„Skil ekki þessa leyndarhyggju“

Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri.
Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er gott að fá þessar upplýsingar. Okkur var sagt að þetta væru viðkvæmar upplýsingar. Ég skil ekki þessa leyndarhyggju,“ segir Bergur Þór Ingólfsson faðir einnar þeirra stúlkna sem Robert Downey, sem áður hét Ró­bert Árni Hreiðars­son, braut á og hlaut dóm fyrir árið 2008.

Gögn sem varða um­sókn Róberts um upp­reist æru voru birt í gær á vef dóms­málaráðuneyt­is­ins í kjöl­far niður­stöðu úr­sk­urðar­nefnd­ar upp­lýs­inga­mála. Í umsókninni lagði hann fram meðmæli frá þrem­ur vin­um til margra ára. 

„Að umsagnir æskuvina hans sé hluti af þessu ferli er stórundarlegt. Þessar lýsingar eru rosalegar líkt og um dýrling sé að ræða,“ segir Bergur Þór. Þeir sem skrifuðu meðmælin höfðu þekkt Róbert í marga áratugi og störfuðu sem kennari og fulltrúi sýslumanns í Reykjavík.

„Þetta eru líka menn sem gegna ábyrgðastöðu gagnvart börnum. Það er eins og þeir hafi ekki skoðað alvarleika málsins og skrifað upp á þetta í hugsunarleysi. Miðað við hvað brotaferilinn var langur og skipulagður og hann spilaði með börn,“ segir Bergur Þór. Þetta sýnir skýrt fram á hversu fáránlegt þetta ferli er og skýrt dæmi um að það er rangt, að sögn hans.  

Bergi Þór þykir ámælisvert að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafi ekki viljað skoða málið og þessar upplýsingar og sagði að þær skiptu ekki máli. „Þau viðbrögð skerða traust mitt til hennar um hvernig talað hefur verið um málin fyrir okkur. Það eru þau sem eiga að komast að þessum brotalömum. Það eru brotalamir í þessu kerfi, það ríkir leyndarhyggja og rosaleg tregða. Við hefðum getað fengið að vita þetta fyrir þremur mánuðum síðan og enginn skaði af því hlotist. Fólk þarf að fá upplýsingar,“ segir Bergur Þór. 

Í lok ágúst sat Berg­ur Þór Ing­ólfs­son fund alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar þar sem rætt var um uppreist æru. Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra segir að unnið sé að breyt­ingu á lög­um um uppreist æru. Stefn­t er á að leggja frum­varpið fram á haustþingi. 

„Frábær ræða hjá forsetanum“

Við þingsetningu í gær hvatti Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, þing­menn til að end­ur­skoða lög um upp­reist æru. Hann benti einnig á að skil­greina þurfi bet­ur í stjórn­ar­skrá völd og ábyrgð for­seta Íslands. Lögum samkvæmt þarf hann að skrifaði undir uppreist æru einstaklinga.  

„Mér fannst þetta frábær ræða hjá forsetanum. Ég tek hatt minn ofan fyrir honum að hafa hlustað og tekið mið af því sem við og fólkið í landinu hefur sagt um þetta mál,“ segir Bergur Þór. Hann bendir á að það sé „fáránlegt“ að forseti Íslands þurfi að veita uppreist æru án þess að hafa eitthvað um málið að segja og án þess að fá tækifæri til að kynna sér málið. 

Þau tvö bréf sem Róbert skrifaði þar sem hann sótti um uppreist æru voru bæði stíluð á forseta Íslands og innanríkisráðuneytið. „Hann fær ekki þessi bréf til yfirlestrar. Þetta er markleysa. Þetta er í stjórnarskránni og þessu þarf að breyta,“ segir Bergur Þór og bætir við: „Það þarf líka að breyta því að dæmdir barnaníðingar fái ekki að starfa sem lögmenn.“

Vongóður um breytingar

Bergur Þór er vongóður um að Alþingi eigi eftir að breyta þessu til batnaðar sérstaklega eftir gærdaginn þegar Alþingi var sett og upplýsingarnar bárust. Hann segir upplýsingarnar hafi varpað ljósi á málið og núna séu fleiri púsl komin inn í myndina. Hins vegar er málið sérstakt að því leyti að það tók langan tíma að afgreiða það. Af hverju fékk hann ekki neitun eins og aðrir? spyr Bergur Þór. Þrátt fyrir þessi gögn sem voru birt í gær vantar enn upplýsingar um hvers vegna málið lá svona lengi inni í ráðuneytinu og svo líka rökstuðninginn fyrir því að honum var veitt uppreist æra.  

„Ég vil fá einhver gögn um það því svo margt hefur verið sagt. Það er eins og fólk geti bara sagt: „Svona er þetta“. Einhverju er varpað fram og það reynist ekki rétt. Maður spyr sig hvort þetta sé svona í stjórnsýslunni því það eitthvað skrýtið við þetta og hún er ekki eins og hún á að vera,“ segir Bergur.

Hann tekur fram að fjölmiðlar hafi staðið sig vel í þessu máli og þrýst á að fá upplýsingar. 

Ég bað þingið um að taka við málinu og þrátt fyrir allt treysti ég því að það breyti lögum um uppreist æru, kom í veg fyrir að dæmdir níðingar geti starfað sem lögmenn og skoði stjórnarskrána,“ segir Bergur Þór og bætir við: „Ef þessi mótstaða við upplýsingu heldur áfram og leyndarhyggja ríkir þá erum við er hvergi hætt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skóflustunga að hjúkrunarheimili

Í gær, 23:50 Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg var tekin í dag. Er það hluti af nýju 21 þúsund fermetra öldrunarsetri í Fossvogi. Skóflustunguna tóku þeir Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Meira »

Færri komust í flugið en vildu

Í gær, 22:46 „Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land. Meira »

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

Í gær, 22:12 „Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu. Meira »

Fagna því að konur rjúfi þögnina

Í gær, 22:07 Ung vinstri græn, Uppreisn, Samband ungra framsóknarmanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir píratar fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Meira »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

Í gær, 21:22 „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

Í gær, 20:48 Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land. Meira »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

Í gær, 20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

„Ég veit bara að ég er miður mín“

Í gær, 20:40 „Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

Í gær, 20:09 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

Í gær, 19:57 Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Mikill áhugi á jafnréttisþingi

Í gær, 19:26 Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum. Meira »

Vísað af heimili og sætir nálgunarbanni

Í gær, 18:39 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr í nóvember dæmdi að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni í fjórar vikur. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Meira »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

Í gær, 18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

Í gær, 17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

Í gær, 17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

Í gær, 18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

Í gær, 17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

Í gær, 17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 229.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
Kia Ceed 2012 árgerð
Til Sölu Kia Ceed, Dísel Tjónalaus Keyrður 72.xxx km Sjálfskiptur Reyklaust ...
Armbönd
...
Stimplar
...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...