„Við idjótin höfum leyft honum að gera þetta“

Á myndinni flytur Kári Stefánsson erindi sitt á fundi BSRB ...
Á myndinni flytur Kári Stefánsson erindi sitt á fundi BSRB í dag. mbl.is/Golli

„Við búum í tiltölulega ríku samfélagi. Í þessu samfélagi höfum við efni á því að reka gott heilbrigðiskerfi. [...] Það sem þarf er viljann til að skattleggja þann auð sem er í íslensku samfélagi - í þeim vösum sem hann er,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar á fundi sem haldinn var á vegum BSRB í hádeginu.

Yfirskrift fundarins var „Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu - Hver er hagur sjúklinga?“ Birgir Jakobsson landlæknir flutti erindi, ásamt Kára. Birgir sagði að heilbrigðisþjónusta ætti að stærstum hluta að vera rekin af opinberum aðilum og að opinber rekstur hefði sannað yfirburði sína þegar kæmi að skilvirkni fyrir hverja krónu.

Margt bendir til oflækninga

Hann sagði að á Íslandi væri einkarekin þjónusta í heilbrigðiskerfinu rekin á allt öðrum forsendum en til dæmis í Svíþjóð, þar sem hann þekkti til. „Greiðslukerfið er hvetjandi fyrir einkarekna heilbrigðisþjónustu en letjandi fyrir opinbera þjónustu. Afköstin til langs tíma hér eru ekki nógu mikil. Kerfið hvetur til oflækninga.“

Hann benti á að Ísland væri á toppnum þegar kæmi að fjölda alls kyns aðgerða, sem hann sagði að að sumar skiluðu litlum árangri og væru jafnvel skaðlegar. Þá væru Íslendingar á toppnum þegar kæmi að lyfjaneyslu. Þetta benti til oflækninga.

Birgir sagði óæskilegt að sérgreinalæknir væru aðeins í hlutastarfi á Landspítalanum og sagði að hann efaðist um að sérgreinalæknar, sem jafnframt ynnu á stofum úti í bæ, sinntu störfum sínum af heilum hug á Landspítalanum. „Það er víða pottur brotinn um að þessir læknar séu heilshugar með hagsmuni Landspítalans í huga. Ekki heilshugar,“ áréttaði hann.

Birgir Jakobsson landlæknir sagði að víða væri pottur brotinn í ...
Birgir Jakobsson landlæknir sagði að víða væri pottur brotinn í heilbrigðiskerfinu. Styrkja þyrfti innviði svo um munaði. mbl.is/Golli

Hagsmunir sjúklinga stýri einkavæðingu

Hann sagði að einkavæðingin hefði nánast gerst stjórnlaust og einkarekna þjónustan stýrðist af aðgengi að sérgreinalæknum en ekki þörf þeirra sem þyrftu þjónustuna. „Það er nauðsynlegt að Íslendingar geri hlé á vegferð einkavæðingar og að menn geri alvöru úr því að styrkja innviði opinberrar heilbrigðisþjónustu.“ Einkavæðingu, síðar meir, yrði að stýra út frá hagsmunum sjúklinga en engra annarra.

Engum einum flokki að kenna

Kári Stefánsson steig í pontu og sagði að grunnurinn að hverju samfélagi væri að hlúð væri að þeim sem væru meiddir og lasnir. Hann sagði að Íslendingar hefðu vanrækt heilbrigðiskerfið og hlutfall vergrar landsframleiðslu til heilbrigðismála hefði minnkað. Á sama tíma hefði það aukist í nágrannalöndunum. „Það er engum einum flokki eða ríkisstjórn að kenna,“ sagði Kári og bætti við að það væri afleiðing þess að hér hafi ekki verið unnið eftir neinni heildarstefnu í heilbrigðismálum um langa hríð.

Kári sagði að Sjúkratryggingar Íslands, með Steingrím Ara Arason við stjórnvölin, hafi ráðið því hvernig einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu hafi farið fram. „Steingrímur Ari er mikill frjálshyggjumaður,“ sagði hann og bætti við að Steingrímur hefði gert það sem hann teldi best og að hann hefði hlúð að einkavæðingunni í góðri trú. „Við idjótin höfum leyft honum að gera þetta. Við höfum ekki haft neina heildarstefnu.“ Einkavæðingin hefði orðið að veruleika á tilviljunarkenndan hátt.

Hann sagði skort á gæðastjórnun í íslenskri heilbrigðisþjónustu og þess vegna fylgdist enginn með því þegar læknar beittu börn því „ofbeldi“ að rífa úr þeim hálskirtla í miklu meiri mæli en þörf krefði.

Spekileki af spítalanum

Heilbrigðisþjónustu á Íslandi á að byggja í kring um Landspítalann, að mati Kára. Hann það að flóknar aðgerðir á einkareknum stofum utan Landspítalans myndi koma í veg fyrir að hægt væri að viðhalda og auka þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á Landspítalanum, auk þess sem í kring um einkastofurnar væri ekki þétt net sérfræðinga þegar eitthvað kæmi upp á í flóknum aðgerðum - svo sem þegar fólk í aðgerð lenti í hjartaáfalli. „Við þurfum að mennta næstu kynslóð heilbrigðisstarfsmanna. Til þess þarf fólkið á Landspítalanum að taka þátt í þessum aðgerðum. Með því að flytja svona út í bæ minnkum við þann möguleika að viðhalda þessari þekkingu og bæta hana,“ sagði Kári.

Spurður hvort hann teldi að byggja ætti nýjan spítala á öðrum stað en í Vatnsmýri svaraði Kári því til að undirbúningur að byggingu nýs spítala í Vatnsmýri væri allt of langt kominn til að hægt væri að hugsa um aðrar hugmyndir í þeim efnum. Það myndi einungis tefja málið enn frekar.

Útiloka að reka nútíma heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni

Kári sagði aðspurður að útilokað væri að halda úti flókinni heilbrigðisþjónustu, svo sem skurðlækningum og fæðingarstofum, á landsbyggðinni. Til þess værum við of fá. „Það er enginn möguleiki að búa til nútíma heilbrigðisþjónustu á Húsavík eða Akureyri,“ sagði hann, þegar fyrirspyrjandi úr sal nefndi þessa byggðakjarna.

Kári sagði að endingu að það væri með ólíkindum að Íslendingar sættu sig við að greiðsluþátttaka fólks væri um 30 milljarðar árlega. „Það er dapurlegt að hugsa til þess að fólk sé að fresta því að taka út lyfin sín eða fara í aðgerðir því það hefur ekki efni á því. Það er ekki hægt að leyfa slíkt í íslensku samfélagi. Það er fyrir neðan allar hellur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

Í gær, 23:35 Það var óvenjuleg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skagaströnd á dögunum. Hún er appelsínugul á litin með bleikum blæ og það vantar á hana svokallaða „kölskabletti" - svörtu blettina sem eru fremst á hliðarrákunum beggja megin á ýsu. Meira »

Gögn um fjármál þúsunda viðskiptavina

Í gær, 22:34 Glitnir lagði fram kröfu um lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, unna upp úr gögnum innan úr Glitni HoldCo ehf. vegna þess að taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að í gögnum sé að finna upplýsingar um persónuleg fjárhagsmálefni þúsunda fyrrverandi viðskipta vina bankans. Meira »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

Í gær, 21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

Í gær, 21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

Í gær, 21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

Í gær, 21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

Í gær, 20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

Í gær, 21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

Í gær, 20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

Í gær, 20:29 Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

Í gær, 20:08 Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

Í gær, 19:44 „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

Í gær, 19:42 Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

BÍ fordæmir lögbann á fréttaflutning

Í gær, 19:26 „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela.“ Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

Í gær, 18:38 Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

Í gær, 19:29 „Nánast í hverjum einustu kosningum undanfarna áratugi hefur þó ekki skort kosningaloforð til umbóta fyrir eldri borgara, en efndirnar hafa því miður verið á hraða snigilsins og virðist þá litlu skipta hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völdin.“ Þetta segir Anna Birna Jensdóttir á málþingi SFV, um hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

„Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“

Í gær, 19:11 „Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

Í gær, 18:20 Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »
Renault Captur 2015, dísil, sjálfsk. t. sölu
Góður, díesel, sjálfsk., 63 þ.km. Góð s.+ vetrard. 2.290 þ.kr. S. 696 7656, ar...
Nokian dekk 185/65/15
Mjög lítið notuð ca. 4 mánuði hvert sett. Nokian dekk 185/65/15 4 nagladekk án f...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...