Í hvað fara skattarnir?

Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár var kynnt í dag. Samkvæmt því ...
Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár var kynnt í dag. Samkvæmt því borgar hver íbúi landsins að meðaltali um 1,24 milljónir í samneyslu á ári. mbl.is/Golli

Á næsta ári er áætlað að tekjur ríkissjóðs utan vaxtatekna verði um 822 milljarðar og gjöld utan vaxtagjalda verði 717 milljarðar. Til viðbótar bætast svo vaxtagjöld upp á 73 milljarða og vaxtatekjur upp á 12 milljarða. En hvaðan koma þessir fjármunir og í hvað fara þeir?

Lang stærsti hluti tekna ríkissjóðs kemur af virðisaukaskatti og tekjuskatti einstaklinga. Nemur hann 29% og 25% af heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun.

Næstu flokkar þar á eftir eru tryggingagjöld og skattar á fyrirtæki með 12% og 11% af heildarkökunni.

Þar á eftir koma ýmsir skattar og gjöld eins og sjá má hér að neðan. Meðal annars er þar um að ræða vörugjöld á áfengi og tóbak, veiðigjald og skatta á bifreiðar og eldsneyti. Telja þessir aðrir flokkar fyrir um 23% af heildartekjur ríkissjóðs.

 Stærstu útgjaldaliðir ríkissjóðs eru sem fyrr félags-, húsnæðis og tryggingamál og svo heilbrigðismál. Þessir tveir flokkar verða samtals um 51% af heildarútgjöldum ríkissjóðs á næsta ári. Næst þar á eftir koma mennta- og menningarmál sem standa fyrir 12% útgjalda og vaxtagjöld sem eru 7%. Sjá má nánari skiptingu eftir málaflokkum hér að neðan.

 

 

Til að setja útgjöld ríkissjóðs í samhengi við kostnað hvers íbúa landsins tók fjármálaráðuneytið saman eftirfarandi tölur sem sýna hvað ákveðnir málaflokkar kosta hvern og einn íbúa landsins á ári.

Stærsti liðurinn eru heilbrigðismál, en kostnaður hvers íbúa að meðaltali er um 333 þúsund krónur á ári í þann málaflokk. Málefni aldraðra kosta þá um 216 þúsund og örorkugreiðslur í almannatryggingakerfinu 161 þúsund.

Samgöngur kosta hvern íbúa um 100 þúsund á ári og fjölskyldumál um 92 þúsund á ári. Háskólar kosta hvern íbúa 87 þúsund og framhaldsskólar 84 þúsund, umhverfismál 49 þúsund, löggæsla 43 þúsund og húsnæðisstuðningur 39 þúsund.

Samtals gerir þetta um 1,24 milljónir á ári á hvern íbúa.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti nýtt fjárlagafrumvarp í dag.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti nýtt fjárlagafrumvarp í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Hafþór Eide aðstoðarmaður Lilju

13:02 Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.   Meira »

Búið að bera kennsl á líkið

12:52 Lögregla hefur borið kennsl á lík manns sem fannst í Foss­vog­in­um um fjög­ur­leytið í fyrradag. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir það í samtali við mbl.is en maðurinn var Íslendingur á fertugsaldri. Meira »

Úreltur tölvubúnaður rannsóknarskipa

12:47 Tölvubúnaður hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er orðinn nærri 20 ára gamall og er framleiðandinn hættur þjónustu á búnaðinum. Ef búnaðurinn bregst er skipið ónothæft í langan tíma og ógnar þetta rekstraröryggi skipsins. Meira »

300 milljónum meira til Gæslunnar

12:41 Áætlað er að veita rúmum 4,3 milljörðum króna til Landhelgisgæslu Íslands vegna málefna landhelginnar. Framlögin hækka um 307,9 milljónir króna frá gildandi fjárlögum. Meira »

Telur almenning illa svikinn

12:28 Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sé þetta fjárlagafrumvarp borið saman við fjárlagafrumvarpið sem sú ríkisstjórn sem sprakk í haust lagði fram, kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins. Meira »

298 milljónir vegna kynferðisbrota

12:19 Alls verður 298 milljónum króna veitt til innleiðingar aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrota, samkvæmt fjárlögunum. Meira »

BL innkallar Range Rover

11:47 BL hefur innkallað 18 bifreiðar af gerðinni Range Rover og Range Rover Sport, árgerð 2017. Ástæða innköllunar er sú að skyndilega getur slökknað á mælaborðinu. Þegar þetta gerist koma engar upplýsingar fram í mælaborðinu en það kviknar á því aftur í akstri. Meira »

Hámark afsláttar lækkar um 250 þúsund

11:55 Uppi eru áform um að afnema afslátt bílaleiga af vörugjöldum á ökutæki umfram það sem gildir um fólksbifreiðar almennt, að því er segir í nýjum fjárlögum. Hámark ívilnunar á hvern bíl mun lækka úr 500 þúsund krónur í 250 þúsund í ársbyrjun 2018 Meira »

Hagkaup innkallar mjúkdýr

11:44 Hagkaup hefur innkallað marglita Ty-mjúkdýr sem líta út eins og púðluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty-mjúkdýrinu samanber mynd. Gallinn getur valdið því að fóður „fylling“ getur losnað úr leikfanginu og valdið skaða Meira »

Skoða aðrar leiðir til gjaldtöku

11:38 Áform um tilfærslu ferðaþjónustutengdrar starfsemi úr neðra þrepi virðisaukaskatts í almenna þrepið, sem voru kynnt í fjármálaáætluninni verða lögð til hliðar, samkvæmt nýjum fjárlögum. Meira »

Ríkisstjórnin samþykkir NPA-frumvörp

11:31 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) við fatlað fólk. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þessa efnis á fundi sínum í gær. Meira »

Ævar Þór á rússnesku

11:25 Ævar Þór Benediktsson hefur skrifað undir útgáfusamning við forlag í Rússlandi um útgáfu allra fjögurra bóka sinna úr barnabókaflokknum Þín eigin-bækur á rússnesku. Meira »

Óvissa um fjölda umsækjenda um vernd

11:20 Mikil óvissa er um fjölda umsækjenda um vernd á næsta ári en gera má ráð fyrir fjölgun bæði tilhæfulausra umsókna um vernd og einnig umsókna þar sem tilvik eru flóknari, að því er kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

Orri Páll og Sif aðstoða Guðmund Inga

11:05 Orri Páll Jóhannsson og Sif Konráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf á næstu dögum. Meira »

Fjárveiting til forsætisráðuneytis hækkar um hálfan milljarð

10:23 Heildarfjárheimild til forsætisráðuneytisins fyrir árið 2018 er áætluð 1.560 milljónir króna og hækkar um 493,6 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum. Meira »

Hálfum milljarði meira til Landsréttar

11:10 Alls verður 681 milljón króna varið til Landsréttar á árinu 2018, samkvæmt nýjum fjárlögum. Landsréttur tekur til starfa um næstu áramót. Meira »

Minnast Klevis Sula

10:34 Minningarathöfn verður haldin í minningu Klevis Sula á sunnudaginn klukkan 17.00 við tjörnina í Reykjavík. Klevis lést 8. desember eftir að hafa verið stunginn með hníf á Austurvelli aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Meira »

Aukin framlög til vegakerfisins

10:20 Framlag til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu hækkar um 1.388 milljónir frá gildandi fjárlögum, að því er kemur fram í nýjum fjárlögum fyrir árið 2018. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vestfirðingar til sjós og lands
Gaman og alvara að vestan. Meðal efnis: Síðasti kolakranastjórinn var Vestfirði...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
 
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...