100 starfsmanna niðurskurður

Rannveig Rist, formaður Samáls og forstjóri Rio Tinto á Íslandi.
Rannveig Rist, formaður Samáls og forstjóri Rio Tinto á Íslandi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Starfsmönnum Rio Tinto í Straumsvík hefur fækkað um 100 á fáeinum árum, í 380, eða um það bil um 20%. Á undanförnum árum hefur álverð þótt lágt, gengi krónu hefur styrkst og fyrirtækið þarf að greiða hærra raforkuverð en áður til Landsvirkjunar. Á sama tíma hafa Kínverjar aukið mjög álframleiðslu sína.

Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, segir að hagræða hafi þurft í rekstri í Straumsvík. „Það er nauðsynlegt til að mæta breyttu landslagi í rekstrinum,“ segir hún. „Við höfum lagt okkur fram við að spara í rekstrinum til að geta keppt á markaðnum. Góðu tíðindin eru þau að á sama tíma hefur atvinnulífið verið í miklum blóma og því hafa þessir starfsmenn getað fundið störf annars staðar nokkuð hratt,“ segir Rannveig.

Aðspurð hvort verið sé að fjárfesta nægilega í rekstrinum á sama tíma og verið sé að hagræða umtalsvert, segir hún svo vera, þar sem aukin sjálfvirknivæðing skipti sköpum til að viðhalda samkeppnishæfni til lengri tíma litið, einkum og sér í lagi á svæðum þar sem laun eru hærri og gerðar eru ríkulegar kröfur um umhverfisvæna framleiðslu.

„Ál líkt og aðrar hrávörur hefur átt á brattann að sækja frá fjármálahruninu og má rekja það til erfiðleika í efnahagslífi Vesturlanda. Á sama tíma hafa Kínverjar aukið mjög sína álframleiðslu og því hefur framboð aukist hratt,“ segir Rannveig.

Ítarlegt viðtal við Rannveigu má lesa í Viðskiptamogganum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK