Ekki tekið á uppsöfnuðum vanda

Hreinn Haraldsson er vegamálastjóri.
Hreinn Haraldsson er vegamálastjóri. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Það er ofboðslega margt ógert, ekki síst í ljósi þess sem menn samþykktu í samgönguáætlun í október í fyrra,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Framlög til vegamála í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 eru á pari við það sem kynnt var í fjármálaáætlun í vor. Heildarframlag til samgöngumála verður um 34 milljarðar króna á næsta ári.

Um er að ræða svipaða upphæð og varið var til samgöngumála á þessu ári en við afgreiðslu fjárlaga þessa árs hækkuðu framlög til samgöngumála um 4,5 milljarða króna. Í samtali við Hrein má heyra að hann er ekki nema mátulega ánægður með þá upphæð sem eyrnamerkt er samgöngum í frumvarpinu. „Þetta er sama rullan og kemur ekkert á óvart. Þetta eru sömu tölur og kynntar voru í fjármálaáætlun í vor.“

Þurfa 9 til 10 milljarða í endurbætur

Hreinn segir að Vegagerðin hafi lagt mikla áherslu á að fá aukið fé til viðhalds og endurbóta á vegakerfinu. „Samkvæmt þessu er miðað við sömu upphæð og er í ár. Upphæðin hækkaði reyndar frá árinu 2016 og það er jákvætt að hún fari allavega ekki niður aftur.“

Átta milljörðum króna verður varið til viðhalds á vegakerfinu 2018, eins og á þessu ári. „Við höfum verið með óskir um níu til tíu milljarða til að vinna hraðar á því sem fór úrskeiðis á árunum eftir hrun,“ segir Hreinn. Hann segir að þessi upphæð nægi ekki til að vinna á þeim uppsafnaða vanda. Víða í vegakerfinu, sérstaklega á stofnleiðum, sé mjög stutt í að ráðast þurfi í endurnýjun slitlags og burðarlags.

65 milljarða uppsöfnuð þörf

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er uppsöfnuð þörf fyrir viðhald slitlaga um 15 milljarðar króna. Uppsafnaður vandi sem tengist styrkingum og endurbótum er áætlaður um 50 milljarðar. Til viðbótar þessu er mikil þörf á endurnýjun brúa en 712 einbreiðar brýr eru í vegakerfinu. Helmingur brúa á Íslandi er 50 ára og eldri.

Í frumvarpinu kemur fram að umfangsmestu verkefnin sem ráðist verður í á næsta ári séu Dýrafjarðargöng, nýr kafli á Hringveginum í Berufjarðarbotni, kafli á Reykjavegi milli Biskupstungnabrautar og Laugarvatnsvegar auk smíði Vestmannaeyjaferju. Einnig segir að framlag til þjónustu á vegakerfinu hækki um 133 milljónir króna en það fé verður að mestu nýtt til að bæta vegmerkingar.

Nægir rétt til að halda í horfinu

Hreinn bendir á að vegna þess aukna fé fékkst til viðhaldsaðgerða á þessu ári hafi Vegagerðinni borist fleiri kvartanir en venjulega um umferðartafir vegna framkvæmda. Fólk hafi með öðrum orðum orðið vart við að meira hafi verið hægt að gera. Þetta nægi hins vegar ekki til þeirra endurbóta sem í þarf að ráðast. „Miðað við umferðaraukninguna sem orðið hefur, bæði í atvinnulífinu og vegna ferðamanna, yrði þetta ekki meira en til að halda í horfinu og koma í veg fyrir frekara slit.“

Hann segir að mjög aðkallandi sé orðið að breikka og styrkja stofnleiðir í vegakerfinu, eins og Vegagerðin hafi unnið að fyrir hrun. Vegirnir séu of mjóir og of veikir fyrir þessa miklu umferð. Slíkar framkvæmdir verði hins vegar að bíða enn um sinn. Hann viðurkennir að vera frekar súr vegna frumvarpsins. „Maður er vonsvikinn, já, að það skuli ekki vera sett meira fé í málaflokkinn.“

mbl.is

Innlent »

Barði móður sína með hillubút

14:00 28 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás á móður sína. Árásin var framin á heimili hennar og hlaut hún umtalsverða áverka af. Hann var dæmdur til greiða móður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur auk um 560 þúsund króna kostnað sem hlaust af málaferlunum. Meira »

Telur ekki tilefni til athugunar

13:18 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki tilefni til þess að embætti hans taki embættisfærslur ráðherra í tengslum við að dómsmálaráðherra tjáði forsætisráðherra að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir einstakling sem sótti um uppreist æru, til athugunar að eigin frumkvæði. Meira »

Mikill og útbreiddur misskilningur

12:14 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í utanríkisráðuneytinu í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. „Við höfum orðið vör við mikinn og útbreiddan misskilning hjá alþjóðlegum fjölmiðlum um tildrög stjórnarslitanna.“ Meira »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »
Tanktaska á Kawasaki KLR 650
Original taska sem aldrei hefur verið sett á hjól. Verð 20þ Upplýsingar í síma ...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Frystigámar 20 og 40 feta nýir gámar
Útvegum nýja frystigáma á hagstæðu verði. Holt1.is Vélasala S 4356662/895...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...