Sérstaðan tapast ef við fáum bakteríur í pakka

Íslensk lög­gjöf fel­ur í sér inn­flutn­ingstak­mark­an­ir á fersku kjöti, unnu ...
Íslensk lög­gjöf fel­ur í sér inn­flutn­ingstak­mark­an­ir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu AFP

Ísland hefur mikið að vernda vegna sérstöðu sinnar sem einangruð eyja og má halda í það sem að aðrir eru búnir að tapa. Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir og sérfræðingur á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans, sem er ósáttur við þann úrskurð EFTA-dómstólsins að inn­flutn­ingstak­mark­an­ir íslenska ríkisins á fersk­um mat­væl­um séu ólög­leg­ar. Málið var höfðað af Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) gegn ís­lenska rík­inu og féll dómur í málinu í morgun.

„Við erum með mikla sérstöðu í íslenskum landbúnaði hvað við notum lítið af sýklalyfjum og erum með þeim lægstu í  heiminum hvað þetta varðar,“ segir Vilhjálmur Ari. Allt þetta er tapað ef við erum að fá bakteríurnar bara í pakka til okkar.“

Íslensk lög­gjöf fel­ur í sér inn­flutn­ingstak­mark­an­ir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu, sem og inn­mat og slát­urúr­gangi hvort sem um ræðir svína-, nauta-, lamba-, geita- eða ali­fugla­kjöt eða kjöt af villt­um dýr­um og ýms­um mjólk­ur­vör­um. Verða inn­flytj­end­ur sam­kvæmt núgild­andi lög­um að sækja um leyfi og leggja fram marg­vís­leg gögn til Mat­væla­stofn­un­ar.

30% af danska kjötinu smitað af samfélagsmósum

Vilhjálmur Ari Arason segir mikla sýklalyfjanotkun í erlendu kjöti ástæðu þess að bakteríur á borð við klasakokka þrói með sér sýklalyfjaónæmi sem geti valdið margvíslegum vanda. Vissulega hafi dregið úr sýklalyfjanotkun í eldi víða, en hún og ónæmið sé engu að síður til staðar og að hefta þurfi útbreiðslu hennar hingað.

„Eitt einfalt dæmi eru Danir, sem hafa verið duglegir að nota sýklalyf í sinni svínarækt,“ segir Vilhjálmur Ari. „Þar er mjög hátt hlutfall af sýklalyfjaónæmum klasakokkum, það er talað um að hlutfallið sé allt að 30% í kjöti sem búið er að slátra.“ Þá hafi rannsóknir sýnt að allt að 30% af danska kjötinu sé smitað af svo nefndum samfélagsmósum. 

„Sum svæði hafa verið að glíma við að allt að 20-30% og jafnvel 40% af klasakokkum séu ónæmir fyrir sýklalyfjum,“ bendir hann á og og segir klasakokkasýkingu vera eina algengustu sýkingu í sárum, sem hann sjái m.a. í starfi sínu á slysa- og bráðadeild. „Þetta sýnir hvað við erum að nálgast hættulegt landslag hér.“

Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir og sérfræðingur á slysa- og bráðamóttöku ...
Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir og sérfræðingur á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans, segir raunverulag ógn á sýklaónæmum bakteríum stafa af kjötinnflutningi. Ljósmynd/Aðsend

Vandinn verður þegar sýkingar koma upp

Vilhjálmur Ari segir að öll hrávara sé vissulega menguð af bakteríu, en að málið vandist ef að bakterían er ónæm fyrir sýklalyfjum. „Bakteríuflóran sem er í kjötinu berst inn á eldhúsborðið og svona flórubakteríur eru mjög  fljótar að festast í okkar flóru,“ segir hann.  Vandans verði hins vegar ekki vart fyrr en sýking komi í sár eða að veikindi komi upp. „Þá eru þessir stofnar þarna til staðar og þá byrjar vandamálið.“

Hærra hlutfall af bakteríum sem séu ónæmar fyrir sýklalyfjum á borð við pensilín séu byrði á samfélögum þar sem að vandinn sé til staðar. „Þetta er þróun sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO óttast, af því að það eru alltaf að verða til fleiri og fleiri stofnir og ónæmið að verða meira.“

Kjötinnflutningurinn raunveruleg ógn

Ísland standi sig vel í því að nota lítið af sýklalyfjum í landbúnaði og það sé ein af þeim röksemdafærslum sem eru gefnar fyrir því að við höfum sloppið tiltölulega vel við þessar ónæmu bakteríur í búfénaði.

„Ef við fáum hins vegar bakteríur og flytjum þær í tonnavís inn í eldhúsið hjá okkur, þá er þetta ekki lengur spurning um hvort að við mannfólkið notum mikið af bakteríum í landbúnaði, heldur erum við að fá þetta á færibandi og þá er þetta komið út í okkar landbúnað áður en við vitum af.“

Sjálfur kveðst Vilhjálmur Ari óttast meira en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að kjötinnflutningurinn sé raunveruleg ógn. „Hann er embættismaður og tónar niður sínar áhyggjur,“ segir hann.

„Við erum þó sammála um það að öllu eftirliti hafi verið ábótavant. Það er misskilningur að við séum stikkfrí ef við flytjum bara inn frosið kjöt, þó að það takmarki útbreiðslu í flutningi og í kjötborði.  Það þarf eftir sem áður að rannska og taka miklu fleiri sýni en gert er í dag og Matís og aðrar stofnanir eru ekki í stakk búnar að fylgjast með þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi stjórnarmeðlimi Pressunnar. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

Í gær, 21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

Í gær, 21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

Í gær, 20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

Í gær, 20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

Í gær, 20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

Í gær, 20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

Í gær, 19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

Í gær, 18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

Í gær, 18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

Í gær, 18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

Í gær, 17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

Í gær, 17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

Í gær, 16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Ferðir féllu niður í dag

Í gær, 17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

Í gær, 16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

Í gær, 15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skrifstofugámar til sölu
Björgunarsveitin Suðurnes er með 3 vel farna skrifstofugáma til sölu. Upplýsinga...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
falleg innskautsborð flísar með rós í plötu
er með falleg innskotsborð flísar með rós í plötu á 25,000 kr sími 869-2798...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...