„Skil ekki þessa leyndarhyggju“

Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri.
Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er gott að fá þessar upplýsingar. Okkur var sagt að þetta væru viðkvæmar upplýsingar. Ég skil ekki þessa leyndarhyggju,“ segir Bergur Þór Ingólfsson faðir einnar þeirra stúlkna sem Robert Downey, sem áður hét Ró­bert Árni Hreiðars­son, braut á og hlaut dóm fyrir árið 2008.

Gögn sem varða um­sókn Róberts um upp­reist æru voru birt í gær á vef dóms­málaráðuneyt­is­ins í kjöl­far niður­stöðu úr­sk­urðar­nefnd­ar upp­lýs­inga­mála. Í umsókninni lagði hann fram meðmæli frá þrem­ur vin­um til margra ára. 

Frétt mbl.is: Fékk meðmæli frá göml­um vin­um

„Að umsagnir æskuvina hans sé hluti af þessu ferli er stórundarlegt. Þessar lýsingar eru rosalegar líkt og um dýrling sé að ræða,“ segir Bergur Þór. Þeir sem skrifuðu meðmælin höfðu þekkt Róbert í marga áratugi og störfuðu sem kennari og fulltrúi sýslumanns í Reykjavík.

„Þetta eru líka menn sem gegna ábyrgðastöðu gagnvart börnum. Það er eins og þeir hafi ekki skoðað alvarleika málsins og skrifað upp á þetta í hugsunarleysi. Miðað við hvað brotaferilinn var langur og skipulagður og hann spilaði með börn,“ segir Bergur Þór. Þetta sýnir skýrt fram á hversu fáránlegt þetta ferli er og skýrt dæmi um að það er rangt, að sögn hans.  

Bergi Þór þykir ámælisvert að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafi ekki viljað skoða málið og þessar upplýsingar og sagði að þær skiptu ekki máli. „Þau viðbrögð skerða traust mitt til hennar um hvernig talað hefur verið um málin fyrir okkur. Það eru þau sem eiga að komast að þessum brotalömum. Það eru brotalamir í þessu kerfi, það ríkir leyndarhyggja og rosaleg tregða. Við hefðum getað fengið að vita þetta fyrir þremur mánuðum síðan og enginn skaði af því hlotist. Fólk þarf að fá upplýsingar,“ segir Bergur Þór. 

Í lok ágúst sat Berg­ur Þór Ing­ólfs­son fund alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar þar sem rætt var um uppreist æru. Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra segir að unnið sé að breyt­ingu á lög­um um uppreist æru. Stefn­t er á að leggja frum­varpið fram á haustþingi. 

Frétt mbl.is: Barn­aníðing­ar starfi ekki sem lög­menn

„Frábær ræða hjá forsetanum“

Við þingsetningu í gær hvatti Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, þing­menn til að end­ur­skoða lög um upp­reist æru. Hann benti einnig á að skil­greina þurfi bet­ur í stjórn­ar­skrá völd og ábyrgð for­seta Íslands. Lögum samkvæmt þarf hann að skrifaði undir uppreist æru einstaklinga.  

Frétt mbl.is: „Verðum að læra af bit­urri reynslu“

„Mér fannst þetta frábær ræða hjá forsetanum. Ég tek hatt minn ofan fyrir honum að hafa hlustað og tekið mið af því sem við og fólkið í landinu hefur sagt um þetta mál,“ segir Bergur Þór. Hann bendir á að það sé „fáránlegt“ að forseti Íslands þurfi að veita uppreist æru án þess að hafa eitthvað um málið að segja og án þess að fá tækifæri til að kynna sér málið. 

Þau tvö bréf sem Róbert skrifaði þar sem hann sótti um uppreist æru voru bæði stíluð á forseta Íslands og innanríkisráðuneytið. „Hann fær ekki þessi bréf til yfirlestrar. Þetta er markleysa. Þetta er í stjórnarskránni og þessu þarf að breyta,“ segir Bergur Þór og bætir við: „Það þarf líka að breyta því að dæmdir barnaníðingar fái ekki að starfa sem lögmenn.“

Vongóður um breytingar

Bergur Þór er vongóður um að Alþingi eigi eftir að breyta þessu til batnaðar sérstaklega eftir gærdaginn þegar Alþingi var sett og upplýsingarnar bárust. Hann segir upplýsingarnar hafi varpað ljósi á málið og núna séu fleiri púsl komin inn í myndina. Hins vegar er málið sérstakt að því leyti að það tók langan tíma að afgreiða það. Af hverju fékk hann ekki neitun eins og aðrir? spyr Bergur Þór. Þrátt fyrir þessi gögn sem voru birt í gær vantar enn upplýsingar um hvers vegna málið lá svona lengi inni í ráðuneytinu og svo líka rökstuðninginn fyrir því að honum var veitt uppreist æra.  

„Ég vil fá einhver gögn um það því svo margt hefur verið sagt. Það er eins og fólk geti bara sagt: „Svona er þetta“. Einhverju er varpað fram og það reynist ekki rétt. Maður spyr sig hvort þetta sé svona í stjórnsýslunni því það eitthvað skrýtið við þetta og hún er ekki eins og hún á að vera,“ segir Bergur.

Hann tekur fram að fjölmiðlar hafi staðið sig vel í þessu máli og þrýst á að fá upplýsingar. 

Ég bað þingið um að taka við málinu og þrátt fyrir allt treysti ég því að það breyti lögum um uppreist æru, kom í veg fyrir að dæmdir níðingar geti starfað sem lögmenn og skoði stjórnarskrána,“ segir Bergur Þór og bætir við: „Ef þessi mótstaða við upplýsingu heldur áfram og leyndarhyggja ríkir þá erum við er hvergi hætt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Loftrýmisgæslu NATO lokið að sinni

14:46 Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland þetta árið lauk síðastliðinn föstudag þegar flugsveit bandaríska flughersins sneri aftur til síns heima. Alls tóku rúmlega 200 liðsmenn í verkefninu, auk starfsfólks frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Meira »

„Sterkust þegar við stöndum saman“

14:28 Formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, segir að atburðarás síðustu daga hafi valdið umróti innan flokksins sem leitt hafi til þess að gott fólk hafi kosið að yfirgefa hann. Vísar hann til ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við Framsóknarflokkinn. Meira »

Trefjar selja nýjan bát til Hvalseyjar

14:27 Bátasmiðjan Trefjar hefur selt nýjan bát til útgerðar á Hvalsey. Þetta segir Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri og markaðsstjóri Trefja, en Hvalsey er sjötta stærsta eyja Hjaltlandseyja. Meira »

RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur

14:02 Ríkisútvarpið og Guðmundur Spartakus Ómarsson hafa komist að samkomulag um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og þrjá nú­ver­andi og fyrr­ver­andi frétta­menn RÚV og út­varps­stjóra. Meira »

Fleiri úrsagnir úr Framsókn

13:50 Formaður Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis, Regína Helgadóttir, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns flokksins, að gera það sama í gær. Meira »

Sigmundur muni taka fylgi af Framsókn

13:02 Viðbúið er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni taka með sér eitthvað af fylgi Framsóknarflokksins eftir að hann sagði sig úr flokknum í gær. Hann á jafnframt mjög góða möguleika á því að komast á þing. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »

Stormur við suðurströndina

11:49 Búast má við stormi með suðurströndinni í kvöld og einnig snarpar vindhviður við fjöll á Suðvesturlandi. Útlit fyrir talsverða eða mikla rigningu suðaustantil á landinu út vikuna. Meira »

Framsókn meira samstiga á eftir

12:17 „Það er bara rosalega góður hugur í fólki. Fólk bara þjappar sér saman þegar á móti blæs. Það er bara þannig eins og í íþróttum og öðru. Það eru bara eðlileg viðbrögð. Síðan líður bara öllum vel þegar útlit er fyrir að allir verði samstíga í framhaldinu.“ Meira »

Hjóluðu í hlíðum Hverfjalls

11:07 Landverðir í Mývatnssveit fóru á dögunum til þess að afmá för eftir reiðhjól úr hlíðum Hverfjalls. Rakað var yfir förin eftir reiðhjólin sem voru ekki umfangsmikil. Í hlíðum Hverfjalls er öll umferð bönnuð en eingöngu er leyfilegt að nota göngustíginn upp á fjallið. Meira »

Bjartsýnn á góða vertíð fyrir vestan

10:56 „Þetta hefur verið ágætiskropp á línu,“ segir Emil Freyr Emilsson, skipstjóri á línubátnum Guðbjarti SH sem er gerður út frá Rifi. „Það stóð til að við færum til veiða á Skagaströnd í haust en aflinn þar hefur ekkert verið sérstakur svo við höldum okkur við Breiðafjörðinn að sinni.“ Meira »

Þorsteinn fer úr Framsóknarflokknum

10:39 Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent á fjölmiðla. Þorsteinn sat á Alþingi fyrir Framsókn á árunum 2013-2016 en gaf ekki áfram kost á sér í þingkosningunum sem fram fóru á síðasta ári. Meira »

Formenn flokkanna hittast í dag

10:33 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna á sinn fund klukkan 15.15 í dag.  Meira »

Fái að veiða 57 þúsund rjúpur yfir 12 daga

10:26 Rjúpnastofninn þolir að veiddar verði 57 þúsund rjúpur á þessu veiðitímabili samkvæmt tillögum Náttúrufræðistofnunnar Íslands, sem mælir áfram með 12 daga veiðitímabili rjúpu. Voru niðurstöðurnar kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra í bréfi síðasta föstudag. Meira »

„Ég hef alltaf stutt Sigmund Davíð“

10:16 Formaður Framsóknarfélags Aðaldæla í Suður-Þingeyjarsýslu hyggst ganga úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi formanns hans, að segja skilið við flokkinn. Meira »

Stjórnin segir sig úr Framsókn

09:44 Fimm stjórnarmenn í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar hafa sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og segjast ekki eiga neina samleið með flokknum. Meira »

Óskar eftir gögnum um uppreist æru

10:24 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur sent upplýsingabeiðni til dómsmálaráðuneytisins þar sem hún óskar eftir aðgangi að ýmsum gögnum er varða málsmeðferð uppreistar æru í víðum skilningi. Meira »

Ný flugnámsbraut hjá Icelandair

10:13 Icelandair hefur sett af stað flugnámsbraut í samstarfi við Flugakademíu Keilis, Flugskóla Íslands og erlenda flugskóla til þess að styðja áframhaldandi vöxt félagsins og tryggja félaginu hæft starfsfólk til framtíðar. Meira »

Skartgriparánið upplýst

09:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem hún hafði til rannsóknar. Fyrr í mánuðinum var lögreglan kölluð til á heimili í Reykjavík en þar hafði maður rænt skartgripum af eldri konu. Meira »
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...