Ekki tekið á uppsöfnuðum vanda

Hreinn Haraldsson er vegamálastjóri.
Hreinn Haraldsson er vegamálastjóri. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Það er ofboðslega margt ógert, ekki síst í ljósi þess sem menn samþykktu í samgönguáætlun í október í fyrra,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Framlög til vegamála í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 eru á pari við það sem kynnt var í fjármálaáætlun í vor. Heildarframlag til samgöngumála verður um 34 milljarðar króna á næsta ári.

Um er að ræða svipaða upphæð og varið var til samgöngumála á þessu ári en við afgreiðslu fjárlaga þessa árs hækkuðu framlög til samgöngumála um 4,5 milljarða króna. Í samtali við Hrein má heyra að hann er ekki nema mátulega ánægður með þá upphæð sem eyrnamerkt er samgöngum í frumvarpinu. „Þetta er sama rullan og kemur ekkert á óvart. Þetta eru sömu tölur og kynntar voru í fjármálaáætlun í vor.“

Þurfa 9 til 10 milljarða í endurbætur

Hreinn segir að Vegagerðin hafi lagt mikla áherslu á að fá aukið fé til viðhalds og endurbóta á vegakerfinu. „Samkvæmt þessu er miðað við sömu upphæð og er í ár. Upphæðin hækkaði reyndar frá árinu 2016 og það er jákvætt að hún fari allavega ekki niður aftur.“

Átta milljörðum króna verður varið til viðhalds á vegakerfinu 2018, eins og á þessu ári. „Við höfum verið með óskir um níu til tíu milljarða til að vinna hraðar á því sem fór úrskeiðis á árunum eftir hrun,“ segir Hreinn. Hann segir að þessi upphæð nægi ekki til að vinna á þeim uppsafnaða vanda. Víða í vegakerfinu, sérstaklega á stofnleiðum, sé mjög stutt í að ráðast þurfi í endurnýjun slitlags og burðarlags.

65 milljarða uppsöfnuð þörf

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er uppsöfnuð þörf fyrir viðhald slitlaga um 15 milljarðar króna. Uppsafnaður vandi sem tengist styrkingum og endurbótum er áætlaður um 50 milljarðar. Til viðbótar þessu er mikil þörf á endurnýjun brúa en 712 einbreiðar brýr eru í vegakerfinu. Helmingur brúa á Íslandi er 50 ára og eldri.

Í frumvarpinu kemur fram að umfangsmestu verkefnin sem ráðist verður í á næsta ári séu Dýrafjarðargöng, nýr kafli á Hringveginum í Berufjarðarbotni, kafli á Reykjavegi milli Biskupstungnabrautar og Laugarvatnsvegar auk smíði Vestmannaeyjaferju. Einnig segir að framlag til þjónustu á vegakerfinu hækki um 133 milljónir króna en það fé verður að mestu nýtt til að bæta vegmerkingar.

Nægir rétt til að halda í horfinu

Hreinn bendir á að vegna þess aukna fé fékkst til viðhaldsaðgerða á þessu ári hafi Vegagerðinni borist fleiri kvartanir en venjulega um umferðartafir vegna framkvæmda. Fólk hafi með öðrum orðum orðið vart við að meira hafi verið hægt að gera. Þetta nægi hins vegar ekki til þeirra endurbóta sem í þarf að ráðast. „Miðað við umferðaraukninguna sem orðið hefur, bæði í atvinnulífinu og vegna ferðamanna, yrði þetta ekki meira en til að halda í horfinu og koma í veg fyrir frekara slit.“

Hann segir að mjög aðkallandi sé orðið að breikka og styrkja stofnleiðir í vegakerfinu, eins og Vegagerðin hafi unnið að fyrir hrun. Vegirnir séu of mjóir og of veikir fyrir þessa miklu umferð. Slíkar framkvæmdir verði hins vegar að bíða enn um sinn. Hann viðurkennir að vera frekar súr vegna frumvarpsins. „Maður er vonsvikinn, já, að það skuli ekki vera sett meira fé í málaflokkinn.“

mbl.is

Innlent »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

Í gær, 20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

Í gær, 20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

Í gær, 20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

Í gær, 18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

Í gær, 18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

Í gær, 18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

Í gær, 18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

Í gær, 17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

Í gær, 17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

Í gær, 18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

Í gær, 17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

Í gær, 16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Til leigu snyrtilegt og bjart 120 fm
atvinnuhúsnæði vestast á Kársnesi. Leigist eingöngu fyrir lager eða þ.h. uppl...
 
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...