Ráðast í endurbætur og setja svo í gang

Umhverfisstofnun ákvað í kvöld að stöðva starfsemi United Silicon í …
Umhverfisstofnun ákvað í kvöld að stöðva starfsemi United Silicon í Helguvík. mbl.is/Rax

„Við förum yfir bréfið og bregðumst við eftir helgina,“ segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, í samtali við mbl.is spurður út í viðbrögð við ákvörðum Umhverfisstofnunar um að stöðva starfsemi verksmiðjunnar í Helguvík.

„Þetta þýðir að það þurfi að gera ákveðnar endurbætur og svo setjum við í gang aftur,“ segir hann. Spurður hvort United Silicon sé búið að kortleggja kostnað og tímann sem það taki að vinna að úrbótum sem krafist er af hálfu Umhverfisstofnunar segir Kristleifur þeirri vinnu ekki lokið að fullu.

Eruð þið ósáttir við ákvörðun Umhverfisstofnunar?

„Við kommentum ekki einu sinni á það,“ segir Kristleifur. „Svona er lífið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert