„Þetta er aftur orðið gaman“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/RAX

„Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum sem eru núna ráðandi í flokknum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, um þá ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Vinnur hann nú að stofnun nýs stjórnmálaafls sem mun bjóða fram í komandi alþingiskosningum í næsta mánuði, og hyggst Sigmundur sjálfur sækjast eftir þingsæti.

Markmiðið um að koma honum frá „öllum öðrum markmiðum yfirsterkara“

Bendir Sigmundur á að fyrir ári hafi Framsóknarflokkurinn fengið verstu útreið í hundrað ára sögu sinni. „Það að þessi hópur hafi núna ætlað sér að efna til átaka næstu vikurnar þegar flokkurinn stendur veikt gaf mér til kynna að markmiðið um að koma mér og öðrum frá væri öllum öðrum markmiðum yfirsterkara hjá þessum hópi,“ segir Sigmundur og bætir við að hann hafi því þurft að spyrja sig til hvers hann væri að berjast fyrir því að vinna með fólki sem vildi fyrst og fremst losna við hann. „Það er ekkert voðalega skemmtilegt til lengdar og ekki líklegt til árangurs,“ segir hann.

Spurður um það hvaða fólk innan flokksins Sigmundur á við segir hann að það sé „fólkið sem endurheimti völdin yfir flokknum á flokksþinginu síðast, svipaður hópur og réði för í flokknum fyrir áratug, í kringum kosningarnar 2007.“

Ekki skemmtilegt í Framsóknarflokknum að undanförnu

Sigmundur kveðst því frekar hafa viljað byggja upp eitthvað nýtt, þó á grunni þess sem Framsóknarflokkurinn vann að á árunum 2009-2016. „Það er mikilvægt að hafa stað til að vinna áfram á þeim nótum sem við unnum árin 2009 til 2016, og líka hafa gaman af starfinu, en það hefur ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegt í Framsóknarflokknum að undanförnu,“ segir Sigmundur og bætir við að töluvert margir hafi hvatt hann til að fara í þessa átt alllengi. 

Eins og greint var frá fyrr í kvöld hefur Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, sem var formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur þar til í dag, sagt sig úr flokknum, en hann er stuðningsmaður Sigmundar Davíðs. Spurður út í það hvort hann viti um fleiri sem hyggjast ganga úr flokknum svarar Sigmundur játandi. „Ég sé til dæmis að formaður Framsóknarfélags Þingeyinga er búinn að segja sig úr flokknum og ég á frekar von á að slíkum tilkynningum muni fjölga,“ segir Sigmundur.

Þá segist hann ætla að flestir Framsóknarmenn séu mjög ósáttir við atburðarás síðastliðins eins og hálfs árs. Það sé þó ekki þar með sagt að þeir muni allir ganga úr flokknum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Ingi Hrafnsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Ingi Hrafnsson. Eva Björk Ægisdóttir

Ýmsir hópar að skoða þessi mál

Eins og greint hefur verið frá hefur Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, boðað stofnun nýs flokks, Samvinnuflokksins. En er um sama stjórnmálaafl að ræða og Sigmundur Davíð hefur boðað stofnun á?

„Það eru margir hópar búnir að vera að skoða þessa hluti og það má segja að hópurinn sem var að starfa í Framfarafélaginu hafi unnið töluvert mikla vinnu með það í huga að til þessa gæti komið, sérstaklega eftir að varð ljóst í hvað stefndi með mig, þá fóru menn á fullt þar,“ segir Sigmundur. „Svo hef ég séð að Björn Ingi er að tala fyrir því að það vanti borgaralega sinnaða hreyfingu í stjórnmálin og það er allt satt og rétt hjá honum – en þetta eru ýmsir hópar sem eru að spá í þessi mál greinilega núna.“

En það er þá ekki útilokað að þessir hópar renni saman á einhvern hátt, eða hvað? „Ég hef haft þá sýn að vera tilbúinn að vinna með hverjum sem er tilbúinn að fara í þessi mál á þeim forsendum sem þetta snýst um, það er að segja að vera í pólitík á grundvelli málefna, að vinna að róttækum umbótum og vera með róttækt umbótaafl og flokk sem er tilbúinn að fara gegn kerfinu, treystir sér til að standa vörð um það sem er rétt – líka þegar það er erfitt,“ segir Sigmundur. „Þeir sem hafa sambærilega sýn og ég á pólitík eru vonandi einhverjir, og vonandi sem flestir, til í að taka þátt í þessu með mér.“

Mun ganga upp innan tímamarkanna

Sigmundur segir markmiðið vera að bjóða fram í komandi þingkosningum, og hann muni sjálfur sækjast eftir þingsæti fyrir hönd hins nýja flokks. Spurður um það hvort hann telji fimm vikur nægilega langan tíma til að koma hinum nýja flokk á koppinn segir hann: „Þetta er auðvitað knappur tími en það er það mikill fjöldi fólks búinn að hvetja til þess og bjóðast til þess að vinna að því að skipuleggja vinnu þessa hóps að það verður hægt að klára þetta innan þessa tíma.“

Er mikil spenna hjá þér fyrir framhaldinu? „Já, þetta er aftur orðið gaman,“ segir Sigmundur glaður í bragði.

mbl.is

Innlent »

Kennsla verði eftirsóknarvert starf

07:57 Tíu manna starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun. Meira »

Von á rysjóttri tíð

07:05 Spáð er hægum vindi í dag, bjart veður og kalt, en dálítil él norðaustan til fram eftir degi. Von er á rysjóttri tíð en um leið hlýnandi veðri. Meira »

Flugu með sjúkling til Reykjavíkur

07:01 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling á Snæfellsnes í nótt sem þurfti að komast með hraði á sjúkrahús í Reykjavík.  Meira »

Skemmdist illa í bruna

06:55 Tilkynnt um eld í nýlegri bifreið við Víkingsheimilið Fossvogi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Vegfarendur reyndu að slökkva með handslökkvitækjum en ekkert gekk fyrr en slökkvilið mætti á vettvang. Meira »

Á stolinni vespu og með dóp

06:21 Lögreglan hafði afskipti af pari á vespu í Kópavogi um klukkan 22 í gærkvöldi. Maðurinn viðurkenndi að vespan væri stolin og við leit á heimili hans fundust fíkniefni. Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af öðru pari í Árbænum skömmu fyrir átta í gærkvöldi. Meira »

Villtust í Glerárdal

05:59 Björgunarsveitarfólk var kallað út upp úr klukkan 20 í gærkvöldi til að leita að pari sem hafði villst í Glerárdal við Akureyri. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri hafði fólkið lagt af stað fótgangandi síðdegis og ætlað sér að ganga í skálann Lamba en villst af leið enda skyggni lélegt. Meira »

Tryggi góð lífskjör

05:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld að ríkisstjórnin myndi kappkosta að skila betra búi en hún tók við í heilbrigðisþjónustu, löggæslu, húsnæðismálum, samgöngum og fleiri innviðum. Meira »

Starfsfólki bankanna fækkar hratt

05:30 Á síðasta áratug hefur starfsfólki í bönkum og sparisjóðum fækkað um tæplega 1.500 og bankaútibúum fækkað um rúmlega 60.   Meira »

Launaskriðið heldur áfram

05:30 Laun hinna ýmsu hópa sem starfa hjá ríkinu hafa hækkað um 1,4% til 6,3% í ár. Laun félagsmanna hjá ASÍ hækkuðu hlutfallslega mest, eða um tæplega 30 þúsund krónur. Meira »

Kaupaukagreiðslur verði teknar til baka

05:30 Stjórn Klakka ákvað í gær að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem samþykkar voru á hluthafafundi síðastliðinn mánudag, verði dregnar til baka. Meira »

Gæti seinkað fram í miðjan janúar

05:30 Unnið er að allsherjarviðgerð á vél Breiðafjarðarferjunnar Baldurs á þrennum vígstöðvum; í Danmörku, Englandi og hjá Framtaki í Garðabæ. Meira »

Myndin mun auka á ferðamannastraum

05:30 „Kvikmyndinni mun örugglega fylgja aukinn ferðamannastraumur og sannarlega verður Jennifer Lawrence tekið fagnandi ef hún birtist hér í Húnaþingi,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Meira »

Á heimavelli í Hollandi

Í gær, 23:05 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og samskiptamálum fyrir alþjóðasvið félagsins. Meira »

Fá 40% af framlagi til íbúa á Austurlandi

Í gær, 23:00 Verulegur munur er á framlögum ríkisins til stofnana á Suðurnesjum og á öðrum stöðum á landinu samkvæmt tölulegum samanburði fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í kvöld. Meira »

10-11 má nota „Inspired by Iceland“

Í gær, 22:52 Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að versluninni 10-11 sé heimilt að nota vörumerkið „Inspired by Iceland“ sem auðkenni fyrir nýja verslun sína í Bankastræti í Reykjavík. Það var Íslandsstofa sem höfðaði málið og krafðist þess að félaginu yrði bannað að nota vörumerkið. Meira »

25 ár frá fyrstu smáskilaboðunum

Í gær, 23:03 Þegar Neil Papworth, 22 ára verkfræðingur í Bretlandi, ákvað að senda vini sínum Richard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. desember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst aldarfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni. Meira »

8. ánægðustu farþegarnir í Leifsstöð

Í gær, 22:52 Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins. Meira »

Hátt brottfall úr sveitarstjórnum

Í gær, 22:43 Mun meira brottfall er úr sveitarstjórnum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Rúm 40% þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eru ákveðin að hætta, tæp 30% eru enn að hugsa málið og 30% stefna á að halda áfram. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VW TOUAREG
VW TOUAREG ÁRG. 2004, GYLLTUR, TVEIR EIGENDUR, LJÓST LEÐUR, V8 SJÁLFSK., EK. 142...
JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6...
Vasahandbók veislustjórans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...