjórnmálaflokkum hvatning til þess efla hlut kvenna og skapa þeim skilyrði til stjórnmálaþátttöku. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

16:49 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir brasilískum karlmanni á þrítugsaldri, en hann hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Var manninum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á kókaíni í sölu- og ágóðaskyni. Meira »

Steingrímur forseti og Guðjón varaforseti

16:42 Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti alþingis er 148. þing kom saman nú í dag. Fékk Steingrímur 54 atkvæði, en fimm greiddu ekki atkvæði. Þá var Guðjón S. Brjánsson kjörinn fyrsti varaforseti alþingis. Meira »

Geirmundur fær 18 mánaða dóm

16:34 Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmdur í 18 mánuða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón. Meira »

Myndavélin komst í réttar hendur

16:28 „Þetta er hann Brandon, en hann var hér á landi í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni. Þau lentu í því leiðindaatviki að farið var inn í bifreið þeirra, sem þau gleymdu að læsa á bifreiðastæði við hótelið sitt nóttina fyrir brottför.“ Þannig hefjast skrif lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook. Meira »

Ákvörðun um veg um Teigsskóg frestað

16:10 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu vegna Vestfjarðarvegar númer 60 um Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafði vonast til þess að ákvörðun yrði tekin í dag en það frestast fram í janúar. Meira »

Þau verða ræðumenn kvöldsins

15:25 Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19.30 í kvöld á Alþingi.  Meira »

„Þeir eiga næsta leik“

15:21 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur svarað bréfi velferðarráðuneytisins frá 21. nóvember. Hann svarar þar fyrir fjölmargar kvartanir frá barnaverndarnefndum höfuðborgarsvæðisins í hans garð. Meira »

Greinilegar breytingar í jöklinum

15:41 Ragnar Axelsson hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul frá því að sigketillinn sást fyrst 17. nóvember. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóvember, aftur 28. nóvember og svo þriðju ferðina 11. desember. Meira »

Dæmt til að greiða uppsagnarfrestinn

15:23 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Myllusetur til að greiða fyrrverandi blaðakonu á Viðskiptablaðinu, sem hafði áunnið sér rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests, eina og hálfa milljón króna. Myllusetur hélt því fram að konan hefði ekki verið fastráðin og ætti þ.a.l. ekki rétt á greiðslunni. Héraðsdómur féllst hins vegar á kröfu blaðakonunnar. Meira »

Verðum að hlusta og gera betur

14:45 „Nú á dögum standa vonir til að við séum á tímamótum: Hingað og ekki lengra, heyrist um heim allan. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn. Við verðum að hlusta, við verðum að gera betur. Við sem búum hér saman í þessu samfélagi,“ sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í ávarpi sínu við setningu Alþingis. Meira »

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu nýr talnalás. kr.45,000,- uppl. 8691204 Br,58cm Hæð...
Volvo Penta kad 32 til sölu
Volvo Penta kad 32 170 hp með dp drifum árg. 2000. Vélar í toppstandi, gangtímar...
Toyota Corolla
Toyota Corolla árg. 2007 til sölu. Ekin 126 þús. km. Bifreiðin er í góðu ástandi...
 
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...