Verðhrunið ægilegt áfall

Kindur í kró. Sláturleyfishafar hafa tilkynnt um allt að 35% ...
Kindur í kró. Sláturleyfishafar hafa tilkynnt um allt að 35% lækkun á afurðaverði til bænda. mbl.is/Atli Vigfússon

 „Það er hálfsúrrealískt að tala um að 26% lækkun leggist vel í mann, en þetta er þó í rétta átt,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Mbl.is greindi frá því í gær að Slát­ur­fé­lag Suður­lands greiði um fjórðungi lægra dilka­verð til sauðfjár­bænda núna, sam­an­borið við árið í fyrra, en aðrir sláturleyfishafar  hafa tilkynnt um allt að 35% lækkun á afurðaverði til bænda. 

„Þetta eru skárri verð en fram hafa komið og að því  leyti erum við ánægð með það,“ segir Oddný Steina og kveðst þó ekki alveg vita hvað hún eigi að lesa í ákvörðun SS. „Mögulega er fyrirtækið að taka einhverja samfélagslega ábyrgð með þessu, en þetta er engu að síður gríðarleg lækkun og breytir því ekki að staðan er alveg skelfileg fyrir reksturinn.“ 

Frétt mbl.is: SS lækkar verði til bænda um 26%

Lengi reynt að afstýra þróuninni

Verðskrá SS var gefin út í gær og eru verð að jafnaði 26% lægri en í fyrra. Kílóverð fyr­ir lömb í al­geng­asta flokki R2, lækk­ar úr 649 krón­um við upp­haf slát­urtíðar í fyrra, í 481 krónu nú. Steinþór Skúla­son, for­stjóri SS, sagði í sam­tali við mbl.is, SS greiða 17-18% hærra verð fyr­ir kjötið en aðrir slát­ur­leyf­is­haf­ar. „Við borguðum fimm til sjö pró­sent meira en aðrir í fyrra og staðan er sú núna að við erum að borga 14 pró­sent meira, sam­kvæmt verðskrá,“ sagði hann.

Oddný Steina segir trúlegt að einhverjir muni þurfa að bregða búi vegna stöðunnar sem nú er uppi.

„Þetta hrun í verðum sem blasir við er ægilegt áfall,“ segir hún. Verðskrárnar  frá öllum stóru sláturleyfishöfnum eru komnar, en þó ekki frá öllum. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu og höfum í marga mánuði verið að reyna að finna einhverjar eðlilegar leiðir til að afstýra þessari þróun.“

Gríðarleg áhrif á mörg samfélög

Landsambandið hefur átt í viðræðum við stjórnvöld síðan í mars.  „Um einhverjar aðgerðir sem við teljum fullkomlega eðlilegt að grípa til þegar eitthvað svona er að gerast, af því að þetta hefur líka gríðarleg áhrif á mörg samfélög í landinu.“

Fimm mánuðir eru frá því að þær viðræður hófust og segir Oddný Steina landbúnaðarráðuneytið í samvinnu við forsætis- og fjármálaráðuneyti  vinna að tillögum. „Við erum ekki enn farin að sjá útfærðar leiðir sem að við sjáum að taki á þessu, en það kemur vonandi fljótlega.“

Hún segir þó orðið mjög seint að taka á ástandinu þar sem mikill skaði sé þegar skeður. „Raunar er þegar of seint að taka þessu því menn eru búnir að leggja út í allan kostnað fyrir næsta vetur og þurfa á næstu vikum að hvað þeir setji á af fé í vetur.“

Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir verðfall í greiðslum ...
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir verðfall í greiðslum sláturhúsa til bænda vera áfall. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dílum við það sem gerist

08:18 „Í rauninni breytir þetta engu. Við tökum því sem að höndum ber,“ segir Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Áramótaskaups Sjónvarpsins. Meira »

Augun eins og krækiber

07:57 „Augun eru nú ekki á stærð við krækiber, þó þau líkist þeim í útliti,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur, sem heldur úti Facebook-síðunni „Heimur smádýranna“. Meira »

Parhús fyrir starfsmenn

07:37 Fyrstu parhúsin sem verið er að reisa á Húsavík til að tryggja starfsmönnum kísilverksmiðju PCC á Bakka húsnæði eru langt komin í byggingu í Holtahverfi. Meira »

Eldur kviknaði í bát

06:52 Eldur kom upp í vélarrúmi Bjargeyjar ÍS 41 er verið var að landa úr bátnum í Ísafjarðarhöfn skömmu fyrir sex í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð skipsverjum ekki meint af. Meira »

Um 40 metrar í hviðum

06:45 Veðurstofan varar við hvössu og hviðóttu veðri á Suðausturlandi en í Öræfum gæti meðalvindur náð 25 m/s og í hviðum nærri 40 m/s. Talsverð rigning er austantil á landinu og á köflum mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. Meira »

Stjórnlaus í stigaganginum

05:55 Óskað var eftir aðstoð lögreglu í fjölbýlishús í austurborginni skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en var var stúlka í mjög annarlegu ástandi í stigaganginum. Stúlkan var algjörlega stjórnlaus, argaði og lamdi á hurðir íbúa í stigaganginum. Meira »

Eru ekki hætt við áformin

05:30 Silicor Materials er ekki hætt við áform um uppbyggingu kísilverksmiðju á Grundartanga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fallið frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Meira »

Bátsverjar vistaðir í fangaklefa

05:52 Neyðarlínunni barst tilkynning um lítinn bát í einhverjum vandræðum, flautar í sífellu og siglir í hringi, er sagður á móts við Borgartún um klukkan 22 í gærkvöldi. Meira »

Sala á rafbílum eykst mikið

05:30 Um sjötti hver fólksbíll sem seldur var til almennra nota á fyrstu átta mánuðum ársins var að hluta eða öllu leyti knúinn rafmagni. Til samanburðar var hlutfall slíkra bíla samtals 2% sömu mánuði 2014. Meira »

Misjöfn viðbrögð við tillögu

05:30 Forsætisráðherra kynnti í gær minnisblað með tillögum er miða að því að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fari fram í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Góður gangur í viðræðum

05:30 Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, telur ekki að ríkisstjórnarslitin þurfi að hafa áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins (SNR) um gerð kjarasamnings. Meira »

Tvöfalt fleiri sækja um hæli

05:30 Það sem af er ári hafa 779 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ríflega tvöfalt fleiri hafa sótt um hæli á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar umsækjendur voru 385 talsins. Meira »

„Ríkisráðstaskan“ var óþörf

05:30 Þegar Bjarni Benediktsson kom til Bessastaða á mánudaginn með þingrofsbréfið var það í venjulegri möppu en ekki í „ríkisráðstöskunni“ sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði fræga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til Bessastaða í apríl 2016. Meira »

Gæti dregið úr hagvexti

05:30 Óvissa um stjórn efnahagsmála gæti bitnað á erlendri fjárfestingu. Um þetta eru greinendur sem Morgunblaðið ræddi við sammála. Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Málum fjölgar hjá ákæruvaldi

05:30 Fleiri brot voru afgreidd af ákæruvaldinu á síðasta ári en árin þar á undan. Fjöldi brota sem afgreidd voru árið 2016 voru alls 6.777 en til samanburðar voru aðeins afgreidd 5.111 brot árið 2015, samkvæmt samantekt embættis ríkissaksóknara um tölfræði ákæruvaldsins fyrir árið 2016. Meira »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Land Rover freelander 1999
til sölu er bilaður góður fyrir handlægin keyrður ca 140 þ, óska eftir tilboði ...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...