„Þetta er aftur orðið gaman“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/RAX

„Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum sem eru núna ráðandi í flokknum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, um þá ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Vinnur hann nú að stofnun nýs stjórnmálaafls sem mun bjóða fram í komandi alþingiskosningum í næsta mánuði, og hyggst Sigmundur sjálfur sækjast eftir þingsæti.

Markmiðið um að koma honum frá „öllum öðrum markmiðum yfirsterkara“

Bendir Sigmundur á að fyrir ári hafi Framsóknarflokkurinn fengið verstu útreið í hundrað ára sögu sinni. „Það að þessi hópur hafi núna ætlað sér að efna til átaka næstu vikurnar þegar flokkurinn stendur veikt gaf mér til kynna að markmiðið um að koma mér og öðrum frá væri öllum öðrum markmiðum yfirsterkara hjá þessum hópi,“ segir Sigmundur og bætir við að hann hafi því þurft að spyrja sig til hvers hann væri að berjast fyrir því að vinna með fólki sem vildi fyrst og fremst losna við hann. „Það er ekkert voðalega skemmtilegt til lengdar og ekki líklegt til árangurs,“ segir hann.

Spurður um það hvaða fólk innan flokksins Sigmundur á við segir hann að það sé „fólkið sem endurheimti völdin yfir flokknum á flokksþinginu síðast, svipaður hópur og réði för í flokknum fyrir áratug, í kringum kosningarnar 2007.“

Ekki skemmtilegt í Framsóknarflokknum að undanförnu

Sigmundur kveðst því frekar hafa viljað byggja upp eitthvað nýtt, þó á grunni þess sem Framsóknarflokkurinn vann að á árunum 2009-2016. „Það er mikilvægt að hafa stað til að vinna áfram á þeim nótum sem við unnum árin 2009 til 2016, og líka hafa gaman af starfinu, en það hefur ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegt í Framsóknarflokknum að undanförnu,“ segir Sigmundur og bætir við að töluvert margir hafi hvatt hann til að fara í þessa átt alllengi. 

Eins og greint var frá fyrr í kvöld hefur Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, sem var formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur þar til í dag, sagt sig úr flokknum, en hann er stuðningsmaður Sigmundar Davíðs. Spurður út í það hvort hann viti um fleiri sem hyggjast ganga úr flokknum svarar Sigmundur játandi. „Ég sé til dæmis að formaður Framsóknarfélags Þingeyinga er búinn að segja sig úr flokknum og ég á frekar von á að slíkum tilkynningum muni fjölga,“ segir Sigmundur.

Þá segist hann ætla að flestir Framsóknarmenn séu mjög ósáttir við atburðarás síðastliðins eins og hálfs árs. Það sé þó ekki þar með sagt að þeir muni allir ganga úr flokknum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Ingi Hrafnsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Ingi Hrafnsson. Eva Björk Ægisdóttir

Ýmsir hópar að skoða þessi mál

Eins og greint hefur verið frá hefur Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, boðað stofnun nýs flokks, Samvinnuflokksins. En er um sama stjórnmálaafl að ræða og Sigmundur Davíð hefur boðað stofnun á?

„Það eru margir hópar búnir að vera að skoða þessa hluti og það má segja að hópurinn sem var að starfa í Framfarafélaginu hafi unnið töluvert mikla vinnu með það í huga að til þessa gæti komið, sérstaklega eftir að varð ljóst í hvað stefndi með mig, þá fóru menn á fullt þar,“ segir Sigmundur. „Svo hef ég séð að Björn Ingi er að tala fyrir því að það vanti borgaralega sinnaða hreyfingu í stjórnmálin og það er allt satt og rétt hjá honum – en þetta eru ýmsir hópar sem eru að spá í þessi mál greinilega núna.“

En það er þá ekki útilokað að þessir hópar renni saman á einhvern hátt, eða hvað? „Ég hef haft þá sýn að vera tilbúinn að vinna með hverjum sem er tilbúinn að fara í þessi mál á þeim forsendum sem þetta snýst um, það er að segja að vera í pólitík á grundvelli málefna, að vinna að róttækum umbótum og vera með róttækt umbótaafl og flokk sem er tilbúinn að fara gegn kerfinu, treystir sér til að standa vörð um það sem er rétt – líka þegar það er erfitt,“ segir Sigmundur. „Þeir sem hafa sambærilega sýn og ég á pólitík eru vonandi einhverjir, og vonandi sem flestir, til í að taka þátt í þessu með mér.“

Mun ganga upp innan tímamarkanna

Sigmundur segir markmiðið vera að bjóða fram í komandi þingkosningum, og hann muni sjálfur sækjast eftir þingsæti fyrir hönd hins nýja flokks. Spurður um það hvort hann telji fimm vikur nægilega langan tíma til að koma hinum nýja flokk á koppinn segir hann: „Þetta er auðvitað knappur tími en það er það mikill fjöldi fólks búinn að hvetja til þess og bjóðast til þess að vinna að því að skipuleggja vinnu þessa hóps að það verður hægt að klára þetta innan þessa tíma.“

Er mikil spenna hjá þér fyrir framhaldinu? „Já, þetta er aftur orðið gaman,“ segir Sigmundur glaður í bragði.

mbl.is

Innlent »

Vill að stjórnvöld afturkalli lögbannið

11:19 „Ég skora á íslensk stjórnvöld að stilla sig um að beita frekari hömlum á umfjöllun fjölmiðla um þetta mál og afturkalla þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í.“ Þetta segir Harlem Désir, fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE. Meira »

Svört náttúruvernd valdi sundrungu

11:02 „Það hefur verið alið á fordómum í garð tiltekins ferðamáta, sem er umferð vélknúinna ökutækja. Það hefur þótt beinlínis fínt að ala á fordómum í okkar garð en við bendum á að öflugustu náttúruverðirnir eru þeir sem þekkja landið sitt og fá að ferðast um það,“ segir fulltrúi samtaka útivistarfélaga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira »

„Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“

10:53 „Fimmtíu milljóna króna viðskipti eru ekkert langt frá einhverju venjulegu fólki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

„Þetta slefar í storm“

10:40 „Þetta verður svona í dag, það lægir ekki að neinu ráði,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hvasst er á suðvesturhorninu og fer vindur í hviðum yfir 30 m/​s. Meira »

Mest áhrif á útflutning á fiski

10:18 „Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meira »

Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

08:18 Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. Meira »

70-80 horfið á 97 árum

07:57 Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hefur unnið að ritun bókarinnar í frístundum sínum. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálffimmleytið í nótt. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálftvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Skilar 70% meira en 2009

05:30 Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Meira »

Miklabraut mánuði á eftir áætlun

05:30 Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún í Reykjavík eru heldur á eftir upphaflegri áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar verkefnastjóra. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Færri vörur bera tolla hér en í ESB

05:30 Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Meira »

Áföll í æsku hafa áhrif á geðheilsu

05:30 Færri komust að en vildu á ráðstefnu Geðhjálpar, Börnin okkar!, sem haldin var í gær á Grand hóteli. Ráðstefnugestir voru um 400 talsins og var hætt að taka við bókunum á ráðstefnuna á föstudaginn var. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Þarftu að leigja út atvinnuhúsnæði?
Leigjum út allar gerðir atvinnuhúsnæðis. Hafðu samband og við setjum málið í gan...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...