Vill brúa Skerjafjörð og reisa nýja byggð

Hugmyndin er til þess fallin að létta mjög á umferð ...
Hugmyndin er til þess fallin að létta mjög á umferð um stofnæðar höfuðborgarsvæðisins, að mati Björns Jóns. Stilla úr myndinni Skerjabraut

„Þessar tengingar eru hagsmunamál allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Björn Jón Bragason, áhugamaður um skipulagsmál, við mbl.is. Hann hefur sent frá sér stutta heimildamynd um hugmyndir um byggingu brúar yfir Skerjafjörð, svokallaða Skerjabraut, og tengja þannig betur saman Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfjörð. Brúin gæti að mati Björns Jóns verið lykilþáttur í uppbyggingu tugþúsunda manna byggðar á Álftanesi.

Björn Jón hefur að eigin sögn haft áhuga á skipulagsmálum frá því hann var strákur. Hann segir að þeir vinirnir, Bolli Kristinsson, hafi lengi verið heillaðir af þeirri hugmynd að ráðast í byggingu Skerjabrautar. Þeir hafi viljað sýna fram á kosti framkvæmdarinnar á myndrænan og aðgengilegan hátt. Hann tekur þó fram að hugmyndin sé ekki ný af nálinni. Hún hafi fyrst verið sett fram af Trausta Valssyni 1973. Þá hafi Gestur Ólafsson, forstöðumaður Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, tekið hugmyndina upp á sína arma og talað fyrir henni um 1980.

Stórskipahöfn ekki lengur á dagskrá

Björn Jón segir að það sem helst hafi staðið í veginum á þeim tíma hafi verið fyrirhuguð stórskipahöfn á Kársnesi; höfn sem ekki sé á döfinni í dag, enda sé höfnin á Kársnesi hugsuð fyrir minni báta.

Hann bendir á að helstu stofnæðar höfuðborgarsvæðisins beri ekki lengur þann mikla fjölda bíla sem um þær fari. Þegar horft sé á höfuðborgarsvæðið sem eina heild blasi við að umferðarkerfið sé hálfklárað. Skortur sé á vegtengingum á milli sveitarfélaganna, enda séu stofnæðar hvers sveitarfélags hugsaðar frá austri til vesturs, en ekki frá norðri til suðurs. Þannig vanti ýmsar tengingar sem æskilegt væri að hafa. Hann nefnir veg um Fossvog og Sundabraut, sem aldrei hafi orðið að veruleika. „Á stórum köflum er þetta sprungið,“ segir hann og nefnir að öll umferðin út úr höfuðborginni tengist í einni trekt í Ártúnsbrekkunni.

Björn Jón Bragason er áhugmaður um skipulagsmál.
Björn Jón Bragason er áhugmaður um skipulagsmál. mbl.is/Rax

Styttra inn í Reykjavík

Björn Jón segir að margvíslegur ávinningur fengist af byggingu Skerjabrautar enda blasi við, ef öll landamæri séu fjarlægð, að Skerjafjörðurinn sé miðpunktur höfuðborgarsvæðisins. „Með vegtengingu yfir Skerjafjörð væri stór hluti umferðar tekinn út fyrir byggð, en mikil mengun og ónæði hlýst af umferðarþunga í Hlíðunum eins og allir þekkja. Garðbæingar og Hafnfirðingar yrðu mun skemur á leiðinni til Reykjavíkur, en brautin lendir í næsta nágrenni við stærstu vinnustaði landsins, Háskólana tvo, Landspítalann, stjórnsýsluna, flugvöllinn, auk margs konar verslunar og þjónustu,“ segir hann í myndinni. Hann bendir líka á að hægt yrði að nýta betur þá fjárfestingu sem liggur í atvinnuhúsnæði í miðbænum og á Seltjarnarnesi.

Hann segir að brautin yrði líka mikilvægur öryggisþáttur en eins og sakir standa geti umferðarþunginn í Reykjavík hamlað för forgangsbifreiða. Brautin væri til þess fallin að létta verulega á umferðarþunganum og dreifa álaginu betur.

Góð reynsla af landfyllingum

Björn Jón segir að flestar ef ekki allar aðgerðir sem rætt er um, þegar kemur að samgöngubótum, séu afar kostnaðarsamar. Þar nefnir hann hugmyndir um flugvöllinn, borgarlínu og dýrustu útfærslu Sundabrautar, framkvæmdir sem hlaupi sumar á tugum milljarða króna. Hann segir að Skerjabraut þyrfti alls ekki að vera svo dýr, enda sé að stærstum hluta mjög grunnt á því svæði sem hann sér fyrir sér að brautin yrði. Brúin sjálf þyrfti aðeins að ná yfir stuttan hluta leiðarinnar, sem í heild er um tveir kílómetrar. Hann bendir á að Íslendingar hafi góða reynslu af því að leggja vegi á landfyllingar og nefnir í því samhengi Sæbraut, Gilsfjarðarbrúa og veginn um Kjálkafjörð. „Það er mikilvægt í þessari umræðu að framtíðarsýnin sé raunhæf og hagkvæm,“ segir Björn Jón.

Hér má sjá hvernig Skerjabraut myndi líta út, gangi hugmyndirnar ...
Hér má sjá hvernig Skerjabraut myndi líta út, gangi hugmyndirnar eftir. Stilla úr myndinni Skerjabraut

Ný byggð á Álftanesi

Hann sér fyrir sér að í kjölfar byggingar Skerjabrautar gæti mikil og blómleg byggð risið á Álftanesi. Þar liggi verðmætt byggingaland sem ekki sé nýtt í dag. Á þeim slóðum væri mjög eftirsóknarvert að búa, í ljósi nálægðar við miðbæ Reykjavíkur og veðursældar. „Ungt fólk vill búa í nálægð, reiðhjólafjarlægð, við gróinn miðbæ,“ segir hann við mbl.is.

Björn Jón sér líka fyrir sér að auðvelt væri að gera vegtengingu frá Bessastaðanesi, sem mætti nýta sem gott byggingarland, yfir á Kársnes. „Ég er sannfærður um að með brú yfir Skerjafjörð og mikilli uppbyggingu á Álftanesi getum við á næstu árum og áratugum byggt upp miklu skemmtilegri borg,“ segir hann í myndinni.

Umferðarvandinn blasir við

Björn Jón segir að þeir sveitarstjórnarmenn sem hann hefur rætt við séu mjög jákvæðir fyrir hugmyndinni. Hann hafi fengið mikil og góð viðbrögð við myndinni. „Mér finnst gaman að þessar gömlu hugmyndir séu núna að fá verðskuldaða athygli. Þetta er orðið raunhæfara núna en þetta var þá. Og umferðarvandinn blasir við okkur alls staðar.“

Hann bendir líka á í myndinni að hægt væri að ná sátt um flugvöllinn með því að hnika til neyðarbrautinni og færa hana út í sjó með landfyllingu. Hann segir afar mikilvægt að ná lendingu í flugvallarmálinu og telur að þessar hugmyndir geti verið skref í þá átt.mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

Í gær, 23:35 Það var óvenjuleg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skagaströnd á dögunum. Hún er appelsínugul á litin með bleikum blæ og það vantar á hana svokallaða „kölskabletti" - svörtu blettina sem eru fremst á hliðarrákunum beggja megin á ýsu. Meira »

Gögn um fjármál þúsunda viðskiptavina

Í gær, 22:34 Glitnir lagði fram kröfu um lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, unna upp úr gögnum innan úr Glitni HoldCo ehf. vegna þess að taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að í gögnum sé að finna upplýsingar um persónuleg fjárhagsmálefni þúsunda fyrrverandi viðskipta vina bankans. Meira »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

Í gær, 21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

Í gær, 21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

Í gær, 21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

Í gær, 21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

Í gær, 20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

Í gær, 21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

Í gær, 20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

Í gær, 20:29 Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

Í gær, 20:08 Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

Í gær, 19:44 „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

Í gær, 19:42 Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

BÍ fordæmir lögbann á fréttaflutning

Í gær, 19:26 „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela.“ Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

Í gær, 18:38 Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

Í gær, 19:29 „Nánast í hverjum einustu kosningum undanfarna áratugi hefur þó ekki skort kosningaloforð til umbóta fyrir eldri borgara, en efndirnar hafa því miður verið á hraða snigilsins og virðist þá litlu skipta hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völdin.“ Þetta segir Anna Birna Jensdóttir á málþingi SFV, um hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

„Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“

Í gær, 19:11 „Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

Í gær, 18:20 Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »
Nokian dekk 185/65/15
Mjög lítið notuð ca. 4 mánuði hvert sett. Nokian dekk 185/65/15 4 nagladekk án f...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...