Eigendur álversins vilja selja

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi, ætlar að endurskoða eignarhald sitt á álverinu í Straumsvík. Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, greindi frá þessu á starfsmannafundi í dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Undirbúningur fyrir sölu getur tekið allt að tvö ár og mögulegt söluverð er ekki gefið upp. Engar uppsagnir starfsmanna eru fyrirhugaðar. Þetta kom jafnframt fram í fréttatímanum.

Á fáeinum árum hefur starfs­mönn­um Rio Tinto í Straums­vík verið fækkað um 100, í 380, eða um það bil um 20%. Á und­an­förn­um árum hef­ur ál­verð þótt lágt, gengi krónu hef­ur styrkst og fyr­ir­tækið þarf að greiða hærra raf­orku­verð en áður til Lands­virkj­un­ar. Á sama tíma hafa Kín­verj­ar aukið mjög álfram­leiðslu sína. Þetta kom fram í ítarlegu viðtali við Rannveigu Rist í ViðskiptaMogganum í maí. 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert