Unnið að breytingum laga

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það liggur fyrir að það er verið að vinna að breytingu á lögunum,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við mbl.is. Hún kynnti fyrr í mánuðinum á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar vinnu við frum­varp í ráðuneyt­inu um end­ur­skoðun laga þar sem kveðið er á um upp­reist æru og óflekkað mann­orð.

Þar kom fram að stefnt er að því að ekki verði leng­ur í boði að veita upp­reist æru. 

Eins og Stundin greindi frá í morgun fékk maður, sem dæmdur var fyr­ir að nauðga stjúp­dótt­ur sinni nær dag­lega frá því hún var um 5 ára göm­ul þar til hún var tæp­lega 18 ára, upp­reist æru 16. sept­em­ber síðastliðinn, sama dag og barn­aníðing­ur­inn Robert Dow­ney.

Sigríður sagðist ekki geta svarað því hversu langt vinna við frumvarpið væri komin. Hún stefnir á að leggja frumvarp fram á haustþingi en Alþingi verður sett 12. september.

„Þetta verður á þingmálaskránni í haust, fyrir áramót. Það liggur fyrir,“ segir Sigríður og bætir við að hversu langan tíma afgreiðsla málsins taki sé síðan í höndum þingsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert