72% íbúða seldar á undirverði

Íbúðir seljast að meðaltali undir ásettu verði á öllum markaðssvæðum á landinu. Það á jafnt við um miðborg Reykjavíkur, úthverfi borgarinnar og á landsbyggðinni. Í september seldust um 72% íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði, en 14% á ásettu verði og 14% yfir ásettu verði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs.

Áfram hægir á verðhækkunum íbúða á höfuðborgarsvæðinu og í sumum hverfum hefur verð lækkað. Meðalsölutími íbúða er nú svipaður í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins eins og miðsvæðis í Reykjavík. 19% þjóðarinnar telja líklegt að þau verði á leigumarkaði eftir hálft ár.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli mánaða í september, en 12 mánaða hækkun vísitölunnar í september var 19,6%. Frá því um miðbik sumars hafa komið fram skýrar vísbendingar um að hægt hafi á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla uppsveiflu fyrr á árinu.

Færri viðskipti hafa átt sér stað undanfarna mánuði en á sama tíma í fyrra, og í einstökum hverfum höfuðborgarsvæðisins hefur verð staðið í stað eða jafnvel lækkað undanfarna mánuði.

Verð lækkar mest í 109

Vegið fermetraverð lækkaði milli annars og þriðja ársfjórðungs þessa árs í fimm póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu.Mest var lækkunin í póstnúmerinu 109 sem nær til Seljahverfis og Neðra-Breiðholts, eða um 5%, en verð lækkaði einnig m.a. í Vesturbæ Reykjavíkur, eldri hluta Kópavogs og á Seltjarnarnesi.

„Það er ekki endilega áhyggjuefni fyrir eigendur fasteigna að verð lækki milli einstakra mánaða eða ársfjórðunga í einstökum hverfum en vert er að halda áfram að fylgjast með þessari þróun,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs.

Hverfi 103 hækkar í verði og eins 113

Á móti kemur að fasteignaverð hækkaði mikið milli ársfjórðunga í 103 Reykjavík, sem nær til hluta Háaleitishverfis, og í 113 Reykjavík, sem nær til Grafarholts og Úlfarsárdals. Verð hækkaði einnig í Garðabæ og miðsvæðis í Hafnarfirði, svo dæmi séu tekin.

Tekur 50 daga að selja íbúð

„Mánaðarskýrsla Íbúðalánsjóðs fyrir nóvember hefur nú verið birt. Þar kemur fram að áfram hægir á verðhækkunum íbúða á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla uppsveiflu fyrr á árinu. Jafnframt hafa færri viðskipti átt sér stað undanfarna mánuði en á sama tíma í fyrra. Í sumum hverfum höfuðborgarsvæðisins hefur verð lækkað örlítið undanfarna mánuði, en það gerist í kjölfar mikilla hækkana á fyrstu mánuðum ársins.

Tíminn milli þess sem íbúðir eru auglýstar og kaupsamningur undirritaður hefur farið minnkandi um land allt síðan 2015. Mesta breytingin hefur orðið í sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins þar meðalsölutími íbúða hefur lækkað úr 200 dögum í upphafi árs 2016 niður í rúmlega 50 daga um þessar mundir, sem er svipaður tími og tekur að selja íbúð á höfuðborgarsvæðinu.

Íbúðir seljast að meðaltali undir ásettu verði á höfuðborgarsvæðinu jafnt sem á öðrum landsvæðum. Í september seldust 72% íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði. Það hlutfall hefur aukist síðustu mánuði, en í apríl seldust 54% íbúða undir ásettu verði.

Leigumarkaður heldur áfram að stækka. Nýjasta mæling síðan í september sýnir að 17% þjóðarinnar eru á leigumarkaði og 19% telja líklegt að vera þar eftir 6 mánuði. Flestir leigjendur vilja þó kaupa fasteign og hefur hlutfall leigjenda sem segjast geta safnað sparifé farið hækkandi síðustu ár,“ segir enn fremur en skýrsluna má lesa í heild hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter 316 CDI 4X4 àrg. 2016. Ekinn 11 þús km. Hátt og lágt drif...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...