Ekki tekið á uppsöfnuðum vanda

Hreinn Haraldsson er vegamálastjóri.
Hreinn Haraldsson er vegamálastjóri. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Það er ofboðslega margt ógert, ekki síst í ljósi þess sem menn samþykktu í samgönguáætlun í október í fyrra,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Framlög til vegamála í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 eru á pari við það sem kynnt var í fjármálaáætlun í vor. Heildarframlag til samgöngumála verður um 34 milljarðar króna á næsta ári.

Um er að ræða svipaða upphæð og varið var til samgöngumála á þessu ári en við afgreiðslu fjárlaga þessa árs hækkuðu framlög til samgöngumála um 4,5 milljarða króna. Í samtali við Hrein má heyra að hann er ekki nema mátulega ánægður með þá upphæð sem eyrnamerkt er samgöngum í frumvarpinu. „Þetta er sama rullan og kemur ekkert á óvart. Þetta eru sömu tölur og kynntar voru í fjármálaáætlun í vor.“

Þurfa 9 til 10 milljarða í endurbætur

Hreinn segir að Vegagerðin hafi lagt mikla áherslu á að fá aukið fé til viðhalds og endurbóta á vegakerfinu. „Samkvæmt þessu er miðað við sömu upphæð og er í ár. Upphæðin hækkaði reyndar frá árinu 2016 og það er jákvætt að hún fari allavega ekki niður aftur.“

Átta milljörðum króna verður varið til viðhalds á vegakerfinu 2018, eins og á þessu ári. „Við höfum verið með óskir um níu til tíu milljarða til að vinna hraðar á því sem fór úrskeiðis á árunum eftir hrun,“ segir Hreinn. Hann segir að þessi upphæð nægi ekki til að vinna á þeim uppsafnaða vanda. Víða í vegakerfinu, sérstaklega á stofnleiðum, sé mjög stutt í að ráðast þurfi í endurnýjun slitlags og burðarlags.

65 milljarða uppsöfnuð þörf

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er uppsöfnuð þörf fyrir viðhald slitlaga um 15 milljarðar króna. Uppsafnaður vandi sem tengist styrkingum og endurbótum er áætlaður um 50 milljarðar. Til viðbótar þessu er mikil þörf á endurnýjun brúa en 712 einbreiðar brýr eru í vegakerfinu. Helmingur brúa á Íslandi er 50 ára og eldri.

Í frumvarpinu kemur fram að umfangsmestu verkefnin sem ráðist verður í á næsta ári séu Dýrafjarðargöng, nýr kafli á Hringveginum í Berufjarðarbotni, kafli á Reykjavegi milli Biskupstungnabrautar og Laugarvatnsvegar auk smíði Vestmannaeyjaferju. Einnig segir að framlag til þjónustu á vegakerfinu hækki um 133 milljónir króna en það fé verður að mestu nýtt til að bæta vegmerkingar.

Nægir rétt til að halda í horfinu

Hreinn bendir á að vegna þess aukna fé fékkst til viðhaldsaðgerða á þessu ári hafi Vegagerðinni borist fleiri kvartanir en venjulega um umferðartafir vegna framkvæmda. Fólk hafi með öðrum orðum orðið vart við að meira hafi verið hægt að gera. Þetta nægi hins vegar ekki til þeirra endurbóta sem í þarf að ráðast. „Miðað við umferðaraukninguna sem orðið hefur, bæði í atvinnulífinu og vegna ferðamanna, yrði þetta ekki meira en til að halda í horfinu og koma í veg fyrir frekara slit.“

Hann segir að mjög aðkallandi sé orðið að breikka og styrkja stofnleiðir í vegakerfinu, eins og Vegagerðin hafi unnið að fyrir hrun. Vegirnir séu of mjóir og of veikir fyrir þessa miklu umferð. Slíkar framkvæmdir verði hins vegar að bíða enn um sinn. Hann viðurkennir að vera frekar súr vegna frumvarpsins. „Maður er vonsvikinn, já, að það skuli ekki vera sett meira fé í málaflokkinn.“

mbl.is

Innlent »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á vernandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörði heiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Flateyrarvegi lokað – víða ófært

16:15 Snjóflóð féll á Flateyrarveg, nokkru fyrir innan Flateyri, fyrir rúmlega klukkustund. Veginum hefur verið lokað en auk þess er vegurinn um Súðavíkurhlíð enn lokaður. Meira »

Björg leiðir starfshóp um persónuvernd

16:06 Starfshópur hefur verið skipaður til að aðstoða Björgu Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og formann Persónuverndar, við að innleiða reglugerð um breytta persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Meira »

Keyrði á stelpu og lét sig hverfa

15:06 „Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu.“ Þannig hefjast skrif Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur á Facebook en í gær var keyrt á dóttur hennar þar sem hún var að ganga yfir gangbraut. Meira »

Segir sjálfstæðismenn í vandræðum

15:32 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, segir að sjálfstæðismenn séu í miklum vandræðum með ráðherraval í viðræðunum um stjórnarmyndun sem nú standa yfir. Meira »

Fjölmiðlaskýrsla væntanleg fyrir áramót

14:40 Stefnt er á að skila skýrslu með tillögum um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla fyrir áramót. Að sögn Björgvins Guðmundssonar, formanns fimm manna nefndar sem annast skýrslugerðina, liggja tillögur nefndarinnar fyrir en ekki er búið að ganga frá skýrslunni. Meira »

Tveir skjálftar upp á 3,9 stig

14:07 Tveir jarðskjálftar urðu norðaustur af Bárðarbungu í Vatnajökli nú rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Mældust þeir báðir 3,9 stig. Meira »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum. Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...