„Við idjótin höfum leyft honum að gera þetta“

Á myndinni flytur Kári Stefánsson erindi sitt á fundi BSRB ...
Á myndinni flytur Kári Stefánsson erindi sitt á fundi BSRB í dag. mbl.is/Golli

„Við búum í tiltölulega ríku samfélagi. Í þessu samfélagi höfum við efni á því að reka gott heilbrigðiskerfi. [...] Það sem þarf er viljann til að skattleggja þann auð sem er í íslensku samfélagi - í þeim vösum sem hann er,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar á fundi sem haldinn var á vegum BSRB í hádeginu.

Yfirskrift fundarins var „Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu - Hver er hagur sjúklinga?“ Birgir Jakobsson landlæknir flutti erindi, ásamt Kára. Birgir sagði að heilbrigðisþjónusta ætti að stærstum hluta að vera rekin af opinberum aðilum og að opinber rekstur hefði sannað yfirburði sína þegar kæmi að skilvirkni fyrir hverja krónu.

Margt bendir til oflækninga

Hann sagði að á Íslandi væri einkarekin þjónusta í heilbrigðiskerfinu rekin á allt öðrum forsendum en til dæmis í Svíþjóð, þar sem hann þekkti til. „Greiðslukerfið er hvetjandi fyrir einkarekna heilbrigðisþjónustu en letjandi fyrir opinbera þjónustu. Afköstin til langs tíma hér eru ekki nógu mikil. Kerfið hvetur til oflækninga.“

Hann benti á að Ísland væri á toppnum þegar kæmi að fjölda alls kyns aðgerða, sem hann sagði að að sumar skiluðu litlum árangri og væru jafnvel skaðlegar. Þá væru Íslendingar á toppnum þegar kæmi að lyfjaneyslu. Þetta benti til oflækninga.

Birgir sagði óæskilegt að sérgreinalæknir væru aðeins í hlutastarfi á Landspítalanum og sagði að hann efaðist um að sérgreinalæknar, sem jafnframt ynnu á stofum úti í bæ, sinntu störfum sínum af heilum hug á Landspítalanum. „Það er víða pottur brotinn um að þessir læknar séu heilshugar með hagsmuni Landspítalans í huga. Ekki heilshugar,“ áréttaði hann.

Birgir Jakobsson landlæknir sagði að víða væri pottur brotinn í ...
Birgir Jakobsson landlæknir sagði að víða væri pottur brotinn í heilbrigðiskerfinu. Styrkja þyrfti innviði svo um munaði. mbl.is/Golli

Hagsmunir sjúklinga stýri einkavæðingu

Hann sagði að einkavæðingin hefði nánast gerst stjórnlaust og einkarekna þjónustan stýrðist af aðgengi að sérgreinalæknum en ekki þörf þeirra sem þyrftu þjónustuna. „Það er nauðsynlegt að Íslendingar geri hlé á vegferð einkavæðingar og að menn geri alvöru úr því að styrkja innviði opinberrar heilbrigðisþjónustu.“ Einkavæðingu, síðar meir, yrði að stýra út frá hagsmunum sjúklinga en engra annarra.

Engum einum flokki að kenna

Kári Stefánsson steig í pontu og sagði að grunnurinn að hverju samfélagi væri að hlúð væri að þeim sem væru meiddir og lasnir. Hann sagði að Íslendingar hefðu vanrækt heilbrigðiskerfið og hlutfall vergrar landsframleiðslu til heilbrigðismála hefði minnkað. Á sama tíma hefði það aukist í nágrannalöndunum. „Það er engum einum flokki eða ríkisstjórn að kenna,“ sagði Kári og bætti við að það væri afleiðing þess að hér hafi ekki verið unnið eftir neinni heildarstefnu í heilbrigðismálum um langa hríð.

Kári sagði að Sjúkratryggingar Íslands, með Steingrím Ara Arason við stjórnvölin, hafi ráðið því hvernig einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu hafi farið fram. „Steingrímur Ari er mikill frjálshyggjumaður,“ sagði hann og bætti við að Steingrímur hefði gert það sem hann teldi best og að hann hefði hlúð að einkavæðingunni í góðri trú. „Við idjótin höfum leyft honum að gera þetta. Við höfum ekki haft neina heildarstefnu.“ Einkavæðingin hefði orðið að veruleika á tilviljunarkenndan hátt.

Hann sagði skort á gæðastjórnun í íslenskri heilbrigðisþjónustu og þess vegna fylgdist enginn með því þegar læknar beittu börn því „ofbeldi“ að rífa úr þeim hálskirtla í miklu meiri mæli en þörf krefði.

Spekileki af spítalanum

Heilbrigðisþjónustu á Íslandi á að byggja í kring um Landspítalann, að mati Kára. Hann það að flóknar aðgerðir á einkareknum stofum utan Landspítalans myndi koma í veg fyrir að hægt væri að viðhalda og auka þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á Landspítalanum, auk þess sem í kring um einkastofurnar væri ekki þétt net sérfræðinga þegar eitthvað kæmi upp á í flóknum aðgerðum - svo sem þegar fólk í aðgerð lenti í hjartaáfalli. „Við þurfum að mennta næstu kynslóð heilbrigðisstarfsmanna. Til þess þarf fólkið á Landspítalanum að taka þátt í þessum aðgerðum. Með því að flytja svona út í bæ minnkum við þann möguleika að viðhalda þessari þekkingu og bæta hana,“ sagði Kári.

Spurður hvort hann teldi að byggja ætti nýjan spítala á öðrum stað en í Vatnsmýri svaraði Kári því til að undirbúningur að byggingu nýs spítala í Vatnsmýri væri allt of langt kominn til að hægt væri að hugsa um aðrar hugmyndir í þeim efnum. Það myndi einungis tefja málið enn frekar.

Útiloka að reka nútíma heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni

Kári sagði aðspurður að útilokað væri að halda úti flókinni heilbrigðisþjónustu, svo sem skurðlækningum og fæðingarstofum, á landsbyggðinni. Til þess værum við of fá. „Það er enginn möguleiki að búa til nútíma heilbrigðisþjónustu á Húsavík eða Akureyri,“ sagði hann, þegar fyrirspyrjandi úr sal nefndi þessa byggðakjarna.

Kári sagði að endingu að það væri með ólíkindum að Íslendingar sættu sig við að greiðsluþátttaka fólks væri um 30 milljarðar árlega. „Það er dapurlegt að hugsa til þess að fólk sé að fresta því að taka út lyfin sín eða fara í aðgerðir því það hefur ekki efni á því. Það er ekki hægt að leyfa slíkt í íslensku samfélagi. Það er fyrir neðan allar hellur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þetta reddast“ ekki alltaf farsælt viðhorf

20:37 „Núverandi ríkisstjórnarsamstarf þriggja stærstu þingflokkanna á Alþingi byggist á sameiginlegri sýn ólíkra flokka sem hafa það markmið að vinna að ákveðnum lykilverkefnum sem koma Íslandi í fremstu röð.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra, á Alþingi í kvöld. Meira »

Vanmeti hvað sé þjóðfélaginu til heilla

20:28 Lögbann á fjölmiðil korteri fyrir kosningar gengur gegn þeirri styrkingu lýðræðisins að tryggja lagaumhverfi sem gerir fjölmiðlum kleift að miðla upplýsingum sem teljast mikilvægar í pólitísku samhengi. Þetta sagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata í ræðu sinni á alþingi nú í kvöld Meira »

„Tókst að beygja bakland eigin flokks“

20:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, byrjaði ræðu sína í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld á að óska Katrínu Jakobsdóttur til hamingju með embættið. „Henni tókst að beygja bakland eigin flokks.“ Meira »

„Gefa afslátt í baráttunni gegn ójöfnuði“

20:07 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 5. þingmaður norðausturkjördæmis, byrjaði ræðu sína á að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og fagnaði því að nú sæti kona í forsæti öðru sinni. Sagðist hann vona að það teldist ekki til tíðinda í náinni framtíð. Meira »

Ábyrgð stjórnarmeirihlutans mikil

19:53 Stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, en niðurstaðan þarf að vera samfélaginu sem heild til heilla, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Fátækt eigi heldur ekki að vera til staðar á jafn ríku landi og Íslandi. Meira »

Gífurlegt tjón á húsnæði Kvikkfix

18:19 Starfsemi bílaverkstæðis Kvikkfix liggur niðri og gífurlegt tjón varð á húsnæði fyrirtækisins. „Það flæddi í öll 3 húsin okkar, um öll herbergi og allt saman,“ segir Hinrik Morthens, einn þriggja eigenda Kvikkfix, í samtali við mbl.is. Meira »

Jesú hitaði upp fyrir eigið afmæli

18:09 Jólatorgið í Hjartagarðinum í Reykjavík var opnað í dag, en það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem opnaði torgið formlega. Jesús kristur var meðal þeirra sem mætti á svæðið og virtisthann vera að hita upp fyrir sitt eigið afmæli sem nálgast óðfluga. Meira »

Dragi til baka kaupaukagreiðslur

18:15 Stjórn Klakka hefur ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti á mánudag, verði dregnar til baka. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sögð vera hin hörðu viðbrögð sem kaupaukagreiðslurnar hafa vakið hjá almenningi. Meira »

Framlög til háskóla hækka um 2,8 milljarða

17:58 Fjárveitingar til framhalds- og háskólanna í landinu hækka um 3,8 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Hækkun til háskólanna nemur 2,8 milljörðum og framlög til framhaldsskólanna hækka um 1.040 milljónir miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2017. Meira »

Páll fær allsherjarnefnd en Lilja atvinnumálin

17:32 Gengið var frá vali í nefndir 148. þings Alþingis í dag. Páll Magnússon verður formaður allsherjarnefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir fer fyrir atvinnuveganefnd, Óli Björn Kárason er formaður efnahagsnefndar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður utanríkisnefndar Meira »

Neitaði að yfirgefa vinnustað eftir uppsögn

17:27 Um klukkan þrjú í dag var óskað eftir aðstoð lögreglu á vinnusvæði í miðbænum vegna manns, sem hafði verið sagt upp störfum, en harðneitaði að yfirgefa svæðið og hafði jafnframt í hótunum við fólk. Þegar maðurinn neitaði að hlýða margítrekuðum fyrirmælum lögreglu var hann tekinn tökum og fluttur handtekinn á lögreglustöð þar sem hann bíður nú yfirheyrslu. Meira »

Lægra hlutfall kvenna skyggir á

17:22 „Það skyggir nokkuð á þessa þingsetningu að hlutur kvenna í hópunum hafi minnkað verulega,“ sagði nýkjörinn forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon. Hann sagðist vona að það yrði stjórnmálaflokkum hvatning til þess efla hlut kvenna og skapa þeim skilyrði til stjórnmálaþátttöku. Meira »

Sakfelldir fyrir hatursorðræðu

16:54 Hæstiréttur dæmdi í dag tvo karlmenn til að greiða 100.000 krónur í sekt vegna skrifa þeirra í athugasemdakerfum fjölmiðla vegna ályktunar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og sneri að samstarfssamningi við Samtökin ´78 um hinsegin fræðslu. Meira »

Steingrímur forseti og Guðjón varaforseti

16:42 Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti alþingis er 148. þing kom saman nú í dag. Fékk Steingrímur 54 atkvæði, en fimm greiddu ekki atkvæði. Þá var Guðjón S. Brjánsson kjörinn fyrsti varaforseti alþingis. Meira »

Myndavélin komst í réttar hendur

16:28 „Þetta er hann Brandon, en hann var hér á landi í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni. Þau lentu í því leiðindaatviki að farið var inn í bifreið þeirra, sem þau gleymdu að læsa á bifreiðastæði við hótelið sitt nóttina fyrir brottför.“ Þannig hefjast skrif lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

16:49 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir brasilískum karlmanni á þrítugsaldri, en hann hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Var manninum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á kókaíni í sölu- og ágóðaskyni. Meira »

Geirmundur fær 18 mánaða dóm

16:34 Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmdur í 18 mánuða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón. Meira »

Ákvörðun um veg um Teigsskóg frestað

16:10 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu vegna Vestfjarðarvegar númer 60 um Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafði vonast til þess að ákvörðun yrði tekin í dag en það frestast fram í janúar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...