Hægt væri að setja bráðabirgðalög

Einar segir það ansi klént að framkvæmdavaldið banni tjáningu fjölmiðilis ...
Einar segir það ansi klént að framkvæmdavaldið banni tjáningu fjölmiðilis rétt fyrir kosningar, án að komu dómstóla. mbl.is/Eggert

Hægt væri að setja bráðabirgðalög svo Stundin og Reykjavík Media gætu borið lögbann, sem sýslumaður setti á frekari umfjöllun miðlanna, byggða á gögnum innan úr Glitni, undir dómstóla strax í upphafi næstu viku. Þetta segir Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður.

„Einn möguleikinn er að setja bráðabirgðalög um að gerðarþoli, sem í þessu tilfelli er Stundin, geti borið ákvörðun sýslumanns um að fallast á lögbann, undir héraðsdóm með sama hætti og gerðarbeiðandi hefði getað gert ef lögbanninu hefði verið synjað,“ segir Einar, en gerðarbeiðandi er líkt og áður hefur komið fram Glitnir HoldCo.

Ástæða þess að Glitnir fór fram á lögbannið sú að félagið telur yfirgnæfandi líkur á því að í gögnunum sé að finna persónuleg fjárhagsmálefni þúsunda fyrrverandi viðskiptavina bankans.

Klént að framkvæmdavaldið banni tjáningu fjölmiðils

„Það sem myndi gerast ef þessi leið yrði farin, þá myndi dómstóll gera eins og sýslumaður. Þegar sýslumaður fær lögbannsbeiðni þá leggur hann mat á hvort það eru skilyrði til að verða við kröfunni, hann tekur ekki afstöðu til þess hvernig málið lítur út á endanum. Dómstóll myndi því aðeins endurmeta hvort skilyrði er fyrir bráðabirgðaaðgerðum, sem lögbann er,“ útskýrir Einar. Hann segir þetta ekki óalgengt fyrirkomulag.

„Dómstólar taka afstöðu til gæsluvarðhalds og stundum er verið að sýkna menn sem settir eru í gæsluvarðhald. Það er ekki verið að taka afstöðu til sjálfs málsefnisins.“

Hann segir lögbann hugsað þannig að óbreytt ástand haldist á meðan dómstólar fjalla um málið. Það sem er sérstakt við lögbannið á Stundina er að fréttirnar verða úreltar þegar dómstólar eru búnir að fjalla um málið,“ segir Einar, en lögbannsmál getur tekið nokkrar vikur að afgreiða fyrir dómstólum.

„Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir núna er að það er tekin ákvörðun um að leggja á lögbann rétt fyrir kosningar og ekki hægt að fá úr því skorið fyrr en eftir kosningar.

Þegar lögbann er endurskoðað fyrir dómstólum þá er verið að skoða tvo þætti; hvort sýslumaður átti að leggja lögbann eins og málið lá fyrir og hvort sá sem krafðist lögbannsins átti í raun og veru þann rétt sem hann hélt fram. Með því að breyta lögum er hægt að láta dómstóla endurskoða fyrra skilyrðið strax. Það er svolítið klént að framkvæmdavaldið, sem sýslumaður er, banni tjáningu fjölmiðils rétt fyrir kosningar án þess að dómstólar komi þar nokkur staðar nærri.“

„Þetta er ekki mikið inngrip“ 

Ef Stundin gæti hins vegar fengið að bera undir dómstóla ákvörðun sýslumanns um að leggja á lögbann þá myndi dómstóll meta málið með sama hætti og sýslumaður og hægt væri að taka málið strax fyrir.

Til að þetta geti orðið þarf dómsmálaráðherra að leggja til við forseta Íslands að sett verði slík bráðabirgðalög, en það er hægt að gera þegar Alþingi er ekki starfandi. Alþingi þyrfti því ekki að koma saman til að staðfesta lögin áður en þau tækju gildi. Lögin yrðu þó lögð fyrir þingið þegar það kæmi saman á ný og þá yrði tekin ákvörðun um hvort þau yrðu felld úr gildi eða ekki.

„Svo geta menn ákveðið að svona verði þetta í öllum lögbannsmálum eða bara bundið við það þegar farið er fram á lögbann sem gæti farið í bága við tjáningarfrelsisákvæðið. Þetta er í sjálfu sér létt verk og löðurmannlegt. Það er bæði auðvelt að semja lagatextann og auðvelt að framkvæma hann.“

Einar bendir á að með því að víkka út aðgengi að dómstólum sé ekki verið að breyta neinum lögum um réttindi fólks. Það sé einfaldlega verið að leyfa dómstólum að fjalla um þau. „Þetta er ekki mikið inngrip,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðin tíma vegna snjóflóðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Bíllinn gjörónýtur eftir slysið

15:22 Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir alvarlegt umferðaslys sem varð á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar. Meira »

Tók vörur fyrir meira en hálfa milljón

15:03 Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum Meira »

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

15:22 Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Meira »

Fastagestirnir eru óþreyjufullir

14:58 „Það er pressa; það eru náttúrlega margir búnir að nota innilaugina daglega í tugi ára,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík, en laugin hefur verið lokuð frá því í júní og því hafa fastagestir þurft að leita annað á meðan. Meira »

Fær 15 daga til að yfirgefa landið

14:48 Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Chuong Le Bui, kokkanema frá Víetnam, um dvalarleyfi hér á landi. Henni hafa verið gefnir fimmtán dagar til að yfirgefa landið. Meira »

„Norðrið dregur sífellt fleiri að“

13:42 Meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir í ræðu sinni á Hringborði norðurslóða, sem hófst í Edinborg í Skotlandi í dag, voru þær breytingar sem orðið hafa í norðrinu á undanliðnum áratugum og orðið til bættra lífshátta og aukinnar velmegunar. Meira »

Hlaut minniháttar meiðsl eftir bílveltu

13:00 Bílvelta varð á Hafnavegi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur utan vegar. Maðurinn slapp með lítil meiðsl en var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meira »

Þrír fluttir á Landspítalann

12:36 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir umferðarslyss á Biskupstungnabraut. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurlandi stýrir umferð um Biskupstungnabraut en veginum var lokað tímabundið vegna slyssins. Meira »

Tvær hrunskýrslur í janúar

11:57 Tvær skýrslur sem tengjast beint hruni íslenska fjármálakerfisins fyrir rúmlega níu árum síðan verða birtar í janúar. Er önnur skýrslan um veitingu þrautavaraláns Seðlabankans til Kaupþings rétt fyrir hrun bankans og hin skýrslan um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Meira »

Leit ekki út fyrir að vera alvarlegt

11:45 Fólkið sem lenti í rútuslysinu við Lýsuhól á Snæfellsnesi í gær leit ekki út fyrir að vera alvarlega slasað á vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. Þrír voru engu að síður fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

Þyrfti ákafa jarðskjálftahrinu til

11:58 „Það eru ekki sjáanlegar neinar breytingar í dag miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Ég hef að vísu ekki fengið neinar fréttir af Kvíá í morgun. Hvort ennþá renni vatn niður í hana. Það er eitt af því sem við getum fylgst með að staðaldri,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Meira »

Öflug vöktun vegna óhreinsaðs skólps

11:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun vakta strandlengjuna við og í nágrenni Faxaskjóls oftar en ella meðan á viðgerð Veitna stendur í skólpdælustöðinni Faxaskjóli dagana 20. til 27. nóvember samkvæmt áætlun. Niðurstöður mælinga eru birtar á vef Heilbrigðiseftirlitsins eftir því sem þær berast. Meira »

UNICEF veitir skólum viðurkenningu

11:43 Í tilefni alþjóðlegs dags barna sem er haldinn hátíðlegur um allan heim fengu fyrstu réttindaskólar UNICEF á Íslandi viðurkenningu, en það eru Flataskóli í Garðabæ og Laugarnesskóli í Reykjavík ásamt frístundaheimilunum Laugaseli og Krakkakoti. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...