Ein flottasta sánan í Helsinki í eigu Íslendings

Antero segir hafa verið gaman að hitta óvænt á hóp ...
Antero segir hafa verið gaman að hitta óvænt á hóp 24 íslenskra arkitekta sem höfðu gert sér ferð að skoða sánuna. Ljósmynd/Löyly

Ein flottasta sánan í Helsinki og þótt víðar væri leitað er í eigu þingmannsins Antero Vartia, sem er hálfur Íslendingur. Hann segir Íslendinga stundum reka þar inn nefið og hefur fengið fyrirspurnir um hvort ekki væri góð hugmynd að opna sambærilegt gufubað á Íslandi.

„Þú getur alveg talað við mig á íslensku, ég er bara ekki jafnduglegur að skrifa hana,“ sagði Antero á góðri íslensku þegar blaðamaður mbl.is hringdi í hann í vikunni eftir tölvupóstsamskipti. Móðir An­teros, Erna Ein­ars­dótt­ir, var flug­freyja hjá Loft­leiðum og vann síðar hjá Flug­leiðum og Icelanda­ir í Finn­landi og hann á mikinn frændgarð hér á landi og er að spá í að heimsækja Ísland næst í tengslum við Airwaves-tónlistarhátíðina. 

Antero Vartia er hálfur Íslendingur. Hann er þingmaður og rekur ...
Antero Vartia er hálfur Íslendingur. Hann er þingmaður og rekur nokkur fyrirtæki, m.a. veitingastað og Löyly-sánuna. Mbl.is/Helgi Bjarnason

Antero hefur komið víða við, hann er þingmaður Græna flokksins í Finnlandi, rekur nokkur fyrirtæki, m.a. veitingastað, og lék á árum áður í sápuóperu í sjón­varpi auk þess að vera kynn­ir í sjón­varpsþætti.

Nýjasta viðbótin er Löyly-sánan sem stendur á bryggju við sjávarsíðuna skammt frá miðborg Helsinki. Hönnun hússins er allsérstæð og hefur m.a. verið lofuð í fagtímaritum arkitekta. Húsið var hannað til að vera ílangt og grannt í laginu svo það loki ekki á bryggjuna, á sama tíma og það býður upp á útsýni yfir Helsinki og sjóinn fyrir utan. Mikil ró er yfir staðnum sem er með daufa lýsingu og mismunandi útsýni opnast fyrir gestum er þeir færa sig frá einu svæði til annars, en auk sánunnar er bæði inni- og útiveitingastaður í húsinu.

Útiveitingaaðstaðan á bryggjunni nýtur vinsælda þegar veður er gott.
Útiveitingaaðstaðan á bryggjunni nýtur vinsælda þegar veður er gott. Ljósmynd/Löyly

Finnar eru þekktir fyrir fallegan arkitektúr. Ekki er síður vel þekkt hve stóran þátt sánan á í finnsku þjóðarsálinni. Þannig eru um 3,3 milljónir sána í Finnlandi þó að landsmenn séu ekki nema um 5,5 milljónir talsins. Það er heldur ekki algengt að blanda finnska arkitektúrnum og gufubaðsiðkuninni saman. 

Þrátt fyrir þetta segir Antero Helsinkibúa hafa tekið Löyly vel. „Þegar ég planaði þetta vissi ég líka að arkitektúrinn myndi ef til vill ekki falla öllum í geð, en ég hef ekki heyrt neinn tala illa um bygginguna enn þá.“

Lofað á Trip Advisor

Notendur ferðavefjarins Trip Advisor virðast heldur ekki halda vatni yfir Löyly. „Must do experience“ (reynsla sem maður má ekki missa af) skrifar einn, „staðurinn til að fara á fyrir alla sem koma til Helsinki“ skrifar annar og þegar rennt er niður listann virðast dómarnir almennt lofsamlegir.

Arinninn skapar hlýlega stemningu. Rýmisnotkun Löyly byggir á því að ...
Arinninn skapar hlýlega stemningu. Rýmisnotkun Löyly byggir á því að húsið á aldrei að virka fullt af fólki. Ljósmynd/Löyly

Mælt er þó með að gestir panti tíma með nokkurra daga fyrirvara, eigi þeir þess ekki kost að hoppa inn hvenær sem er.

Löyly, sem er finnska orðið yfir gufuna sem stígur upp af steinum sánunnar, var opnað í fyrra og segir Antero hugmyndina að staðsetningunni koma frá borgaryfirvöldum í Helsinki. „Á milli 300-400.000 manns koma til Helsinki með skemmtiferðaskipi ár hvert. Þetta svæði er í uppbyggingu. Bærinn vildi höfða til ferðamanna og fékk þá hugmyndina að setja þar upp sánu,“ segir Antero en Löyly er í um 15-20 mínútna göngufjarlægð frá miðborginni.

Heiðurinn að útliti og frekari skipulagningu eiga hins vegar þeir Antero og meðeigandi hans, leikarinn Jasper Pääkkönen, en húsið var hannað af arkitektastofunni Avanto.

Á að standa í hundrað ár

Antero segist upphaflega hafa ætlað að kaupa leyfið að sánabyggingunni af Pääkkönen, en eftir nokkurra vikna samræður hafi þeir gert alveg nýja áætlun. „Við stækkuðum húsið og þetta varð töluvert dýrara,“ segir hann. Þeir hefðu vissulega getað gert álíka stóran og skemmtilegan stað fyrir minni kostnað, en þar sem þeir séu báðir þekktir einstaklingar í heimalandinu hafi þeir viljað gera þetta eins vel og þeir gátu. „Þetta hús mun standa hér í hundrað ár og þá verður maður að gera hlutina eins vel og maður getur.“

Arkitektúr Löyly-sánunnar er óneitanlega sérstæður, en þegar viðurinn í húsinu ...
Arkitektúr Löyly-sánunnar er óneitanlega sérstæður, en þegar viðurinn í húsinu hefur gránað meira á húsið að minna á klettana við ströndina. Ljósmynd/Löyly

Antero rekur annan veitingastað sem stendur líka við sjávarsíðuna í um 1,5 km fjarlægð og kveðst því hafa vitað að staður á borð við Löyly væri góð viðskiptahugmynd.

„Það er fallegt útsýni hér við sjóinn og í Helsinki eru ekki margir veitingastaðir þar sem maður getur notið þess að vera við sjóinn. Það hefur samt komið mér á óvart hversu góðar móttökur sánan hefur fengið.“

Líkt og áður sagði er Antero þingmaður fyrir Græna flokkinn í Finnlandi og því skiptir það hann máli að Löyly sé umhverfisvænn staður. „Það var aðeins meiri vinna og aðeins dýrara, en sá kostnaður er fljótur að skila sér,“ segir hann. „Fólk er ánægt með að við höfum gert þetta svona og staðurinn fær mikla umfjöllun fyrir vikið og þá koma líka fleiri gestir.“  

Löyly-sánan nýtur ekki síður mikilla vinsælda hjá erlendum ferðamönnum en ...
Löyly-sánan nýtur ekki síður mikilla vinsælda hjá erlendum ferðamönnum en hún gerir hjá Helsinkibúum. Ljósmynd/Löyly

Alltaf glaður að fá Íslendinga í heimsókn

Löyly-sánan nýtur ekki bara vinsælda hjá Finnum, því um helmingur þeirra gesta sem þangað koma eru ferðamenn og ferðamönnunum fer fjölgandi að hans sögn.

Íslendingar reka líka stundum inn nefið og segist Antero taka þeim fagnandi og minnist hann þess er hópur 24 íslenskra arkitekta gerði sér ferð til að skoða gufuna.“ Ég vissi ekki af komu þeirra, en hitti óvænt á þá og það var gaman að hitta þá. Ég er alltaf mjög montinn að fá Íslendinga í heimsókn og geta þá talað íslensku og sýnt þeim hvernig Finnland er og Helsinki.“

Antero hefur líka í nokkur skipti verið spurður hvort það væri ekki góð hugmynd að setja á fót Löyly-sánu á Íslandi. „Við notum við til að hita upp sánuna og brennum um 1,5 rúmmetra af viði á dag,“ segir hann. „Og ég veit ekki hvernig það myndi ganga á Íslandi.“

Það væri þó vissulega gaman að sjá Löyly-sánu rísa hér á landi, en hann kveðst ekki fara í þær framkvæmdir sjálfur. „Hafi hins vegar einhver áhuga á að taka við kyndlinum þá er ég bara ánægður ef ég get hjálpað.“

Veitingaaðstaða er bæði inni og úti.
Veitingaaðstaða er bæði inni og úti. Ljósmynd/Löyly
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íbúum verði ekki mismunað eftir hverfum

22:27 Sjálfstæðismenn vilja að opnunartími sé lengdur í öllum sundlaugum í Reykjavík, ekki bara sumum líkt og borgarráð samþykkti fyrr í haust. Tillögu þessa efnis var vísað til fjárhagsáætlanagerðar næsta árs á borgarstjórnarfundi í vikunni. Meira »

Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

22:25 „Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd.“ Meira »

11 mánuðir fyrir ítrekuð brot

21:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp 11 mánaða fangelsisdóm yfir manni á fimmtugsaldri fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalögum. Þá verði maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

„Ég stóð varla í fæturna“

21:30 Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman. Meira »

Djúp lægð á leiðinni

20:35 Mikil úrkoma var á sunnanverðum Austfjörðum og á Ströndum í dag. Það er haustveður í kortunum en djúp lægð er á leið í átt til landsins og má búast við stormi á laugardaginn. Meira »

Fresta landsfundi til næsta árs

20:28 Ákveðið var á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins í dag að fresta landsfundi flokksins þar til í byrjun næsta árs. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Rákust saman í háloftunum

19:40 Tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum í íslenskri lofthelgi fyrir um tveimur vikum. Atvikið átti sér stað í um 3.000 feta hæð vestan við Langjökul 5. september og er málið til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Meira »

Ungir vísindamenn í víking

20:00 Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet og Vífill Harðarson halda í lok vikunnar til Tallinn þar sem þau taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Þau sigruðu í landskeppni ungra vísindamanna sem fór fram í Háskóla Íslands í vor. Meira »

Stöðvuðu för bílaþjófs

19:10 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra stöðvaði för bílaþjófs í grennd við Bústaðaveg fyrr í kvöld. Vitni segist hafa séð lögreglubíl og bíl sérsveitarinnar aka á eftir bílnum í forgangsakstri og að annarri lögreglubifreiðinni hafi verið ekið utan í bílinn. Meira »

Fjárskortur hjá Kvenfélagasambandinu

18:45 Kvenfélagasamband Íslands hefur þurft að segja upp báðum starfsmönnum sínum vegna fjárskorts. Við þurftum því að grípa til uppsagna áður en að það kæmi að því að við hefðum ekki efni á að borga launin,“ segir Bryndís Ásta Birgisdóttir, gjaldkeri sambandsins. Meira »

Íslendingur fær 35 milljónir í Víkingalottó

18:35 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en tæpir þrír millj­arðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Tveir hlutu hins vegar ann­an vinn­ing, sem var tæpar 35 milljónir króna og er annar þeirra búsettur hér á landi. Meira »

Fær afhent gögn úr eineltisskýrslu

18:31 Lögreglukona hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fær aðgang að hluta af gögnum úr sálfræðilegri greinargerð sem embættið lét útbúa eftir kvörtun konunnar um meint einelti í sinn garð. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamála. Meira »

Vinnur úr áföllum og sorg með listsköpun

18:20 Kolbrúnu Hörpu Kolbeinsdóttur er margt til lista lagt. Hún semur ljóð, skrifar sögur, skreytir kerti, þýðir og býr til gullkorn og margt fleira. Hún notar listsköpun til að tjá tilfinningar sínar og vinna úr áföllum sem hún hefur lent í. Meira »

Vestfirðingar fá að ræða við ráðamenn

17:40 „Þetta er fyrst og fremst tækifæri fyrir Vestfirðinga til þess að ræða við ráðamenn um þessi mikilvægustu uppbyggingarmál,“ segir Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga um borgarafundinn sem haldinn verður næstkomandi sunnudag. Meira »

Stórt skref í erfðaráðgjöf

17:02 Íslensk erfðagreining greindi frá nýrri rannsókn í dag sem fjallar um áhrif aldurs foreldra á stökkbreytingar í börnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að með rannsókninni séu hann og samstarfsmenn hans að færa heiminum nokkuð gott tæki til að nota í erfðaráðgjöf. Meira »

„Það er allt í hers höndum“

17:50 „Ástandið er eins og Franco hefði komið og tekið yfir. Það er allt í hers höndum. Þeir loka fyrirtækjum og nú [fyrr í dag] er Katalóníutorg fullt af fólki,“ segir Jón Arason, sem er búsettur skammt fyrir utan Barcelona. Meira »

„Vítavert gáleysi“ af hálfu hinnar látnu

17:32 Maðurinn ungi, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð við Jökulsárlón árið 2015, neitar því að bera ábyrgð á andláti konunnar. Segir hann konuna hafa sýnt gáleysi. Meira »

Úrskurðuð í nálgunarbann gegn dóttur

16:54 Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms um að móðir skuli sæta nálgunarbanni í sex vikur gagnvart dóttur sinni og ekki koma í 50 metra fjarlægð frá dvalarstað dótturinnar, veita henni eftirför, heimsækja eða nálgast á almannafæri. Þá má hún heldur ekki setja sig í samband við dótturina með símtölum, tölvupósti eða öðrum hætti. Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...