Verðhrunið ægilegt áfall

Kindur í kró. Sláturleyfishafar hafa tilkynnt um allt að 35% ...
Kindur í kró. Sláturleyfishafar hafa tilkynnt um allt að 35% lækkun á afurðaverði til bænda. mbl.is/Atli Vigfússon

 „Það er hálfsúrrealískt að tala um að 26% lækkun leggist vel í mann, en þetta er þó í rétta átt,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Mbl.is greindi frá því í gær að Slát­ur­fé­lag Suður­lands greiði um fjórðungi lægra dilka­verð til sauðfjár­bænda núna, sam­an­borið við árið í fyrra, en aðrir sláturleyfishafar  hafa tilkynnt um allt að 35% lækkun á afurðaverði til bænda. 

„Þetta eru skárri verð en fram hafa komið og að því  leyti erum við ánægð með það,“ segir Oddný Steina og kveðst þó ekki alveg vita hvað hún eigi að lesa í ákvörðun SS. „Mögulega er fyrirtækið að taka einhverja samfélagslega ábyrgð með þessu, en þetta er engu að síður gríðarleg lækkun og breytir því ekki að staðan er alveg skelfileg fyrir reksturinn.“ 

Lengi reynt að afstýra þróuninni

Verðskrá SS var gefin út í gær og eru verð að jafnaði 26% lægri en í fyrra. Kílóverð fyr­ir lömb í al­geng­asta flokki R2, lækk­ar úr 649 krón­um við upp­haf slát­urtíðar í fyrra, í 481 krónu nú. Steinþór Skúla­son, for­stjóri SS, sagði í sam­tali við mbl.is, SS greiða 17-18% hærra verð fyr­ir kjötið en aðrir slát­ur­leyf­is­haf­ar. „Við borguðum fimm til sjö pró­sent meira en aðrir í fyrra og staðan er sú núna að við erum að borga 14 pró­sent meira, sam­kvæmt verðskrá,“ sagði hann.

Oddný Steina segir trúlegt að einhverjir muni þurfa að bregða búi vegna stöðunnar sem nú er uppi.

„Þetta hrun í verðum sem blasir við er ægilegt áfall,“ segir hún. Verðskrárnar  frá öllum stóru sláturleyfishöfnum eru komnar, en þó ekki frá öllum. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu og höfum í marga mánuði verið að reyna að finna einhverjar eðlilegar leiðir til að afstýra þessari þróun.“

Gríðarleg áhrif á mörg samfélög

Landsambandið hefur átt í viðræðum við stjórnvöld síðan í mars.  „Um einhverjar aðgerðir sem við teljum fullkomlega eðlilegt að grípa til þegar eitthvað svona er að gerast, af því að þetta hefur líka gríðarleg áhrif á mörg samfélög í landinu.“

Fimm mánuðir eru frá því að þær viðræður hófust og segir Oddný Steina landbúnaðarráðuneytið í samvinnu við forsætis- og fjármálaráðuneyti  vinna að tillögum. „Við erum ekki enn farin að sjá útfærðar leiðir sem að við sjáum að taki á þessu, en það kemur vonandi fljótlega.“

Hún segir þó orðið mjög seint að taka á ástandinu þar sem mikill skaði sé þegar skeður. „Raunar er þegar of seint að taka þessu því menn eru búnir að leggja út í allan kostnað fyrir næsta vetur og þurfa á næstu vikum að hvað þeir setji á af fé í vetur.“

Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir verðfall í greiðslum ...
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir verðfall í greiðslum sláturhúsa til bænda vera áfall. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Ferðir féllu niður í dag

17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Aðskotahlutur olli rafmagnsleysinu

15:42 Orsök rafmangsleysisins sem varð á Austurlandi í kringum miðnætti í gær virðist vera sú að aðskotahlutur hafi fokið á teinrofa í tengivirki fyrir Eyvindarárlínu 1. Meira »

Mjög dregið úr brottkasti

15:08 Mjög hefur dregið úr brottkasti á liðnum árum segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Facebook-síðu sinni. Vísar hún þar til funda sem hún hefur átt í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um brottkast og vigtunarmál með ráðuneytisstarfsmönnum, forstjóra Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu þar sem fram hafi komið að allar rannsóknir bentu til þess að dregið hafi mjög úr. Meira »

Flýði lögregluna og ók á hús

14:38 Karlmaður á þrítugsaldri missti stjórn á bifreið sinni þegar hann reyndi að flýja lögregluna og ók á gamla Austurbæjarbíó í Reykjavík. Ökumaðurinn og farþegi voru í kjölfarið handteknir. Grunur var um að ökumaðurinn væri undir stýri eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Meira »

Mál Aldísar verður endurflutt

14:30 Endurflytja þarf mál Aldísar Hilmarsdóttur gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan er sú að dómur hefur ekki verið kveðinn upp í málinu átta vikum eftir að aðalmeðferð lauk. Meira »

Holtavörðuheiði gæti opnast síðar í dag

15:07 Búist er við því að Holtavörðuheiði verði opnuð síðar í dag. Reiknað er með því að Öxnadalsheiði verði ekki opnuð fyrr en í fyrramálið. Fjallvegir á Norðausturlandi verða líklega ekki opnaðir fyrr en líður á morguninn en samkvæmt veðurspá mun veðrið ekki ganga niður að ráði fyrr en með morgni. Meira »

Krafa um 300 milljónir „fráleit“

14:34 „Krafa gerðarþola um 300 milljón króna tryggingu er fráleit,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður eigenda meirihluta eigna í húsnæði við Bíldshöfða 18. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu féllst í morgun á að setja lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar. Meira »

Kom blóðugur inn í íbúðina

14:07 Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á þriðjudaginn í Héraðsdómi Vesturlands og til greiðslu miskabóta fyrir húsbrot, líkamsárás og fyrir að hafa „sýnt af sér ógnandi og vanvirðandi háttsemi gagnvart tveimur börnum húsráðenda og valda þeim mikilli hræðslu og andlegu áfalli“. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

R108 Rúmgóð, falleg 3 herb. m.húsgögnum
Rúmgóð og falleg 3 herbergja íbúð í Stóragerði til leigu frá janúar 2018. Leigis...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...