Lögreglan: Við leitum að líki

Peter Madsen er 46 ára frumkvöðull. Kim Wall var þrítugur, ...
Peter Madsen er 46 ára frumkvöðull. Kim Wall var þrítugur, sænskur blaðamaður.

Lögreglan í Kaupmannahöfn segist sannfærð um að sænska blaðakonan Kim Isabel Wall sé látin og að lík hennar sé að finna í sjónum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan hefur sent dönskum fjölmiðlum.

Lögreglan segist ekki vilja upplýsa nákvæmlega um gang rannsóknarinnar. „En við teljum að við séum að leita að látinni manneskju á svæðinu í kringum Køge-flóa, bæði Svíþjóðar- og Danmerkurmegin,“ segir Jens Møller Jensen lögreglustjóri í yfirlýsingu sem sjá má í myndskeiði hér að neðan.

Fyrir viku síðan steig Kim Wall um borð í kafbát sem lá við bryggju í Kaupmannahöfn. Hún ætlaði að skrifa grein um smið hans og eiganda, Peter Madsen. Nokkrum klukkustundum síðar var hún horfin. Enn hefur ekkert til hennar spurst en mikil leit stendur yfir á hafsvæðinu undan ströndum Danmerkur.

Madsen er í haldi lögreglunnar, grunaður um manndráp af gáleysi.

Atburðarásin frá A-Ö

Kafbáturinn Nautilus er einn af stærstu heimasmíðuðu kafbátum heims. Madsen hannaði hann sjálfur og smíðaði í félagi við aðra áhugamenn um kafbátasmíðar.

Á fimmtudag sigldi Madsen Nautilus út úr höfninni við Refsale-eyju. Um borð var einnig Kim Isobel Wall, þrítug sænsk blaðakona, sem býr í Kaupmannahöfn en hafði í hyggju að flytja til Peking ásamt kærasta sínum í þessum mánuði. Til stóð að báturinn myndi snúa aftur til hafnar þetta sama kvöld.

Báturinn lagði frá bryggju um klukkan 19 að staðartíma. Sjófarendur á Eyrarsundi sáu hann þar á siglingu allt til klukkan 20.30. Meðal þeirra sem komu auga á hann var hópur danskra ungmenna sem var í veislu um borð í fiskiskipi á sundinu. Ungmennin segja aðWall ogMadsen hafi staðið í turnlúgu bátsins og vinkað þeim glaðlega. 

Mynd af Peter Madsen og Kim Wall um borð í ...
Mynd af Peter Madsen og Kim Wall um borð í Nautilus rétt eftir að þau lögðu úr höfn á fimmtudagskvöldið. AFP

Klukkan 2.30 aðfararnótt föstudags tilkynnti kærasti Wall um hvarf hennar. Um tveim­ur tím­um síðar lenti kaf­bát­ur­innNautilus næst­um því í árekstri við flutn­inga­skip á Eyr­ar­sundi, nærri eyj­unni Salt­holm. Hef­ur Aft­on­bla­det eft­ir vitni um borð í skip­inu að kaf­bát­ur­inn hafi verið ljós­laus. Vitnið seg­ir að slíkt sé óvenju­legt á Eyr­ar­sundi, þar sem um­ferð er jafn­an mik­il.

Snemma að morgni föstu­dags­ins hefst leit­in að Nau­tilus og herðist enn frek­ar eft­ir því sem líður á dag­inn.

Um klukkan 10.30 sést til kaf­báts­ins sést við Drog­d­en-vita í Køge-flóa, suðaustur af Kaupamannahöfn. Danski her­inn nær sam­bandi við Peter Madsen, sem í gegn­um slæmt fjar­skipta­sam­band seg­ir að ástæðu löngu sigl­ing­ar­inn­ar og sam­bands­leys­is megi rekja til „tækni­legra örðug­leika“.

Hann sagðist ætla að reyna að sigla bátn­um til hafn­ar. Fyrstu skila­boð hans gefa þá til kynna að þau bæði séu um borð í bátn­um.

Madsen sigldi hins vegar bátnum ekki til hafnar heldur kallar eftir aðstoð vélbáts á flóanum og fer um borð í hann. Aðeins stuttu síðar sekk­ur Nau­tilus til botns á um sjö metra dýpi. Sjálf­ur sigl­ir Madsen til Dragør-hafn­ar þar sem lögreglan tók á móti honum.

Fyrstu skýringar Madsen á hvarfi Wall voru á þann veg að hann hefði komið henni í land á svipuðum slóðum og hann sigldi með hana úr höfn um kl. 22.30 að kvöldi fimmtudagsins. Hann breytti síðar þeim framburði sínum eftir að lögreglan hafði farið rækilega yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. Lögreglan hefur enn ekki upplýst hvaða skýringar Madsen gefur nú, aðeins að þær séu „aðrar en áður“.

Bláa örin sýnir hvar Nautilus sökk á föstudagsmorguninn, suður af ...
Bláa örin sýnir hvar Nautilus sökk á föstudagsmorguninn, suður af Kaupmannahöfn. Skjáskot/Google Maps

Síðdegis á föstudag lýsti sænska lögreglan eftir Wall. Madsen var þá í yfirheyrslum hjá lögreglunni var þá þegar ákærður fyrir manndráp af gáleysi að því er fram hefur komið í dönskum fjölmiðlum. Hann neitaði staðfastlega sök. 

Síðdegis á laugardag var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. september, grunaður um manndráp.

Þann dag var kafbáturinnNautilus hífður af hafsbotni og færður til hafnar til rannsóknar. Ekkert lík fannst í bátnum en rannsókn á honum stendur enn yfir.

Nautilus hífður í land eftir að hafa verið lyft af ...
Nautilus hífður í land eftir að hafa verið lyft af hafsbotni. AFP

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir frá hvarfi Wall á því hafsvæði þar sem kafbáturinn sást síðast. Lögreglan hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá almenningi en eyða er enn í upplýsingum hennar um ferðir bátsins frá því á fimmtudagskvöld og þar til á föstudagsmorgun. Í dag hefur lögreglan beðið sjófarendur að hafa auga með fljótandi hlutum á Køge-flóa.

Madsen er enn í haldi en ákvað fyrr í vikunni að áfrýja ekki gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann neitar þó enn sök.

 Yfirlýsing lögreglustjórans í Kaupamannahöfn um hvarfið á Wall:

 

mbl.is

Innlent »

Erfitt að misnota gallann

13:07 Netöryggissérfræðingar telja að erfitt sé að misnota galla í þráðlausum tengingum sem tilkynnt var um í gær. Til þess þarf bæði talsverða þekkingu og búnað auk þess sem netumferð er dulkóðuð á öðrum stigum. Meira »

Meira samstarf við Ísland eftir Brexit

12:25 Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa Evrópusambandið? Þessari spurningu varpaði Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, fram í upphafi erindis sem hann flutti í morgun á fundi á vegum Félags atvinnurekenda þar sem rætt var um útgöngu landsins úr sambandinu. Meira »

Björk greinir nánar frá áreitninni

12:07 Björk Guðmundsdóttir hefur tjáð sig frekar um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi danska leikstjórans Lars von Trier. „Í anda #metoo langar mig að styðja konur um heim allan og greina frekar frá minni reynslu með danska leikstjóranum,“ skrifar Björk. Meira »

Ræða veiðigjald og strandveiðar

11:47 Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 19. og 20. október og er fundurinn sá 33. í röðinni frá stofnun LS. Axel Helgason, formaður LS, setur fundinn á fimmtudag kl. Meira »

Björt framtíð fordæmir lögbannið

11:09 Björt framtíð lýsir þungum áhyggjum af stöðu lýðræðis í landinu í kjölfar þess að lögbann var sett á fréttaflutning af tengslum stjórnmálafólks og viðskiptalífs, þar sem hindruð hefur verið miðlun upplýsinga er varðar almannahag. Meira »

„Finnum fyrir miklum stuðningi“

10:46 „Málið er formlega í höndum slitabús Glitnis. Þeir hafa eina viku til að ákveða hvort þeir fari með málið fyrir héraðsdóm til að freista þess að fá lögbannið staðfest,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar í samtali við mbl.is. Meira »

Nefndin fundar vegna lögbannsins

10:22 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur móttekið beiðni þingmanna Pírata og VG í nefndinni um fund vegna lögbanns sýslumannsins í Reykja­vík á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media unna úr gögn­um inn­an úr Glitni. Stefnt er að því að fundur verði haldinn á fimmtudagsmorgun. Meira »

„Léleg í langtímaþjónustu“

10:30 „Við erum góð í bráðaþjónustu en léleg í langtímaþjónustu,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, á málþingi SVF um stefu í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Nýr hjólastígur um Elliðaárdal

10:12 Vinna stendur nú yfir við nýjan hjólastíg í Elliðaárdal. Sígurinn verður 1.650 metrar að lengd og liggur þar sem reiðstígur lá áður, á milli Sprengisands að stífu í Elliðaárdal við Höfðabakka. Meira »

Vél Icelandair lýsti yfir neyðarástandi

10:12 Flugvél Icelandair sem var á leið frá frá Keflavík til München í Þýskalandi lýsti yfir neyðarástandi yfir Bretlandseyjum í morgun. Meira »

Ekki heyrt af lögbanni gegn Guardian

09:06 Jon Henley, blaðamaður The Guardian, segist í samtali við mbl.is ekki hafa heyrt af því að farið hafi verið fram á lögbann á fréttaflutning fjölmiðilsins í Bretlandi upp úr gögnum gamla Glitnis. Meira »

Vorum engir vinir segir von Trier

08:52 Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier hafnaði í gær ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur um að hann hefði áreitt hana kynferðislega við gerð myndarinnar Dancer in the Dark. Meira »

Frambjóðendur ræða um íslenskan iðnað

08:20 Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninga munu ræða um þau málefni sem eru brýnust fyrir samkeppnishæfni íslensks iðnaðar í Kaldalóni í Hörpu í dag. Hægt er að sjá beina útsendingu frá fundinum hér á mbl.is. Meira »

Örorku- og ellilífeyrisþegum fjölgar

07:57 Elli- og örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað gríðarlega hjá Tryggingastofnun ríkisins á síðustu tveim áratugum. Ellilífeyrisþegum hefur fjölgað um tæp 32% og örorkulífeyrisþegum um 129% frá árinu 1997 og fram til dagsins í dag. Meira »

Hvasst í hviðum á Vesturlandi

07:22 Spáð er hviðum á Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum með kvöldinu og áfram í nótt og á morgun. Meira »

Flokkarnir nota samfélagsmiðlana

08:18 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálafræðingur, sem starfar sem verkefnastjóri yfir upplýsingamálum og viðburðum hjá Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, segir að stjórnmálaflokkarnir séu í ríkara mæli að heyja kosningabaráttu sína á samfélagsmiðlum, en ekki í hinum hefðbundnu fjölmiðlum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Meira »

Tvær tillögur til kynningar

07:37 Lagfæring hliðarsvæða og breikkun axla við veg sem milda myndu allt hnjask þegar bíl er ekið út af er góð leið til þess að auka umferðaröryggi á Grindavíkurvegi. Þá gæti einnig virkað vel að koma upp sjálfvirku eftirliti til þess að halda umferðarhraða niðri. Meira »

Sendiherra Svía veldur fjaðrafoki

07:00 Nýr sendiherra Svía á Íslandi hefur valdið nokkru fjaðrafoki eftir að hann varaði við því að lýðræði væri smátt og smátt að liðast í sundur í Svíþjóð og tækniveldi eða ofríki að taka völdin. Hann segir að þetta sé ekki rétt haft eftir sér og hann telji alls ekki að Svíþjóð verði einræðisríki. Meira »

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Renault Captur 2015, dísil, sjálfsk. t. sölu
Góður, díesel, sjálfsk., 63 þ.km. Góð s.+ vetrard. 2.290 þ.kr. S. 696 7656, ar...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Erro
...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...
L helgafell 6017101119 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101119 IV/V Mynd af ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...