Ein flottasta sánan í Helsinki í eigu Íslendings

Antero segir hafa verið gaman að hitta óvænt á hóp ...
Antero segir hafa verið gaman að hitta óvænt á hóp 24 íslenskra arkitekta sem höfðu gert sér ferð að skoða sánuna. Ljósmynd/Löyly

Ein flottasta sánan í Helsinki og þótt víðar væri leitað er í eigu þingmannsins Antero Vartia, sem er hálfur Íslendingur. Hann segir Íslendinga stundum reka þar inn nefið og hefur fengið fyrirspurnir um hvort ekki væri góð hugmynd að opna sambærilegt gufubað á Íslandi.

„Þú getur alveg talað við mig á íslensku, ég er bara ekki jafnduglegur að skrifa hana,“ sagði Antero á góðri íslensku þegar blaðamaður mbl.is hringdi í hann í vikunni eftir tölvupóstsamskipti. Móðir An­teros, Erna Ein­ars­dótt­ir, var flug­freyja hjá Loft­leiðum og vann síðar hjá Flug­leiðum og Icelanda­ir í Finn­landi og hann á mikinn frændgarð hér á landi og er að spá í að heimsækja Ísland næst í tengslum við Airwaves-tónlistarhátíðina. 

Antero Vartia er hálfur Íslendingur. Hann er þingmaður og rekur ...
Antero Vartia er hálfur Íslendingur. Hann er þingmaður og rekur nokkur fyrirtæki, m.a. veitingastað og Löyly-sánuna. Mbl.is/Helgi Bjarnason

Antero hefur komið víða við, hann er þingmaður Græna flokksins í Finnlandi, rekur nokkur fyrirtæki, m.a. veitingastað, og lék á árum áður í sápuóperu í sjón­varpi auk þess að vera kynn­ir í sjón­varpsþætti.

Nýjasta viðbótin er Löyly-sánan sem stendur á bryggju við sjávarsíðuna skammt frá miðborg Helsinki. Hönnun hússins er allsérstæð og hefur m.a. verið lofuð í fagtímaritum arkitekta. Húsið var hannað til að vera ílangt og grannt í laginu svo það loki ekki á bryggjuna, á sama tíma og það býður upp á útsýni yfir Helsinki og sjóinn fyrir utan. Mikil ró er yfir staðnum sem er með daufa lýsingu og mismunandi útsýni opnast fyrir gestum er þeir færa sig frá einu svæði til annars, en auk sánunnar er bæði inni- og útiveitingastaður í húsinu.

Útiveitingaaðstaðan á bryggjunni nýtur vinsælda þegar veður er gott.
Útiveitingaaðstaðan á bryggjunni nýtur vinsælda þegar veður er gott. Ljósmynd/Löyly

Finnar eru þekktir fyrir fallegan arkitektúr. Ekki er síður vel þekkt hve stóran þátt sánan á í finnsku þjóðarsálinni. Þannig eru um 3,3 milljónir sána í Finnlandi þó að landsmenn séu ekki nema um 5,5 milljónir talsins. Það er heldur ekki algengt að blanda finnska arkitektúrnum og gufubaðsiðkuninni saman. 

Þrátt fyrir þetta segir Antero Helsinkibúa hafa tekið Löyly vel. „Þegar ég planaði þetta vissi ég líka að arkitektúrinn myndi ef til vill ekki falla öllum í geð, en ég hef ekki heyrt neinn tala illa um bygginguna enn þá.“

Lofað á Trip Advisor

Notendur ferðavefjarins Trip Advisor virðast heldur ekki halda vatni yfir Löyly. „Must do experience“ (reynsla sem maður má ekki missa af) skrifar einn, „staðurinn til að fara á fyrir alla sem koma til Helsinki“ skrifar annar og þegar rennt er niður listann virðast dómarnir almennt lofsamlegir.

Arinninn skapar hlýlega stemningu. Rýmisnotkun Löyly byggir á því að ...
Arinninn skapar hlýlega stemningu. Rýmisnotkun Löyly byggir á því að húsið á aldrei að virka fullt af fólki. Ljósmynd/Löyly

Mælt er þó með að gestir panti tíma með nokkurra daga fyrirvara, eigi þeir þess ekki kost að hoppa inn hvenær sem er.

Löyly, sem er finnska orðið yfir gufuna sem stígur upp af steinum sánunnar, var opnað í fyrra og segir Antero hugmyndina að staðsetningunni koma frá borgaryfirvöldum í Helsinki. „Á milli 300-400.000 manns koma til Helsinki með skemmtiferðaskipi ár hvert. Þetta svæði er í uppbyggingu. Bærinn vildi höfða til ferðamanna og fékk þá hugmyndina að setja þar upp sánu,“ segir Antero en Löyly er í um 15-20 mínútna göngufjarlægð frá miðborginni.

Heiðurinn að útliti og frekari skipulagningu eiga hins vegar þeir Antero og meðeigandi hans, leikarinn Jasper Pääkkönen, en húsið var hannað af arkitektastofunni Avanto.

Á að standa í hundrað ár

Antero segist upphaflega hafa ætlað að kaupa leyfið að sánabyggingunni af Pääkkönen, en eftir nokkurra vikna samræður hafi þeir gert alveg nýja áætlun. „Við stækkuðum húsið og þetta varð töluvert dýrara,“ segir hann. Þeir hefðu vissulega getað gert álíka stóran og skemmtilegan stað fyrir minni kostnað, en þar sem þeir séu báðir þekktir einstaklingar í heimalandinu hafi þeir viljað gera þetta eins vel og þeir gátu. „Þetta hús mun standa hér í hundrað ár og þá verður maður að gera hlutina eins vel og maður getur.“

Arkitektúr Löyly-sánunnar er óneitanlega sérstæður, en þegar viðurinn í húsinu ...
Arkitektúr Löyly-sánunnar er óneitanlega sérstæður, en þegar viðurinn í húsinu hefur gránað meira á húsið að minna á klettana við ströndina. Ljósmynd/Löyly

Antero rekur annan veitingastað sem stendur líka við sjávarsíðuna í um 1,5 km fjarlægð og kveðst því hafa vitað að staður á borð við Löyly væri góð viðskiptahugmynd.

„Það er fallegt útsýni hér við sjóinn og í Helsinki eru ekki margir veitingastaðir þar sem maður getur notið þess að vera við sjóinn. Það hefur samt komið mér á óvart hversu góðar móttökur sánan hefur fengið.“

Líkt og áður sagði er Antero þingmaður fyrir Græna flokkinn í Finnlandi og því skiptir það hann máli að Löyly sé umhverfisvænn staður. „Það var aðeins meiri vinna og aðeins dýrara, en sá kostnaður er fljótur að skila sér,“ segir hann. „Fólk er ánægt með að við höfum gert þetta svona og staðurinn fær mikla umfjöllun fyrir vikið og þá koma líka fleiri gestir.“  

Löyly-sánan nýtur ekki síður mikilla vinsælda hjá erlendum ferðamönnum en ...
Löyly-sánan nýtur ekki síður mikilla vinsælda hjá erlendum ferðamönnum en hún gerir hjá Helsinkibúum. Ljósmynd/Löyly

Alltaf glaður að fá Íslendinga í heimsókn

Löyly-sánan nýtur ekki bara vinsælda hjá Finnum, því um helmingur þeirra gesta sem þangað koma eru ferðamenn og ferðamönnunum fer fjölgandi að hans sögn.

Íslendingar reka líka stundum inn nefið og segist Antero taka þeim fagnandi og minnist hann þess er hópur 24 íslenskra arkitekta gerði sér ferð til að skoða gufuna.“ Ég vissi ekki af komu þeirra, en hitti óvænt á þá og það var gaman að hitta þá. Ég er alltaf mjög montinn að fá Íslendinga í heimsókn og geta þá talað íslensku og sýnt þeim hvernig Finnland er og Helsinki.“

Antero hefur líka í nokkur skipti verið spurður hvort það væri ekki góð hugmynd að setja á fót Löyly-sánu á Íslandi. „Við notum við til að hita upp sánuna og brennum um 1,5 rúmmetra af viði á dag,“ segir hann. „Og ég veit ekki hvernig það myndi ganga á Íslandi.“

Það væri þó vissulega gaman að sjá Löyly-sánu rísa hér á landi, en hann kveðst ekki fara í þær framkvæmdir sjálfur. „Hafi hins vegar einhver áhuga á að taka við kyndlinum þá er ég bara ánægður ef ég get hjálpað.“

Veitingaaðstaða er bæði inni og úti.
Veitingaaðstaða er bæði inni og úti. Ljósmynd/Löyly
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kom blóðugur inn í íbúðina

14:07 Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á þriðjudaginn í Héraðsdómi Vesturlands og til greiðslu miskabóta fyrir húsbrot, líkamsárás og fyrir að hafa „sýnt af sér ógnandi og vanvirðandi háttsemi gagnvart tveimur börnum húsráðenda og valda þeim mikilli hræðslu og andlegu áfalli.“ Meira »

Festu bát við bryggju á Hjalteyri

13:55 Fjórir björgunarsveitarmenn frá Akureyri voru kallaðir að Hjalteyri í morgun vegna báts sem var að losna frá bryggjunni.  Meira »

Fjölmargar kvartanir yfir Braga

13:37 Hildur J. Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að forstjóri Barnaverndarstofu hafi beitt sig ofbeldi í starfi sem varð til þess að hún hrökklaðist úr starfi. Þetta kemur fram í facebookfærslu hennar og er ekki eina tilvikið þar sem kvartað er yfir Braga í starfi. Meira »

Kannski er ég bara svona skrýtinn

13:30 „Það er ótrúlega mikill lúxus að fá nokkra daga án ferðalaga þar sem ég get bara verið einn með flyglinum,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson í opnuviðtali við Morgunblaðið. Þar ræðir hann komandi tónleika í Hörpu, næsta disk sinn hjá Deutsche Grammophon og margt fleira. Meira »

Póstnúmerum breytt um mánaðamótin

13:12 Pósturinn mun gera nokkrar breytingar á póstnúmerum landsins frá og með næstu mánaðamótum. Sérstakt póstnúmer verður tekið upp á svæðum í dreifbýli sem áður féllu undir sama póstnúmer og næsti þéttbýliskjarni. Meira »

15 ára meðvitundarlausar í miðborginni

12:45 Tvær fimmtán ára stúlkur fundust meðvitundarlausar úti við sökum fíkniefnaneyslu í gærkvöldi. Stúlkurnar fundust á tröppum í miðborginni klukkan hálfátta í gærkvöldi eftir að tilkynnt hafði verið um þær til Neyðarlínunnar. Meira »

Fræddu flóttafólk í Jórdaníu um Ísland

12:42 Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Jórdaníu og hélt þar námskeið fyrir um 50 manna hóp flóttafólks frá Sýrlandi og Írak. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði áður óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að flóttafólkinu verði boðin alþjóðleg vernd á Íslandi. Meira »

Áfram óveður í allan dag

12:44 „Það verður óveður áfram í allan dag,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann á von á óbreyttu veðri norðan- og austanlands í dag og ef eitthvað er mun það fara versnandi seinnipartinn. Annað kvöld verður veðrið orðið þokkalegt. Meira »

Lýsi og Bæjarins bestu á jólamarkaði

12:10 Ísland er heiðursgestur á árlegum jólamarkaði borgarinnar Strassborg í Þýskalandi, en markaðurinn er einn sá stærsti og jafnframt sá elsti sinnar tegundar í Evrópu. Meðal fyrirtækjanna sem taka þátt eru Bæjarins Bestu, Hekla Ísland, Handprjónasambandið, Lýsi, Reykjavík Distillery, Skinboss og Urð. Meira »

Vilja vita hverjir dónakallarnir eru

11:53 Hátt í níu hundruð konur í stjórnmálum eru nú í Facebook-hópinum Í skugga valdsins og sögurnar halda áfram að berast, en 136 reynslusögur voru gerðar opinberar í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, stofnandi hópsins, segir fleiri sögur ekki verða birtar. Meira »

Frekari yfirheyrslur eftir helgina

11:20 „Skýrslutökur héldu áfram í gær og rannsókn málsins miðar ágætlega. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt sem hefur komið fram. Ég reikna með að við munum halda áfram yfirheyrslum í næstu viku og líkur á að línur fari að skýrast meira.“ Meira »

Skautasvellið á Ingólfstorgi opnað 1. des.

11:18 Skautasvell Nova á Ingólfstorgi verður opnað klukkan kl. 19 hinn 1. desember. Opið verður alla daga til og með 23. desember frá klukkan 12:00-22:00 en svellið er samstarfsverkefni Nova, Reykjavíkurborgar og Samsung. Meira »

Tekjur tónlistarfólks rannsakaðar

11:10 „Það eru til litlar tölur um það hvernig íslenska tónlistarhagkerfið virkar,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón, um könnun sem skrifstofan stendur fyrir á efnahagslegu umhverfi tónlistarmanna. Upplýsingarnar geta skapað forsendur fyrir aukinni fjárfestingu innan tónlistargeirans. Meira »

Óvissustigi aflýst á Vestfjörðum

10:59 Óvissustigi vegna snjóflóða hefur verið aflýst á norðanverðum Vestfjörðum. Úrkomulaust hefur verið frá því í snemma í morgun og spáð er ágætis veðri yfir helgina. Meira »

Byrlað nauðgunarlyf á landsfundi

10:11 Konu í stjórnmálum var byrlað nauðgunarlyf á landsfundi stjórnmálaflokks. Þetta er meðal þeirra 136 reynslusagna kvenna af kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum sem hefur verið deilt í lokaða facebookhópnum Í skugga valdsins undanfarna sex daga. Meira »

Engar mjólkurvörur til Húsavíkur

11:05 „Ég veit ekkert hvað við fáum í dag. Mjólkin átti að koma í dag en það er spurning hvort Víkurskarð opnast,“ segir Helga Soffía Bjarnadóttir, starfsmaður Krambúðarinnar á Húsavík. Meira »

„Ekki grunur um nýtt efni“

10:54 „Það er ekki grunur um nýtt efni sem er ekki þekkt,“ segir Grímur Grímsson yf­ir­lög­regluþjónn spurður hvort grunur leiki á að mennirnir tveir sem réðust á fimm ára barn í aft­ur­sæti bif­reiðar við gatna­mót Lauga­vegar og Snorra­braut­ar í vikunni hafi verið undir áhrifum nýrra eiturlyfja. Meira »

Innan við 100 metra skyggni

09:49 Á Austurlandi nær vindur hámarki um miðjan dag með 20 til 28 metrum á sekúndu og verður skyggni víðast minna en 100 metrar.   Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Tattoo
...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
 
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...