Þýðingarmikil afsökunarbeiðni forsetans

Anna Katrín, Guðni Th. Jóhannesson, Glódís Tara og Halla Ólöf ...
Anna Katrín, Guðni Th. Jóhannesson, Glódís Tara og Halla Ólöf ræddu málin á Bessastöðum í dag. Ljósmynd/Aðsend

Baráttukonurnar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir mættu til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Tilefni fundarins var afsökunarbeiðni forsetans á aðkomu sinni í því að veita Roberti Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni, uppreist æru, fyrr á árinu.

Allar hafa þær orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi Roberts og hafa þær verið áberandi í samfélagsmiðlabyltingunni #höf­um­hátt þar sem krafist er breyt­inga í íslensku sam­fé­lagi þar sem enn sé langt í land í bar­átt­unni gegn kyn­ferðisof­beldi.

Forsetinn setti sig í samband við Önnu Katrínu í gegnum Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, þegar hún kom til fundar við forsetann eftir kosningar. „Hann vildi fá að hitta okkur og biðja okkur afsökunar,“ segir Anna Katrín í samtali við mbl.is.

Þær játa allar að hafa fundið fyrir smá stressi áður en þær mættu á Bessastaði í dag en það hvarf fljótt þegar þær sáu móttökurnar sem þær fengu.

„Þetta var mjög súrrealískt en samt vorum við spenntar að hitta hann og finnst það mjög virðingarvert að hann muni eftir okkur í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum og að hann sé með hugann við okkur og nýti þær boðleiðir sem hann hefur til að hafa samband við okkur,“ segir Anna Katrín.

Spurðar nánar út í fundinn og formlegheit hans segir Glódís Tara: „Formlegur og ekki formlegur, við fengum okkur bara pönnukökur og kaffi og ræddum málin,“ segir hún létt í bragði. Umræðuefni fundarins var þó alvarlegt. „Það er formlegt að fara á Bessastaði og móttakan var formleg en fundurinn sjálfur var mannlegur,“ segir Halla Ólöf.

Staðfesting á baráttumálunum

Afsökunarbeiðni frá forsetanum er afar þýðingarmikil að þeirra mati. „Hún er ótrúlega mikilvæg fyrir okkur og staðfesting á öllu sem að við höfum verið að berjast fyrir,“ segir Anna Katrín.

„Ég var ánægð með að hann steig fram, tók ábyrgð á sínum hlut í málinu og baðst innilegrar afsökunar. Hann sagði að það að skrifa undir svona og eiga þátt í því að þessir menn hafi fengið uppreista æru og að hafa valdið okkur þessum sársauka liggja þungt á honum. Hann vildi sjálfur, persónulega, biðjast afsökunar á sínum hluta í málinu,“ segir Glódís Tara.

„Og ekki bara endilega sem forseti. Hann er faðir og hann er mannlegur,“ bætir Anna Katrín.  

Annasamur dagur fyrir byltingarkonur

Eftir að fundinum lauk þurftu stelpurnar að hafa hraðar hendur til að koma sér á næsta stað, en þær tóku á móti viðurkenningu frá Siðmennt síðdegis í dag.

Þar tóku þær á móti húmanistaviðurkenningu Siðmenntar fyrir hönd #höfumhátt, fyrir mikilvæg störf í þágu mannréttinda og mannúðar á Íslandi.

Halla Ólöf, Glódís Tara, Þórhildur Sunna þingmaður Pírata og Anna ...
Halla Ólöf, Glódís Tara, Þórhildur Sunna þingmaður Pírata og Anna Katrín á viðburði Siðmenntar í dag þar sem þær tóku á móti viðurkenningu fyrir störf sín fyrir #höfumhátt. Ljósmynd/Aðsend

Eftir þennan annasama dag eru stelpurnar fullar af eldmóði til að halda sínum baráttumálum áfram.

„Við viljum að umræðan haldi áfram og að fleiri taki Guðna sér til fyrirmyndar,“ segir Halla Ólöf. Skilaboðunum beina þær einna helst til stjórnmálamanna, en frá þeim hafa lítil svör borist. „Þeir tala oft um okkur en aldrei við okkur,“ segir Glódís Tara.

„Fyrst að forsetinn gat gefið sér tíma til þess að muna eftir okkur og baráttunni okkar og af hverju ríkisstjórnin sprakk, þá ættu aðrir að geta tekið hann til fyrirmyndar og gert það líka. Þetta er virkilega mikilvægt málefni sem snertir langflesta Íslendinga. Við munum ekki hætta að berjast, við höldum áfram að hafa hátt,“ segir Anna Katrín.

„Við erum rétt að byrja,“ segir Glódís Tara.

 mbl.is

Innlent »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Bílar fastir á Holtavörðuheiði

06:51 Nokkur fjöldi bíla situr fastur vegna ófærðar á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir komnar til aðstoðar. Vegurinn um heiðina er nú lokaður. „Það er búið að vera kolvitlaust veður í nótt,“ segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Skoða jökulinn úr geimnum

06:12 Gervitungl Evrópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, hefur myndað yfirborð Öræfajökuls reglulega síðustu vikur og á þeim myndum má sjá þá þróun sem átt hefur sér stað. Meira »

Vara við snjókomu og vindi

05:56 Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Meira »

Ók á hús í Árbæ

05:51 Í gærkvöldi var ekið á hús í Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Ökumaður og farþegi voru handteknir í kjölfarið.  Meira »

Kaflaskil í verðbólguþróun

05:30 Vísbendingar eru um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hefur verið drifkraftur verðbólgu. Án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra. Meira »

Greiða sífellt meira til FME

05:30 Íslenskir lífeyrissjóðir munu greiða rúmar 304 milljónir króna til Fjármálaeftirlitsins í formi eftirlitsgjalda á þessu ári.  Meira »

Geti átt lögheimili í frístundabyggð

05:30 Starfshópur sem vinnur að endurskoðun laga um lögheimili og tilkynningu aðsetursskipta hefur til skoðunar að einstaklingum verði heimilað að skrá lögheimili sitt í frístundabyggðum og í atvinnuhúsnæði. Meira »

Annað símanúmer birtist

05:30 Viðskiptavinur Vodafone lenti í þeirri furðulegu uppákomu á dögunum að þegar hann hringdi úr heimasíma sínum í móður sína birtist annað númer á skjánum hjá henni en hann hringdi úr. Meira »

Viðbúnaður í endurskoðun

05:30 Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið. Meira »

Formenn funduðu fram á kvöld

05:30 Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks héldu áfram í gær og miðar vel, að því er framkemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Tilboð í Eldvatnsbrú yfir áætlunum

05:30 Þau tvö tilboð sem bárust í byggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Eystri-Ása í Skaftártungu og 920 metra vegarspotta að henni eru langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...