„Þetta á mjög langt í land“

Hvassahraun.
Hvassahraun. mbl.is/Árni Sæberg

Margt þarf að skoða og ganga upp áður en hægt er að ræða af alvöru hugmyndir um að velja Hvassahraun í Vogum sem öryggisflugvöll á suðvesturhorninu eins og rætt er um í nýrri skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar.

Engar viðræður hafa átt sér stað um þau mál við sveitarfélagið Voga, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar bæjarstjóra. Hann segir að fólk þar sé eiginlega hvorki með né á móti hugmyndinni, en opið fyrir því að kanna hana, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hvassahraun er svokallað fjarsvæði með tilliti til vatnsverndar og engin könnun hefur farið fram á því hvaða áhrif flugvöllur hefði á vatnsból íbúa í Vogum eða í öðrum sveitarfélögum í nágrenninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert