Sérstaðan tapast ef við fáum bakteríur í pakka

Íslensk lög­gjöf fel­ur í sér inn­flutn­ingstak­mark­an­ir á fersku kjöti, unnu ...
Íslensk lög­gjöf fel­ur í sér inn­flutn­ingstak­mark­an­ir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu AFP

Ísland hefur mikið að vernda vegna sérstöðu sinnar sem einangruð eyja og má halda í það sem að aðrir eru búnir að tapa. Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir og sérfræðingur á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans, sem er ósáttur við þann úrskurð EFTA-dómstólsins að inn­flutn­ingstak­mark­an­ir íslenska ríkisins á fersk­um mat­væl­um séu ólög­leg­ar. Málið var höfðað af Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) gegn ís­lenska rík­inu og féll dómur í málinu í morgun.

„Við erum með mikla sérstöðu í íslenskum landbúnaði hvað við notum lítið af sýklalyfjum og erum með þeim lægstu í  heiminum hvað þetta varðar,“ segir Vilhjálmur Ari. Allt þetta er tapað ef við erum að fá bakteríurnar bara í pakka til okkar.“

Íslensk lög­gjöf fel­ur í sér inn­flutn­ingstak­mark­an­ir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu, sem og inn­mat og slát­urúr­gangi hvort sem um ræðir svína-, nauta-, lamba-, geita- eða ali­fugla­kjöt eða kjöt af villt­um dýr­um og ýms­um mjólk­ur­vör­um. Verða inn­flytj­end­ur sam­kvæmt núgild­andi lög­um að sækja um leyfi og leggja fram marg­vís­leg gögn til Mat­væla­stofn­un­ar.

30% af danska kjötinu smitað af samfélagsmósum

Vilhjálmur Ari Arason segir mikla sýklalyfjanotkun í erlendu kjöti ástæðu þess að bakteríur á borð við klasakokka þrói með sér sýklalyfjaónæmi sem geti valdið margvíslegum vanda. Vissulega hafi dregið úr sýklalyfjanotkun í eldi víða, en hún og ónæmið sé engu að síður til staðar og að hefta þurfi útbreiðslu hennar hingað.

„Eitt einfalt dæmi eru Danir, sem hafa verið duglegir að nota sýklalyf í sinni svínarækt,“ segir Vilhjálmur Ari. „Þar er mjög hátt hlutfall af sýklalyfjaónæmum klasakokkum, það er talað um að hlutfallið sé allt að 30% í kjöti sem búið er að slátra.“ Þá hafi rannsóknir sýnt að allt að 30% af danska kjötinu sé smitað af svo nefndum samfélagsmósum. 

„Sum svæði hafa verið að glíma við að allt að 20-30% og jafnvel 40% af klasakokkum séu ónæmir fyrir sýklalyfjum,“ bendir hann á og og segir klasakokkasýkingu vera eina algengustu sýkingu í sárum, sem hann sjái m.a. í starfi sínu á slysa- og bráðadeild. „Þetta sýnir hvað við erum að nálgast hættulegt landslag hér.“

Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir og sérfræðingur á slysa- og bráðamóttöku ...
Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir og sérfræðingur á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans, segir raunverulag ógn á sýklaónæmum bakteríum stafa af kjötinnflutningi. Ljósmynd/Aðsend

Vandinn verður þegar sýkingar koma upp

Vilhjálmur Ari segir að öll hrávara sé vissulega menguð af bakteríu, en að málið vandist ef að bakterían er ónæm fyrir sýklalyfjum. „Bakteríuflóran sem er í kjötinu berst inn á eldhúsborðið og svona flórubakteríur eru mjög  fljótar að festast í okkar flóru,“ segir hann.  Vandans verði hins vegar ekki vart fyrr en sýking komi í sár eða að veikindi komi upp. „Þá eru þessir stofnar þarna til staðar og þá byrjar vandamálið.“

Hærra hlutfall af bakteríum sem séu ónæmar fyrir sýklalyfjum á borð við pensilín séu byrði á samfélögum þar sem að vandinn sé til staðar. „Þetta er þróun sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO óttast, af því að það eru alltaf að verða til fleiri og fleiri stofnir og ónæmið að verða meira.“

Kjötinnflutningurinn raunveruleg ógn

Ísland standi sig vel í því að nota lítið af sýklalyfjum í landbúnaði og það sé ein af þeim röksemdafærslum sem eru gefnar fyrir því að við höfum sloppið tiltölulega vel við þessar ónæmu bakteríur í búfénaði.

„Ef við fáum hins vegar bakteríur og flytjum þær í tonnavís inn í eldhúsið hjá okkur, þá er þetta ekki lengur spurning um hvort að við mannfólkið notum mikið af bakteríum í landbúnaði, heldur erum við að fá þetta á færibandi og þá er þetta komið út í okkar landbúnað áður en við vitum af.“

Sjálfur kveðst Vilhjálmur Ari óttast meira en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að kjötinnflutningurinn sé raunveruleg ógn. „Hann er embættismaður og tónar niður sínar áhyggjur,“ segir hann.

„Við erum þó sammála um það að öllu eftirliti hafi verið ábótavant. Það er misskilningur að við séum stikkfrí ef við flytjum bara inn frosið kjöt, þó að það takmarki útbreiðslu í flutningi og í kjötborði.  Það þarf eftir sem áður að rannska og taka miklu fleiri sýni en gert er í dag og Matís og aðrar stofnanir eru ekki í stakk búnar að fylgjast með þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Bílar fastir á Holtavörðuheiði

06:51 Nokkur fjöldi bíla situr fastur vegna ófærðar á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir komnar til aðstoðar. Vegurinn um heiðina er nú lokaður. „Það er búið að vera kolvitlaust veður í nótt,“ segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Skoða jökulinn úr geimnum

06:12 Gervitungl Evrópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, hefur myndað yfirborð Öræfajökuls reglulega síðustu vikur og á þeim myndum má sjá þá þróun sem átt hefur sér stað. Meira »

Vara við snjókomu og vindi

05:56 Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Meira »

Ók á hús í Árbæ

05:51 Í gærkvöldi var ekið á hús í Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Ökumaður og farþegi voru handteknir í kjölfarið.  Meira »

Kaflaskil í verðbólguþróun

05:30 Vísbendingar eru um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hefur verið drifkraftur verðbólgu. Án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra. Meira »

Greiða sífellt meira til FME

05:30 Íslenskir lífeyrissjóðir munu greiða rúmar 304 milljónir króna til Fjármálaeftirlitsins í formi eftirlitsgjalda á þessu ári.  Meira »

Geti átt lögheimili í frístundabyggð

05:30 Starfshópur sem vinnur að endurskoðun laga um lögheimili og tilkynningu aðsetursskipta hefur til skoðunar að einstaklingum verði heimilað að skrá lögheimili sitt í frístundabyggðum og í atvinnuhúsnæði. Meira »

Annað símanúmer birtist

05:30 Viðskiptavinur Vodafone lenti í þeirri furðulegu uppákomu á dögunum að þegar hann hringdi úr heimasíma sínum í móður sína birtist annað númer á skjánum hjá henni en hann hringdi úr. Meira »

Viðbúnaður í endurskoðun

05:30 Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið. Meira »

Formenn funduðu fram á kvöld

05:30 Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks héldu áfram í gær og miðar vel, að því er framkemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Tilboð í Eldvatnsbrú yfir áætlunum

05:30 Þau tvö tilboð sem bárust í byggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Eystri-Ása í Skaftártungu og 920 metra vegarspotta að henni eru langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Toyota Corolla útsala!
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...